Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 11
MORGUjNBLAiÐIÐ FQSfryDAGUR.ilg. ^ANjÚARj 1990 11 u 1 I I I „Endurreisn“ Þjóðleikliússins eftir Hörð Bjarnason Þjóðleikhúsið er eign íslensku þjóðarinnar og eitt af menningar- verðmætum hennar. Byggingin í heild er tvímælalaust eitt metn- aðarfyllsta verk Guðjóns Samú- elssonar, fyrrv. húsameistara ríkisins, þar sem koma fram bestu og áhrifamestu stíleinkenni hans í byggingarlist. Það varð hlutskipti mitt að verða nánasti samstarfsmaður Guðjóns Samúelssonar, sem for- maður byggingarnefndar Þjóð- leikhússins frá árinu 1944, þegar m.a. til þess kom að innrétta húsið. Mér er því öðrum fremur kunnugt um þá miklu alúð, vand- virkni og metnað sem Guðjón hafði við allt innra skipulag húss- ins. Breytingartillögur byggingar- nefndar þeirrar, sem mennta- málaráðherra hefir nú síðast skipað sér til ráðuneytis um „end- urreisn“ leikhúsbyggingarinnar, einkum á áhorfendasal, ganga- rými og anddyri, virðast með öllu ónauðsynlegar og óraunhæfar. Þessum hugmyndum nefndarinn- ar og hins erlenda sérfræðings hennar hlýt ég að mótmæla harð- lega. Ég tel að þær stuðli engan veginn að „betra“ leikhúsi, eins og haldið hefir verið fram. Hin upphaflega og núverandi gerð áhorfendasalarins hefur fest slíkar rætur í vitund þjóðarinnar, að þar má sem minnstu breyta. Telja má hins vegar eðlilegt, að bætt verði aðstaða á leiksviði og að tjaldabaki. Tímabært er að kröfum nútímans verði fylgt; bætt verði fyrir ýmsar van- rækslusyndir í sjálfsögðu og nauðsynlegu viðhaldi hússins, en í því efni hefir til þessa um langt árabil skort skilning stjórnvalda til úrbóta. Þjóðleikhúsinu er óskað vel- farnaðar og jafnframt að íslensk leiklist megi blómgast og dafna í þeirri listrænu og hagkvæmu umgerð, sem henni var búin í upphafi. Höfundur er fyrrverandi húsameistari ríkisins. Hörður Bjarnason Nei&id um skoð- anakannanir Menntamálai’áðherra, Svavar Gestsson, hefur ákveðið að skipa nefnd, er kanni hvort rétt sé að setja lög eða koma á reglum um skoðanakannanir. Akvörðunin byggir á þingsálykt- un, sem samþykkt var á Alþingi 11. maí 1988 og mælti fyrir um skipun nefndarinnar og verksvið hennar. Nefndin á samkvæmt þingsályktun- inni einnig að kanna hvort fullnægj- andi sé, að koma á fót samstarfi þeirra sem fást við skoðanakannanir og tryggja að þeir setji sér starfs- og siðareglur sem eftir verði farið án þess að lagasetning komi til. Leitað verður eftir tilnefningum í nefndina frá dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu, Félagsvísindadeild Há- skóla Islands, Heimspekideild Há- skóla íslands en þar er óskað sérstak- lega eftir að tilnefndur verði kennari í siðfræði, Blaðamannafélagi íslands og Gallup á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.