Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1990 Sala á innlendum fisk- mörkuðum í des.: Tæp 5.000 tonn seld fyrir 230 milljónir kr. Á INNLENDU fiskmörkuðunum þremur voru seld samtals 4.906 tonn í desember síðastliðnum fyr- ir 230,345 milljónir króna, eða 46,95 króna meðalverð. Seld voru 2.111 tonn á Fiskmarkaði Suðurnesja fyrir 34,00 króna meðalverð, 1.428 tonn á fisk- markaðinum í Hafiiarfirði fyrir 54,55 króna meðalverð og 1.367 tonn á Faxamarkaði í Reykjavík fyrir 59,01 króna meðalverð. Á innlendu fiskmörkuðunum voru meðal annars seld 1.351 tonn af þorski í desember síðastliðnum fyrir 90,694 milljónir króna, eða 67,13 króna meðalverð, 737 tonn af ýsu fyrir 62,696 milljónir króna, eða 85,11 króna meðalverð, 774 tonn af karfa fyrir 27,402 milljónir króna, eða 35,40 króna meðalverð og 504 tonn af ufsa fyrir 21,642 milljónir króna, eða 42,93 króna meðalverð. Minni eflfcirspum efltir loðnuafiirðuni VERÐ á loðnuafurðum á heimsmarkaði hækkar nú ekki sem stendur og eftirspurn hefur slaknað í kjölfar þess að veiðar hófúst hér við land. Ennfremur hefúr það áhrif að mjöl- og lýsisframleiðsla í Perú er nú með eðlilegum hætti eftir verkfóll framan af vetri. Verð á mjöltonni, miðað við 70 próteineiningar, er nálægt 34.300 krónum og lýsistonnið fer á um 14.500 krónur. Fyrir loðnutonnið upp úr sjó eru nú mest greiddar rúmar 4.000 krónur. Engir eftirmálar urðu vegna van- efnda á fyrirframgerðum sölusamn- ingum samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenzkra fiskmjölsframleið- enda. Jón Ólafsson, framkvæmda- stjóri félagsins, segir, að þó loðnan sé farin að veiðast nú, bæti það ekki þann skaða, sem menn hafi orðið fyrir vegna aflabrestsins á haustvertíðinni. Loðnan, sem ekki veiddist þá, veiðist ekki á vetrar- vertíð, þó hún verði góð. Ekki sé hægt að reikna með öðru en hún haldi í horfinu miðað við síðustu vetrarvertíð, en þá veiddust meira en 600.000 tonn. „Það er stað- reynd, að við fluttum 20% minna út af mjöli á síðasta ári en árið áður og 40% minna af lýsi. Loðnan horast óðum er líður á veturinn og því tapast möguleikinn á góðri nýt- ingu í lýsi ört, en við verðum bara að þreyja þorrann og góuna og vonast til að vetrarvertíðin verði gjöful og loðnan veiðist á næstu haustvertíð," sagði Jón Ólafsson. Iceland Seafood í Bandaríkjunum: Heildarsalan 8 milljarðar króna 1989 HEILDARSALA Iceland Seafood Corporation, dótturfyrirtækis Sambandsins i Bandaríkjunum, var 132,7 milljónir Bandaríkja- dala árið 1989, eða rúmir 8 millj- arðar króna á núvirði. Árið 1988 var heildarsala fyrirtækisins 133,4 milljónir dala, þannig að samdrátturinn er 0,5%. Iceland Seafood seldi 37.600 tonn í fyrra, eða 0,3% minna magn en 1988, segir í fréttatilkynningu frá sjáv- arafúrðadeild Sambandsins. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Um 96.000 tonn flutt út fyr- irtæpa 15 milljarða kr. 1989 Þriðja mesta útflutningsár í sögu SH SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna flutti út um 96 þúsund tonn árið 1989 fyrir tæplega 15 millj- arða króna, eða um 20% meira magn en árið 1988 og 37% meira heildarverðmæti í krónum. Árið 1989 reyndist því þriðja mesta útflutningsár að magni til í sögu Sölumiðstöðvarinnar, sem stofú- uð var árið 1942. Hin metárin „Við erum að hefja samningavið- ræður á markaðinum almennt og það er erfitt að segja til um hver verðþróunin verður á næstunni," sagði Magnús Gunnarsson. „Hins vegar á ég von á að afskipanir verði mjög hraðar á þessu ári og að möguleikar á tandurfiskframleiðslu aukist, þannig að vertíðin ætti að geta farið vel af stað.“ Magnús sagði að um 40% af út- flutningi SÍF hefðu farið til Portú- gals árið 1989. Hins vegar hefðu um 60% af útflutningnum farið þangað árin 1987 og 1988. „Við höfum breikkað mjög kaupendahóp okkar,“ sagði Magnús. Hann sagði að SÍF hefði selt saltfisk til allra heimsálfa í fyrra en rúmlega 80% voru 1979 og 1980. Framleiðsla SH-frystihúsa var rúmlega 92 þúsund tonn árið 1989 en tæp- lega 92 þúsund tonn árið áður. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna seldi 36 þúsund tonn til Vestur- Evrópu árið 1989 fyrir 4,766 millj- arða króna, eða 20% meira magn og 43% meira verðmæti en 1988 af honum hefðu verið seld í Banda- ríkjadölum með SDR-viðmiðun. „Árið 1989 fluttum við út 2.300 tonn af þurrfiski, sem er um 25% aukning frá árinu 1988,“ sagði Magnús. „Við fluttum út 700-800 tonn af neytendapökkuðum salt- fiski í fyrra en 300 tonn árið 1988 og þessi útflutningur er árangur af vöruþróunarmálum. Enda þótt árið 1989 hafi verið mjög erfitt, hvað saltfiskvinnslu varðar, held ég þó að við höfum aldrei selt salt- fisk til fleiri ianda en þá og vonast til að við getum nú farið að sjá fyrir endann á erfiðleikunum, sem við gengum f gegnum á árinu 1989,“ sagði Magnús Gunnarsson. en þá voru seld þangað 30 þúsund tonn fyrir 3,341 milljarða króna. SH seldi rúmlega 27 þúsund tonn af frystum fiski til Bandaríkjanna árið 1989 fyrir 5,885 milljarða króna, eða 45% meira verðmæti en 1988 en þá voru seld þangað tæp- lega 24 þúsund tonn fyrir 4,063 milljarða króna. Sölumiðstöðin flutti út 24 þúsund tonn til Asíu á síðastliðnu ári fyrir 2,272 milljarða króna, eða 37% meira verðmæti en árið áður en þá voru seld þangað tæplega 18 þús- und tonn fyrir 1,653 milljarða króna. Til Asíulanda selst mest af karfa, ufsa, grálúðu, síld, skelfiski og loðnuafurðum, auk þess er þar vaxandi sala á íslenskum eldislaxi. í fréttatilkynningu frá SH segir, meðal annars: Framleiðslan varð nær óbreytt milli áranna 1988 og 1989 en tekist hefur að draga úr birgðum með aukinni sölumennsku á öllum vígstöðvum. Þá hefur verð- mætaaukning fengist með sölu á meira unnum fiskflökum, vaxandi innlendri vinnslu og sölu fullunn- inna sjávarafurða í smápakkning- um og neytendapakkningum. Veruleg söluaukning náðist í Vestur-Evrópu í fyrra. Fisksala dótturfyrirtækis SH í Frakklandi fór úr tæpum 9 þúsund tonnum árið 1988 í tæp 14 þúsund tonn 1989 og verðmætaaukningin var 83%. Á franska markaðinum jókst sala á þorski, ufsa, karfa, grálúðu, síld og skelfiski ^n sala á ýsu minnkaði. Dótturfyrirtæki SH í Hamborg í Vestur-Þýskalandi seldi tæplega 13 þúsund tonn í fyrra en tæplega 10 þúsund tonn árið áður og verðmætaaukningin var 79%. Hins vegar varð samdráttur á breska markaðinum, þar sem versn- andi efnahagsástand hefur dregið úr kaupmætti almennings og þar með sölu á fiskréttum skyndibita- veitingahúsa, auk þess sem fram- boð af þorski minnkaði vegna sölu- aukningar í Bandaríkjunum og Frakklandi. Þá hafði mikill útflutn- ingur á óunnum fiski mikii áhrif, enda fór stór hluti af honum í vinnslu í beinni samkeppni við fryst- ar afurðir frá íslandi. Á síðastliðnu ári var opnuð sölu- skrifstofa í Tókíó í Japan, svo og var dótturfyrirtæki SH í Frakk- landi, sem var í hafnarborginni Boulogne, flutt til Parísar en þar er miðstöð allrar matvæladreifingar í Frakklandi. Sovétríkjanna 6% en 8% árið 1988. Árið 1989 flutti sjávarafurðadeild Sambandsins út 14.100 tonn til Bandaríkjanna, eða 2.900 tonnum (26%) meira en 1988, 23.300 tonn til Vestur-Evrópu, eða 2.400 tonnum (11%) meira en 1988, 12.900 tonn til Austur-Asíu, eða 2.200 tonnum (21%) meira en 1988 og 3.200 tonn til Sovétríkjanna, eða 400 tonnum (11%) minna en 1988. Árið 1989 flutti sjávarafurða- deildin meðal annars út 13.076 tonn til Bretlands (6% samdráttur frá árinu 1988), 5.069 tonn til Frakk- lands (24% aukningfrá 1988), 3.159 tonn til Vestur-Þýskalands (26% Iceland Seafood seldi 19,5 millj- ónir punda af frystum fiskflökum fyrir 40 milljónir Bandaríkjadala árið 1989, eða 25% hærra verð í dölum og 25,4% meira magn en 1988. Fyrirtækið seldi 59 milljónir punda af fiskréttum fyrir 87,1 millj- ón dala í fyrra, eða 7,5% lægra heildarverð í dölum og 5,9% minna magn en árið áður. I fréttatilkynningunni segir: Markaðssvæði Iceland Seafood Corporation nær yfir Bandaríkin og Kanada. Segja má að starfsemi fyrirtækisins greinist í tvo megin- þætti: Annars vegar sölu á flökum og skelfiski en þessar afurðir eru þannig pakkaðar hjá framleiðend- um hér heima að þær eru fullbúnar til markaðssetningar þegar vestur kemur. Hins vegar sölu á fiskrétt- um, sem framleiddir eru í fiskrétta- verksmiðju fyrirtækisins nálægt Harrisburg í Pennsylvaníu í Banda- ríkjunum. Fiskréttaverksmiðjan er af mörgum talin ein hin fullkomn- asta í öllum Bandaríkjunum og þar vinna að staðaldri 350-400 manns. Framkvæmdastjóri Iceland Sea- food er Magnús G. Friðgeirsson en aðstoðarframkvæmdastjóri og sölu- stjóri er Martin L. Finkelstein. aukning), 10.172 tonn til Japans (13% aukning) og 2.588 tonn til Taiwans (67% aukning). Sjávarafurðadeildin flutti í fyrra út 46.560 tonn af frystum botn- fiskafurðum (15% aukning frá árinu 1988), 1.641 tonn af frystri rækju (6% aukning), 230 tonn af frystum heilum humri og humarhölum (3% aukning), 300 tonn af frystum loðnuhrognum (113% aukning), 475 tonn af frystri loðnu (49% aukn- ing), 4.075 tonn af frystri síld (25% aukning) og 206 tonn af frystum hrognum (14% samdráttur). Sölusamband íslenskra fískflramleiðenda: Um 56.000 tonn af saltfiski seld 1 fyrra SÖLUSAMBAND íslenskra fiskframleiðenda flutti út um 56 þúsund tonn af saltfiski árið 1989 fyrir 180-190 milljónir Bandaríkjadala, eða um 11 milljarða króna á núvirði. SÍF flutti hins vegar út rúm- lega 61 þúsund tonn árið 1988 fyrir 220-230 milljónir dala, að sögn Magnúsar Gunnarssonar framkvæmdastjóra SIF. Magnús sagði í samtali við Morgunblaðið að saltfiskbirgðir hefðu verið n\jög litlar um þessi áramót, eða 1.500-2.000 tonn, og verðið hefði styrkst undan- farið. Sjávarafurðadeild Sambandsins: Um 54 þús. tonn flutt út fyrir 9 milljarða Sjávarafúrðadeild Sambandsins flutti út 53.710 tonn af frystum sjávarafúrðum árið 1989 fyrir 9,106 milijarða króna að cif-verðmæti en 46.480 tonn árið 1988 fyrir 6,439 milljarða króna. Sjávarafúrða- deildin flutti því út 15,6% meira magn fyrir 41,4% meira heildarverð- mæti í krónum árið 1989 en 1988. Árið 1989 var hlutdeild Banda- ríkjanna í útflutningi deildarinnar 26% en 24% árið 1988, Vestur- Evrópu 43% en 45% árið á undan, Austur-Asíu 24% en 23% 1988 og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.