Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1990 KYISLINGAR í KJARAB ARÁTTU eftir Þórð Jónasson í nóvember 1989 var einstaklings lífeyrir og bætur frá Tryggingastofn- un ríkisins kr. 42.276 (lífeyrir 10.853, tekjutrygging 19.986, heim- ilisuppbót 6.788, sérstök heimilis- uppbót 4.688 kr.), samkvæmt upp- lýsingum stofnunarinnar. Miðað er við annars tekjulausan einstakling sem þarf að framfleyta sér einn. Það er ljóst að af þessu lifir ein- staklingur ekki skammlaust og hefur aldrei fyrir útför. Þetta viðurkenna stjórnvöld. Viðkomandi einstaklingur fær því niðurfelld afnotagjöld hljóð- og sjónvarps og fastagjald af síma. Helmingsafslátt af læknisþjónustu og lyfjakostnað, a.m.k. einu dagblaði og strætisvagnafargjöld. Ástæðan er að óeðlilegt er að gjaldfæra svo tekjulága meira. Sjónarmiðið er rétt. Á þessum mánaðartekjum gerir eng- inn betur en að tóra. Þessu til viðbótar halda félags- málastofnanir uppi niðurgreiddri þjónustu fyrir viðkomandi, tóm- stundastarfsemi, snyrtingu o.fl. Séu þessi sjálfsögðu atriði metin á tæpar 3.000 kr. á mánuði eru nauð- þurftaútgjöld einstaklings um 45.000 kr. á mánuði, miðað er við neyslu- grannan einstakling, með engan á framfæri, frían við útgjöld vegna atvinnu, t.d. fata- og ferðakostnað. Af þessum 45.000 krónum er enginn öfundsverður. íslensk stjórnvöld of- greiða ekki bótaþegum, fara sér ekki að voða í þeim efnum. 45.000 kr. á mánuði eru því fá- tæktarmörk á íslandi. I Morgunblaðinu 22. nóvember 1989, Velvakanda, segir K.S. að meðalkaup 23 aðildarfélaga Dags- brúnar sé 46.312 kr. á mánuði (10.692 kr. vikan). Þetta kaup er eftir 3 ára starf í starfsgreininni, fyrir 172 stunda dagvinnu. Að frá- dregnum lífeyrissjóðsgjöldum (5%) er greitt meðalkaup meðal Dags- brúnannanns 44.000 kr. miðað við tölur K.S. Núna, í janúar 1990, eru kjarasamningar til umræðu. Forystu- menn launþega og atvinnurekenda leita nú samninga um óbreytta launataxta verkafólks. „Annars fer þetta allt til_ andskotans," segir for- maður VMSÍ og Dagsbrúnar (Tíminn 16.12.’89). Sá hefur undanfama ára- tugi barist fyrir kjörum félagsrnanna Þórður Jónasson „Eftir gífurlega baráttu með óbilandi þreki og at- orku hefur honum nú tek- ist að koma taxtalaunum félagsmanna sinna í það horf sem honum finnst við hæfi að framlengja óbreytt. Fyrir 172 tíma í dagvinnu eiga þau að vera þúsund kr. lægri en viðurkennd fátæktar- mörk einstaklings. “ sinna, verið einn af þessum „stóru", — í fylkingarbrjósti, og mikið mynd- og fréttefni. Eftir gífurlega baráttu með óbilandi þreki og atorku hefur honum nú tekist að koma taxtalaun- um félagsmanna sinna í það horf sem honum finnst við hæfi að framlengja óbreytt. Fyrir 172 tíma í dagvinnu eiga þau að vera þúsund kr. lægri en viðurkennd fátæktarmörk ein- staklings. Slíkur árangur eftir ára- tuga baráttu er svo einstakur að trú- lega á hann sér hvergi hliðstæðu í veröldinni. En þessi formaður stendur ekki einn að þessu afreki, því fer fjarri. Forystumenn og stjórnarmenn ann- arra launþega og forysta ASÍ öll hefur heilshugar staðið að þessu með honum. Samtök atvinnurekenda, Vinnumálasamband samvinnufélaga og stjórnvöld stýðja þessa launa- stefnu og gildir einu hverjir hafa verið í stjóm. Flokkar alþýðu jafnvel verstir. Rétt er að taka fram að margir atvinnurekendur fara ekki eftir þessum töxtum, fyrirverða sig vafalítið fyrir að eiga aðild að því. En margir nota þá berstrípaða, sem Biblíu. Það er undarlegt og óskiljanlegt að oddviti almenns verkafólks og þý þeirra í stjórnum launafólksfélaga, svo og samtök atvinnurekenda og stjórnvöld, skuli af alefli vinna að því að mynda öreigastétt vinnandi verkafólks á íslandi. Telja þessir aðilar sig hafa hag af því? Þó reynt sé af alefli að skilja þá er það ógjörningur. Þessi launastefna er í algjörri' andstöðu við markmið og tilgang launafólksfélaga. Hún skaðar sjóði þeirra, veikir félögin fjárhagslega og grefur undan sjálfs- virðingu og sjálfsmati. Það hlýtur að þurfa að hringla meira en þijátíu silfurpeningum til að fá fólk til slíkra svika, að níðast á þeim sem borga viðkomandi fyrir að gæta hagsmuna sinna. Oddvitar launþega eru sæmi- lega silfribornir af félagsmönnum sínum miðað við umsamin taxtalaun láglaunafólks. Hvergi fæst uppgefið hver oddvitalaunin eru. Það er illskiljanlegt að atvinnurek- endur hafi hag af slíkri launastefnu. Þeir sem skipta við og þjónusta íslenskan almenning sjá sér varla hag í viðskiptum við tekjulaust bónbjarg- arfólk. Varla er vænlegt að framleiða söluvöru fyrir öreiga og ölmusufólk. Enn torskildara er sjónarmið stjórnvalda. Það mega undur teljast ef þau hafa hag af almennri örbirgð. Það er nákvæmlega sama frá hvaða standpunkti málið er skoðað. Engum íslendingi er hagur í þessari launastefnu. Húrf er gjaldþrota- stefna. Árið 1989 gerðust stórmerki í Austur-Evrópu. Langkúgað fólk hristi af sér níðingsstjórnir. Þetta fólk átti enga sjóði, það þekkti ekki þjóðfélagslegt réttlæti. Það átti í upphafi aðeins frelsisvilja. íslenskt launafólk í ASÍ á sjóði, það á að heita að það búi við lýðræðisréttindi. Það virðist hafa langættaðan ófrels- isvilja að ættarfylgju. Ekki þarf að ganga gegn byssukjöftum og kylfuv- æddri lögreglu til að koma kröfum Taxtalaun ýmissa félagsmanna ASÍ í nóv. 1989 (og jan. 1990) 1. dálkur: Taxtalaun m.v. 3ja ára starf, mánaðarlaun f. 172 st. dagv. 2. dálkur: 5% frádr.prósenta (4% lífeyrissj., 1% félagsgjald). 3. dálkur: Greidd mánaðarlaun, taxtalaun, eftir frádrátt. 4. dálkur: Stéttarfélag; VR/Verslmfél. Rvíkur, I/lðja, D/Dagsbrún, VMSÍ/Verk- amsmb. íslands, S/Sókn. 5. dálkur: Starfsgrein. Heildartaxtalaun eru færð að næstliggjandi 100 kr. 54.600 2.730 51.870 VR Skrifstofufólk III 52.000 2.600 49.400 VR Starfsf. m. sérst. ábyrgð 50.600 2.530 48.070 VR Skrstf. II, gestamótt. hótela. 49.800 2.490 47.310 D Skógr. ríkisins, óvaningar á dráttarvél. 49.000 2.450 46.550 D Stjórn vinnuvéla, fyllstu réttindi. 48.000 2.400 45.600 S Ca. miðjutxt. 48.000 2.400 45.600 I Húsgiðn. innréttvinna 47.400 2.370 45.030 D Slippvinna 47.000 2.350 44.650 I Þvottahús, efnalaugar 46.900 2.345 44.555 D Almenn steypustvinna 46.900 2.345 44.555 I Matvælaiðnaður, námskeiðsfólk. 46.700 2.335 44.365 VR Skrifstofuólk I. 46.000 2.300 43.700 I Hampiðja, umbúðir, málningarverksm. 45.200 2.260 42.940 VR Sölutumafólk. 45.100 2.255 41.845 D Vörubílastjórn, (16—231). 44.800 2.240 42.560 D Vegagerð, ríkisverksmiðjur. 44.300 2.215 42.085 I Hreinlvfrml., þvottahús, alm. störf. 44.300 2.215 42.085 D Sérþjálfaðir byggingaverkam. 44.200 2.210 41.990 D Alm. verkamv., Rvíkurborg. 43.700 2.185 41.515 D Vörubílastjórn (10—161). 43.600 2.180 41.420 I Fata- ogskinnaiðn., ekki bónus. 42.400 2.120 40.280 D Hafnarvinna, frystilestir, vindumenn, alm. byggvrkm. ogolíustöðvamenn. 42.300 2.115 40.185 VMSÍ Sérhæft fiskvinnslufólk 41.100 2.055 39.045 D Benzlnafgrfólk, útifólk. 40.400 2.020 38.380 I Fata- ogskinnaiðn., bónusfólk. 39.500 1.975 37.525 VMSÍ Alm. fiskvinnslufólk. Mánaðarlaun BSRB-félaga, meðaltalslaun, eru um 60.000 kr. f. dagv. 1) Mánaðarlaun starfsf. hjáTryggingast. ríkisins, ca. 55.000 kr. ' 2) Mánaðarlaun starfsf. hjá Sjúkrasaml. Rvíkur, ca. 64.000 kr. 3) Meðalnámslán; (4.500.000.000:6.800): 12 ca. 55.000 kr. 4) Tr.bætur einstk. utan lífeyrissj. 42.300 kr. ' 5) Tr.bætur atv.lauss einst., fullar bætur, ca. 37.000 kr. 6) 1) BSRB-tíðindi, bls. 5, des. 1989, 4. tbl. 2) DV 25. nóv. 1989, baksíða. Tryggingastofnunin: Bæturnar oft hærri en laun starfsfólks segir Örn Eiðsson. 3) DV 22. nóv. 1989, baksíða. Sjúkrasamlag Reykjavíkur lagt niður: Fólkinu boðin vinna á miklu lægri launum. (Hafði 14 til 20% hærri laun en starfsf. TR.) 4) Mbl. 1. des. 1989. Menntun borgar sig, ávarp hátíðarnefnd. 1. des. Lán- asj. þarf 4,5 milljarða á fjárlögum tjj að standa við skuldb. gagnv. tæpl. 6.800 námsm. og fjölsk. þeirra. Þetta á bls. 4. 5) E- og Ö-lífeyrir, tekjutr., heimilisuppb. og sérst. heimilisuppb. 6) Fullar bætur (lágmark 1.700 dvst. á liðnu ári). sínum á framfæri. En annað hvort er að það þorir það ekki, eða þá að sinnuleysi og aumingjaskapur eru sterkustu eðlisþættir þess. Hvorugt er gott. I Þjóðviljanum, málgagni sósíal- isma þjóðfrelsis og verkalýðshreyf- ingar, stendur 9. janúar: „ÁSI. Fullt traust. Ánægja með samningavið- ræður við VSÍ. Samninganefnd Al- þýðusambandsins hefur fengið já- kvæðar viðtökur með viðræður sínar við vinnuveitendur. Forysta ASÍ ósk- aði eftir viðbrögðum aðildarfélaga við þeirri stefnu sem tekin hefur verið í viðræðunum og telja flestir þetta réttu leiðina miðað við ástand- ið í atvinnulífinu í dag. Fundur fram- kvæmdastjórnar VMSÍ í gær taldi samningaviðræðurnar í réttum far- vegi þannig að mikilvægast væri að halda kaupmætti og minnka atvinnu- leysi. Sama niðurstaða varð á fundi miðstjórnar rafiðnaðarsambandsins og einnig hafa sex félög í Landssam- bandi þjónustufélaga lýst stuðningi sínum við stefnuna í samningunum. Henni hefur hins vegar hvergi verið hafnað." Getur þetta virkilega verið satt? Hvarflar að fólki að kaupmáttar- trygging og atvinnutrygging fáist með launasamningum? Og þá með framlengingu nýgildandi launataxta. Þetta hlýtur að vera lygi. ' Þessi grein var upphaflega mun lengri. Með von um að hún birtist sem fyrst var hún mikið stytt. Með þessari grein fylgir samantekt úr launatöxtum ASÍ-féiaga, þeim töxt- um sem til stendur að framlengja. Höfundur er andófsmaður. Opið bréf til Svavars Gests- sonar, menntamálaráðherra írá Samtökum kvik- myndaleiksijóra Þann 29.12. 89, sendi mennta- málaráðherra, Svavar Gestsson, stjórn Samtaka kvikmyndaleikstjóra opið bréf. Tilefni bréfsins var málsgrein úr bréfi til Páls Skúlasonar sem Sam- tök kvikmyndaleikstjóra höfðu sent Páli, en þar hafði ráðherrann lofað kvikmyndagerðarmönnum að ef að- eins þyrfti reglugerðarbreytingu til að Menningarsjóður útvarpsstöðva nýttist sjálfstæðri kvikmyndagerð í landinu eins og upphaflega var stefnt að, myndi hann sjá til þess að sú reglugerðarbreyting yrði gerð. í svarbréfi ráðherra er nú komin skýring á því, hvers vegna ráðherra hefur ekki treyst sér til að standa við þetta loforð. Ástæðuna segir ráðherra, að Páll Skúlason formaður Menningarsjóðsins hafi talið rangt að breyta reglugerðinni, fyrr en upp- gjör fyrir Menningarsjóðinn lægi fyrir. Ráðherra segist hafa fallist á þetta sjónarmið og því hafi reglu- gerðarbreytingin ekki átt sér stað. Síðan bætir ráðherra við, að þá hafi virst skammt undan að hægt væri að knýja stöðvarnar til uppgjörs, en því miður hafi þessi bjartsýni ekki verið á rökum reist. Kristín Jóhannsdóttir Við þökkum skýringar. Nú langar okkur undirrituð að vita, hversu lengi „bjartsýni sem ekki er á rökum reist“, eigi að ráða ferðinni varðandi Menningarsjóð útvarpsstöðva. Það er staðreynd, að margar út- varpsstöðvarnar liggja inni með fé sem þær eiga alls ekki og ætlað er Menningarsjóðnum. Hversu lengi eiga kvikmyndagerðarmenn að bíða áður en gerð er alvara úr því að knýja stöðvarnar til uppgjörs? Nú þegar hefur ein stöðvanna lagt uþp laupana og allsendis óvíst að skuldir Þorsteinn Jónsson hennar verði nokkurn tímann inn- heimtar. Það er líka staðreynd. Ráðherra veit að framlög til inn- lendrar kvikmyndagerðar hafa verið verulega skert á árinu miðað við fyrri ár og lög um Kvikmyndasjóð eru því brotin. Þeir erlendu sjóðir sem stofnaðir hafa verið og íslend- ingar eiga aðgang að, geta engan veginn komið í staðinn fyrir þær skerðingar. Sjóðir erlendis geta aldr- ei verið grunnur að íslenskri kvik- myndagerð. Það hefur vonandi held- ur aldrei verið skoðun þeirra íslensku Hrafn Gunnlaugsson ráðamanna sem hafa árum saman unnið að stofnun þeirra. Staðreyndin er sú, að íslensk kvikmyndagerð stendur hallari fæti nú en þekkst hefur í mörg ár, og það væri vissu- lega til að bæta erf iða stöðu íslenskr- ar kvikmyndagerðar, ef hægt væri að sjá til þess, að Menningarsjóður útvarpsstöðva þjónaði hlutverki sínu, eins og honum var ætlað samkvæmt hugmyndum Bandalags ísl. lista- manna og kvikmyndagerðarmanna. Mun ráðherra sjá til þess? Fjármálaráðherra hefur gengið „Fjármálaráðherra hefur gengið hart fram I því að innheimta söluskatt af þeim fyrirtækjum sem ekki hafa staðið í skilum og lokað þeim. Þegar kemur að listum og menn- ingu, virðist hins vegar ætla að verða óendanleg- ur biðtími á því, að þeir aðilar sem skulda í Menn- ingarsjóð útvarpsstöðva verði látnir gera upp og sjóðurinn fái að þjóna hlutverki sínu.“ hart fram í því að innheimta sölu- skatt af þeim fyrirtækjum sem ekki hafa staðið í skilum og lokað þeim. Þegar kemur að listum og menn- ingu, virðist hins vegar ætla að verða óendanlegur biðtími á því, að þeir aðilar sem skulda í Menningarsjóð útvarpsstöðva verði látnir gera upp og sjöðurinn fái að þjóna hlutverki sínu. Við spytjum því aftur: Hvað dvel- ur Pál Skúlason fonnann Menning- arsjóðs útvarpsstöðva, í hveiju er hann að pæla? Ætlar menntamála- ráðherra að láta þetta viðgangast á meðan íslenskri kvikmyndagerð blæðir. Kveðja frá Samtökum kvikmynda- leikstjóra. Kristín Jóhannsdóttir, Hrafn Gunnlaugsson, Þorsteinn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.