Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANUÁR 1990 „Ég stenst þetta ekki — ég ætla að eyða þjónustu- gjaldinu þínu í eftirrétt.“ * Ast er... . . .stórt skref. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1990 Los Angeles Times Syndicate 1202 Nú er nóg komið. Þú verður að ná af þér þessum ósköp- um, maður ... HÖGNI HREKKVÍSI , HÖGNI KO/H i VBG P/C/R RAN Á /VlEÐAN HANN R/ENDl AUG " Með morgunkaffinu Þú verður kominn á kreik áður en viðgerðinni á bílnum lýkur... Þessir hringdu .. Jakki Svartur stutturrt modelkven- mannsjakki úr fínullarefni, rúnað- ur að framan og óhnepptur, tap- aðist 16. desember sl. á Hótel Borg. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 45039. Fundarlaun. Gullhringur Gullhringur með rúbínsteini sem festur var á Pier Point úr tapaðist fyrir löngu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 651649. Þórey. Úr Gullkvenúr tapaðist föstudag- inn 5. janúar við Sæbraut Selt- jarnarnesi eða á Lindargötu. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band í Huldu í síma 14993. Slæða Rauð og blá slæða fannst 9. janúar. Upplýsingar í síma 75203. Kettlingar Kettlingar fást gefins. Upplýs- ingar í síma 39289 eftir kl. 20. Góðir útvarpsþættir Einar hringdi: „Ég vil þakka fyrir góða út- varpsþætti sem Pétur Pétursson hefur verið með um hernámsárin og stríðið á Rás 1. Þar hafa kom- ið fram margt forvitnilegt og Pét- ur hefur haft uppá rnörgum skemmtilegum viðmælendum. Nú mun þessum þáttum lokið en það hefur komið fram _að Pétur hefur mikið meira efni. Ég vil eindregið beina því til hans og forráða- manna útvarpsins að framhald verði á þessum þáttum. Þetta er mjög gott útvarpsefni og forvitni- legt.“ Húfa * Blá derhúfa með munstruðum kolli og grænni nælu tapaðist í Austurstræti, Lækjargötu eða Bankastraéti 3. janúar. Svört loð- húfa með stórri silfurnælu tjipað- ist á sömu slóðum fyrir u. þ. b. ári. Fundarlaun. Vinsamlegast hringið í síma 93-51312, 93-51301 eða 91-681936. Lyklakippa Lyklakippa með fimm lyklum tapaðist í Miðbænum fyrir skömmu. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 697111 eða 34703. Sjónauki Lítill sjónauki í hulstri fannst á bílastæði Grímsbæjar fyrir jólin. Upplýsingar í síma 33899. Gleraugu Gleraugu töpuðust í vesturbæ Kópavogs, sennilega við Þinghóls- braut, 2. janúar. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 42422 eða 641350. Úr Casio úr tapaðist, sennilega á leið frá Álfheimum að Háaleitis- braut milli jóla og nýárs. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 685169. Gleraugu Gleraugu með gylltum málm- spöngum töpuðust í Miðbænum eða þar í grennd fyrir jól. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 31249. KVENNAGUÐFRÆÐI Til Velvakanda. Mig langar í fáum orðum að gera athugasemd við svokallaða kvennaguðfræði, sem er að skjóta öngum víða um lönd, og hefur gert vart við sig hér á Islandi. Guðfræði þessi kennir meðal annars, að Guð sé móðir, en ekki faðir, eins og Biblían kennir. Kenning þessi á rætur að rekja til norna, en þær trúa því að Guð sé til, en taka framhjá Jesú Kristi sem Guði, föður og frelsara og skapara alls sem er. Þetta gerðu ísraelsmenn til forna. Þeir tilbáðu himnadrottninguna og ýmsa hjá- guði og kölluðu með því óhamingju yfir þjóð sína. Jesús Kristur sagði, að hann og faðirinn væru eitt, og að sá sem hefði séð hann, hefði séð föðurinn. Öll tilbeiðsla á að beinast að honum. Hann er ekki móðir, heldur faðir og frelsari frá synd og eilífum dauða. Það er engin niðurlæging fyrir konur að guð skuli vera karl og þær verða að sætta sig við það. Kristnir menn hafa alls staðar barist fyrir kvenréttindum og víða náð langt í þeim efnum. Biblían getur víða kvenna af mikilli virðingu og þær voru margar mikils metnar í söfnuðunum og nefndar með nafni í hinni helgu bók, og þær viðurkenndu Jesú Krist sem guð og föður og skapara allra hluta. Margir heiðingjanna dýrkuðu hinsvegar konur, sem þeir nefndu gyðjur, gerðu sér líkneski af þeim og ákölluðu þær. í huga margra þeirra var guð kona og .þeir risu öndverðir gegn föðurhugmyndinni og tilbeiðslu á Jesú Kristi einum, enda voru þeir flestir fjölgyðis- menn. Hugmyndin um að Guð sé kona, eða móðir, er ekkert annað en að taka framhjá einum sönnum Guði, sem er karl, og heitir Jesús Krist- ur. Hann einn er Guð og faðir og hann einan á að boða og tilbiðja, sér til sáluhjálpar. Kvennaguðfræð- in er byggð á misskilningi og ætti að leggjast niður, áður en lengra er haldið út á þá hálu braut. Eggert E. Laxdal Víkverji skrifar Víkveiji dagsins notfærir sér stundum bílastæði á Bakka- stæðinu. Þar hafa fengist gefins lítil box til hagræðis fyrir bíleigendur að geyma mynt í. Box þessi má líma á hentugan stað í bflnum og þau eru merkt gatnamálastjóra og með merki borgarinnar. Nú eiga menn auðvitað ekki að agnúast út í það sem þeim er gefið og þessi box eru ágæt út af fyrir sig. Én þau koma bara ekki að tilætluðum notum ! Tíu króna peningar eru of stórir og 50 króna peningarnir of þykkir. Og Víkveiji, sem auk þess að vera bfleigandi greiðir líka kostnaðinn af embætti gatnamálastjóra, getur auðvitað not- að þessi box undir fimmkalla. Þau eru ágæt til þess. En af fimmköllum þarf talsvert magn í stöðumæla og hætt er við að Víkveiji þyrfti að hafa svona box hangandi út um allan bíl, ef þau ættu að vera til hægræð- is varðandi borgun fyrir bílastæði. Nema gatnamálastjóri ætli að gefa meira og bjóða upp á eitt box fyrir hvetja mynttegund. Þá bendir Víkveiji á, að töskur, eins og hann hefur séð áætlunarbflstjóra með og lestarþjóna erlendis, em miklu hent- ugri en mörg lítil box. Svo er til ein afbragðslausn á þessu vandamáli og hún er að lækka verð- ið í stöðumælunum í 5 krónur. Sú lausn er vafalaust vinsælust og skor- ar Víkveiji á gatnamálastjóra að velja hana. XXX Mikið gleðst Víkveiji yfir sigri Jóns Kristinssonar á Akureyri í máli hans gegn ríkinu. Þessi mála- rekstur Jóns hefur leitt til aðskilnað- ar dómsvalds og umboðsvalds í hér- aði, þannig að sömu menn stjómi ekki rannsókn mála og dæmi þau. Sumir viðmælendur Víkveija hafa viljað gera lítið úr þætti Jóns í mál- inu og sagt, að til þessa hefði komið fyrr en síðar án hans atbeina. Það skiptir hins vegar engu í augum Víkveija. Staðreyndirnar eru þær, að Jón fór í mál og þess vegna varð ríkisvaldið að bregðast við. Og þess vegna er fjórdálka frétt á baksíðu Morgunblaðsins á fimmtudaginn um dóm Hæstaréttar með fyrirsögninni: Sýslumenn vinni ekki jafnt sem dóm- arar og lögreglustjórar. Án Jóns biði þessi fyrirsögn enn framtíðarinnar. Og stjómarskrárbrot og mannrétt- indabrot á þessu sviði væru enn sjálf- sagður hlutur. Víkveiji tekur hatt sinn ofan fyrir Jóni Kristinssyni ! xxx að virðist vera full ástæða fyrir fólk til að halda vöku sinni og verðskyni, þegar virðisaukaskattur- inn er kominn til sögunnar. f fimmtu- dagsblaði Morgunblaðsins var sagt, að virðisaukaskattur yrði niður- greiddur á hrogn og lifur, þannig að hann jafngilti 14% skatti, eins og á annarri soðningu. Varla var Víkveiji búinn að melta þessi tíðindi, þegar í hann var hringt vegna þess, að soðning, sem áður hefði kostað 378 krónur kostaði nú 425 krónur. Þégar viðkomandi blöskraði verðmunurinn og benti á frétt Morgunblaðsins, kom í Ijós, að þau 14% ættu bara við um fiskinn frá fiskmörkuðum. Síðan legði fisk- salinn 24,5% virðisaukaskatt á fisk- inn hjá sér. í Morgunblaðinu var önnur frétt um verðhækkanir á brauðum og var þar haft eftir starfsmanni verðlags- stofnunar, að hækkunin hefði verið á bilinu 5—10%. Annar lesandi Morg- unblaðsins hringdi í Víkveija af þessu tilefni og nefndi dæmi um jólaköku, sem hann sagði hafa kostað 192 krónur áður, en kostaði nú 258 krón- ur. Skýringin sem hann fékk á þess- ari verðhækkun var tilkoma virðis- aukaskattsins. Verðlagsstofnun gerði verðkönnun fyrir áramót og aðra eftir að virðis- aukaskatturinn kom til. Fróðlegt verður að sjá niðurstöður þessara kannana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.