Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1990 17 Eitt verka Sigurjóns Jóhannssonar. Sigurj ón Jóhannsson sýnir í Listasafiii ASÍ Á laugardag þann 13. janúar 1990 ki. 14 verður opnuð sýning á verkum Sigurjóns Jóhannssonar leikmyndateiknara og málara í Listasafni ASÍ við Grensásveg. Siguijón á að baki langan list- feril, fyrst sem málari, síðan sem leikmyndateiknari hjá Þjóðleikhús- inu en þar var hann í meira en 10 ár starfandi sem yfirleikmynda- teiknari. Leikmyndirnar sem hann hefur gert fyrir Þjóðleikhúsið eru í dag meira en 50 auk leikmynda fyrir kvikmyndir, m.a. Nonna og Manna. Sýningin sem hér kemur fyrir sjónir almennings er byggð á lífsreynslu Siguijóns sjálfs frá bernskuárunum en Siguijón er fæddur og uppalinn á Siglufirði. Sviðið sem lýst er í þessum mynd- um Siguijóns er lífið sjálft eins og það kom ungum dreng fyrir sjónir í athafnasömu síldarplássi. í sýningarskrá segir Þorgeir Þor- geirsson, rithöfundur, meðal ann- ars:_ „í síldarævintýrunum bjuggu auðæfi sem við erum víst löngu búin að sóa. Þeir fúi og saggi hafa nú étið síldarplönin á Siglufirði upp til agna líkt og kaupendurnir sporð- renndu vörunni sem þar var á sínum tíma verkuð. Uppsafnað Bernsku- landssólskinið hefur dugað best til að varðveita líf þeirra daga. Því sól bernskunnar er verðmæti sem eykst þegar af er tekið.“ Að lokinni sýningunni í Reykja- vík fer sýning Siguijóns sem „List um landið" á vegum Listasafns ASÍ til gömlu síldarplássanna og fieiri staða úti á landi. Sýningin er opin virka daga kl. 16—20, og um helgar ki. 14—20. Á Elliðaárnar; Eldislax flokkaður FÉLAGSMENN í Stangaveiðifé- lagi Reykjavíkur hafa lengi verið áhyggjufullir vegna göngu eldis- lax í Elliðaár í Reykjavík, en nokkuð hefúr borið á að eldislax hafi gengið upp ána á undanförn- um árum. ,.Við höfum lengi varað við þess- ari þróun og hugmyndir hafa verið uppi um að flokka eldislaxinn úr ánum,“ sagði Friðrik Stefánsson, framkvæmdastjóri Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur. Veiðimálastofnun hefur fylgst með ánum og er ákveðið að flokka eldislax í Elliðaám þegar líða tekur á næsta sumar. Flokkunin fer fram í kistu sem laxinn gengur í rétt fyrir neðan gömlu vatnsaflstöð Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Elliðaár. Þar er einnig laxateljari, sem telur þá laxa sem fara upp árnar. Það verður mikil vinna að flokka eldislaxinn úr kistunni, en félagar í Stangaveiðifélaginu telja það svara kostnaði þegar hugsað er til framtíðarinnar. sýningunni verður seld bókin Svart- ur sjór af síld eftir Birgi Sigurðs- son, útgefandi er Forlagið. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. (Fréttatilkynning) Fóðursala við áningarstaði hestamanna á hálendinu NEFND sem fjallar um beitarmál hestamanna hefur ákveðið að vinna að skipulagningu á fóðursölu á helstu áningarstöðum hestamanna á hálendinu í sumar. Þá verður haldið landsmót hestamanna að Vindheimamelum í Skagafirði og er búist við mikilli umferð hestamanna uni hálendið í tengslum við það. Nefnd þessi hefur starfað frá árinu 1987 og fjallar hún ferða- lög hestamanna og beitarmál og landvernd í sambandi við þau, beitarmál hestamanna í þéttbýli og beitarmál stóðbænda. I nefnd- inni sitja fulitrúar frá I.andsam- bandi hestamanna, Landgræðslu ríkisins, Búnaðarfélag íslands og Félagi hrossabænda. Nýlega tók svo fulltrúi hestaleiga sæti í nefndinni. Að sögn Kára Arnórssonar formanns Landsambands he'sta- manna var ákveðið að þriggja manna nefnd með fulltrúum frá Landsambandi hestamanna, Landgræðslunni og hestaleigum sjái um að skipuleggja fóðursöl- una. Þegar hefur verið komið á fót fóðursölu á nokkrum stöðum, svo sem við gangnamannaskála Biskupstungna, á Hveravöllum og við Bugaskála. Kári sagði að smáma saman væri þróunin að færast í þessa átt, en einnig þyrfti að brýna fyrir þeim hesta- mönnum sem ætluðu að gista annars staðar að hafa fóður meðferðis. Kári sagði að hestaleigumar væru þegar búnar að skipuleggja sínar ferðir á landsmótið í sumar og liggur fyrir hvenær þær verða á ferðinni. Til umræðu hefur komið hjá nefndinni að hesta- menn létu skrá hvenær þeir hyggðust vera í hveijum áning- arstað, þannig að hægt væri að haga ferðunum svolítið eftir því. Með þessu móti væri hægt að koma í veg fyrir að allt of marg- ir væru í hveijum áningarstað í einu. Á fundi nefndarinnar í þessari viku var einnig rætt um að brýna fyrir hestamönnum að ganga ekki of nærri landinu í beitar- hólfum. Sagði Kári að nauðbitin hólf kæmu slæmu orði á hesta- mennskuna. Búnaðarfélagið og Landgræðslan eru tilbúin með ýmsar leiðbeiningar um hvernig hestamenn skuli haga sínum beitarmálum til að nota landið skynsamlega. Þar væri m.a. bent á að bera þurfi á beitarhólf, skipta þeim niður og hvíla til að þau nýtist sem best.'Ef hólfin væru aftur á móti nauðbeitt ár eftir ár eyðilegðist rótarkerfið og eftir stæði moldarflag. Kári sagði að hestamenn sjálfir hefðu haft frumvkæðið að því að reyna að koma þessum málum í lag. í umræðu er að skipa fræðslu- nefnd til að sjá um útgáfu á ýmsum nauðsynlegum upplýs- ingum fyrir hestamenn varðandi nýtingu á landinu. css SÖIÍNH ÍL4Q1 WORKING GIRL Stysta leið á toppinn er fram hjá yfirmanninum. Harrison Ford, Sigourney Weaver og Melanie Griffith fara á kostum í þessari frábæru mynd, sem var tilnefnd til sex Oskarsverðlauna. IUBBtON ÍUH) 'aMutimiB A MIKK MlllOLS FIL.M ORD INU FRIGHINIGHT PART 2 Hin lostafulla vampíra, Regína, leitar hefnda í þessari kyngimögnuðu hrollvekju, sem er æsi- spennandi framhald af Fright Night. HER ALIBI Það getur reynst banvænt að liggja flatur fyrir fallegri konu. Tom Selleck leikur rithöfund með ritteppu, sem fær það full- reynt í þessari rómantísku gamanmynd. 'SltHSXUS BAT 21 KILLERINSTICT TERROR OH HIGHWAY 91 SFELLBINDER HOWLING 4 BIGBLUE / GUHRUNNER BROTHERHOOD OF THE ROSE (iKBttir) THE FORGOTTEN m\i SÖMCKis Her Alibi jikauaáAwssui onkminU! 18 AGAIN NAKED GUN MY STEFMOTHERIS AH ALIEN WHO FRAMED R06ER RABBIT WITHOUT A CLUE ANNE JILLIAN STORY Stórgóð, sannsöguleg mynd um hetjulega baróttu Anne Jillian við skæðan sjúkdóm, brjóstkrabba- mein. Myndin vor valin vinsælasta sjónvarpsmyndin '87-'88 og lætur engan ósnortinn. W0RKIN6 6IRL DAN6ER0US LIAISONS RAINMAN O TUCKER FATHER CLEMENCE STORY LIBERACE DAVID CRYINTHEDARK MYNDIR Alfabakka14 sími 79050 Austurstræti 22 sími 28319 Reykjavíkurvegi 64 sími 651425 Skipholti 9 sími 626171

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.