Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDÁGUR 12. JANÚÁR 1990 VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 12. JANÚAR. YFIRLIT í GÆR: Um 100 km suður af Vestmannaeyjum er 973 mb lægð á hreyfingu norð-norðaustur en minnkandi lægð er skammt norður af Vestfjörðum. Dálítið hlýnar um austanvert landið í nótt en kólnar aftur á morgun. SPÁ: Norð- og norðvestanátt á landinu, hvassviðri norðaustan- lands fram eftir degi en mun hægari suðvestanlands. Snjókoma eða éljagangur um norðanvert landið.en léttir til sunnanlands. Vægt frost víðast hvar. Morgunblaðið/Bjarni Eyþór Gunnarsson ásamt dóttur sinni Elisabetu. Eyþór Gunnarsson í tónleikaferð með Randy Crawford EYÞÓR Gunnarsson, píanó- og hljómborðsleikari, hefur verið ráðinn til að leika með bandarísku söngkonunni Randy Craw- ford á 26 tónleikum víðs vegar um Evrópu í febrúar og mars. Eyþór sagði í samtali við Morg- unblaðið að þetta væri þannig til komið að hljómsveitarstjóri söng- konunnar, sem aðstoðað hefði við upptöku á tveimur lögum á síðustu plötu hljómsveitarinnar Mezzoforte, hefði boðið sér sæti í hljómsveitinni í þessari ferð. Eyþór verður fyrsti hljómborðs- og píanóleikari sveitarinnar. Hann sagði að þegar væri uppselt á verulegan hluta tónleikanna en þeir verða haldnir í stórum tón- leikahöllum, þar á meðal Royal Albert Hall í London. Randy Crawford hefur gefið út fjórar sólóplötur sem selst hafa í tugmilljónum eintaka. Hún vakti fyrst athygli þegar hún söng lag- ið Street Life með djasshljóm- sveitinni „The Crusaders“ í lok síðasta áratugar en undanfarin ár hafa nokkur lög af sólóplötum hennar náð vinsældum, þar á meðal titillag plötu hennar „Sec- ret Combination" og flutningur hennar á lagi Johns Lennons, „Imagine". Á síðustu mánuðum hefur útgáfa hennar af laginu „Knocking on heavens door“, úr kvikmyndinni Leathal Weapon II, náð . miklum vinsældum. Mynd- band með því lagi hefur verið sýnt í sjónvarpi hérlendis að und- anförnu. VEÐUR VIÐA UM HEIA kl. 12:00 í gær að ísl. tíme hiti veður Akureyri +6 léttskýjað Reykjavik +6 skýjað Bergen 5 skýjað Helsinki +2 snjókoma Kaupmannah. 7 þokumóða Narssarssuaq -5-16 heiðskírt Nuuk 5-11 snjókoma Osló 6 skýjað Stokkhólmur 6 skýjað Þórshöfn 4 alskýjað Algarve 13 heiðskirt Amsterdam 9 súld Barcelona 13 skýjað Berlín 5 þokumóða Chicago 4 1 f Feneyjar 7 þokumóða Frankfurt 2 þokumóða Glasgow 12 súld Hamborg 7 súld Las Palmas vantar London 12 skýjað Los Angeles 12 þoka Lúxemborg 0 þoka Madríd 7 léttskýjað Malaga 13 skýjað Maliorca 14 rigning skýjað Montreal +5 New York 4 skýjað Orlando 13 þokumóða París 3 þokumóða Róm 12 þokumóða Vín +5 þokuruðningur Washington 1 skýjað Winnipeg +8 snjókoma Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 18.15 i gær) í DAG kl. 12.00: Bílastæðahús og íbúðir við Vitatorg HAFNAR eru framkvæmdir við Vitatorg í Reykjavík, þar sem gera á bílastæðahús og íbúðar- hús fyrir aldraða. Bílastæðahú- sið, sem telur 220 stæði, tengist öðru við Skúlagötu. Vitatorg verður áfram á sínum stað, ofan * Arang’iirs- laus fundur með Sleipni SLEIPNIR, félag langferðabíl- stjóra, fundaði með viðsemjend- um sínum í gær hjá ríkissátta- semjara. Fundurinn var árang- urslaus og lauk án þess að til annars fundar væri boðað. Sleipnir hefur boðað þriggja daga verkfall sem hefst á miðnætti 14. janúar og stendur til miðnættis 17. janúar. á bílastæðahúsinu, en íbúðarhús í kring. Búið er að loka bílastæðum á yitatorgi vegna framkvæmdanna. Á þessu svæði og við Skúlagötu verða íbúðarhús, með leigu- og sölu- íbúðum fyrir aldraða. Þá verður reist þjónustumiðstöð, sem sinnir bæði þessum íbúðum og hverfinu í heild. Þorvaldur S. Þorvaldsson, forstöðumaður borgarskipulags, segir að undir Vitatorgi verði bíla- stæðahús, sem að hluta verði fyrir þessar íbúðir og þjónustumiðstöð- ina, en einnig fyrir almenning. Þetta bílastæðahús tengist bíla- geymslu við Skúlagötu. Vitatorg verður áfram, en í breyttri mynd, ofan á bílastæðahúsinu og liggur torgið jafn hátt og Hverfisgata. Torgið færist og verður fyrir framan Bjarnaborg, en Vitastígur færist að sama skapi fjær húsinu. Þorvald- ur sagði að erfitt væri að segja til um hvenær framkvæmdum yrði lokið, þar sem þetta verk tengdist framkvæmdum á Skúlagötusvæð- inu öllu, en kvaðst telja að verkið í heild tæki um þrjú ár.—~ Ríkisspítalarnir: Fjórðungnr starfsmanna reykir Framkvæmdir eru að heíjast við nýtt bílastæðahús og íbúðarhús á Vitatorgi. semi reykinga. Reyndist hún vera mest meðal yngsta hópsins sem fékk meðaleinkunnina 8,7 en minnst meðal þess elsta eða 7,8. Ríkisvaldið: Verkfall sím- smiða ólöglegft Samninganefiid ríkisins telur verkfallsboðun Félags símsmiða ólögmæta og hefur skorað á félag- ið að draga hana til baka. Ríkis- sáttasemjari segir að þar með sé málið úr sínum höndum, þar sem hann úrskurði ekki um lögmæti og ólögmæti vinnudeilna. Félag símsmiða hefur boðað verk- fall frá og með þriðjudeginum 16. janúar næstkomandi. Félagið er ný- stofnað af símsmiðum sem áður áttu aðild að Félagi íslenskra síma- manna, en margir þeirra hafa sagt upp og látið af störfum hjá Pósti og síma. FJÓRÐUNGUR starfsmanna Ríkisspítalanna reykir. Minnstar eru reykingarnar hjá aldurshópnum yfir fimmtugt eða aðeins 19% og aðeins 7% lækna reykja. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var meðal 1.832 starfsmanna Ríkisspítalanna. Sendir voru út 3.300 spurninga- listar þann 28. desember sl., til allra sem þá voru á launaskrá Ríkisspít- alanna. Svör bánist frá 1832 eða 55% svörun. Flestir þeirra sem svör- uðu voru konur. í könnuninni var spurt um álit fólks á því hvort banna ætti reykingar á heilbrigðisstofnunum. Tæplega helmingur vildi algert reykingabann (45,3%), 2,4% voru á móti slíku banni en 52,3% svarenda fannst að banna ætti reykingar á takmörkuðum svæðum. Stuðningur við algert reykbann nemur meira en helmingi meðal þeirra sem ekki reykja en aðeins 20% reykinga- manna eru því fylgjandi. Ekki er marktækur munur meðal stétta um afstöðuna til reykingabanns; mest er þó fylgi við slíkt bann meðal lækna. Ekki er teljandi munur á kynjum varðandi þessa afstöðu. Reykingar eru minnstar meðal lækna, eða 7%. Reykingar eru mest- ar hjá starfsmönnum, vaktmönnum og aðstoðarmönnum eða 40% en um fimmtungur hjá öðrum starf- stéttum. Meðal þeirra atriða, sem könnuð voru, var þekking manna á skað- TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * ■|Q0 Hitastig: tO gráður á Celsius ý Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur [7 Þrumuveður VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Vaxandi suðaustanátt, fyrst suðvestaólands. Rigning aðallega um sunnan- og vestanvert landið. Snýst í norðaustanátt og iægir aðfaranótt sunnudags en gengur þá aftur í vaxandi suðaustanátt með rigningu. Hiti 2-6 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.