Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1990 39 . Morgunblaðið/Einar Falur Ivar Webster, Haukum, sýndi sinn besta leik á Sauðárkróki í gærkvöldi. Barátta og hradi Keppnisskap Hauka til fyrirmyndar, en Sauðkrækingarsigruðu naumlega HAUKAR lentu snemma í villuvandræðum og misstu fljótlega lykilmenn út af með fimm villur, en keppnisskap þeirra var til fyrirmyndar; þeir tvíefldust við mótlætið og voru nálægt sigri, en tíminn var of naumur og heimamenn Tindastóls unnu 80:77 í hröðum baráttuleik. Haukar byijuðu betur, en heimamenn jöfnuðu fljótlega og var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik, munurinn yfirleitt eitt til fimm stig. Þegar sjö Björn mínútur voru til Björnsson hálfleiks fékk Jona- skrifar than Bow, Haukum, sína fjórðu viliu og skömmu síðar varð Eyþór Árnason, samheiji hans, að fara af velli með fimm villur. Heimamenn gengu á lagið og voru 11 stigum yfir í hléi. Gestirnir hófu seinni hálfleik yfir- vegaðir og á fyrstu 11 mínútunum skoruðu þeir 19 stig gegn sex og komust yfir. Þá dundi ógæfan aftur yfir; Bow og Jón Arnar fóru út af með fimm villur, heimamenn nýttu sér það og komust mest átta stig yfir. Haukar gáfust ekki upp, söx- uðu á forskotið, en tíminn var ekki nægur. Sturla Örlygsson átti frábæran leik í vörn Tindastóls og gaf ekkert eftir í sókninni. Bo Heiden var góð- ur en mistækur. ívar Webster hefur ekki leikið betur á Sauðárkróki og nafni hans Ásgrímsson stóð sig einnig vel, en það var fyrst og fremst keppnisskap Hauka, sem var eftirminnilegt. KNATTSPYRNA / SKOTLAND Ragnar hjá Dundee Ragnar Margeirsson er þessa dagana hjá Dundee í Skotlandi með hugsanlegan samning í huga. Dundee er neðst í skosku úrvals- deildinni og þarf á liðsauka að halda til að forðast fall. Ragnar lék með austurríska liðinu Sturm Graz í haust, en félagið hefur ekki ákveðið, hvort það vilji gera langtímasamning við íslenska landsliðsmanninn. Hann lék æfingaieik með Dundee í gær, var á miðj- unni og var tvisvar nálægt því að skora, en Dundee vann 3:0. KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILDIN Sigurður. Lárus Orri. ■ SIGURÐUR Lárusson, fyrrum fyrirliði ÍA í knattspymu hefur ákveðið að flytja á fomar slóðir, til Akureyrar, og æfa með Þórsurum næsta sumar. Hann lýsti yfir áhuga á þessu í Morgunblaðinu á dögun- um, og Dagur á Akureyri hefur eftir honum á miðvikudaginn að þetta sé frágengið. H SIGURÐUR lék síðast með Þór í 2. deildinni 1978, en fyrsta ár hans í herbúðum Skagamanna var 1979. Hann er orðinn 35 ára. H SVO gæti farið að Sigurður og sonur hans, Lárus Orri, yrðu fyrstu feðgamir til að leika saman í 1. deildarliði. Lárus Orri, sem er drengjalandsliðsmaður og miðvörð- ur eins og faðir hans, leikur á fýrsta ári í 2. flokki næsta ár. Möguleikinn er fyrir hendi, þar sem þeir æfa báðir með félaginu, en svo á eftir að koma í ljós hvort þeir komast í liðið! SKIÐI / HMIBRUNI Frakki hrósar sigriífyrsta skiptií19ár FRAKKI hrósaði sigri íbrunmóti heimsbikarkeppninnar ígær, í fyrsta skipti í 19 ár — í annarri brunkeppni vetrarins. Þar var að verki Frank Piccard. Keppt var í Schladming í Austurríki og skaut Piccard þeim sigurstranglegustu, þ. á m. Pirmin Zurbrigg- en, ref fyrir rass. Reuter Frank Piccard, fyrsti Frakkinn í 19 ár til að sigra á brunmóti í heims- bikarnum, fagnar í Schladming í gær. ÚRSLIT UMFT-Haukar 80:77 íþróttahúsið Sauðárkróki, úrvalsdeildin i körfuknattleik, fimmtudaginn 11. janúar 1990. Gangur leiksins: 6:9, 21:18, 30:29, 42:31, 48:37, 54:42, 54:56, 65:61, 72:65, 76:72, 80:77. Stig UMFT: Bo Heiden 36, Sturla Örlygs- son 18, Valur Ingimundarson 10, Ólafur Adolfsson 4, Sverrir Sverrisson 4, Pétur V. Sigurðsson 4, Bjöm Sigtryggsson 2, Stefán Pétursson 2. Stig Hauka: ívar Webster 22, ívar Ás- grímsson 21, Jonathan Bow 9, Pálmar Sig- urðsson 9, Henning Henningsson 6, Reynir Kristjánsson 6, Jón Arnar Ingvarsson 3. Áhorfendur: Um 450. Dómarar: Kristján Möller og Jón Bender dæmdu erfiðan leik vel. Sturla Örlygsson og Bo Heiden, UMFT. Ivar Webster og ívar Ásgrímsson, Haukum. Valur Ingimundarson og Ólafur Adolfsson, UMFT. Pálmar Sigurðsson og Henning Henningsson, Haukum. Brun karla í heimsbikarkeppninni. Keppni í Schladming, Austurríki, í gær. mín. 1. Franck Piccard, Frakklandi....2:1.31 2. Christian Ghedina, Italíu....2:01.62 3. Daniel Mahrer, Sviss.........2:01.73 4. Denis Rey, Frakklandi........2:01.80 5. Helmut Höflehner, Austurríki ....2:01.86 6. Stefan Krauss, V-Þýskalandi 2:02.02 7. Pimiin Zurbriggen, Sviss.....2:02.06 8. PeterRzehak, Austurríki......2:02.21 9. Markus Wasmeier, V-Þýskal....2:02.27 10. HansjörgTauscher, V-Þýskal...2:02.52 11. Mario Summermattcr, Sviss....2:02.58 William Besse, Sviss.........2:02.58 13. Berni Huber, Austurríki......2:02.63 14. Peter Runggaldier, Italíu....2:02.70 15. Patrick Ortlieb, Austurríki..2:02.72 Staðan í heimsbikarkeppninni: 1. Ole Kristian Furusedt, Noregi....137 2. Pirmin Zurbriggen, Sviss.........135 3. Armin Bittner, V-Þýskalandi......104 4. Bernhard Gstrein, Austurriki......81 5. Lars-Böije Eriksson, Svíþjóð......77 6. Gúnther Mader, Austurríki.........75 7. Frank Piccard, Frakklandi.........71 8. Marc Girardelli, Lúxemborg........64 9. Konrad Ladstaetter, Ítalíu........48 10. Thomas Stangassinger, Austurríki..46 Alberto Tomba, ítaliu.............46 HubertStrolz, Austumíki...........46 13. Jonas Nilsson, Svíþjóð............45 Niklas Henning, Svíþjóð...........45 15. Paul Accola, Sviss................44 Samanlögð brunstig: Ghedina 35 stig, Zurbriggen 34, Piccard 25, Höflehner 21, Mahrer 20, Heinzer 20. Stigakeppni landa: Austurrlki 1.095, Sviss 789, Vestur-Þýska- iandi 585, Frakkland 256, Svíþjóð 223, ít- alia 222, Bandaríkin 166, Noregur 156, Júgóslavía 91, Lúxemborg 64, Kanada 61, Japan 15, Liechtcnstein 12, Sovétrfkin 9. Piccard vann Ólympíugull í risasvigi, er leikarnir fóru fram í Calgary í Kanada 1988, en hann hefur aldrei sigraði í bruni fyrr. Hann þótti skíða sérlega vel í gær í mjög erfiðri braut, sem er 3.457 m löng. Meðalhraði hans var 102,59 km. á klst. Annar í gær var ítalinn Christian Ghedina og þriðji Daniel Mahrer frá Sviss. Heimsmeistarinn í bruni í fyrra, Svisslendingurinn Pirmin Zurbriggen, náði aðeins sjöunda sæti. Hann náði bestum tíma í æf- ingaferðunum fyrr í vikunni; skíðaði í gær vel fyrri hluta brautarinnar hém FOLK ■ LUCKY Zhimatara, knatt- spyrnumaður frá Zambíu, hefur verið dæmdur í tveggja ára fang- elsi fyrir að drepa dómara í kapp- leik. Hann var rekinn af leikvelli eftir að hafa verið að þrasa í dóm- ara 17. maí 1988. Þegar Zhimat- ara gekk útaf tók hann upp stein og kastaði í höfuð dómarans, sem dó. ■ JIM Ryan var í gær ráðinn aðalþjálfari (framkvæmdastjóri) enska 1. deildarliðsins Luton. Hann var þjálfari varaliðsins. en gerði mistök í miðhluta hennar, sem kostuðu hann dýrmætan tíma. Síðasti Frakkinn sem sigraði í brunkeppni í heimsbikarnum var Henri Duvillard, í Sestriere veturinn 1970-71. Piccard, sem er 25 ára, var í sjöunda himni í gær. „Þetta er mesti hamingjudagur í lífi mínu. Allt frá því að ég var tíu ára hefur mig dreymt um að sigra á brun- móti í heimsbikarkeppninni. Ég gerði engin mistök í dag; hélt ein- beitninni í þessari erfiðu braut,“ sagði Piccard. „Ég er ánægður með ég skildi vinna fyrsta brunsigurinn hér, þar sem frábærir skíðamenn eins og Franz Klammer og Pirmin Zurbriggen hafa sigrað áður,“ bætti hann við. Zurbriggen var ekki óánægður með sjöunda sætið í gær. Hann tók of víða beygju í miðhlutanum, fór alveg út í jaðar tírautarinnar og sagðist hafa snert tijágirðinguna sem er við hlið hennar. „Satt að segja er ég ánægður með að hafa komist í mark^heilu lagi,“ sagði Svisslendingurinn. Einn keppenda slasaðist í gær: Austurríkismaðurinn Michael Gaas. Hann datt í síðustu hengju brautar- innar og rann gegnum girðingu og inn í áhorfendahóp. Gaas kjálka- brotnaði, fjögur rifbein brotnuðu ög hann hlaut alvarlegan heilahrist- ing. Engan áhorfanda sakaði. - Viðtalstúni borgarfulltrúa SjálfstæðisflokksinsíReykjavík '% Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 13. janúar verða til viðtals Hilmar Guðlaugsson, formaður bygginganefnd- ar Reykjavíkur og varaformaður stjórnar Verkamannabústaða, og Guðrún .Zoéga, í stjórn veitustofnana, skólamálaráði og fræðsluráði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.