Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1990 Sjálfstæðisflokkurinn: Júlíus Hafstein ekki end- urkjörinn í flokksráð JÚLÍUS Hafstein borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins var ekki end- urkjörinn í flokksráð á aðalfundi fúlltrúaráðs Sjálfstæðjsfélaganna á miðvikudagskvöld. í hans stað kom Margrét S. Einarsdóttir. Aðr- ar breytingar urðu ekki á fulltrú- um, sem fúlltrúaráðið kýs beint í flokksráð. Á aðalfundi fulltrúaráðsins á mið- vikudagskvöld kaus ráðið 18 fulltrúa í flokksráð. Þar af voru tíu tilnefnd- ir af Sjálfstæðisfélögum og átta sem stjóm fulltrúaráðsins tilnefndi. Allir voru kosnir án mótframboða á aðal- fundinum. Flokksráð er æðsta stofn- un Sjálfstæðisflokksins á milli lands- funda. I stjórn fulltrúaráðsins var fyrir aðalfundinn ákveðið hveijir yrðu tii- nefndir af hálfu stjórnar við kjör í flokksráð. Listinn var óbreyttur, að öðru leyti en því að Margrét S. Ein- arsdóttir kom í stað Júlíusar. Þessir átta flokksráðsmenn eru Höskuldur Ólafsson, Ingibjörg Rafn- ar, Jón Steinar Gunnlaugsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Margrét S. Ein- arsdóttir, Matthías Johannessen, Páll Gíslason og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson. Prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi: Tuttugii í framboði TUTTUGU manns hafa gefíð kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi vegna sveitarstjórnar- kosninga í vor. Prófkjörið fer fram þann 3. febrúar næstkomandi. Kosið er í ákveðin sæti og einung- is má merkja við 6 menn, hvorki fleiri né færri. Þrír menn hafa gefíð kost á sér i fyrsta sæti: Rich- ard Björgvinsson, Bragi Mikaels- son og Guðni Stefánsson. Sýn ræðir við DV um þátttöku FYRIRTÆKIÐ Sýn, sem und- irbýr svonefiit Helgarsjón- varp, leitar nú að meðeigend- um að sérstöku hlutafélagi, sem stofna á um sjónvarpið. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa forráða- menn Sýnar rætt við Fijálsa fjÖlmiðlun hf„ sem gefiir út DV, um þátttöku í fyrirtækinu. Hörður Einarsson fram- kvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðl- unar sagði við Morgunblaðið, að ekkert væri ákveðið í þessu efni. Rætt hefði verið við Sýnar-menn en engin ákvörðun lægi fyrir, og málið hefði ekki verið tekið fyrir í stjóm félagsins enn. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðins hefur Sýn einnig boðið einhveijum af fyrirtækjun- um fimm, sem voru í viðræðum við Verslunarbankann um kaup á Stöð 2 fyrir áramót, að vera meðeigendur að hlutafélaginu. En Björn Br. Bjömsson hjá Sýn vildi hvorki neita né játa að rætt hefði verið við þessa aðila_ frekar en aðra. Sýn hefur fengið úthlutað svo- nefndri VHF-6 rás fyrir sjón- varpsútsendingar og hyggst senda út sérstaka sjónvarps- dagskrá um helgar. Frambjóðendurnir eru: Arnór L. Pálsson, framkvæmda- stjóri, Birna Friðriksdóttir, skrif- stofumaður, Bragi Mikaelsson, fram- kvæmdastjóri, Guðni Stefánsson, járnsmiður, Guðrún Stella Gissurar- dóttir, nemi, dr. Gunnar Birgisson, forstjóri, Hannes Sampsted, mark- aðsstjóri, Halla Halldórsdóttir, ljós- móðir, Haraldur Kristjánsson, út- varpsmaður, Helgi Helgason, gjald- keri, Hjörleifur Hringsson, sölumað- ur, Jóhanna Thorsteinsson, fóstra, Jón Kristinn Snæhólm, nemi, Krist- inn Kristinsson, byggingameistari, Kristín Líndal, kennari, Richard Björgvinsson, viðskiptafræðingur, Sigurður Helgason, fyrrverandi sýslumaður, Siguijón Sigurðsson, læknir, Steinunn H. Sigurðardóttir, húsmóðir, og Stefán H. Stefánsson, framkvæmdastjóri. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra ásamt bæjarstjórn Grindavíkur og þingmönnum hlusta á Bjarna Þórarinsson skýra út skemmdirnar sem urðu á Grindavíkurhöfn. Ráðherra kynnir sér skemmdir Grindavík. STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra heimsótti Grindavík í gærdag ásamt Karli Steinari Guðnasyni og Rann- veigu Guðmundsdóttur þingmönnum Reykjaneskjördæmis til þess að kynna sér Ijón sem varð í Grindavík í óveðrinu aðfaranótt sl. þriðjudags. Steingrímur sagði við Morgun- blaðið eftir að hafa farið með bæjarstjóm Grindavíkur og hafn- arverði, Bjarna Þórarinssyni, og kynnt sér tjónið að sjón væri sögu ríkari. Hann sagði það mildi að ekk> hefði orðið manntjón í þess- um hamförum og varnargarðar þeir sem voru fyrir hendi hefðu auðsjáanlega bjargað miklu. Steingrímur kvað það ánægjulega sjón að sjá hvað Grindvíkingar hefðu verið fljótir að taka til hend- inni. Steingrímur sagði að hann ásamt fjármalaráðherra og sam- göngumálaráðherra hefðu rætt þessi mál sín á millum og það væri vilji innan ríkisstjórnarinnar að leysa vanda þeirra sveitarfé- laga sem~ hefðu orðið illa úti í óveðrinu. Það yrði hinsvegar að bíða eftir mati Viðlagatryggingar. Hann benti á breytt hlutverk Við- lagatryggingar sem kveður á um að hún bæti tjón sem verður innan hafna. Karl Steinar Guðnason sagði að hérna hefðu orðið stórkostlegar skemmdir sem stjórnvöld verði að bæta. Hann sagði að það væri mildi að ekki fór verr og það þyldi enga bið að bæta sjóvarnargarða í Grindavík. „Maður verður agndofa þegar maður stendur gagnvart slíkum krafti,“ sagði Rannveig Guð- mundsdóttir og kvaðst vera ánægð með að hafa séð skemmd- imar með eigin augum. Fyrr um daginn komu menn frá Viðlagatryggingu til að metatjón- ið og fóru allt frá ísólfsskála að austan þar sem tún voru þakin smákarfa og vestur að Seljabót. Fleiri ráðherrar hafa kynnt sér skemmdirnar af völdum flóðanna. Olafur Ragnar Grímsson var á Eyrarbakka og Stokkseyri á þriðjudag og á Suðurnesjum á miðvikudag og Jóhanna Sigurðar- dóttir og Steingrímur Sigfússon fóru til Eyrarbakka og Stokks- eyrar í gær. pó BSRB kynntar hugmyndir að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði: Mikilsvert að samstaða myndist innan verkalýðshreyfingarinnar - segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB FORSVARSMENN Alþýðusambands íslands og Bandalags starfs- manna ríkis og bæja áttu með sér fúnd í gær, þar sem BSRB voru kynntar með formlegum hætti þær hugmyndir sem komið hafa fram í samningaviðræðum ASI við vinnuveitendur um kjarasamninga sem miði að því að halda verðbólgu í skefjum og tryggja kaupmátt. Við- ræðurnar ganga hægt fyrir sig þessa dagana meðan verið er að kynna þessar hugmyndir, en auk fúndarins með BSRB voru fúndir i gær með verkalýðsfélögunum í Reykjavík og félögum með beina aðild að ASÍ. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, segir að drög að samningi liggi ekki fyrir, en vonir standi til að hægt sé að setja upp ramma að samningi á stuttum tíma. „Við hljótum að þurfa nokkurn þráðinn og týni honum,“ sagði Ás- tíma til viðbótar, en það verður hins vegar að hraða framgangi málsins eins og framast er unnt, því annars er verulega hætta á að menn missi mundur. Hann sagði að markmiðið væri að vernda kaupmáttinn við eins lágt verðbólgustig og mögulegt væri. „Að reyna að ná stöðugleika í efnahagslífinu og lækkun vaxta er hvort tveggja mikils virði fyrir launafólk og fyrirtækin og það er það sem mestu skiptir til að tryggja atvinnuna í landinu." Ásmundur s'ágði að BSRB hefði verið gerð grein fyrir viðræðunum við atvinnurekendur og þær for- sendur sem ASI hefði lagt mesta áherslu á. Það væri alveg ljóst ef ætti að búa þannig um hnútana að sá kaupmáttur, sem gæti fengist fram, næðist við sem allra lægsta verðbólgu, þá þyrfti að skapast breið samstaða og vera unnið að Dómsmálaráðuneytið: Yiðbrögð við hæstaréttardómi í dag - Þessa dóms var að vænta, segir Markús Sigurbjörnsson lagaprófessor „ÞESSA dóms var í raun að vænta úr því sem komið var, þegar Mann- réttindanefnd Evrópu hafði tekið þessa afstöðu," sagði Markús Sigur- björnsson, prófessor í réttarfari, við lagadeild Háskóla Islands. Hæsti- réttur hefúr fellt úr gildi dóm og alla dómsmeðferð í máli, þar sem fúlltrúi sýslumanns hafði bæði mælt fyrir um lögreglurannsókn og kveðið upp dóm í málinu. Þar sem það fyrirkomulag er í 19 umdæmum kannar dómsmálaráðuneytið nú hvernig bregðast eigi við dómnum. Sú ákvörðun verður að öilum líkindum tekin í dag. Markús Sigurbjörnsson sagði, að það þyrfti að finna lausn á þessu máli þar til lög um aðgreiningu dóms- og umboðsvalds taka gildi 1. júlí 1992. „Það er margra kosta völ, en taka verður tillit til hagræðis og kostnaðar. Ein leiðin er sú að skipa setudómara til að fara með opinber mál í þeim umdæmum þar sem svona háttar til. Þá er einnig hugsanlegt að breyta lögum þannig, að skipaðir verði sjálfstæðir dómarar í þessum 19 umdæmum. Þeir þyrftu ekki að vera 19 að tölu, því það væri hægt að búa svo um hnútana að sami maður væri dómari í tveimur og jafn- vel fleiri umdæmum til að fara með opinber mál. Ég gæti ímyndað mér að það væri ef til vill spuming um 3-5 menn.“ Markús kvaðst ekki hafa orðið undrandi á dómi Hæstaréttar, þar sem svipað hefði gerst í Danmörku síðla á síðasta ári. Þar hafði réttar- farslegu ágreiningsefni verið skotið til Mannréttindanefndarinnar og gekk það alla leið til Mannréttinda- dómstólsins. Að dómi hans gengnum dæmdi Hæstiréttur Danmerkur í samræmi við hann, næst þegar mál af sama toga var þar til úrlausnar. Þá sagði Markús, að þessi dómur Hæstaréttar hefði ekki afturvirkni i för með sér, þ.e. næði ekki til eldri mála, sem þegar hefur verið dæmt í. Rúnar Guðjónsson sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og for- maður Sýslumannafélags íslands hafði í gær ekki lesið dóm Hæstarétt- ar og vildi því ekki fjalla um hann sérstaklega. Hann sagði þó að sér sýndist dómurinn ekki eiga að koma í veg fyrir að gerðar yrðu dómssáttir í héraði, þar sem þær væru ekki dómur heldur samningur. Þá sagðist hann einnig telja að sýsluménn gætu kveðið upp dóma í málum sem rann- sökuð hefðu verið í öðrum lögsagnar- umdæmum. Rúnar sagði að sýslumenn hefðu nokkuð rætt þá stöðu sem fyrirsjáan- leg er eftir að lög um aðskilnað umboðsvalds og dómsvalds taka gildi. Ein hugmynd væri að sýslu- menn dæmdu hver hjá öðrum sem myndi hafa talsverðan spamað í för með sér. Þorsteinn Geirsson ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu sagði í gær að hjá ráðuneytinu væri verið að kanna alla möguleika og ákvörð- unar um viðbrögð við dómi Hæsta- réttar væri að vænta i dag. málinu á hliðstæðum forsendum yfir alla línuna. „Við fórum yfir markmið og leið- ir í þessum kjarasamningum,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. „Það er ljóst að markmiðin em þau sömu, að treysta og tryggja kaupmátt og keyra niður vexti. Spurningin er hins vegar að hvaða leyti við getum haft samstarf og samvinnu til að ná þessum mark- miðum og forustumenn ASÍ kynntu okkur þær hugmyndir sem hafa verið til umræðu hjá þeim og síðan var farið yfir ýmsar hliðar á þessum málum og við munum ræða þær nánar í okkar hóp.“ Ögmundur sagði að BSRB myndi fylgjast rækilega með framgangi þessara mála og honum fyndist auðsætt að það væri mikilsvert að innan verkalýðshreyfingarinnar myndaðist samstaða um að hrinda fram þessum sameiginlegu hags- munamálum að tryggja kaupmátt- inn og keyra niður vextina. Hversu langt menn myndu ganga í þessu samstarfi ætti eftir að koma í ljós, en ekki mætti flana að neinu. Aðild- arfélög BSRB, sem hefðu samn- ingsréttinn á sinni hendi, myndu gera þessi mál upp við sig á næst- unni. Einar Oddur Kristjánsson, for- maður Vinnuveitendasambands ís- lands, segir að boltinn sé hjá verka- lýðshreyfingunni. Hún fullvissi þá um að unnið sé að málinu eins vel og mögulegt sé og VSÍ vantreysti því ekki. „Þeir eru að kynna hug- myndafræðina á bakvið þessa samninga innan sinna félagasam- taka. Það hefur verið talið nauðsyn- Iegt. Við vitum um mikinn stuðning í þjóðfélaginu við þessar hugmyndir og hann mjög vaxandi. Það fer ekkert á milli mála,“ sagði Einar Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.