Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1990 H Baldur Jónsson varð sijóri — Minning’ Fæddur 10. maí 1932 Dáinn 6. janúar 1990 Við viljum í örfáum orðum minn- ast tengdaföður okkar og vinar, Baldurs Jónssonar sem lést 6. jan- úar. Baldur var kvæntur Ásdísi Ólafs- dóttur og urðu dæturnar fjórar, Sigrún, Sólveig, Hafdís og Snædís. Við komum inn á heimili Baldurs og Ásdísar á Miðvangi 29, Hafnar- firði, þegar við kynntumst dætrum þeirra Hafdísi og Sólveigu. Okkur var vel tekið og fljótlega kom í ljós —* hvaða mann Baldur hafði að geyma. Hann var mikill fjölskyldumaður og hafði fjölskyldan ávallt forgang þó mikið væri að gera. Á Miðvangi er oft gestkvæmt og ávallt vel tekið á móti þeim sem koma. Innan fjöl- skyldunnar er heimilið oft kallað „umferðarmiðstöðin“ af því tilefni. Segja má að helstu persónuein- kenni Baldurs hafí verið áreiðan- leiki og umhyggja fyrir öðrum. Hefur margur notið góðs af því. Öll samskipti hans við sína nánustu einkenndust af tryggð og heiðar- leika. Eitt helsta áhugamál Baldurs var garðrækt og vo.ru ófáar stundirnar á hverju sumri sem fóru í að hlúa *■ að garðinum. Einnig naut hann mjög allrar útiveru og bar þar hæst ferðalög um landið og stangveiði. Var það honum ávallt tilhlökkunar- efni á vorin að komast í veiðitúra og tjaldútilegur með Ásdísi. Við • urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að deila með honum þessum áhuga- málum hans, þó einna helst stang- veiðinni. Ófáar eru stundirnar sem fóru I rabb um veiði og allt sem henni tilheyrði. Fóru þær oftast fram í „fluguherberginu", en þar ^sat Baldur oft við fluguhnýtingar. Það er vissulega margs að minn- ast. Við þökkum fyrir allar liðnu stundirnar. Megi minningin um, góðan vin lifa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Eiríkur og Björn Fallinn er frá fyrir aldur fram, Baldur Jónsson varðstjóri í Siökkvi- liði Hafnarfjarðar. Með honum er genginn gegn og góður drengur, traustur starfsmaður Hafnarfjarð- arbæjar um áratuga skeið og síðast en ekki síst elskaður fjölskyldufaðir. Sorgin er sár hjá fjölskyldu og vinum. Samstarfsmenn sakna einn- ig vinar í stað. Það verður öðruvísi hér eftir að líta við á Slökkvistöðinni og finna þar ekki til staðar lengur .hressan og kátan Baldur Jónsson. Við áttum oft ágæt samtöl um landsins gagn og nauðsynjar, einkanlega þó bæj- armálin, sem hann var áhugasamur um. Og Baldur hafði afdráttar- lausar skoðanir á mönnum og mál- efnum; var gagnrýninn ef svo bar undir en umfram allt réttsýnn og jákvæður. Vildi að jöfnuður og bræðralag ríkti manna á meðal. Hann talaði ekki í hálfkveðnum vísum, heldur var hann kjarnyrtur og kallaði hlutina sínum réttu nöfn- um. Var ekki að skafa utan af skoð- unum sínum. Þetta gerði Baldur þó aldrei með neikvæðum formerkj- um, heldur með framsýni og sterka réttlætiskennd að leiðarljósi. Ósjálfrátt varð maður sjálfur endur- nærður eftir spjall við Baldur Jóns- son um lífið og tilveruna. Svo hressilegur andblær fylgdi honum. Baldur var traustur og farsæll starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar hjá slökkviliðinu um áratuga skeið. yar í föstu starfi frá árinu 1964 fram á síðasta dag, en frá 1951-’52 hafði hann þó verið viðloðandi slökkvilið; verið þar afleysingamað- ur og komið til hjálpar liðinu eftir þörfum. Hann vár því aðeins 19 ára gamall, þegar leiðir hans og Slökkviliðs Hafnarfjarðar lágu sam- an. Og margir eru þeir sem eiga Baldri og samstarfsmönnum hans að þakka líf og heilsu vegna aðstoð- ar sem þeir hafa veitt við erfið siökkvistörf eða sjúkraflutninga. Og það er ekki ofsagt að traust samstarfsmanna Baldurs á reynslu hans, þekkingu og mannkostum var mikið. Og sem yfirmaður; varðstjóri og staðgengill slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra, naut hann virðingar undirmanna en ekki síður vinskapar þeirra. Og svona var þetta frá fyrstu tíð í slökkviliðinu; gagnkvæmt trúnaðartraust ríkti milli Baldurs og samstarfsmanna. í því sambandi er t.d. fróðlegt að skoða umsókn Baldurs til bæjarráðs Hafnarfjarðar frá árinu 1964, þeg- ar hann var ráðinn sem fastur maður í liðið. Þá lét hann þess get- ið í umsókninni að væri þess óskað gæti hann lagt fram meðmæli allra þeirra starfsmanna sem í starfi voru hjá slökkviliðinu í Hafnarfirði á þeim tíma. Og þannig var Bald- ur; samferðarmenn hlutu að taka eftir honum, þykja vænt um og virða. Það er sérstök ástæða til að þakka fyrir langt og gifturíkt starf Baldurs Jónssonar hjá Slökkviliði Hafnarfjarðar. Það skarð sem hann skilur eftir sig þar verður vandfyllt. Eftirlifandi eiginkonu, Ásdísi Ólafsdóttur, fyölskyldu og vinum sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Megi góður Guð veita þeim styrk og stuðning í sárri sorg. Guð blessi minningu Baldurs Jónssonar. Guðmundur Árni Stefánsson Eg átti síst von á því, að Baldur Jónsson slökkviliðsmaður í Hafnar- firði, lyki svo skyndilega og fyrir- varalaust jarðvist sinni. Hann var ætíð hress og hafði ekki kennt sér neins meins, er kallið kom. Það sannast ætíð hið fornkveðna, að enginn veit sína ævi, fyrr en öll er. Tíminn líður fljótt og liðin eru rúm 16 ár frá því við fluttum í sama hverfi, steinsnar hvor frá öðr- um. Hann fór aldrei fram hjá, öðru vísi en að kasta kveðju, lyfti vina- lega hendinni, er hann var akandi, gangandi var yfirleitt numið staðar og rætt það, sem hæst bar hverju sinni. Nú undanfarið voru komandi bæjarstjórnarkosningar ræddar í þaula, og hvernig kratarnir mættu enn styrkja stöðu sína í bænum. Baldur var ákafur Alþýðuflokks- maður eins og hann átti kyn til. Ég minnist þess, þegar ég sem ungur drengur mætti fyrst á kosn- ingaskrifstofu Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Þá sat faðir hans, Jón Sigurgeirsson, fyrir framan kjör- skrána. Hann þekkti næstum hvern einasta kjósanda og þeir voru fáir, sem hann ekki vissi hvað kusu. Ég minnist þess, að þegar við ’vorum báðir að byggja við Miðvang- inn og nábúarnir voru að vinna í byggingum sínum á kvöldin og um helgar, var á stundum gengið yfir til næsta manns í nokkrar mínútur og ræddar framkvæmdir við smíðar húsanna, fengnar upplýsingar sem að gagni máttu koma og miðlað upplýsingum um nýtt efni og annað slíkt. Sest var niður og út voru boðnir ýmsir þættir sameiginlega, svo sem gler til þess að hver ein- stakur gæti fengið hlutina eins ódýra og kostur var á. Baldur átti ekki síst þátt í að koma á þessari samvinnu. Þegar flutt var inn, var komið að því að rækta garðinn. Baldur var mikill áhugamaður um garð- rækt. Á vorin, þegar garðvinnan hófst, var hann fyrstur manna í hverfinu til að hefja vorverkin, enda bar garður hans órækt vitni um eljusemi, smekkvísi og dugnað hans. Hann átti það til að ganga til okkar hjóna, þegar við vorum að dútla í garðinum og upplýsa okkur um tré, runna eða blóm, sem hann nýlega hefði eignast og hvar við gætum keypt slíkan gróður. Á þennan hátt varð garðvinnan hjá okkur í hverfinu ekki aðeins vinna, heldur ekki síður samskipti við nábúana, sem gjarnan ræddu, hvernig fegra mætti þau svæði, sem voru sameiginleg. Eg held að ég muni það rétt, að hann hafi upphaf- lega átt hugmynd að sameiginlegu svæði með bekk, trjám og öðrum gróðri, þar sem Krissalundur er nú. Baldur var mikið fyrir útiveru, hann ferðaðist vítt og breitt um landið, stundaði silungsveiðar og naut þess að svolgra í sig útiloftið, eins og til dæmis með því að sofa í tjaldi. Hann sagði mér oft frá ferð- um sínum um landið, hvaða menn hann hefði hitt og hvað hann hefði skoðað nýtt. Útlönd hafði hann ekki skoðað fyrr en fyrir tæpum tveimur árum, þegar hann fór á vegum Slökkviliðsins í Hafnarfirði til Þýskalands til þess að kynna sér slökkviliðsmál þar. Þetta var vorið 1987. Skömmu eftir að hann kom heim, hitti ég hann við vorverkin. Hann ræddi við mig um ferðina út og gildi þess fyrir hann sem slökkvi- liðsmann að kynnast starfsbræðr- um sínum og aðstöðu þeirra á er- lendri grund og hversu mikilvægt það væri fyrir hann að víkka sjón- deildarhringinn. Hann sagði mér að hann ætlaði í framtíðinni að gera meira af því að skoða sig um. Ferð var hjá þeim hjónum áformuð næsta sumar. Forlögin hafa breytt þeirri fyrirætlan. Ég kynntist Baldri fyrst fyrir um 35 árum, en þá var hann vörubif- reiðastjóri á Mölunum í Hafnar- firði. Ég var að vinna með honum eitt sumar og tókst þá vinskapur með okkur. Hann var eftirsóttur starfsmaður og síðar sem starfs- maður Slökkviliðsins í Hafnarfirði var hann maður vinsæll og þótti ráðgóður. Baldur var ramm hafnfírskur, sonur hjónanna Jóns Sigurgeirsson- ar, sem lengi var starfsmaður skatt- stofunnar í Hafnarfirði, og konu hans Olafar Jónsdóttur. Hann hafði mikinn áhuga á framgangi bæjarfé- lagsins og þekkti til mikils fjölda bæjarbúa, eins og faðir hans gerði. I dag kveðjum við góðan dreng. Dætrum hans og eiginkonu, Ásdísi Ólafsdóttur, sendum við hjónin okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Það er þeim huggun í harmi, að Baldurs er minnst sem góðs drengs og vinar af öllum þeim, sem til hans þekktu. Hrafnkell Ásgeirsson Ó, Jesú bróðir besti og bamavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á bamæskuna mína. Hann elsku afi er dáinn. Við fengum öll að kynnast honum og hafa hann hjá okkur. Við hefðum viljað hafa hann miklu lengur og ieyfa honum að fylgjast með okkur vaxa og þroskast. Hann var ánægð- ur með okkur og við með hann. Okkur langar til að þakka honum fyrir það sem hann gerði fyrir okk- ur og megi það verða okkur að leið- arljósi í lífinu. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti signaði Jesús mæti. Rósa Björk, Baldur Örn, Ásdís Arna. í dag verður gerð útför Baldurs Jónssonar, varðstjóra hjá Slökkvi- liði Hafnarijarðar, frá Víðistaða- kirkju, en hann varð bráðkvaddur 6. janúar sl. og erum við enn minnt á fallvaltleika lífsins, hve stutt er milli lífs. og dauða. Foreldrar Baldurs voru Ólöf Jónsdóttir og Jón Sigurgeirsson, síðast starfsmaður á Skattstofu Hafnarfjarðar. Bæði voru þau ætt- uð úr Miðfirði í Vestur-Húnavatns- sýslu. Þau eru bæði látin. Foreldrar Baldurs eignuðust 3 börn: Sævar sem er látinn og tvíburana Ernu og Baldur er fæddust í húsi Bjarna riddara Sívertsen, þar sem nú er Byggðasafn Hafnarfjarðar. Baldur kvæntist 10. desember 1960 Ásdísi Ólafsdóttur, ættaðri frá Patreksfirði. Baldur eignaðist eina dóttur, Sigrúnu, f. 11.4. ’56, áður en hann kvæntist Ásdísi. Hún var alin upp hjá foreldrum Baldurs. Ásdís og Baldur eignuðust 3 dæt- ur: Sólveigu, f. 1.4. ’61, Hafdísi, f. 18.6. ’63 og Snædísi f. 4.6. ’65. Barnabörn Baldurs eru orðin 3. Ásdís og Baldur bjuggu sér fag- urt heimili í einbýlishúsi í Miðvangi 29, er þau byggðu með snyrtilegri lóð og gróðri. Um áramótin 1951 og ’52 kom Baldur, þá 19 ára gamall, í Slökkvi- lið Hafnarfjarðar, þegar það var endurskipulagt. Þá voru engar fastar vaktir í slökkviliðinu. Nú er- um við Trausti, bróðir undirritaðs, tveir eftir í liðinu af upprunalega hópnum. Baldur réðst sem fastur bruna- vörður á slökkvistöðina 1. október 1964, en áður hafði hann leyst af í nokkur ár. Baldur varð síðan varð- stjóri og síðar yfirvarðstjóri, er leysti slökkviliðsstjóra og vara- slökkviliðsstjóra af í forföllum og sumarleyfum þeirra. Baldur mætti mjög vel í útköllum slökkviliðsins og veikindadagar hans eru vart teljandi. Það gefur augaleið að hann hefur marga hildi háð í gegnum árin með slökkviliðinu og margt hefur gerst í 39 ára veru hans þar, en það skal ekki tíundað hér, heldur skulu þökk- uð störf hans í farsæld Slökkviliðs Hafnarfjarðar. Baldur hefur gegnt mörgum út- köllum, en nú hefur hann gegnt síðasta kallinu, sem állir verða að gegna. Frelsarinn sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Með hinstu kveðju frá starfs- mönnum Slökkvistöðvar Hafnar- fjarðar. Sig. Þórðarson Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður Iagði, - líf mannlegt endar skjótt. (H.P.) Já, lífið endar skjótt. En ekki áttum við von á að á svona auga- bragði yrði pabbi kallaður burt og það svona fljótt. Við áttum öll yndis- legar stundir með honum sem ég þakka nú. Og hann kenndi okkur svo margt. Góður, traustur, heiðar- legur og sannur í trúnni, þannig var pabbi. Ég veit að hann heldur áfram að vera með okkur og ég bið: Góði Guð fylgstu með pabba nú þegar við getum ekki lengur fylgst með honum og tak á móti honum. Blessuð sé minning hans. Sólveig Svili minn, vinur og veiðifélagi, Baldur Jónsson er látinn og langar mig í örfáum orðurri að minnast hans. Koma þá upp í huga mér góðar minningar frá liðnum árum og skemmst er að minnast síðasta sumars þegar við Kata og Helgi fórum með þeim Baldri og Ásdísi hringinn í kringum landið og er sú ferð ógleymanleg, því þau hjón voru einstaklega skemmtilegir ferðafé- lagar. Eitt áhugamál áttum við Baldur sameiginlegt og var það silungs- veiði á flugu. Og reikar þá hugurinn ósjálfrátt að Hlíðarvatni í Selvogi, en þar áttum við margar ánægju- stundir saman. Ekki er langt síðan við sátum á Miðvanginum og spjölluðum eins og svo oft áður um komandi veiði- tímabil, ræddum við þá eins og venjulega hvaða flugur ætti nú að hnýta fyrir næsta sumar, en Baldur hafði mikið yndi af að hnýta flugur og ekki er ráð nema í tíma sé tekið. En skyndilega dregur ský fyrir sólu og förum við ekki í fleiri veiði- túra saman því Baldur er farinn í aðra og lengri ferð, en eftir lifir minningin um góðan ög traustan vin. Blessuð sé minning hans. Stefán Eiríksson t Móðir okkar, SIGURBJÖRG PÁLSDÓTTIR, sem lést 10. þ.m. verður jarðsungin mánudaginn 22. þ.m. kl. 15.00 frá Fossvogskapellu. Ólafur Kjartansson, Þorvaldur Kjartansson. t Móðir okkar, JÚLÍANA KRISTMANNSDÓTTIR, Bólstaðarhlfð 64, lést í Borgarspítalanum 10. janúar. Jónfna Kristjánsdóttir, Magnea Kristjánsdóttir, Kristján Þ. Kristjánsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTRÍÐUR JÚLÍUSDÓTTIR, áður til heimilis á Aðalgötu 4, Keflavik, lést i' Sjúkrahúsi Keflavíkur 10. janúar. Júli'us Einarsson, Mari'a Ögmundsdóttir, Sigurður Einarsson, Stefanía L. Erlingsdóttir, Bjarni Einarsson, Ingibjörg Erlingsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Bróðir okkar, VALDIMAR SIGURÐSSON, Skálavik, Stokkseyri, lést miðvikudaginn 10. janúar. Arnheiður Sigurðardóttir, Sigþóra Sigurðardóttir. 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4' 4 i i 4 t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.