Morgunblaðið - 28.02.1988, Side 28

Morgunblaðið - 28.02.1988, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 Jarðneskar leifar tveggja biskupa JÓN Steffensen prófessor rannsakaði, skráði og mældi þær jarðnesku leifar sem fundust við uppgTÖftinn í Skálholti. í kaflanum Likamsleifar er að finna lýsingu hans á tveimur biskupum, þeim Páli Jónssyni, d. 1211, og Jóni Vídalín, d. 1720, og fara þeir hér á eftir. Páll biskup Jónsson Af Páli er þessi lýsing í sögu hans: „Páll var vænn að áliti, fagr- eygr ok fasteygr, hrokkinhárr ok fagr- hárr, limaðr vel og lítt fættr, lit- bjartr ok hörundsljóss, meðalmaðr at vexti ok manna kurteisastr." Samkvæmt áætlun af beinun- um hefur hæð Páls verið nær 169 sm þegar hann var upp á sitt besta, en á hans dögum var með- állíkamshæð íslendinga um 172 sm. Það má því með velvilja segja Prentuð mynd af Jóni biskup í Nýjum félagsritum VII. ár- gangi. að hann hafí verið meðalmaður á hæð, því að liðlega XU hluti karla á hans tímum hefur verið lægri en hann. Páll er sagður lítt fætt- ur, þ.e. smáfættur, og kemur það vel heim við lengdarmálin á völu og hælbeini, því að aðeins 6—10 af hundraði samtfðarmanna hans voru með þessi mál skemmri en Páll. Hvað átt sé við með vel li- maður getur sjálfsagt verið erfítt að skilgreina nánar, en í því ætti meðal annars að felast að útlimir væru nokkum veginn eðlilegir að lengd í hlutfalli við bolinn og væntanlega sömuleiðis hlutfallið milli hinna einstöku hluta útli- manna, eins og geríst á flestum. Um fyrra atriðið verður ekki dæmt af beinunum, en um síðara atríðið er það að segja að sköfl- ungurinn er tiltölulega óvenju stuttur, svo að fáir samtimamenn Páls hafa verið með lægra hlut- fall milli lengdar lærieggs og sköflungs en hann. Páll hefur því veríð áberandi stuttur til hnésins og handleggir frekar langir miðað við ganglimi, og á maður bágt með að veijast þeirri hugsun að heldur hafí söguhöfundur „punt- að“ upp á útlitið nema þá að hann eigi fyret og fremst við form handa og fóta. Hlutfallið milli lengdar viðbeins og upphand- leggsbeins er nokkru ofan við meðallag og bendir til góðrar axl- arbreiddar. Um önnur atriði í lýs- ingu Páls verður ekki dæmt af beinunum. Hauskúpa Páls biskups er öll fremur fínleg og vöðvafestur lítt áberandi. Heilabúið er neðán við meðallag; stafar það aðallega af því að það er mun styttra en gerist og sérstaklega vegna lftillar eymahæðar, svo að aðeins ein íslensk karlmannshauskúpa er með minni hæð. Hins vegar er mesta breidd hennar nokkru ofan við meðaltalið, en ennisbreiddin er heldur neðan við meðallag. Jón Vídalín Af Jóni Vídalín er til prentuð mynd. Á henni er hann sýndur með hökutopp sem að stærð sam- rýmist ágætlega því sem gröfín leiddi í ljós. Enn fremur er Jón með hárkollu á myndinni svo ekki verður dæmt um hárprýði hans nema óbeint. Ef athugaðar eru Ijarlægðimar frá munni að nefrót og frá henni að hárkollubrún, þá er hin síðamefnda meiri á mynd- inni en á hauskúpumyndinni er með líku hlutfalli væri komið svo hátt uppá hvirfílinn, að þar eru einungis sköllóttir með hársrætur. Nú fundust hvorki leifar höfuð- né kynhára í gröfínni þrátt fyrir geymd hennar á hökutoppinum. En vegna þess hve duttlungafull varðveisla hára var í Skálholti mun varlegast að leggja ekki of mikið upp úr því sem ekki finnst, og það ber að hafa í huga að lista- menn gera oft mikið úr enninu þegar þeir leggja áherslu á gáfur fyrirmyndarinnar. Vegna þess Hauskúpa Jóns biskups séð frá sama sjónarhomi og myndin af honum. Séð framan á hauskúpu Páls Jónssonar biskups. hversu hátt ennið er á prentuðu myndinni mætti búast við mikilli höfuðhæð, en hauskúpuhæðin er mjög nálægt meðalhæð fslenskra hauskúpna fyrir siðaskiptin. Og ennisbreiddin er ekkert áberandi á myndinni, og kemur það heim við minnstu ennisbreidd hauskúp- unnar sem er nær meðallagi þess tíma. Lengd og breidd hauskúpu er ekki unnt að mæla nákvæmlega, en áætla má þau nokkum veginn, og sést þá að stærð heilabúsins hefur verið nærri meðaltali Skál- hyltinga og að breidd hauskúpu hefur verið um 78 hundraðshlutar af lengdinni eða Jón biskup hefur verið meðallanghöfði. En svo mikið sé að andlitinu á mynd meistara Jóns, þá er það frekar stórt, einkum svæði frá nefrót að munni og milli kinn- boganna, en kjálkamir eru ekki miklir, og hakan virðist frekar hvöss að svo miklu leyti sem um verður dæmt vegna hökutoppsins. Andlitið dregst því tiltölulega ört saman niður á við. Þessir sömu höfuðdrættir koma fram á haus- kúpunni. Tríó Guðmund- ar Ingólfs- sonar í Heita pottinum JASSTRÍÓ Guðmundar Ingólfs- sonar heldur tónleika í Heita pottinum í Duus í Fischerssundi í kvöld, sunnudag. Guðmundur verður eldheitur og endumærður, en með honum í tríó- inu eru þeir Þórður Högnason bassaleikari og Guðmundur Stein- grímsson trommuleikari. (Fréttatilkynning) Guðmundur Ingólfsson Launabókhald - launavinnsla Getum bætt við okkur nokkrum fyrirtækj- • um í launavinnslu. Sjáum um öll atriði launavinnslunnar, s.s. útprentun launa- seðla, ávísana og skilagreina til gjald- heimtu og annarra stofnanna. Upplýsingar í síma 84303 eftir kl. 14.00 virka daga. Eróbik - leikfimi Heilsuræktin Sólskin, sími 46055. Námskeið hefjast 1. mars 15% afsláttur fyrir skólafólk. Opið hús hjá Samhjálp kvenna SAMHJÁLP kvenna, sem er stuðningshópur kvenna sem gengist hafa undir aðgerð vegna bijóstkrabbameins, hefur opið hús I húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, þriðjudaginn 1. | mars kl. 20.30. Hrönn Jónsdóttir þjúkrunarfræðingur fjallar um samband mataræðis og krabba- meins. Samhjálp kvenna hefur starfað frá árinu 1979 og er elsti samstarfs- hópurinn sem vinnur að stuðningi við krabbameinssjúklinga. Þeir sem hafa áhuga á málefninu eru hvattir til að koma á þennan fund. Að er- indi loknu verða almennar umræður og kaffíveitingar. (Fréttatilkynning) Pétur Jónasson. Gítartónleik- ar á Kirkju- bæjarklaustri ÞRIÐJUDAGINN 1. mars mun Pétur Jónasson gitarleikari heimsækja Kirkjubæjarklaustur og halda þar tónleika i kapell- unni, heimsækja grunnskólann og tónlistarskólann og leika fyrir vistfólk elliheimilisins. Tónleikamir hefjast kl. 21 og verða á efnisskránni verk frá ýms- um tímabilum tónlistarsögunnar, jafnt innlend sem erlend. Ferð þessi er styrkt af mennta- málaráðuneytinu. Leiðrétting í FRÉTT um Landskeppni fram- haldsskólanema í eðlisfræði, sem birtist á föstudag, vixluðust nöfn skóla tveggja keppenda. Guðmundur Jónsson, var sagður í MR en er í MS og Agni Ásgeire- son í MR var sagður í MS. Biðst Morgunblaðið velvirðingar á þess- um mistökum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.