Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1990 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Flaraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhapnsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Afvopnun á höfiinum Möltufundur þeirra George Bush Bandaríkjaforseta og Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétfor- seta hefur orðið kveikjan að markvissari umræðum um af- vopnun á höfunum. Á fundinum hélt Gorbatsjov þeirri ósk Sovét- manna á loft, að þegar í stað yrði gengið til slíkra viðræðna. Bush var hins vegar sömu skoð- unar og Bandaríkjastjórn hingað til, að samningaviðræður um takmörkun vígbúnaðar á höfun- um væru ekki á dagskrá. í kjöl- far Möltufundarins hefur hins vegar siglt, að fleiri en áður ræða um þetta flókna og vand- meðfarna mál. Það snertir að sjálfsögðu ísland sérstaklega, þar sem hnattstaða okkar veldur því að allar breytingar á herflot- um á Norður-Atlantshafi hafa bein áhrif á íslenska öryggis- hagsmuni. Að því hlýtur að koma, að formlega verði rætt um tak- mörkun vígbúnaðar á höfunum eins og annars staðar á jarðar- kringlunni. Hins vegar er ljóst, að í því efni er ekki um neinar einfaldar lausnir að ræða frekar en á öðrum sviðum þessara flóknu mála. Margt bendir raun- ar til þess að herfræðilega og tæknilega sé þetta viðfangsefni erfiðara úrlausnar en þegar tek-. ist er á um vopn á landi eða í lofti. Aðstaða Sovétríkjanna annars vegar sem landveldis og Bandaríkjanna hins vegar sem sjóveldis ræður að sjálfsögðu miklu og vafalaust úrslitum um hin ólíku sjónarmið Gorbatsjovs og Bush. Hér verður ekki staðnæmst við stórveldapólitíkina heldur hugmyndir um það, hvernig eigi að nálgast viðfangsefnið, tak- mörkun vígbúnaðar á höfunum. Hvað á að leggja til grundvallar? Á hvaða forsendum á að byggja samninga? Tveir gamálreyndir Banda- ríkjamenn, þeir Paul Nitze, sem hefur verið í fremstu röð ráð- gjafa Bandaríkjaforseta allt frá stríðslokum, og .William Crowe flotaforingi, sem lét nýlega af störfum sem formaður banda- ríska herráðsins, hafa bent á þá leið að banna kjarnorkuvopn í öllum stýriflaugum á höfunum. Þegar Nitze lét þessa skoðun í ljós fyrir nokkrum misserum tók Morgunblaðið undir hana. Bann af þessu tagi myndi auðvelda allt eftirlit með slíkum afvopnun- arsamningi, en eftirlit og vissa um að unnt sé að sannprófa að við samninga sé staðið er megin- forsenda fyrir því að afvopnun- arsamningar séu gerðir. í Morgunblaðinu í gær er birt forystugrein úr breska vikuritinu The Economist, þar sem það leggur lóð sitt á vogarskál við- ræðna um takmörkun vígbúnað- ar á höfunum. Ritið er sömu skoðunar og hér hefur verið haldið á loft, að þessar viðræður sigli óhjákvæmilega í kjölfar samninga um langdræg kjarn- orkuvopn og hefðbundin vopn. Eins og þeir sjá sem lesa grein The Economist er þar lagt her- fræðilegt og efnahagslegt mat á málið. Skjótasta leiðin til að spara verulega með niðurskurði á herafla sé að hefjast handa um takmörkun vígbúnaðar á höfunum, þótt þar séu margar erfiðar hindranir í veginum. íslensk stjómvöld eiga nú í fyrsta sinn beina aðild að af- vopnunarviðræðum, þ.e. CEE- viðræðunum í Vín um hefð- bundinn vopn. Um leið og nauð- synlegt er að fylgjast náið með öllu sem á þessu sviði gerist, er hitt brýnast við núverandi að- stæður að meta áhrif þróunar- innar í Austur-Evrópu og fram- vindunnar í afvopnunarviðræð- unum í Vín og Genf á íslenska öryggishagsmuni. Af þeim at- burðum og samningum og mati hverrar þjóðar um sig á þeim ræðst að lokum, hvað ríkin eru reiðubúin að gera þegar þau móta stefnu sína við nýjar að- stæður. Skortur á kjúklingum Legið hefur í loftinu, svo að ekki sé meira sagt, að kjúkl- ingabændur hafi átt í erfiðleik- um vegna offramleiðslu. Af þeim sökum hlýtur að koma verulega óvart, að Helgi Vilhjálmsson eig- andi kjúklingastaðarins Kentucky Fried lét nýjan slíkan stað standa tilbúinn en ónotaðan í eitt ár, áður en hann var opnað- ur, þar sem hann fékk ekki hrá- efni. í viðskiptablaði Morgunblaðs- ins í gær gefur Helgi þessa skýr- ingu á skortinum: „Það var ein- faldlega ekki til vegna einhvers kvótakerfis, sem búið var að koma á í kjúklingaræktinni...“ Nú hefur nýi staðurinn verið opnaður en auglýst er í lágmarki af ótta við að honum þurfi að loka vegna skorts á hráefni. Miðstýring kallar þarna á óvissu og skort eins og svo víða annars staðar. Morgunblaðið/Bjarni Anna Heiða, Ragnhildur, Haukur Daði og tíkin Perla við tjörnina, þar sem Haukur Daði og vinur hans voru hætt komnir á miðvikudag. Tveimur drengjum bjargað úr vök: „Héldum að strákarnir væru að leika sér“ - sögðu Anna Heiða og Ragnhildur Gunnlaugsdætur „VIÐ héldum fyrst að þessi hróp og köll í strákunum væru bara leik- ur, en svo sáum við að ísinn hafði brotnað og þeir voru í tjörninni," sögðu systurnar Anna Héiða og-Ragnhildur Gunnlaugsdætur, 12 og 17 ára. Ragnhildur bjargaði tveimur 6 ára drengjum úr Breiðabólstaðat- jörn á Álftanesi á miðvikudag. Drengimir. tveir, Haukur Daði Guðmundsson og Þórólfur Snær Sverrisson, voru að leika sér á ísnum á tjörninni þegar hann brast og þeir féllu í kalt vatnið. Vegna veðurofsans aðfaranótt þriðjudagsins var tjörnin óvenju vatnsmikil og náði vatnið yfir höfuð Þórólfs, en Hauk Daða náði vatnið í háls. Systumar, sem búa í næsta húsi við tjömina, vom að fara á hestbak þegar þær urðu varar við að drengirnir voru í hættu. „Við vomm að leggja á hestana þegar ég tók eftir að strákarnir hlupu fram hjá og niður að tjöm,“ sagði Ragnhildur. „Svo vom þeir að hrópa og kalla, en ég hélt að þeir væm bara að leika sér. Anna Heiða sagði allt í einu að þeir væru dottnir í tjörn- ina, en ég áttaði mig ekki strax á því hvað hún var að segja.“ Anna Heiða bætti við, að hesturinn hennar hefði verið mjög órólegur vegna hrópanna í strákunum og þess vegna hefði hún tekið eftir því að eitthvað var að. Þá sögðu þær syst- ur, að það hefði verið lán í óláni að hurðin á hesthúsinu hefði staðið á sér og það tekið Ragnhildi 5-10 mínútur að opna hana. Annars hefðu þær sjálfsagt verið farnar, þegar drengirnir féllu í tjörnina. „Við hlupum strax niður að tjörn og ég lagðist út á ísinn til að teygja mig eftir strákunum," sagði Ragn- hildur. „Ég náði taki á Þórólfi, en þegar ég dró hann upp á ísinn brotn- aði hann undan honum. Svo mynd- aðist spmnga og ég féll líka í vök- ina. Vatnið náði mér í mitti og ég lyfti Þórólfi aftur upp á ísinn og ýtti honum að landi, þar sem Anna Heiða tók við honum. Svo gerði ég það sama við Hauk Daða. Sjálf þurfti ég að bijóta mér leið í gengum ísinn að landi aftur, því hann hélt mér ekki.“ Drengirnir tveir vora mjög kaldir, þegar þeir komu heim til sín, en þeim hefur þó ekki orðið meint af volkinu. Haukur Daði sagði í gær- kvöldi, að hann myndi fara varlega við tjörnina hér eftir og móðir hans vildi koma á framfæri innilegu þakk- læti foreldra hans í garð systranna. Endurskoðandi neitar að svara ýmsum spumingum verjenda Akæruvald áminnt fyrir að kynna vitninu framburð annars vitnis Hafskipsmal: STEFÁN Svavarsson, löggiltur endurskoðandi og dósent við Háskóla Islands, sem gerði við annan mann umsagnarskýrslu fyrir sérstakan ríkissaksóknara um rannsóknarskýrslu Valdimars Guðnasonar kollega síns um efnahag og reikningsskil Hafskips h/f, var yfirheyrður í saka- dómi í gær í Hafskipsmálinu. Stefán neitaði að svara ýmsum almcnnum spurningum verjendanna Jóns Steinar Gunnlaugssonar og Jóns Magnús- sonar um atriði sem hann taldi ekki varða Hafskipsmálið, svo sem hvernig flskvinnslufyrirtæki bókfærðu afurðabirgðir, venjur hérlendis við gjaldfærslu eftirlaunaskuldbindinga og orlofsfjár, eignfærslu stofn- kostnaðar fískeldisfyrirtækja og fleira. Lögmennimir töldu þessar spurn- ingar mikilvægar fyrir trúverðug- leika Stefáns sem sérfræðings á þessu sviði. Afstaða dómaranna til þess var að ekki væri óeðlilegt að vitnið svaraði spurningunum en það yrði ekki skyldað til þess. Stefán hélt við neitun sína og lýstu veijend- ur því yfir að ekki yrði krafist úr- skurðar dómsins um þetta efni. í framburði Stefáns kom fram að hann hefði rætt framburð kollega síns Valdimars við ákæmvaldið og í til- efni þess áminnti dómurinn ákæm- valdið um að samkvæmt lögum væri það í verkahring dómara að kynna vitnum framburði annarra vitna. Stefán sagði aðspurður af sérstök- um ríkissaksóknara að skýrsla sú sem hann hefði átt þátt í hefði verið umsögn um skýrslu Valdimars og þau álitaefni um mál Hafskips sem þar hefðu verið dregin fram. Hann hefði ekki séð ástæðu til að vinna rannsókn málsins á nýjan leik. Hann sagðist ekki telja að ágreiningur væri meðal íslenskra endurskoðenda um þau atriði sem fjallað hefði verið um í þeim tveimur endurskoðenda- skýrslum sem gerðar vom um Haf- skipsmálið. Hann sagðist hafa geng- ið út frá því þeirri forsendu að reikn- ingsskil væm gerð með áframhald- andi rekstur í huga enda bæri ella að víkja frá venjulegum aðferðum við mat á verðmæti eigna og miða við skyndisöluverð. Slíkt gæti ráðið úrslitum og valdið fyrirtæki varan- legu tjóni. Venjulegra væri að gefa lesendum uppgjörs erfiðleika til kynna með sérstakri áritun eins og sér sýndist Helgi Magnússon endur- skoðandi Hafskips hafa gerð í árs- reikningi fyrir 1984. Þeir fyrirvarar virtust uppfylla kröfur þótt betra hefði verið að gefa skýringu á með- ferð upphafskostnaðar. Meðal þess sem forsvarsmenn Hafskips era ákærðir fyrir er að hafa fært í bókhald félagsins flutn- ingstekjur við upphaf skipaferða. Stefán sagði þessa aðferð ekki heim- ila, annað hvort ætti að færa tekjurn- ar við lok ferðar eða í áföngum eftir því sem verki miði áfram. Frávik frá þessu væri ekki unnt að réttlæta með vísan til samræmis. Um matsverð skipa Hafskips sagði Stefán að skipin hefðu verið metin mun verðmætari en umsagnir þeirra aðila sem félagið sjálft leitaði til gáfu til kynna. Þetta hefði verið óheimilt enda hefði markaðsverð kaupskipa farið lækkandi á þessum tíma og með tilliti til bágrar stöðu félagsins hefði átt að færa verðið niður. Hefði þróun bandaríkjadals verið látin ráða endurmatinu hefði leiðréttingin orðið enn meiri. Stefán sagði að tvisvar í skýrslu sinni hefði þurft að grípa til mats á góðri reikn- ingsskilavenju annars vegar við mat á raunvirði skipa og hins vegar við meðferð upphafskostnaðar vegna Atlantshafssiglinga Hafskips. Að öðm leyti hefði verið um að ræða leiðréttingu á peningalegum stærð- um. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl, lög- maður Helga Magnússonar, spurði Stefán fyrstur veijenda og spurði meðal annars um ýmislegt viðkom- andi reglum og venjum sem endur- skoðendur væra bundnir af eða beittu í störfum sínum og spurði hvort Stefán hefði kynnt sér sér- staklega ýmsa þætti í rekstri Haf- skips eða aðeins stuðst við fyrri skýrslu kollega síns, sem Stefán kvaðst í flestum tilvikum hafa talið nægja til að hann gæti leyst verk- efni sitt af hendi. Síðan vék hann að tekjufærslu flutningstekna og spurði hvort samræmi hefði verið í þeirri reglu Hafskips að tekjufæra flutningstekjur við upphaf ferða. Stefán sagði svo hafa verið en kvaðst ekki hafa kyn'nt sér hvort þessari aðferð hefði verið beitt til lengri tíma enda væri aðferðin röng. Um eign- færslu upphafskostnaðar vegna Atl- antshafssiglinga Hafskips sagði Stefán að eiginfjárstaða fyrirtækis- ins og framtíðarhorfur hefðu verið svo slæmar á þessum tíma að gjald- færa hefði átt upphafskostnaðinn þar sem forsendur til eignfærslu hefðu ekki verið til staðar. Stefán gerði að ósk lögmannsins grein fyrir við hvaða gögn hann hefði stuðst við mat á verðmæti skipastóls Hafskips og kom fram hjá honum að eitt skipanna hefði verið metið á 800 þúsund bandaríkjadali í bókhaldi félagsins sama ár og það var keypt á 650 þúsund dali. Hann sagði að mismun- andi álit sitt og Valdimars Guðnason- ar á raunvirði skipastólsins breytti ekki því að báðir hefðu stuðst við góðar reikningsskilavenjur. Hann kvaðst ekki muna eftir dæmi þess að íslensk fyrirtæki hefðu fært niður verð eigna sinna í efnahagsreikningi fyrir 1985. Jón Magnússon hrl, veijandi Ragnars Kjartanssonar, spurði Stef- án hvort honum væri kunnugt um að Valdimar Guðnason hefði breytt fyrri skoðun um að Ragnar og Björ- gólfur Guðmundsson ættu inni ágóðaþóknun hjá Hafskip og væri nú þeirrar skoðunar að þeir skulduðu þrotabúinu vegna oftekinna launa. Stefán kvaðst ekki vita til þess en að niðurstöður hans um þetta atriði væm byggðar á upphaflegum for- sendum Valdimars. Nokkrum spum- ingum Jóns svaraði Stefán þannig að hann vildi ekki svara þeim þar sem hann teldi þær ekki varða Haf- skipsmálið og þá skýrslu sem hann hefði gert vegna þess. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUPAGUR 12. JANÚAR 1990 21 Bankaráð Landsbankans: Ekkí meiríhlutí fyrir aukrnun vaxtagreiðslum til Sambandsins TVÍSÝNT er talið, hvort tillaga Eyjólfs K. Sigurjónssonar, form- anns bankaráðs Landsbankans, þess efnis að Sambandið fái greidda vexti á kaupverð hlutabréfa sinna í Samvinnubankanum, frá 1. september sl. verði samþykkt í bankaráðinu. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er líklegt að þrír bankaráðsmann- anna verði andvígir tillögunni, en einungis tveir henni fylgjandi. Eyjólfúr sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann stefndi að því að kalla bankaráðið saman til fundar næsta fimmtudag, en hann hvarf frá því að halda fund í ráðinu í gær, eins og ráð- gert hafði verið. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, segist ekkert hafa um þennan ágreining innan bank- aráðs Landsbankans að segja. Hann kveðst telja að fjölmiðlaum- fjöllun um þetta mál frá upphafi hafi ekki verið hjálpleg og kannski til skaða. „Ég ætla ekkert að fara að munnhöggvast við Sverri Her- mannsson, í fjölmiðlum. Það hefur aldrei verið venjan í Landsbank- anum að ræða mál bankans opin- berlega. Þetta eru ný vinnubrögð hjá Sverri og ég ætla ekki að taka þátt í því,“ sagði Eyjólfur K. Sig- uijónsson í samtali við Morgun- blaðið í gær. Eyjólfur var spurður hvort hann teldi vera meirihluta í bankaráðinu fyrir tillögunni um vaxtagreiðslurnar til Sambands: ins: „Það kemur bara í ljós. í mínum huga er þetta Sambands- mál í Landsbankanum búið. Við erum búnir að kaupa 52% hlut þess í Samvinnubankanum og það er frágengið mál,“ sagði Eyjólfur, „Þetta er bara mál sem við leysum án nokkurs æsings." Talið hefur verið að Kristinn Finnbogason, fulltrúi Framsókn- arflokksins í bankaráði Lands- bankans muni styðja tillöguna um vaxtagreiðslur til Sambandsins. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið ígær: „Égveitekkert hvort ég styð hana. Eyjólfur þarf nú fyrst að leggja fram tillöguna, áður en ég tek afstöðu." Friðrik Sophusson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist vera andvígur slíkum vaxtagreiðslum. „Það var gert ákveðið kauptilboð frá hendi Landsbankans, þann 29. desember sl. og ég hef engin rök séð færð fyrir því að það eigi að færa Sambandinu 60 milljónir króna aukreitis, enda er skýrt tekið fram að kaupin miðist við 1. janúar. Sé það skilyrði af hálfu stjórnar Sambandsins að þessir peningar fáist til viðbótar, er um gangtilboð að ræða, sem bankar- áð Landsbankans hlýtur þá sér- staklega að fjalla um,“ sagði Frið- rik í samtali við Morgunblaðið. Lúðvík Jósepsson, fulltrúi Al- þýðubandalagsins, í bankaráðinu segir að ekki komi til greina að hann styðji tillögu um slíka vaxta- greiðslu til Sambandsins. „Þetta var fast tilboð sem stjórn Sam- bandsins samþykkti á fundi sínum á sunnudag, og ég hef aldrei trú- að því að meirihluti væri í bankar- áðinu fyrir slíkri greiðslu til Sam- bandsins, en það á auðvitað eftir að koma í ljós,“ sagði Lúðvík. Lúðvík sagði að hugmyndin um svona vaxtagreiðslu hafi verið inni þegar bankaráðið var að gera þetta síðasta tilboð, „en þetta lét ég strika út og sagði að ég myndi aldrei samþykkja þetta,“ sagði Lúðvík. Því hafi þetta verið af- greitt mál á þeim fundi bankar- áðsins þar sem gengið var frá til- boðinu. Tilboðið miðist skýrt og greinilega við 1. janúar, 1990, en ekki 1. september sl. Kristín Sigurðardóttir, fulltrúi Kvennalista í bankaráðinu er einn- ig talin munu vera andvíg slíkum vaxtagreiðslum Landsbankans til Sambandsins, en hún sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hún hefði ekkert um málið að segja, fyrr en hún hefði haft tækifæri til þess að kynna sér það, en það hefði hún ekki enn fengið. Kvennalistinn skrifar bankastjórn Landsbankans bréf: Spurt hvort bankastjórn ætli að hindra störf Kristínar í bankaráði ÞRJÁR Kvennalistakonur hafa fyrir hönd Kvennalistans sent bankastjórn Landsbankans bréf þar sem þess er spurt, hvort stjórnin hyggist hindra á einhvern hátt að Kristín Sigurðardótt- ir, fulltrúi Kvennalistans taki fullan þátt í störfum ráðsins. Anna Ólafsdóttir Björnsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Kristbjörg Ástgeirsdóttir skrifa undir bréfið. Bréf Kvennalistans er svohljóð- andi: I fréttatíma Ríkisútvarpsins þann 23. desember sl. lét Sverrir Hermannsson bankastjóri Lands- bankans þung orð falla um kjör fulltrúa Kvennalistans, Kristínar Sigurðardóttur, í bankaráð Landabankans. Sagði hann m.a. að kjöri hennar yrði mætt af „full- kominni hörku“. Þrátt fyrir áframhaldandi umfjöllun um mál- ið á opinberum vettvangi hafa rök sem skýrt gætu sjónarmið bank- ans enn ekki komið fram. Því óskum við skýrra svara við eftir- farandi spurningum: 1. Hvernig ber að skilja þau orð Sverris Hermannssonar að kjöri Kristínar Sigurðardóttur verði mætt af „fullri hörku“? 2. í viðtalinu lét Sverrir Her- mannsson þau orð falla að Sjálf- stæðísflokkurinn hafi samið við Kvennalistann um að deildarstjóri í samkeppnisfyrirtæki væri valinn í bankaráð Landsbankans ...þannig að fulltrúi Péturs Blöndal verði mættur í bankaráði Landsbankans að taka ákvarðanir um vexti bankans og hlýða á önn- ur trúnaðarmál sem fara þar fram.“ Vegna þessar ummæla spyijum við: Er það mat bankastjómar Landsbankans að Kristín Sigurð- ardóttir sé „fulltrúi Péturs Blönd- al“ fremur en Kvennálistans? Telur bankastjórnin að það geti skaða bankann á einhvern hátt ef Kristín Sigurðardóttir tekur þátt í ákvörðunum um vexti bank- ans og hlýðir á trúnaðarmál innan bankaráðsins? Ef svo er, hveijar eru þá röksemdir bankastjórnar fyrir því að svo sé? í hveiju er bein samkeppni milli Landsbankans og fyrirtækis- ins Kaupþings falin að mati bankastjórnar? ■ 3. Telur bankastjórn Lands- bankans nauðsynlegt að hindra á einhvern hátt að Kristín Sigurðar- dóttir taki fullan þátt í störfum ráðsins? Ef svo er, óskum við eft- ir skýrum svörum um það hvers vegna eða í hvaða tilfellum hún telji slíkt nauðsynlegt. 4. Hvaða kringumstæður telur bankastjórnin að geti valdið því að kjörinn fulltrúi í bankaráð telj- ist vanhæfur til að taka þátt í afgreiðslu mála innan ráðsins. Óskað er svara sem hafa almennt gildi og taka m.a. til starfa, vensla, eigna og annarra hags- muna eins svara sem varða það tilfelli sem hér er til umfjöllunar. í fyrradag birti Morgunblaðið viðtal við Eyjólf K. Siguijónsson, nýskipaðan bankaráðsformann í Landsbanka íslands, um kaup Landsbankans á hlut Sambands ísl. samvinnufélaga í Samvinnu- banka íslands hf. Fyrri hluti þessa viðtals hefur að geyma saman- burð Eyjólfs á samningsgerð bankastjórnar Landsbankans og þeim kaupsamningi sem hann tel- ur bankaráð — undir sinni forystu - hafa náð í byijun þessa árs. Ekki verður hjá því komizt að leiðrétta öll efnisatriði þessara ummæla. í fyrsta lagi fullyrðir Eyjólfur að undirritaður hafi gert samning um kaup á Samvinnubankanum við forstjóra Sambandsins hinn 1. september sl. Þetta er rangt. Hinn 1. september var einungis undirrituð viljayfirlýsing banka- stjóra Landsbankans og forstjóra Sambandsins. Yfirlýsingin gaf berum orðum til kynna að samn- ingsaðilar yrðu að ná samkomu- lagi um ýmsa fyrirvara af beggja hálfu áður en unnt væri að ganga frá endanlegum samningi. Af þessum sökum er samanburður á „kaupsamningi“ sem á að hafa verið gerður hinn 1. september og „nýjum samningi" út í hött. Einna helzt virðist Eyjólfi ganga það til að ómerkja allt það starf sem unnið var frá því í september og fram til áramóta. Staðreyndir tala hins vegar öðru máli. I öðru lagi er Eyjólfur á villi- götum þegar hann segist „telja nýja samninginn miklu raun- hæfari en samning þann er Sverr- ir Hermannsson gerði...“ Hér gleymir hann samningaviðræðum aðila síðustu fjóra mánuði ársins 1989 og áður er getið. Undir lok ársins höfðu aðilar orðið sammála um að taka tillit til allra þeirra liða sem Landsbankinn, þ. á m. bankaráðið, hafði lagt' áherslu á að kæmu til frádráttar endanlegu kaupverði. Samanburður á því verði og því kaupverði sem Eyjólf- ur gefur upp í Morgunblaðinu mun þegar upp er staðið leiða í ljós að um er að ræða svipað verð. í þriðja lagi er ósatt hjá Ey- jólfi að Landsbankinn hafi á ein- hveiju stigi samningaviðræðn- anna fallist á að taka „Sambandið og kaupfélögin í óbreytt viðskipti skilyrðislaust til fimmtán ára“. Slík ósk var sett fram af hálfu Sambandsins í viljayfirlýsingunni frá 1. september en vegna eðlis bankastarfsemi hefur verið ljóst að Landsbankinn getur ekki „Samanburður á því verði og því kaupverði sem Eyjólfur gefur upp í Morgunblaðinu mun þegar upp er staðið leiða í ljós að um er að ræða svipað verð.“ skuldbundið sig með þessum hætti gagnvart viðskiptaaðila. Þetta sjónarmið hefur alla tíð verið sett fram af hálfu bankans í samn- ingaviðræðum. I fjórða lagi er það misskiln- ingur hjá Eyjólfi að telja sér það til tekna að hafa komizt hjá því að semja um það að starfsfólk Samvinnubankans réðist til Landsbankans. Misskilningur Ey- jólfs felst hér í tvennu. Annars vegar hefur aldrei verið um það talað við kaup á hluta Sambands- ins í Samvinnubankanum að starfsfólk þess réðist til Lands- bankans. Vitaskuld heldur það áfram störfum sínum hjá Sam- vinnubankanum. Hins vegar er ljóst að verði af samruna ban- Staðreyndir molna ekki undan orðum Greinargerð frá Sverri Hermannssyni, bankastjóra Landsbanka íslands kanna er það lögum samkvæmt nauðsynlegt að Landsbankinn taki við skuldbindingum Sam- vinnubankans gagnvart starfs- fólki bankans. Því fá samningar ekki breytt. í síðari hluta viðtalsins rekur Eyjólfur hugmyndir sínar um framtíð Landsbanka og Sam- vinnubanka. Að svo stöddu er ekki ástæða til að gera þær að umtalsefni. Þó er rétt að nefna ósamkvæmpina sem þar kemur fram. í öðru orðinu er talað um að reka Samvinnubankann áfram Sem sjálfstætt hlutafélag en í hinu er sagt valdsmannslega „ ... þar sem við tökum nú yfir ...“. Staðreynd málsins er að Lands- bankinn er nú að kaupa 52% hlutafjár í Samvinnubankanum og þarf að því búnu að taka fullt tillit til annarra hluthafa. Lands- bankinn hefir því ekki að því komnu tekið yfir Samvinnuban- kann. Að öðru leyti er enn vandséð hver úrslit þessa máls verða eftir þau vinnubrögð, sem við höfð hafa verið af hálfu stjómvalda og sendisveina þeirra. Það á nefni- lega eftir að koma í Ijós hvort Landsbankinn hefir yfirleitt nokkurn samning á hendi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.