Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 38
»38 MOKGUNBLAÐIÐ IÞRO i IIR FÖSTÚDAGUR 12. JANÚAR 1990 FRJALSIÞROTTIR Spjótkastararnir Sigurður Einarsson og Einar Vilhjálmsson, sem heldur á dóttur sinni, Gerði Rún, eru í þriðja og fjórða sæti á afrekslista Track & Field News. Afrekaskrá í spjótkasti 1989: Sigurður og Einar í þriðja og fjórða sæti FOLK ■ STEVE Backley, sem sigraði í 20 af 24 spjótkastsmótum, er hann tók þátt í á síðasta ári, var 20 ára 2. desember og er yngsti spjótkastari á toppnum á afreka- skrá Track & Field News. Janusz Sidlo var 21 árs, er hann sat á toppnum 1954, en meðalaldur 42 ^ manna á toppnum er 26,8 ár. ■ TAPIO Korjus frá Finnlandi var í fyrsta sæti 1988, en hafnaði í 7. sæti að þessu sinni. ■ JAN Zelezny frá Tékkósló- vakíu var í 5. sæti, en í 2. sæti 1988. ■ SEPPO R&ty var í 3. sæti 1988, en Finninn fór nú í 6. sætið. ■ RAYMOND Stewart frá Jam- aíka, var efstur á lista í 100 metra hlaupi, en Carl Lewis kom næstur. Þeir mættust tvisvar og sigraði hvor einu sinni, en Stewart tók þátt í fleiri stórmótum og erfiðari og varð aldrei neðar en í 2. sæti. Lewis hélt sig aðallega við fyrsta sætið, en hafnaði í 3. sæti í úrslita- -keppni stigamótanna. ■ ROBSON da Silva frá Brasilíu sigraði í 19 200 m hlaupum á síðasta ári og var efstur á afreka- skrá blaðsins. Daniel Sangouma, Frakklandi, var í 2. sæti og hefur enginn Frakki náð svo langt í þess- ari grein. ■ BUTCH Reynolds frá Banda- ríkjunum hélt toppsætinu þriðja árið í röð í 400 m hlaupi, þrátt fyr- ir að hafa tapað fyrir landa sínum, Steve Lewis, sem varð í 2. sæti, í --^.úrslitakeppni stigamótanna. ■ KENYAMAÐ URINN Paul Erang keppti 16 sinnum í 800 m hlaupi, sigraði 15 sinnum og varð einu sinni í 2. sæti — á eftir Tom McKean, Bretlandi. Erang fór úr 3. sæti í toppsætið, en McKean, sem var í 8. sæti 1988, varð annar. ■ ABDI Bile frá Sómalíu sigraði níu sinnum í 1.500 m hlaupi og hafnaði einu sinni í 2. sæti. Said Aouita frá Marokkó keppti 11 sinn- um í greininni og fékk jafn oft gullið, en Bile er fyrir ofan hann á listanum vegna þess að hann tók þátt í erfiðari mótum. Steve Cram, Bretlandi, var ekki á listanum í fyrsta sinn í níu ár. _ ■ AOUITA var nær ósigrandi í ' 3.000 m hlaupi og skaut öðrum aftur fyrir sig í greininni. Besti tími hans var 7:29.25 mín., sem talinn var besti árangur ársins. ■ AOUITA var númer eitt í 5.000 m hlaupi 1984-1987 og hélt upp- teknum hætti á síðasta ári, þrátt fyrir að hafa misst af sigri í fyrstu keppninni — fyrsti ósigur hans í greininni síðan 1979. ■ ARTURO Barrios frá Mexíkó tók tvisvar þátt í 10.000 m hlaupi, sigraði í bæði skiptin, sem nægði til að fara á toppinn. Salvatore Antibo frá Italíu var ósigrandi á fímm mótum, en tími Barrios gerði gæfumuninn. SPJÓTKASTARARNIR Sigurð- ur Einarsson og Einar Vil- hjálmsson stóðu sig vel á síðasta ári og eru í allra fremstu röð. í janúarhefti Track & Field News, sem er eitt virtasta tímarit um frjálsí- þróttir gefið út í Bandaríkjun- um, er greint frá röðun ritsins í hinum ýmsu karlagreinum frjálsíþrótta og heimsafreka- skráin birt; Sigurður er í þriðja sæti í spjótkasti og Einar í fjórða sæti. Einar var í fimmta sæti á listanum í fyrra, en Sig- urður komst ekki á skrá efstu manna. Spjótkastararnir eru einu íslendingarnir, sem eru í hópi 50 efstu manna í afreka- skrá blaðsins í einhverri grein frjálsíþróttanna. Afrekaskráin byggir á þrennu". í fyrsta lagi er árangur á stór- mótum metinn. I öðru lagi er litið á hvernig íþróttamanni vegnar í keppni við þá bestu á sama móti. Sigur í stórmóti vegur hins vegar mun meira en slakur árangur á nokkrum minni háttar mótum, þó keppendur séu að mörgu leyti hinir sömu. í þriðja lagi er það árangur í tölum, hve langt kastað. Þar eru utanaðkomandi þættir eins og veður og aðrar ytri aðstæður teknar með í reikninginn. Með öðrum orðum, þá er ekki litið á framfarir, heldur frekar hvernig viðkomandi tekst til í keppni við aðra við sömu aðstæð- ur. Einar með 8. lengsta kastið Einar, sem var kjörinn íþrótta- maður ársins 1988, kastaði lengst 84,50 metra á árinu, í Malmö, og reyndist það 8. lengsta kast ársins. Kazuhiro Mizoguchi, Japan, sem er í öðru sæti á afrekaskránni, átti lengsta kast ársins, 87,60 metra. Steve Backley, Bretlandi, sem trón- ir í efsta sæti, átti næst lengsta kast ársins, 85,90 metra. Sigurður Einarsson, hafnaði í þriðja sæti í úrslitakeppni stigamótanna og kastaði þar 82,82 metra, sem var 13. lengsta kast ársins. Bandaríkjamaðurinn Tom Petr- anoff náði þriðja lengsta kasti í heiminum, 85,34 metra, en hann býr og keppir í Suður-Afríku og er því ekki gjaldgengur hjá Alþjóða- fijálsíþróttasambandinu. Sé afreki hans sleppt, er Einar því með 7. lengsta kast ársins og Sigurður 12. lengsta kastið. ísland með flest stig á árinu Árangur tvímenninganna gefur samtals 15 stig og setur ísland á toppinn í spjótkastinu. Bretland kemur næst með 12 stig. ísland er nú í 11 sæti miðað við árangur frá því afrekslistinn var fyrst tekinn saman 1947, en var í 14. sæti áður. Þegar allar greinar eru teknar saman er ísland í 18. sæti af 36 þjóðum, sem fengu stig, með 15 stig eins og Svíþjóð og Tanzanía, en næst kemur Finnland með 13 stig. Bandaríkin eru á toppnum sem fyrr með 305 stig, Sovétríkin eru með 184 stig og Kenýa í þriðja sæti með 100 stig. Lengstu köstársins 1. Kazuhiro Mizoguchi, Japan,.......................87,60 2. Steve Backley, Bretlandi.........................85,90 3. Tom Petranoff, Suður-Afríku......................85,34 4. Volker Hadwich, Vestur-þýskalandi,...............84,84 5. PeterBorglund, Svíþjóð...........................84,76 6. Jan Zelezny, Tékkóslóvakíu,......................84,74 7. Klaus-Peter Schneider, Vestur-Þýskalandi.........84,56 8. Einar Vilþjálmsson...............................84,50 9. Seppo Ráty, Finnlandi,...........................83,92 10. Gavin Lovegrove, Nýja-Sjálandi...................83,90 13. Sigurður Einarsson...............................82,82 GETRAUNIR /1X2 Tvöialdur pottur ÆT Ífyrstu leikviku ársins kom eng- inn seðill fram með 12 leikjum réttum og er potturinn því tvöfaldur á morgun. Sex útisigrar settu tipp- . ara út af Iaginu, en fimm, þar af ' þrír hópar í vorleiknum, sem stend- ur yfir til 12. maí, náðu að vera með 11 rétta og fékk hver 49.875 krónur í vinning. Á morgun lokar sölukerfinu kl. 14:55, en fimm mínútum síðar hefj- ast leikimir, þ.á.m. viðureign Sout- __ hampton og Everton, sem verður í beinni útsendingu Sjónvarps. Pótur Pótursson Spámaðurvikunnar: Pétur Pétursson Pétur Pétursson, miðheiji lands- liðsins og fyrirliði KR í knatt- spyrnu, lifir og hrærist í leiknum, en tippar ekki reglulega. „Boltinn á Ítalíu og Spáni á við mig, en ég hef aldrei kunnað við ensku knatt- spyrnuna — eina liðið, sem horfandi er á er Liverpool. Hér áður fyrr hélt ég með George Best og félögum í Manchester United, en nú fylgist ég einna helst með okkar landsliðs- mönnum. Arsenal stal titlinum af Liverpool í fyrra, en það gerist ekki í ár, nema ótrúleg heppni komi til,“ sagði nýkrýndur Reykjavíkurmeist- ari í knattspymu innanhúss. 2 2 1 2 Leikir 13. jan. Charlton-Aston Villa Coventry-C. Palace Man. Utd.-Derby 1X Nott. For.-Millwall 1 2 QPR-Norwich X2 Southampton-Everton 1 Tottenham-Man. City Wimbledon-Arsenal 1 2 2 Blackburn-Leeds 1X Ipswich-Sheff. Utd. Plymouth-West Ham 1 Swindon-Oldham 1 ípRÓmR FOLK STUTTGART hefur áhuga á að kaupa Matthias Sammer, 24 ára landsliðsframheija Austur- Þýskalands frá Dynamo Dresden fyrir næsta keppn- istímabil, skv. frétt Kicker á mánudag. ■ ENSKA félagið Leeds United hef- ur, skv. frétt í sama blaði, áhuga á að kaupa Eike Immel, markvörð Stuttgart, hann fyrir næsta tíma- bil. FráJóni Halldóri Garðarssyni i V-Þýskalandi ■ GUNTER Hermann hefur framlengt samning sinn við Brem- en til 1993. Hann er 29 ára, og hefur verið allan ferilinn hjá félag- inu. Köln og Bayern voru á eftir honum. ■ WILLIE Reiman, þjálfari Hamburger SV, hefur verið rekinn úr því starfi. Unglinga- og varaliðs- þjálfarinn Gerd Holger Shock tek- ur við. ■ HERBERT Waas, sem var rek- inn frá Leverkusen í vetur, gerir það gott_með sínu nýja félagi, Bo- Iogna á Italíu. Hann er nýbyijaður að leika þar, var meiddur, en hefur skorað í tveimur síðustu leikjum - gegn Fiorentina og Juventus. Klinsmann Allofs ■ JURGEN Klinsmann, fram- heiji Inter Mílanó, var valinn besti nýliðinn í itölsku 1. deildinni í knattspyrnu fram að jólum, af þjálf- umm og fyrirliðum. Maradona, fyrirliði Napolí, og Trappatoni, þjálfari Inter, kusu hann báðir. H KLAUS Allofs, fyrrum lands- liðsfyrirliði V-Þjóðverja, sem leik- ur með Bordeaux, var valinn besti útlendingurinn í Frakklandi á síðasta ári. Chris Waddle hjá Mar- seille varð í öðru sæti í kjörinu. ■ FRANZ Beckenbauer, þjálfari v-þýska landsliðsins, hyggst jafnvel kalla á Uli Stein, fyrrum landsliðs- markvörð og nú leikmánn Frank- fiirt, í hóp sinn fyrir HM á Italíu í sumar. Margir eru á móti því jafn- vel þó menn séu sammála um að hann sé besti markvörður Þjóð- verja í dag. Stein var rekinn heim frá Mexíkó er HM fór þar fram 1986 eftir stórorðar yfirlýsingar hans um Beckenbauer og sam- heija sína, en hann þykir orðinn breyttur nú, rólegri og yfirvegaðri. ■ LEIKMENN landsliðs Samein- uðu arabísku furstadæmanna, taka föstuna alvarlega, en hún hefst 28. mars og stendur í 29 daga; á þessum tíma mega þeir ekki borða, æfa eða gera nánast neitt frá því sólin kemur upp að morgni þar til hún sest að kvöldi. Þeir verða því að æfa að næturlagi og nýta þann tíma einnig til æfingaleikja. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort þeir fá einhverja mótheija í nætur- leiki. ■ KÖLN hefur áhuga á að kaupa Uwe Fuchs, framheija Diisseldorf og Hansi Flick, vamartengilið hjá Bayern. Þá er alltaf að verða líklegra að Tomas Hássler hjá Köln fari til AS Roma á Ítalíu næsta vetur en þar leika fyrir tveir landar hans, Rudi Völler og Thom- as Berthold. ■ CARECA, brasilíski knatt- spyrnumaðurinn sem leikur með Napólí, verður frá vegna meiðsla í að minnska kosti mánuð. Það flísaðist upp úr beini á hægra fæti hans eftir samstuð við samheija sinn, Alemao, á ælíngu. Meiðsli Careca eru slæm tíðindi fyrir Nap- ólí sem er með tveggja stiga for- skot í ítölsku deildinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.