Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUpAGUR 12. JANÚAR 1990 23 Hið Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson nýja skip Suðureyrar, Faxafell GK 110. Ágúst Þórðarson framkvæmdastjóri afhendir Erni Sævari Holm blómvönd við komu skipsins til Suðureyrar. Suðureyri: Nýr bátur til Suðureyrar Suðureyri. Hér hefur verið stofnað nýtt hlutafélag, Stekkur hf., sem var að eignast sinn fyrsta bát, Faxafell GK 110, sem er nýsmíði frá vélsmiðju Jónasar Þórðarsonar í Garðabæ. Um er að ræða stál- skip með ályfirbyggingu, 42 brúttótonn að stærð. Aðalvél er Scan- ia ds.ll 184 kW og er ganghraði bátsins 8—9 sjómilur. Báturinn kom til Suðureyrar 6. janúar og fjölmenntu Súgfirð- ingar til þess að fagna komu hans. Báturinn kemur fullfrágenginn frá seljanda og um borð er meðal annars íslensk -beitingarvél, en fyrirhugað er að gera bátinn út á línu. í áhöfn verða fimm menn. Skipstjóri á Faxafelli er Öm Sæ- var Holm sem jafnframt er einn eigenda. Að sögn hans gekk ferð- in úr Reykjavík mjög vel. Þá hefur Stekkur hf. fest kaup á verkunarhúsnæði í landi til vinnslu á aflanum, en að sögn Ágústar Þórðarsonar fram- kvæmdastjóra verður áhersla lögð á ferskflakaútflutning til að byija með, en í framtíðinni verður segl- um ekið eftir vindi hvað vinnslu aflans snertir. Við komu Faxa- fells til Suðureyrar skapast hér atvinna fyrir 11—12 manns. Nú hefur gamla árið kvatt land- ann og nýtt ár er farið að sýna á sér andlitið. Á Suðureyri fóru ára- mótin vel fram að vanda og var mikið um ljósadýrð á himni þegar gamla árið var kvatt. Við brenn- una mátti sjá margar smáar hend- ur á lofti með stjörnuljós á meðan brennuvargar sáu um að brenna út gamla árið, enda hið besta veður á staðnum um áramótin. Margir hafa eflaust látið hugann reika um liðið ár á meðan eld- tungurnar teygðu sig til himins í tignarlegum dansi. Hjá mörgum hefur hugurinn hvarflað að þeim þrengingum sem steðjað hafa að sjávarútveginum á liðnu ári. Þær hafa komið verst niður á sjávar- þorpum, sem eiga allt sitt undir því að mega sækja sér björg í bú í faðm Ægis, eins og kynslóðir hafa gert mann fram að manni. En þótt á móti blási eru ekki allir tilbúnir að leggja árar í bát, eins og stofnun Stekks hf. sýnir. - Sturla Minningarskjöldur festur á íþróttahús Jóns Þorsteinssonar ÁRMENNINGAR komu saraan á laugardaginn til að afhjúpa minningar- skjöld, sem settur hefur verið á íþróttahús Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu. Þessi ákvörðun var tekin á aldar- afmæli Glímufélagsins Ármanns 15. desember 1988. Er tilgangurinn sá að sú íþróttarstarfsemi sem fór fram í íþróttahúsinu gleymist ekki kom- andi kynslóðum. Jón Þorsteinsson, sem bjó í húsinu ásamt eiginkonu sinni, Eyrúnu Guðmundsdóttur, rak þar sinn íþróttaskóla í áratugi, frá 1936-1976, og nær öll starfsemi Ármanns fór fram í húsinu. í húsinu var fyrsta baðstofan í Reykjavík til almenningsnota. Þá má geta þess að Jóhannes Sveinsson Kjarval, listmálari, bjó í húsinu 1945 og 1946. Hann vann að list sinni að surriarlagi í húsinu og hélt þar sýn- ingar. Þjóðleikhúsið hefur húsið nú til umráða. Ðe Lónlí blú bojs eins og sveitin er i dag. Hún er skipuð þeim Björg- vin Halldórssyni, Engilbert Jensen, Gunnari Þórðarsyni, Rúnari Jú- liussyni, Gunnlaugi Briem og Pétri Hjaltested. Lónlí Blú Bojs í Hollywood Hljómsveitin Ðe Lónli Blú Bojs mun hefja leik að nýju í veitingahús- inu Hollywood um helgina. Ákveðið er að hljómsveitin leiki fyrir dansi þar næstu helgarnar. Það eru 15 ár síðan fyrsta plata hljómsveitarinnar kom út, en hún bar heitið „Stuð, Stuð, Stuð“. Alls hafa komið út 5 hljómplötur með þeim félögum. Ennþá eru það þeir Gunnar Þórðarson, Björgvin Halldórsson, Rúnar Júlíusson og Engilbert Jensen sem skipa þessa sveit og hafa þeir fengið til liðs við sig þá Gunnlaug Briem, trommuleikara og Pétur Hjaltested, hljómborðsleikara. í tilefni þess að 15 ár eru liðin siðan Ðe Lónlí Blú Bojs hófu leik sinn, gáfu þeir út geisladisk fyrir síðustu jól, sem inniheldur 25 af þeirra þekktustu lögum. Ðe Lónlí Blú Bojs munu leika öll. þekktustu lögin af plötunum ásamt nýmeti. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM 11. janúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 104,00 46,00 81,01 9,749 789.751 Þorskur(óst) 87,00 38,00 67,80 2,869 194.506 Ýsa 127,00 79,00 110,72 7,398 819.093 Ýsa(óst) 119,00 89,00 94,50 2,362 223.205 Ufsi 26,00 26,00 26,00 0,008 195 Steinbítur 59,00 50,00 55,27 0,375 20.741 Langa 50,00 46,00 46,66 0,479 22.365 Lúða 300,00 300,00 300,00 0,023 6.750 Grálúða 48,00 48,00 48,00 0,172 8.262 Koli 85,00 85,00 85,00 0,090 7.650 Keila 33,00 33,00 33,00 0,636 20.972 Keila(óst) 27,00 27,00 27,00 2,933 79.191 Hrogn 219,00 219,00 219,00 0,222 48.618 Samtals 82,05 27,315 2.241.299 í dag verða meðal annars seld 15 tonn af þorski og 20 tonn af ýsu úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 70,00 40,00 60,54 2,907 175.995 Þorskur(óst) 92,00 35,00 55,02 78,051 4.294.415 Ýsa(1-3n.) 109,00 109,00 109,00 0,177 19.293 Ýsa(óst) 125,00 60,00 102,46 1,696 173.776 Ýsa(ósl.umál) 87,00 71,00 76,90 0,103 7.921 Ýsuflök 100,00 100,00 100,00 0,060 6.000 Karfi 61,00 42,00 55,92 4,548 254.303 Ufsi 37,00 37,00 37,00 0,056 2.072 Hlýri+steinb. 80,00 80,00 80,00 0,133 10.640 Lúða 185,00 185,00 185,00 0,040 7.400 Hrogn 275,00 275,00 275,00 0,056 15.400 Samtals 56,56 87,827 4.967.215 i dag verður selt óákveðið magn úr netabátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 89,50 79,50 83,79 10,500 879.750 Þorskur(óst) 74,00 65,50 68,92 38,300 2.639.750 Þorskur(ósl.3n) 49,00 49,00 49,00 1,650 80.850 Ýsa 103,00 101,00 101,89 4,500 458.500 Ýsa(óst) 107,00 82,00 93,31 7,200 671.800 Karfi 34,00 32,00 33,99 2,475 84.132 Ufsi(óst) 29,00 25,00 25,43 0,112 2.848 Steinbftur(óst) 59,00 59,00 59,00 0,025 1.475 Langa(óst) 52,00 45,00 48,51 0,803 38.956 Lúða ■ 380,00 285,00 366,23 0,069 25.270 Keila(ósL) 20,50 12,00 17,60 2,541 44.716 Skötuselur 200,00 200,00 200,00 0,025 5.000 Samtals 72,33 68,204 4.933.087 Selt var meðal annars úr Happasæli GK, Eini GK og Eldeyjar-Boða GK. í I dag verður selt óákveðið magn úr dagróðrabátum. Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson Lítið er eftir af votheysturninum að Dalbæ og heyið fokið út í buskann. Nemur tjón milljónum króna. Votheystum varð veðrinu að bráð - Gaulverjabæ. TJÓN varð talsvert af völdum óveðursins hér með ströndinni. Ofar í hreppnum feykti hvass- viðrið niður nýlegum votheys- turni á bænum Dalbæ. Er það niilljóna tjón miðað við nýtt mannvirki, auk votheys er var í turninum. Nokkrar járnplötur fuku af þaki ibúðarhúss á bænum Efri-Gegnishólum. Niður við strönd varð íbúðarhús og vélageymsla á bænum Árlundi umflotin sjó og urðu miklar skemmdir. Brimið hefur sorfið og skemmt mjög sjávarkambinn rétt hjá íbúðarhúsi Siggeirs Pálssonar á Baugsstöðum í Stokkseyrarhreppi. Að sögn Siggeirs braut sjórinn- svo hressilega á svefnherbergis- gluggann að eigi varð svefnsamt. Flætt hefur langt yfir veginn fyrir neðan Tungu, en þar eru 500-600 metrar til sjávar. Á þjóðveginum gripu menn meðal annars upp tölu- vert af fiski, sem brimið hafði bo- rið á land. Valdim. G. Sandgerði: Gáfu fullkomna ljósatöflu Keflavík. NOKKRIR aðilar í Sandgerði gáfu íþróttahúsinu fullkomna ljósatöflu fyrir yfirstandandi keppnistímabil og var aðal ástæðan þátttaka Reynis i úrvals- deildinni í körfuknattleik þar sem liðið keppir nú í fyrsta sinn. Reynismenn hafa ekki átt mikilli velgengni að fagna til þessa, en þeir gerðu sér þó lítið fyrir um síðustu helgi og unnu óvæntan, en kærkominn sigur á Valsmönnum á heimavelli sínum í Sandgerði. BB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.