Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 12
IU1 .21 aiOAUUIfeOH (ll<3AJa/;UOflOM - JUDRQUNBtXÐrfi" PÖSTODAGUR T2.UANÚAK 1M" Frumvarpi fagnað eftirHelga Seljan Á þingskjali 20G á þessu löggjaf- arþingi er nú situr er að finna stutt °g laggott frumvarp til breytingar á áfengislögum, þar sem í i'orystu flutningsmanna fer sá mæti bind- indismaður Jón Helgason, en hið fríða lið meðflutningsmanna hans skipa Guðmundur H. Garðarsson, Skúli Alexandersson og Karvel Pálmason. í frumvarpinu er að finna nýja málsgrein 9. greinar áfengislag- anna sem hljóðar svo: „ Afhending eða veitingar áfeng- is á vegum ríkisins eða ríkisstofn- ana eru óheimilar hérlendis.“ Hér er kveðið skýrt að orði og skörulega og verður að segja eins og er að frumvarp þetta er ótvíræð og eindregin framför frá öðrum tilraunum í þessa átt. Hér er komið beint að kjarnan- um, hér getur Alþingi sjálft kveðið á um, hvort skuli ríkja, það sem frumvarpið leggur til eða fríðinda- og áfengisveitingafarganið sem ríkt hefur og ríkir enn að verulegu leyti. Eg man glöggt tilraunir undir- ritaðs undir leiðsögn og forystu ágæts fyrrverandi menntamála- ráðherra Vilhjálms Hjálmarssonar til þess að fá samþykkta tillögu um að ríkisstjórn skyldi falið að afnema áfengisveitingar í veizlum sínum. Þeirri tillögu var auðvelt að drepa á dreif, enda var það gert. Svipuð tillaga var svo flutt á liðnu þingi af Jóni Helgasyni og liðsfólki hans. Nú er þetta frumvarp með skýru og ótvíræðu orðalagi, sem menn annaðhvort gjalda jáyrði eða hafna að öðrum kosti. Þess vegna m.a. er frumvarpið ótvíræð framför frá fyrri tilraunum í þessa sömu átt og þykist undirrit- aður hafa full efni á að segja svo. Það hefur ævinlega verið viðbára þeirra vínelskenda að þetta fyrir- komulag væri einfaldlega ófram- kvæmanlegt. Hver vildi svo sem þiggja veitingar af hálfu hins opin- bera, ef engar væru áfengu veig- arnar? og annað álíka gáfulegt hefur svo sem heyrst, svo og það að auðvitað hefur blessuðu „frels- ínu“ verið blandað inn í umræðuna eins og jafnan þegar þrælar áfeng- isauðvaldsins mega mæla. En tillögumaðurinn Vilhjálmur Hjálmarsson og frumvarpsflytj- andinn Jón Helgason afsönnuðu með öllu þetta innantóma áfengis- blaður. Veizlur þeirra voru án allra göróttra veiga og það voru góðar veizlur og gjöfular þeim sem þar komu og óiíkt var yfirbragð gest- anna um það er lauk — ólíkt skemmtilegra og gæfulegra um leið í þessum veizlum þeirra félaga en öðrum þar sem áfengið réð allri för. Það getur sá með sanni sagt, er algáðum augum fylgdist með hvoru tveggja. Ég sagði það á þingi þá og skal endurtaka með glöðu geði hér að ég saknaði þess sárlega að sjá ekki löggæzluna utan við ráðherra- bústaðinn að afloknum áfengi- sveizlunum svona rétt til að líta eftir ásigkomulagi þeirra, er þaðan óku í bifreiðum sínum á brott og hefðu áreiðanlega mátt raula: „Ég held ég gangi heim“ og gera svo. En hvað um það. Nú er að sjá hvað löggjafinn gerir, því ærin virðast öll þau rök er hér að hníga og ærin er umræðan öli, sem orðið hefur um öll þessi mál frá ýmsum hliðum og skal engu við bætt hér. I greinargerð vel grundaðri má finna ýmis helztu rökin, sem hníga hér að. Þar segir: „Það þarf ekki að Helgi Seljan. „Alþingismenn geta ekki lengur horft tóm- látir og aðgerðarlausir á hvernig áfengisneyzl- an fer með líf, heilsu og hamingju mikils hluta þjóðarinnar.“ rökstyðja þá staðreynd að aukin áfengisneyzla veldur sívaxandi tjóni svo augljósar eru þær hörmu- legu staðreyndir sem blasa við í þjóðfélaginu. Það á ekki hvað sízt við um það mikla heilbrigðisvanda- mál, sem af henni hlýzt.“ Svo er vitnað til markmiðs Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnarum 25% samdrátt áfengisneyzlu fram til ársins 2000 og hins grátbros- lega framlags okkar íslendinga til þessa markmiðs með bjóraukan- um, enda segir réttilega: „Hvar- vetna hefur reynslan orðið sú að aukin fjölbreytni í framboði áfengra drykkja hefur aukið neyzl- una.“ Einnig hefur greinargerðin inni að halda hinar bláköldu staðreynd- ir um ásóknina í meðferðarstofnan- ir, enda virðist okkur sýnna að huga að afleiðingum í stað þess að beina öllu afli okkar að orsök- inni. En að lokum skal hér birtur orðréttur lokakafli greinargerðar- innar: „Áfengisneyzla er ekki aðeins heilbrigðisvandamál heldur einnig félagslegt vandamál og hún brýtur niður fjölmargar fjölskyldur. Er það hvorki bundið við einstakar stéttir né starfshópa því að flestir virðast geta fallið fyrir áfenginu. Ákvörðun Alþingis um að ríkið hætti vínveitingum væri skref í þá átt að móta áfengismálastefnu sem yrði til að minnka áfengisneyzlu og draga úr því hversu mjög áfengi er otað að fólki í þjóðfélagi okkar. Alþingismenn geta ekki lengur horft tómlátir og aðgerðarlausir á hvemig áfengisneyzlan fer með líf, heilsu og hamingju mikils hluta þjóðarinnar. Það skref, sem hér er lagt til, kostar engin útgjöld heldur þvert á móti stuðlar að því að spara ómældar upphæðir fyrir einstaklingana og þjóðarbúið og vernda heill og hamingju einstakl- inganna." Við þetta hefur höfundur engu að bæta. Um leið og Landssam- bandið gegn áfengisbölinu fagnar framkomnu frumvarpi og tekur þar undir hvert orð, þá skorar það nú á Alþingi að taka hreina og skýra afstöðu til þessa mikilvæga máls. Annað er ekki sæmandi og auðvitað þykir okkur sem sam- þykkt þess ein sé sæmandi löggjaf- arsamkomu okkar. Með árnaðaróskum á ári nýju. Ilöfundur er formaður Landssambandsins gegn áfengisbölinu. M Á LIÐNU ári bauð Café ísland gestum upp á lifandi djasstónlist á laugardagskvöldum og verður því nú áfram haldið, en með breyttri hljómsveitarskipan. Næstkomandi laugardagskvöld kemur þar fram í fyrsta sinn Kvartett Tómasar R. Einarssonar, en auk hljómsveitar- stjórans sem leikur á kontrabassa, ( skipa hann Sigurður Flosason á altó og barítónsaxófón, Reynir Sig- urðsson á víbrafón og Marteen j van der Valk á trommur. Kvartett- inn mun ekki síst spila íslensk djass- lög, þar á meðal af hljómplötunni ( Nýr tónn sem út kom í nóvember síðastliðinn og hlotið hefur lofsam- leg ummæli gagnrýnenda. Þá verða á efnisskránni þekktasta íslenska djasslagið, Vikivaki eftir Jón Múla Árnason og kunn lög eftir erlend tónskáld, þar á meðal Thelonius Monk og Duke Ellington. (Fréttatilkynning) I FERÐAFÉLAG íslands efnir til Þingvallaferðar á sunnudaginn 14.Janúar. Brottför er kl. 11 frá BSI og er ætlunin að fara í stutta gönguferð í þjóðgarðinum. Ekið verður að Vatnsviki eða Vellankötlu og gengið um Konungsveg í Hrafnagjá. Að því loknu verður haldið að Þingvallakirkju en þar mun séra Heimir Steinsson þjóð- garðsvörður taka á móti hópnum og fræða um sögu staðarins og síðan flytja helgistund. Ferðin verð- I ur því bæði andlegt og líkamlegt vegarnesti fyrir komandi ferðaár. Fararstjóri verður Sigurður Krist- insson og brottför er frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin. - Ferðafélag íslands. SKIPA PLÖTUR - INNRÉTTINGAR SKIPAPLÖTUR í LESTAR BORÐ-SERVANT PLÖTUR WC HÓLF MEÐ HURÐ __ BAÐHERBERGISÞIUUR LAMETT Á GÓLF - BORÐPLÖTUR NORSK VIÐURKENNDHÁGÆÐA VARA Þ.ÞORfiRlMSSON&CO Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.