Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1990 Guðjón B. Baldvins- son - Minningarorð Fæddur 26. júlí 1908 Dáinn 6. janúar 1990 Guðjón fæddist að Refstöðum í Hálsasveit og ólst upp í Borgarfirði við þau kröppu kjör sem almennt gerðust í upphafi aldarinnar. Skóla- gangan var ekki löng, aðeins átta vikur í heimagönguskóla fram að fermingu en síðan fór hann í Lauga- skóla í Þingeyjarsýslu átján ára gamall. En það reyndist honum samt dijúgt veganesti á löngum og merk- um félagsmálaferli. Hann hóf starfsferil sinn sem vinnumaður í sveit og vann síðan ýmsa verkamannavinnu, uns hann gerðist erindreki ASÍ 1933 og síðan starfsmaður atvinnumálanefndar ríkisins. Starfsmaður Trygginga- stofnunar ríkisins varð hann 1936 en réðst til Skattstofu Reykjavíkur 1946 og gegndi þar starfi deildar- stjóra. Arið 1970 varð hann starfs- maður BSRB og var fræðslufulltrúi samtakanna, þegar hann lét af störf- um sjötugur. Félagsmálaáhugi var Guðjóni í blóð borinn og ungur að aldri varð hann virkur þátttakandi fyrst í ung- mennafélögum og brátt einn af for- MALA- SKÓLINN MÍMIR I V - . HEFUR ÁRATUGA REYNSLU í TUNGU- MÁLAKENNSLU Á ÍSLANDI ENSKA ÞYSKA SPÆNSKA FRANSKA ÍTALSKA ÍSLENSKA F.ÚTLENDINGA ÍSLENSK RÉTTRITUN VIÐSKIPTA— ENSKA O.FL. INNRITUN STENDUR YFIR © 10 004 216 55 Málaskólinn Mímir STJORNUNARfÉLAG ISIANDS l\ER EIGANDI MÁLA5tCÓLANS MlMIS ustumönnum í Félagi ungra jafnað- armanna og kjörinn til trúnaðar- starfa bæði í flokki sínum og verka- lýðsfélögum. Merkustu áfangar Guðjóns á fé- lagsmálasviðinu eru þó tvímælalaust frumkvæði hans fyrst að stofnun Starfsmannafélags ríkisstofnana árið 1939 og í framhaldi af því stofn- un Bandalags starfsmanna ríkis og bæja 1942. Hann var í stjórn SFR fyrstu tuttugu árin, þar af fimmtán ár sem formaður. Hann var einnig lengst allra í forustu BSRB eða 27 ár í aðalstjórn og 4 ár í varastjórn. Verkefnin á þessum langa starfs- ferli eru fleiri en svo, að þeim verði gerð nokkur skil í stuttu máli. Hann vann að undirbúningi launalaga 1945 og aftur 1955 svo og lífeyris- sjóðslaga. Starfaði að stærstu áföng- um í samningsréttarmálum opin- berra starfsmanna, vann ötullega að kjarasamningum bæði með mál- flutningi fyrir gerðardómi og verk- fallsvopni, stuðlaði að uppbygingu orlofsheimila og fræðslustarfi sam- takanna o.fl. o.fl. Og í hjáverkum var hann svo mjög virkur í Guðspeki- félagi, Náttúrulækningafélagi og víðar. Samstarf okkar Guðjóns hófst með útgáfu afmælisrits BSRB árið 1962, og í framhaldi af því var okk- ur tveimur falið það mikla verkefni að smíða drög að kröfúm bandalags- ins í fyrstu kjarasamningum sam- takanna, sem fengið höfðu loksins viðurkenndan samningsrétt. Þar kom að góðum notum félagsleg reynsla sem Guðjón hafði öðlast. Upp frá þessu varð samstarf okkar samfellt þar til hann lét af starfi árið 1978. Og það er lýsandi dæmi um ævar- andi hugsjónaeld Guðjóns, að hann lét ekki þennan löggilta aldur opin- berra starfsmanna verða lokapunkt félagsmálaumsvifa. Hann gerðist nefnilega formaður og driffjöður í lífeyrisþegadeild SFR og hafði 1980 forgöngu um stofnun Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja. Hann var kosinn formaður þessara samtaka eftirlaunafólks og gegndi því til dauðadags. En allra síðasti áfanginn var svo loks, þegar Rann gerðist einn helsti hvatamaður að stofnun félags- skapar, sem reist hefur hið myndar- lega umönnunar- og hjúkrunar- heimili Skjól. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í fjölbreyttu ævistarfi Guðjóns, en hann hefur með því reist sér bautastein, sem lengi mun minnst. Guðjón var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni Steinunni Jónsdóttur eignaðist hann þijú börn: Valgerði, Baldvin og Hilmar. Með síðari kon- unni Önnu Guðmundsdóttur átti hann einn son, Baldur. Fjölskyldu Guðjóns berast nú innilegar samúð- arkveðjur vegna ástvinamissis þeirra frá þeim stóra hópi sem notið hefur góðs af gifturíku starfí hins ósér- hlífna frumheija. Þegar Guðjón hætti í starfí hjá BSRB, þá lét hann í kveðjuorðum sínum í Ásgarði í ljós þá ósk BSRB til handa, að hlutskipti þess verði vaxandi skilningur og bróðurhugur, sem leiði til órofandi samheldni og rökvísrar baráttu gegn hverskonar misrétti og ójafnaði. Megi sú ósk rætast. Haraldur Steinþórsson Einn af ötulustu forgöngumönn- um Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Guðjón B. Baldvinsson, er lát- inn. Hann átti dijúgan þátt í stofnun BSRB árið 1942 og átti sæti í stjórn samtakanna í yfir þijá áratugi eða lengur en nokkur annar. Um skeið var Guðjón formaður samtakanna og um tíma var hann einnig starfs- maður þeirra. Minning: Bjöm Vigfusson frá Gullberastöðum Fæddur 5. júlí 1899 Dáinn 28. desember 1989 Afi minn, Bjöm Vigfússon frá Gullberastöðum, er látinn. Þó hvíldin hafi verið honum kær- komin verð ég að viðurkenna að eig- ingimin skaut upp kollinum í huga mér þegar ég frétti andlát hans. Hver leggur nú stóru hlýju hendurn- ar sínar yfir mínar, strýkur á mér hárið og kallar mig elsku bestu stúlk- una sína? Afi kallaði mig líka fall- egustu konu í heimi. Og mér fannst ég sannarlega vera það þegar hann sagði það. Það fannst okkur öllum, konunum sem afi kallaði fallegustu konu í heimi. Afi minn kunni þá list að láta fólk finna að það var mikils virði. Það sem einkenndi hann frem- ur öðru var hjartahlýjan, velvildin og ástin sem hann bar til allra og alls í kringum sig. Hann á ekki marga sína líka í heiminum í dag. Afi minn var fæddur og uppalinn að Gullberastöðum í Lundarreykja- dal, sonur Vigfúsar Péturssonar bónda þar og Sigríðar Narfadóttur ljósmóður og kennara. Æskustöðv- amar voru honum alla tíð ofarlega í huga, ég held að honum hafi alltaf fundist öll vötn renna til Borgarfjarð- ar. Síðustu ár sín dvaldi hann á elli- heimilinu í Borgarnesi og þá naut hann þess að fará í bíltúra á fornar slóðir og rifja upp gamla tíma. Rúmlega tvítugur að aldri fór afí á landbúnaðarskóla í Skotlandi og vann þar á sauðfjárræktarbúgarði. Hann sagði alltaf að Skotar væru yndislegt fólk. Alveg sama hvar hann afi kom, allstaðar var yndislegt fólk. í Skotlandi lærði hann enskuna sína, sem átti eftir að koma sér vel heima á íslandi, þar sem hann vann fyrir breska setuliðið um tíma, m.a. sem túlkur. Mikið varð ég hissa, rúmum fjörutíu árum seinna, þegar ég í fyrsta sinn heyrði afa minn hefja upp raust sína á hljómfagurri enskunni sinni. Þar var engu gleymt. Afi stundaði ýmis störf um ævina, síðast v:ð Landsbankann í Reykjavík. Hann var lögregluþjónn í ein ellefu ár og ég held að það sé leitun að öðru eins glæsimenni í lögreglubún- ingi og hann afi minn var. Afi var með eindæmum glæsilegur maður og hélt glæsileika sínum og reisn alla tíð. Hann var mikill íþrótta- maður á sínum yngri árum, stundaði fijálsíþróttir, sund, glímu og hesta- mennsku. Hann starfaði bæði sem íþrótta- og sundkennari um skeið og tamdi hesta frá unga aldri. Hestamennska og búskapur voru alltaf ofarlega í huga og árið 1941 hóf hann búskap að Hjarðarholti í Dölum. Fyrir einu og hálfu ári fór ég ásamt foreldrum mínum og afa í bíltúr vestur í Dali. Afi sagði okkur margar sögur og brandara og við hlógum og átum súkkulaði og drukk- um litlar kók með röri. í þeirri ferð varð ég þess fullviss að afi hefði stundað búskapinn lengur hefði þess verið nokkur kostur. Hann bjó þá með fyrri konu sinni, Önnu Kristjönu Guðjón var baráttumaður, fylginn sér og heill í störfum. Síðustu árin helgaði hann krafta sína kjaramál- um lífeyrisþega og hafði forgöngu um stofnun Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja árið 1980 og var for- maður sambandsins til dauðadags. í því starfi kynntumst við sem yngri erum Guðjóni B. Baldvinssyni og fór þar ekki á milli mála hver eldhugi var'þar á ferð. Hann miðlaði reynslu og þekkingu og vann málstað sínum fylgi með rökum og ótrúlegri þraut- seigju. Eg ætla ekki að rekja hér félags- málasögu Guðjóns B. Baldvinssonar en hún tengist óijúfanlegum böndum sögu BSRB og reyndar baráttusögu íslensks launafólks. Þeir eru ófáir bæði í okkar sam- tökum og annars staðar í þjóðfélag- inu sem notið hafa góðs af verkum Guðjóns og það er verðugt verkefni fyrir hreyfingu íslensks launafólks að halda merki hans á lofti. Fyrir hönd BSRB votta ég minn- ingu Guðjóns B. Baldvinssonar virð- ingu og aðstandendum hans eru færðar samúðarkveðjur. Ögmundur Jónasson Kveðja frá Starfsmanna- félagi ríkisstofiiana Fyrir rúmlega hálfri öld kom um hálft hundrað opinberra starfs- manna saman til fundar í Alþýðu- húsinu við Hverfísgötu í Reykjavík. Fundurinn var boðaður í því skyni að stofna stéttarfélag meðal skrif- stofu- og afgreiðslufólks hjá ríki og ríkisfyrirtækjum. Hann markar upp- haf Starfsmannafélags ríkisstofn- ana, SFR, sem í dag er stærsta fé- lag opinberra starfsmanna. í dag minnumst við í SFR með þakklæti og eftirsjá þess manns sem hafði öllum öðrum fremur veg og vanda af stofnun félagsins fyrir fimmtíu árum, Guðjóns B. Baldvins- sonar. Hann var frumheijinn sem und- irbjó jarðveginn, hvatti starfsfélaga sína hjá hinu opinbera til samstöðu, gekkst fyrir fundum um stofnun félagsins og veitti því síðan forystu um árabil. Guðjón var kjörinn formaður SFR á framhaldsstofnfundinum 22. nóv- ember 1939 og gegndi því forystu- hlutverki samfleytt til ársjns 1946 ogafturfrá 1950 til 1959.Áárunum 1946-1950 var hann varaformaður Pétursdóttur Hjaltested. Hún þreifst ekki í sveitinni svo þau brugðu búi árið 1943 og fluttu aftur til Reykjavíkur. Önnu kvæntist afi árið 1926. þau áttu engin börn saman, en tóku tvö börn í fóstur og ólu upp. Annað þeirra er faðir minn, Þórður Baldur Sigurðsson, systursonur Önnu. Hann er giftur Önnu Christiönu Lárus- dóttur Hjaltested og eiga þau sjö böm. Hitt er bróðurdóttir Önnu, Ragnhildur Einarsdóttir Hjaltested Moss, búsett í Bandaríkjunum og á þijár dætur. Anna dó árið 1958 og þremur árum seinna gekk afi að eiga síðari konu sína, Sigríði Hannesdóttur frá Eyjafirði. Sigríður bjó þá með sonar- syni sínum, Ingimundi Guðmunds- syni, og saman ólu þau afi hann upp sem sinn eigin son. Ingimundur er giftur Oddnýju Magnúsdóttur. Afi elskaði konurnar sínar út yfir gröf og dauða. Hann bar mikla virð- ingu fyrir þeim og var þeim góður eiginmaður. Fallegustu ástarsögur sem ég hef heyrt eru sögurnar hans félagsins. Guðjón var þannig sam- fellt í forystusveit SFR fyrstu tutt- ugu árin. Jafnframt var hann einn af frumkvöðlum þess að Bandalag starfsmanna ríkis og bæja var stofn- að árið 1942. Hann var formaður bandalagsins 1946-1947 og í stjórn þess um langt árabil. Þegar Guðjón og félagar hans í SFR hófu baráttu fyrir bættum kjör- um opinberra starfsmanna voru eng- in ákvæði til um vinnutíma ríkis- starfsmanna, orlof, lífeyrissjóði, veikindarétt, fæðingarorlof, atvinnu- leysisbætur eða réttindi og skyldur í starfi, svo nefnd séu nokkur þau réttindi sem eru árangurinn af langri baráttu stéttarfélaga og þykja sjálf- sögð í dag. Opinberir starfsmenn höfðu reyndar hvorki samningsrétt né verkfallsrétt. Það þurfti því að byija frá grunni. A fyrstu árum SFR og síðar BSRB voru mörg mikilvæg réttindamál - knúin fram. Nægir þar að nefna lög og reglur um vinnutíma, lífeyrisrétt- indi, laun og réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Guðjón gegndi mikilvægu forystuhlutverki af hálfu SFR og BSRB í öllum þess- um baráttumálum. Guðjón var alla tíð virkur félagi í SFR og dró lítt af sér þótt aldurinn færðist yfir. Hin síðari ár beindi hann kröftum sínum sérstaklega að baráttu fyrir málefnum aldraðra. Hann beitti sér þannig manna mest fyrir því að fyrsta lífeyrisþegadeild opinberra starfsmanna varð til á vegum SFR. Það var árið 1976. Guðjón var formaður deildarinnar til dauðadags og helsta drifljöðrin í starfsemi hennar. Hann hafði einnig forystu um stofnun Sambands lífeyr- isþega ríkis og bæja árið 1980 og var formaður þess frá upphafi. Þá var hann einn af helstu forvígis- mönnum umönnunar- og hjúkrunar- heimilisins Skjóls. Guðjón B. Baldvinsson helgaði líf sitt baráttu fyrir bættum kjörum og auknum réttindum opinberra starfs- manna. Hann trúði alla tíð á mátt samstöðu og fræðslu til að skapa betra og fegurra mannlíf og var ávallt reiðubúinn að sýna þá trú sína í verki. Starfsmannafélag ríkisstofnana þakkar Guðjóni B. Baldvinssyni for- ystu og samfylgd í fimmtíu ár og færir eftirlifandi konu hans, Önnu Guðmundsdóttur, og börnum inni- legar samúðarkveðjur við fráfall hans. afa af því þegar hann kynntist kon- unum sínum og fór að stíga í væng- inn við þær. Aldrei hafði hann séð jafn fallega og myndarlega konu og hana Siggu ömmu. Og hún var sannarlega mynd- arleg, jafnt í útliti sem í verki. Hún var mjög handlagin og listræn og mikil húsmóðir. Mér eru sérstaklega minnisstæð rausnarleg jólaboðin sem afi og amma héldu meðan þau höfðu heilsu til. Amma bakaði bestu kök- urnar og ísskápurinn hjá þem var alltaf fullur af litlum kók. Eftir að heilsu ömmu tók að hraka mjög mikið fór ég um'tíma til þeirra einu sinni í viku til þess að hjálpa til við húsverkin. Frá þeim tíma á ég mínar dýrmætustu minningar um afa minn og ömmu. Minningarnar um það þegar við amma sátum í eld- húsinu, drukkum kaffí og litlar kók og ræddum innstu leyndardóma hjartans á meðan afi læddist um íbúðina og laumaðist til þess að „eiga við hitann“. Svo skaust hann inn í eldhús og sagði brandara, amma fussaði en kímdi þó í barminn og skammaði hann svo aðeins fyrir að hafa átt við hitann. Alltaf þegar ég kvaddi þau eftir þessar heimsóknir fór ég þess fullviss um að ég væri elsku besta stúlkan þeirra og falleg- asta konan í heiminum. Amma Sigga dó árið 1986 og hafa árin hans afa míns síðan liðið í bið eftir að komast til hennar. Ég kveð þau bæði með eftirsjá en gleðst í hjarta mínu yfir því að þau séu nú saman á ný. Hafi þau þökk fyrir það sem þau hafa gefið mér, foreldrum mínum og systkinum. í dag verður afi minn borinn ti! moldar, níræður að aldri. Hann hefur lokið dagsverki sínu hér á jörð. Hér eftir verður hann aðeins með okkur í minningunni einni. Sú minning er falleg, björt og hlý. Minningin um besta afa í heimi. Inga Lára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.