Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1990 19 GARÐASTAL Á þök og veggi = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000 /TIGIk meiriháttar tryllitækil Sænskur hágæðasleði með fjaðrandi stýris- skíði og öryggisbremsum. Þú getur sveigt, beygt og bremsað að vild. Stigasleðinn er níðsterkur og getur því lika borið bæði pabba og mömmu! Reuter Nýrri breiðþotu flogið MD-ll, ný langdræg breiðþota McDonnell Douglas flugvélaverksmiðjanna, flaug í fyrsta sinn í fyrradag og var myndin tekin við það tækifæri. Tilraunaflugið var farið frá flugvelli verksmiðjanna í Long Beach í Kaliforníu. Gert er ráð fyrir að þotur af þessari tegund hefji farþegaflug síðar á árinu. Grunngerð MD-11 mun geta flutt 320 farþega 13.700 kílómetra leið án millilendingar. Ein tegund MD-11, lengri skrokkur, mun geta flutt 380 farþega sömu vegalengd. Nýja þotan mun kosta 100 milljónir dollara, eða 6,1 milljarð ísl. króna. Hún minnir mjög á DC-10 að útliti. í framtíðinni er gert ráð fyrir að fækka hreyfl- um MD-11 úr þremur í tvo. Stýrisskíðið er með fjöðrum og sjatfupprull- andi dragsnúru á sumum gerðum. Skíðin eru breið og stöðug og renna einstaklega vel. Öryggisgrindin er úr sænsku gæðastáli. Þrælöruggar hand og fót- bremsur. Varnargrind fyrir framan fætur úr sænsku stáii. Mér sérhönnuðum útbúnaði sveigir sleðinn og stöðvast strax ef þú missir hann. Allur sleðinn er hann- aður með öryggið i fyrirrúmi í sam- vinnu við fjölmarga barnasérfræði- nga. ÖRNINN Spitalastíg 8 við Óóinstorg símar: 14661,26888 Grænland: * Afengisneysla verði bönnuð til ársloka Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. IBÚAR bæjarins Qasigiannguit (Christiansháb) á vesturströnd Græn- lands beijast nú fyrir því að sett verði bann við áfengisneyslu á Grænlandi. Samkvæmt grænlenska útvarp- inu hafa íbúarnir hafið undirskrifta- söfnun til að hvetja stjórnmálamenn landsins til að setja algjört bann við áfengisneyslu út þetta ár. „Grænlendingar geta þetta ef þeir vilja,“ segir m.a. í áskoruninni. Það var jólaharmleikurinn í bæn- um Narsaq, þar sem ungur maður skaut sjö menn til bana, sem varð til þess að umræða hófst um áfeng- isbann á Grænlandi. „Tímanum til 31. desember ættu menn að veija til að ræða fram- tíðarskipan áfengismála. Markmið- ið ætti að vera að skapa virðingu fyrir landi okkar, menningu og börnum - og ekki síst okkur sjálf- um,“ segir í skjali íbúa Qasig- iannguit. Talsmaður þeirra, Ole Kjær, seg- ir að undirskriftasöfnunin gangi vonum framar. Grænlenski landlæknirinn, Jens Misfeldt, segir í ársskýrslu sinni að banna þurfi neyslu áfengis á öllum vinnustöðum landsins. Hann hvetur einnig grænlenska stjórnmálamenn til þess að grípa til róttækra að- gerða til að stemma stigu við áfeng- isbölinu. Þriðjungur ailra dauðsfalla á Grænlandi flokkast sem morð, sjálfsmorð eða slys. Sjálfsmorðs- tíðnin í landinu er sú hæsta í heim- inum, að sögn Jorgens Thorslund, sem hefur kannað þetta vandamál fyrir landlækninn. Skýring hans er sú að stór hluti ungmenna geti hvorki tileinkað sér hefðbundna menningu Grænlendinga né nútímamenningu. A-Þjóðveijar kaupa bandarískt fyrirtæki Miinchen. Reuter. ^ Austur-þýskt ríkisfyrirtæki, Polygraph, hefur keypt dreifingarfyrir- tæki í Bandaríkjunum og talið er að þetta sé í fyrsta sinn sem Austur- Þjóðverjar fjárfesta í vestrænu fyrirtæki. Talsmaður vestur-þýska bankans Bayerische Hypotheken- und Wechs- el-Bank sagði í gær að Polygraph, sem framleiðir prentvélar, hefði keypt bandaríska fyrirtækið Royal Zenith. Bankinn hefði veitt fyrirtæk- inu 25 milljóna dala (1,5 milljarða ísl. kr.) lán til að fjármagna kaupin. Hann bætti við að Royal Zenith flytti þegar inn vörur austur-þýska fyrirtækisins. 20% tekna Polygraph koma frá Bandaríkjunum. Vestur-þýskir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að bandaríska fyrirtæk- ið hafi kostað 100 milljónir dala (6,2 milljarða ísl. kr.). Velta fyrirtækisins er um 50 milljónir dala á ári. Talsmaður bankans sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem austur-þýskt fyrirtæki fjárfesti í vestrænu fyrir- tæki. Vestur-þýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að 16.000 manns starfi hjá Polygraph og fyrirtækið sé hið stærsta sinnar tegundar í Austur- Þýskalandi. Austur-þýska stjórnin lagði til í gær að bann við fjárfestingum er- lendra fyrirtækja í landinu yrði af- numið. Fyrirtækin verða þó að fá leyfi austur-þýskra stjórnvalda fyrir fjárfestingunum og starfsemi þeirra verður háð opinberu eftirliti sam- kvæmt tillögu stjórnarinnar. Noregur: Hugað að varn- armálastefiiunni Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. KÁRE Willoch, fyrrum forsætisráðherra, verður í forsvari nefiidar, sem á að móta framtíðarstefnu í norskum varnar- og öryggismálum. Vegna þróunarinnar í Austur-Evrópu telur ríkisstjórn borgaraflokk- anna tímabært að taka varnarmálastefnuna til endurskoðunar. Útgjöld Norðmanna til varnar- Evrópu. Þaðan hafa borist ánægju- mála á þessu ári verða um 185 milljarðar ísl. kr, og aukast um 2,5% frá fyrra ári. Segir Willoch, sem nú er fylkishöfðingi í Ósló, að von- andi vérði brátt unnt að draga eitt- hvað úr útgjöldunum. „Við megum þó ekki rasa um ráð fram þrátt fyrir það, sem gerst hefur í Austur- leg tíðindi en við verðum að vera við öllu búnir," segir Willoch og Per Ditlev-Simonsen varnarmálaráð- herra er sama sinnis og vill engar breytingar á næstunni. Auk Willochs skipa 13 menn nefndina nýju og á hún að skila af sér fyrir febrúar 1992.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.