Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1990 31 BORGARNES Þrettándinn í logandi fjallastöfum Mörg hundruð Borgnesingar og nærsveitamenn komu saman á Séleyri til að kveðja jólin á þrett- ándann. Þar var brennd árviss brenna síðdegis á laugardag. Það var að vanda tilkomumikið að horfa frá Borgarnesi yfir Borgarfjörðinn þegar Lionsmenn höfðu kveikt í bálkestinum á Seleyri og flugeld- arnir spegluðust í firðinum. Upp af Seleyrinni, í fjallinu Tungukolli, höfðu skátar frá Bor- garnesi kveikt í um 30 olíufötum og myndað „þrettándann“ í 25 metra háum logandi tölustöfum. Skátarnir voru einnig á ferð í fjall- inu um áramótin og mynduðu þá ártölin 1989 og 1990. Þá þurfti að kveikja í um 160 olíufötum og fóru í það um 250 lítrar af olíu að sögn skátanna. Hefur þetta framtak und- anfarin ár mælst vel fyrir enda sjást tívolíbomburnar sem þeir skjóta úr fjallinu mjög vel um héraðið. TKÞ # Morgunblaðið/EG Álfakonungur og-álfadrottning taka lagið með viðstöddum: „Stóð ég úti í tunglsljósi, stóð ég VOGAR Skrautleg þrettándagleði Mikil þátttaka var í þrettándagleði í Vogum. í tilefni dagsins var farin blysför frá félags- heimilinu Glaðheimum eftir Vogagerði og Tjarnar- götu að brennu á Stóru-Vogatúni þar sem sungnir voru álfasöngvar og stiginn álfadans auk flugelda- sýningar. Síðan var haldið í félagsheimilið og jólin dönsuð út. Talið er að nærri 600 hafi tekið þátt í þrettánda- gleðinni sem tókst hið besta í veðurblíðunni. Gleðin er sannkölluð fjölskylduhátíð, þar mæta börn og foreldrar, afar og ömmur og margir leggja á sig mikla vinnu við búningagerð. Að þessu sinni var liðið skrautlegra en áður, í fararbroddi fóru álfa- kóngur og álfadrottning, síðan komu álfar, púkar, nornir, jólasveinn, górilla, Andrés önd og Mikki mús svo einhveijir séu nefndir. í lok skemmtunarinnar í Glaðheimum voru veitt verðlaun fyrir búninga. EG Skrifstofutækni Tölvufræðslunnar er hagnýtt nám sem getur opnað þér nýjar leiðir á vinnumarkaðnum Morgunblaðið/Theodór Frá brennunni á Seleyri, en þar mættu mörg hundruð Borgnes- ingar og nærsveitamenn til að kveðja jólin á þrettándann. Þar var brennd árviss brenna síðdeg- is á laugardag. SOVÉT KVENLEG FEGURÐ Þessar öldungis bráðhuggulegu stúlkur vinna fyrir sér sem tískusýningardömur austur í Sov- étríkjunum. Þar í landi hefur kvenleg fegurð loks fengið opinbera viður- kenningu stjórnvalda í anda umbóta- stefnunnar og stöðugt berast fréttir af tískusýningum og fegurðarsam- keppnum sem fram fara á lokuðum glæsihótelum í höfuðborginni, Moskvu. Nýverið birti hið virta fræði- rit Playboy vandaða úttekt á kven- Iegri fegurð í Sovétríkjunum og var myndin tekin á blaðamannafundi í Moskvu sem boðað var til af þessu tilefni. GLAÐNINGUR Sælgæti að vestan Hjálpargögn streyma nú til Rúmeníu en gífurlegur skortur er á matvælum og nauðsynjavörum í landinu eftir ógnarstjórn Ceausescu-hjón- anna illræmdu. Rúmenar eru þessa dagana að kynnast í fyrsta skipti vestrænum varn- ingi og neysluvörum. Börnin eru ekki undanskilin en þessi mynd var tekin á barnaheimili í borginni Cluj og sýnir hún hvernig börnin þar brugðust við er þau fengu í fyrsta skipti að bragða á erlendu sælgæti. Jens Ólafsson framkvæmdastjóri Grundarkjörsverslananna: „Hjá mér vinna m.a. tveir skrifstofu- tæknar og er greinilegt að menntun þeirra er mjög góður undirbúningur fyrir ábyrgðarstörf í fyrirtækjum. Grundarkjör er fyrirtæki í stöðugri sókn. Velgengni þess byggist á góðu starfsfólki og fólk sem lokið hefur skrifstofutækninámi er án efa fremst í þeim hópi. Það er því með glöðu geði sem ég mæli með skrifstofutækninámi Tölvufræðslunnar". Skrifstofutækni kiptist í tölvugreinar, við- skiptagreinar og tungumál. Við bjóðum upp á morgun-, eftirmiðdags- og kvöldtíma. Námið tekur 3-4 mánuði og að því loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Ásdís Þórisdóttir verslunarstj. Grundarkjörs í Stakkahlíð: „Áður en ég fór í skrifstofutækni- námið vann ég sem afgreiðslumað- ur hjá Grundarkjöri. Eg kunni lítið á tölvur og bókhald og ákvað því að drífa mig á námskeið hjá Tölvu- fræðslunni. Skrifstofutækninámið var mjög gagnlegt og skemmtilegt. Eftir að ég fékk prófskírteinið í hendurnar var mér boðin staða aðstoðarverslunarstjóra og skömmu síðar var ég orðin verslunarstjóri". Tölvufræðslan Borgartúni 28, sími 687590 Hringið og fáið sendan bækling

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.