Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 28
28 MORGyNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1990 Sigríður Jóhannes- dóttir - Minning Fædd 14. júlí 1904 Dáín 28. desember 1989 Hún Sigga frænka mín er dáin, þessi elskulega kona sem var mér svo góð. Sigríður Jóhannesdóttir fæddist 14. júlí 1904 á Sauðárkróki. Hún var næstelst af sextán börnum Jóhannes- ar Pálssonar og Helgu Þorbergs- dóttur. Þegar hún var barn fluttist fjölskyldan til Skagastrandar og varð þá fljótlega kennd við Garð. Eg get rétt ímyndað mér að oft hafi þessi frænka mín þurft að vinna, strax sem barn. En ég ætla að láta hugann reika um heim minninganna. Líf mitt varð samofíð hennar, þar sem hún var mikið á heimili foreldra minna alla tíð. Hún var móðursystir mín og voru þær systur alla tíð mjög nánar. Fyrsta sem ég veit, af því mér var sagt það, var að hún setti kross um háls mér strax og ég fæddist mér til verndar. Hann er ennþá verndar- gripur minn og verður mér nú enn kærari þar sem ég mun ætíð minn- ast hennar þegar ég lít bann. Hún frænka mín var sjálfstæð kona, dugleg, hjálpsöm og vildi öllum vel. Hún var alla tíð ungleg, spengi- lega vaxin og létt á fæti. Einu sinni sem oftar er við gengum saman Laugaveginn, þá gantaðist ég með það að ef við legðum jafnt af stað frá Hlemmi, þá væri hún á Torginu, þegar ég væri á Frakkastíg, nema hvað hún miðaði sinn hraða við minn. Svo lánsöm var hún frænka mín að geta haldið sitt eigið heimili alla tíð. Alltaf var allt hreint og fágað og vel var tekið á móti öllum sem þar komu, alltaf veisla. Sem barn dvaldi ég hjá henni sumarlangt og undi mér lista vel. Síðan þegar ég kemst á unglings- ár, veikist móðir mín og dvaldi lengi á sjúkrahúsi. Þá kom þessi elskulega frænka mín og bjó hjá okkur og reyndist okkur systkinunum eins og besta móðir, sem hefur ekki alltaf verið auðvelt þar sem við söknuðum mömmu mikið, en frænka gerði okk- Minning: Grímur V. Sigurðsson verksmiðjustjóri ur þetta léttbærara. Sem ung stúlka átti ég alltaf vísan stað hjá frænku minni með vinkonur mínar, og tók hún á móti okkur eins og við værum meiriháttar gestir og mikið var gam- an að tala og hlæja með henni, hún var alltaf brosmild og stutt í dillandi hláturinn. Áfram líður tíminn og ég fer til að sýna henni væntanlegt mannsefni og hún frænka mín tekur honum vel og áður en varir er sem hann hafi alltaf verið í fjölskyldunni. Börnin mín bætast í hópinn og frænka blessar þau og fylgist vel með þeim alla tíð. Við áttum stúndum saman jól. Henni voru jólin kær og þá kemur mér í hug nú þegar hún lá banaleguna rétt fyrir jólin þá þótti , henni verst að geta ekki undirbúið þau sem skyldi, þó hafði hún af veik- um mætti hafið undirbúning áður en hún fór á spítalann. Já, það hrannast upp minning- arnar. Að koma til hennar var alltaf gott, maður fór alltaf svo mikið létt- ari í skapi frá henni. Síðustu árin hafa verið frænku frekar erfið heilsu- farslega, en hún átti góða að þar sem var Hildur Viðarsdóttir læknir, frænká mat hana mikils og þótti vænt um hana, enda var hún frænku minni einkar góð. Nú í sumar sem leið kom frænka mín í sína síðustu heimsókn til móð- ur minnar á afmælisdegi hennar, þá hýrnaði nú aldeilis yfir þeim hópi sem alltaf mætir þar og ennþá gat frænka mín fengið okkur til að hlæja með sér. Hún frænka mín eignaðist tvo syni sem báðir hafa verið eins og bræður fyrir mig, þeir sjá nú á eftir elskulegri móður sem alltaf vildi vel. Frændum mínum, konum þeirra, börnum, tengdabörnum og barna- börnum votta ég samúð mína. Frænku minni þakka ég allt það sem hún var mér og minni fjöl- skyldu. Guð blessi hana. Helga Benediktsdóttir Samstarfsrnaður minn og vinur, Grímur, er látinn. Eftir harða bar- áttu við erfiðan sjúijdóm var þrekið skyndilega búið. Ég kynntist Grími fyrir 6 árum þegar Glerverksmiðjan Esja hf. tók til starfa. Sú framleiðsla á tvöföldu gleri sem þar fer fram krefst sér- stakrar tækniþekkingar. Grímur var einn þriggja starfsmanna sem fóru til Belgíu til þjálfunar í þeirri tækni. Hann var einn af þessum mönnum sem allt lék í höndunum á. Því var hann ómetanlegur starfskraftur í Glerverksmiðjunni Esju strax frá upphafi. Fljótlega tók hann síðan við starfi verksmiðjustjóra og varð brátt ómissandi hlekkur í tilvist þessa fyr- irtækis. ( Hann var mikill mannkostamaður, samviskusamur, heiðarlegur, vinnu- samur, skapgóður og hvers manns hugljúfi. Hann hafði hag fyrirtækis- ins ávallt í huga, og gerði alltaf það sem hann gat til að standast þær kröfur, sem gerðar voru til af- greiðslu og gæða. Það er mikið skarð fyrir skildi á þessum vinnustað við fráfall hans. Eg veit að ég mæli fyr- ir hönd alira fyrrverandi og núver- andi starfsmanna Gierverksmiðjunn- ar Esju hf. er horfa með söknuði og eftirsjá á eftir þessum mæta vini okkar. Grímur var einstaklega lánsamur í einkalífi sínu. Hann og Lóló kona hans voru sérstaklega samrýnd og ástfangin fram á hinstu stund. Það var aðdáunarvert að fylgjast með styrk hennar og baráttu fyrir heil- brigði hans, og þeim ótrúlega ár- angri sem náðist á tímabili. Elsku Lóló, Guð gefi þér styrk í sorg þinni, en minningjn um góðan dreng lifir. Ég votta þér, einkasyni og fjölskyldu hans mína innilegustu samúð. Grímur Sigurðsson var góður og gegn maður og öðrum til eftirbreytni með lífi sínu. Eggert Magnússon Útför Gríms fer fram í dag, föstu- dag. í blaðinu í gær birtist minning- argrein um hann. Hann hét fullu nafni Grímur Valdemar, en í greininni stóð Valdimar. Þetta leið- réttist hér með. I fyrirsögn minn- ingarorða féll niður fyrra nafn hans. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Jósep Ólafsson, Akureyri - Minning Fæddur 30. júní 1974 Dáinn 6. janúar 1990 Þegar mæla skal kveðjuorð í minningu góðs vinar verður flestum tregt tungu að hræra. Þannig er t Ástkær eiginkona mín og móðir, GUÐRÚN ÞÓRDÍS JÓHANNSDÓTTIR, Ásvallagötu 24, andaðist í Landakotsspitala 11. janúar. Karl Sig. Jónasson, Kristín S. Karlsdóttir, Axel W. Carlquist. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG GUÐLAUGSDÓTTIR, Álftamýri 49, lést að morgni 10. janúar sl. Jarðarförin auglýst síðar. Guðmundur Eyjólfsson, Eyjólfur Guðmundsson, Eygló Ú. Ebenesersdóttir, Hörður Guðmundsson, Margrét Emilsdóttir, Sigrún B. Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Sigurgeirsson, Þórunn Guðmundsdóttir, Ólafur Vilbertsson, Guðveig N. Guðmundsdóttir.Sigurður G. Geirsson, Guðlaugur B. Guðmundsson, Sigurjón Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t GRÍMUR VALDEMAR SIGURÐSSON, Fellsási, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu 6. janúar. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju föstudaginn 12. janúar kl. 15.00. Lára Bjarnadóttir, Sigurður Jón Grfmsson, Rósa Sveinsdóttir, Sólveig Lára Sigurðardóttir, Grimur Snæland Sigurðsson. okkur einnig farið sem viljum minn- ast okkar góða féiaga og vinar, Jóseps Ólafssonar, Rimasíðu 11, Akureyri, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu þrettánda dag jóla. Hve oft stöndum við ekki ráð- þrota gagnvart gangi lífsins og þó sérstaklega þegar okkar bestu vinir falla frá í blóma lífsins. Hver er eiginlega tilgangur lífsins þegar það gerist? Var honum ætlað annað og meira en hið jarðneska líf getur veitt okkur hinum, eða hvað er það sem vakir fyrir æðri máttarvöldum á stundum sem þessum? Þessar spurningar og>fleiri kvikna í huga okkar eftirlifandi, á stundum sem þessum, þegar við kveðjum okkar góða vin og félaga, Jósep Ólafsson. Jósep eða Jobbi eins og við köll- uðum hann, var lífsglaður ungling- ur á sextánda ári, hrókur alls fagn- aðar í vinahópi og efnilegur dreng- ur í hvívetna. Honum gekk vel í skóla og var talinn einn af framtíð- armönnum íþróttafélagsins Þórs í knattspyrnu og handboita. Félags- maður var hann og góður, ekki ein- göngu þiggjandi, heldur og gefandi í starfí fyrir sitt félag og skildi þörf þess að afla fjár fyrir félagið sitt, til þess að viðhalda þróttmiklu starfi. Innan síns skóla var hann einnig dijúgur félagsmaður og duldist engum sem til þekkti, að þarna fór piltur víðsýnni en margur samferðamaður hans. Nú við leiðarlok þökkum við vin- ir hans allir heilshugar samfylgd- ina, þó stutt hafi verið. Minningin um góðan dreng er geymd en ekki gleymd, því eins og segir í Hávamál- um: Deyr fé, deyja frændr deyr sjálfr it sama; en orðstírr deyr aldregi hveim er sér góðan getr. Foreldrum Jóseps og systrum hans sendum við samúðarkveðjur. Vinir og félagar úr 3.fl. karla í knattspyrnu og handbolta hjá Iþróttafé- laginu Þór. t Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför BJARNA JÓNSSONAR, vélstjóra, Espigerði 4, Reykjavík. Bjarnfriður Bjarnadóttir, Stefán Loftur Stefánsson, Pétur Jónsson, Sigurður Jónsson, Hrefna Jónsdóttir. Lokað vegna jarðarfarar fyrir hádegi föstudaginn 12. jan- úar til kl. 13.00. Skrifstofa BSRB. í örfáum orðum vil ég fyrir hönd Iþróttafélagsins Þors senda hinstu kveðju félagsins til góðs drengs sem fallinn er nú frá. Jósep Ólafsson var ötull félagi í starfí og leik, og eftirsjá okkar er mikil, en minning um góðan dreng lifir í bijóstum okkar vitandi það að við munum hittast aftur þó síðar verði. Honum hefur verið ætlað eitt- hvert æðra hlutskipti sem okkur dauðlegum er ekki gefið að skilja, en við vitum að honum mun farn- ast vel hvar sem hann er. Nú er hinsta kveðjustundin upp runnin og vissulega gætir nú bæði saknaðar og trega og þó mest hjá þeim er stóðu honum næst og þekktu hann best. Með Jósep er góður, grandvar og.heilsteyptur unglingur genginn. Einn þeirra ungu manna sem lögðu meira upp úr því að vinna vel en að gera kröfur. Við kveðjum Jósep með þökk í huga og biðjum honum Guðs bless- unar á nýjum vegum. Aðstandend- um flytjum við samúðarkveðjur. F.h. íþróttafélagsins Þórs, Benedikt Guðmundsson. Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinn- ar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. (Kahlil Gibran, úr Spámanninum.) Enn einu sinni erum við minnt á hversu stutt er á milli lífs og dauða. Jobbi eins og hannv ar kallaður af vinum og félögum er dáinn. Það bar svo skyndilega að, að við höfum ekki enn gert okkur grein fyrir því. Við vorum öll harmi slegin þegar við heyrðum þessar sorgarfréttir. Hans verður sárt saknað af öllum í skólanum. Hann var mjög góður drengur og við elskuðum hann öll. Það er sárt að missa góðan vin og við von- um að Guð veiti ástvinum hans styrk í sorg þeirra. Við munum ávallt geyma minningu um góðan dreng í hjörtum okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) 9. bekkur Síðuskóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.