Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1990 5 Innflutningiir á rotmassa: Frekari upp- lýsinga verður aflað Landbúnaðarráðuneytið hefúr falið Rannsóknarstofnun land- búnaðarins í samvinnu við yfir- dýralækni að afla frekari upplýs- inga um cfnainnihald og fram- leiðsluferil rotmassa, og mun yfir- dýralæknir fara til Englands og heimsækja verksmiðjuna þar sem rotmassinn er iramleiddur. Rotmassinn inniheldur hálm, en samkvæmt lögum um búfjársjúk- dóma er innf lutningur á hálmi óleyfi- legur vegna hættu á að með honum geti borist smitsjúkdómar. Af þeim sökum hefur Rannsóknarstofnun landbúnaðarins í samráði við yfir- dýralækni og landbúnaðarráðuneytið ákveðið að fallast ekki á frekari inn- flutning á rotmassa að svo stöddu. I fréttatilkynningu frá landbúnað- arráðuneytinu segir að ráðuneytið muni ekki taka ákvörðun í þessu máli fyrr en að fengnum öllum fáan- legum upplýsingum, og á grundvelli ítarlegrar sérfræðilegrar skoðunar og faglegs mats á sjúkdómahættu samfara þessum innflutningi. Þar segir ennfremur að hagsmunir þeir sem séu í húfi séu meiri en svo, að ákvörðun geti undir nokkrum kring- umstæðum ráðist af aðstæðum ein- stakra framleiðenda. SS auglýsir 10 þúsund fermetra hús til leigri HÚS Sláturfélags Suðurlands á Laugarnestanga hefúr verið aug- lýst til leigu, og að sögn Steinþórs Skúlasonar, forstjóra SS, hafa nokkrir aðilar sýnt því áhuga. Hann sagði að verið væri að kanna möguleika á því að hafa eigna- skipti á húsinu við ríkið, en á meðan það væri ekki frágengið þyrfti að hafa einhverjar tekjur af því. I haust var til athugunar að menntamálaráðuneytið keypti húsið fyrir starfsemi Listaháskóla íslands, en ekki var gert ráð fyrir því á fjár- lögum fyrir 1990. Húsið er um 10.300 fermetrar að stærð, og að sögn Steinþórs er þar aðallega um að ræða stóra sali, en hluti þess gæti nýst sem skrifstofu- húsnæði. Hann vildi ekki tjá sig um hver hugsanleg leiga gæti verið fyrir húsið, en það færi eftir því til hvers það yrðu notað. Aðspurður sagði hann að aðalstöðvar Sláturfélags Suðurlands yrðu áfram við Skúla- götu í einhvern tíma, en það færi eftir samkomulagi við Reykjavíkur- borg hve lengi það yrði. Hjón verða ná- grannaprestar PRÓFASTUR Austfjarðaprófasts- dæmis sr. Þorleifúr Kj. Krist- mundsson stýrði nýlega kjör- mannafúndi þar sem íram fór val á sóknarpresti í Djúpavogspresta- kalli. Sr. Sigurður Ægisson, sem hefur þjónað því undanfarin ár, er nú sókn- arpestur í Bolungarvík. Einn umsækjandi var um Djúpa- vogsprestakall sr. Sjöfn Jóhannes- dóttir og var hún valin með atkvæð- um flestra kjörmanna. Sjöfn lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1987 og var vígð sem aðstoðar- prestur til Kolfreyjustaðarprestakalls haustið 1988 og gegndi því starfi frá janúar—mars 1989. Undanfarið hefur hún þjónað Bjarnarnesprestakalli í Skaftafells- prófastsdæmi í námsleyfi sóknar- prestsins þar. Maður Sjafnar er sr. Gunnlaugur Stefánsson, sóknarprestur Heydöl- um. Verða þau hjónin því nágranna- prestar. SLEPPTU EKKI HENDINNI AF HEPPNINNI! Hvergi í heiminum er jafnhátt vinningshlutfall og hjá Happdrætti Háskólans, því 70% af veltunni renna beint til vinningshafa! Þar með er vinningsvonin hvergi jafnmikil og hjá Happdrættinu. 1 ár eru yfir 2000 milljónir króna í pottinum. í raun gæti annár hver íslendingur hlotið vinning því að vinningarnir eru 135.000 talsins. Mest getur þú unnið 45 milljónir á eitt númer - allt skattfrjálst. Með trompmiða er hægt að vinna 10 milljónir króna í hverjmn mánuði og 25 milljónir í desember. Tryggðu þér happamiða strax — þú mátt bara til! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA íslands vænlegast til vinnings Miðaverð: 500 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.