Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 24
.24 MORGUNBLAftlÐ FÖftTUpAGUfi 12, JANÚAR 1990 Utgerðarfélag Akureyringa: Aflaverðmæti síðasta árs um 840 milljónir Kaldbakur með mest verðmæti ísfisktogara, 130 milljónir AFLAVERÐMÆTI togara Útgerðarfélags Akureyringa á síðasta ári nam um 840 milljónum króna á síðasta ári, en á árinu 1988 var afla- verðmæti togaranna um 732 milljónir. Það er frystitogarinn Slétt- bakur EA sem mest verðmæti kom með að landi, um 292 inilljónir króna, en hann veiddi á síðasta ári rúm 4.200 tonn. AUs veiddu sex togarar ÚA rétt rúmlega 22 þúsund tonn á síðasta ári, sem er held- ur minna en á árinu 1988 þegar þeir komu með 23.100 tonn að landi. Afli togara ÚA var rúmum þús- und tonnum minni á árinu 1989, en 1988. Aflaverðmætið er um 100 milljónum meira, eða 839,7 milljón- ir á móti 732,3 milljónum. Slétt- bakur kom á síðasta ári með afla að landi að verðmæti 237 milljónir króna, aflaverðmæti Kaldbaks var 131 milljón króna og Harðbaks tæpar 116 milljónir. Svalbakur kom með afla að landi að verðmæti tæpar 110 milljónir og aflaverð- mæti Hrímbaks var rétt rúmar 99 milljónir. Sólbakur kom með afla að landi að verðmæti tæpar 93 milljónir króna. Sléttbakur veiddi mest togara ÚA á síðasta ári, 4.255 tonn, Kald- bakur var með 4.074 tonn, Harð- bakur veiddi 3.927 tonn, Svalbakur 3.777 tonn, Hrímbakur 3128 tonn og Sólbakur 2.909 tonn. Langmestum hluta aflans var landað til ÚA, 17.659 tonnum, sem er heldur minna en var á árinu 1988 þegar togararnir lönduðu þar 18.444 tonnum. Orlítið var losað til annarra aðila á Akureyri, en engum afla var landað utan Akureyrar á síðasta ári, en eitthvað var gert af Þeir sem rétt hafa til þátttöku í skoðanakönnuninni eru skráðir fé- lagar, 16 ára og eldri sem búsettir eru á Akureyri, en einnig hafa þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem kosningarétt eiga við bæjar- stjórnarkosningamar í vor og undir- rita inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag á Akureyri, rétt til að taka þátt í skoðanakönnuninni. því á árinu þar á undan. Birgðir eru mun minni í lok nýlið- ins ár en var við áramót þar á und- an, þannig eru engan birgðir til af skreið, en voru 13 tonn, 6 tonn af saltfiski á móti 42 tonnum, 39 tonn af hausum á móti 92 tonnum, 126 tonn af afla Sléttbaks á móti 297, og 932 tonn voru til af fiski í hrað- frystihúsi við lok framleiðsluárs á móti 1.556 tonnum ári á undan. Skoðanakönnunin fer fram á skrif- stofu sjálfstæðisfélaganna í Kaup- angi og hófst hún í gær, en í dag og á morgun verður einnig opið frá kl. 15-17 og á laugardaginn, 13. janúar frá kl. 10-17. Hver þátttakandi skal skrifa 6-8 nöfn á sérstakan seðil sem afhentur er á skrifstofunni. Endanlega verður gengið frá lista flokksins í febrúar. Sjálfstæðisflokkurinn: Skoðanakönnun vegna bæj- arstjórnarkosninga hafín SKOÐANAKÖNNUN á meðal flokksbundinna sjálfstæðismanna, 16 ára og eldri, sem búsettir eru á Akureyri, hófst á skrifstofú sjálfstæð- isfélaganna í Kaupangi í gær. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar verða hafðar til hliðsjónar fyrir kjörnefiid til uppstillingar lista til bæjarstjórnarkosninganna í vor. Morgunblaðið/Rúnar Þór Ætla að búa til þaratöflur Stöllurnar Björk og Vala voru aldeilis ekki iðjulausar er þær gengu um fjöruna neðan Strandgötunnar í vikunni og söfnuðu þangi af mikium móð. Þær voru alveg ákveðnar í hvað gera skyldi við þangið — úr því átti að búa tii þaratöflur. JPL.'JTVI m ^ UGL YSINGA R Rafvirki með framhaldsmenntun í faginu vantar til starfa. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 95-35474 og 95-35270. Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki. „Au pair“ Þýskaland 18 ára stúlka eða eldri, vön hestum, óskast strax til þýskrar fjölskyldu í nágrenni Hannover í 6-12 mánuði. Helstu störf: Gæsla 2ja barna og störf tengd Polo-hestum. Mikið um ferða- lög. íslenskir hestar í nágrenninu. Ensku- eða þýskukunnátta áskilin. Bílpróf æskilegt. Upplýsingar gefur Gunnar í síma 9049-5043-5312 milli kl. 20 og 22. Matreiðslumenn - matreiðslunemar Óskum nú þegar eftir vönum matreiðslu- mönnum til starfa, einnig nema í matreiðslu. Upplýsingar aðeins veittar á staðnum frá kl. 13.00 til 15.00 næstu daga. MATSTOFA MIÐFELLS SF. FUNAHÖFÐA 7- SÍMI: 84939 M IAI Bráðvantar vinnu Ég er þrítug og vantar vinnu sem allra fyrst frá kl. 9.00-17.00. Allt kemur til greina. Vinsamlegast hafið samband í síma 656819. Lögfræðingur Rannsóknadeild ríkisskattstjóra óskar að ráða lögfræðing í stöðu yfirlögfræðings er veitir forstöðu lögfræðisviði deildarinnar. Upplýsingar veitir skattrannsóknastjóri í síma 623300. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist skattrannsóknastjóra, Lauga- vegi 166, 150 Reykjavík, eigi síðar en 22. janúar nk. RSK, rannsóknadeiid. Aðstoð óskast á tannlækningastofu Stofan er staðsett nálægt Hlemmi. Leitað er eftir starfskrafti, sem hefur til að bera reglusemi, hreinlæti, samviskusemi og kurt- eislega framkomu. Vélritunarkunnátta æski- leg. Æskilegur aldur 30-50 ára. Vinnutími frá kl. 9.00-17.00. Um framtíðar- starf er að ræða. Áhugasamir komi upplýsingum til auglýs- ingadeildar Mbl. merktum: „T - 8067“ fyrir 15. janúar. Prentsmiðjur Prentiðnaðarmaður með langa reynslu á flestum vinnslustigum, þó aðallega við setn- ingu, óskar eftir vinnu. Hefur einnig reynslu af stjórnun og að fylgja eftir verkefnum. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. janúar merkt: „Prent - 7179“. ORVI Starfs|>jálfunarsta?>ur Kársnesbraut 110, 200 Kópavogi, Iðjuþjálfi Vinnustaðurinn Örvi, sem er vinnustaður fyr- ir fatlaða á Kársnesbraut 110 í Kópavogi, óskar að ráða iðjuþjálfa til starfa í afleysing- ar nú þegar. Meginmarkmið staðarins er að þjálfa fatlaða til starfa á almennum vinnumarkaði. Áhersla er lögð á stuðning við þá, sem fara í almenn störf í samstarfi við atvinnuleit fatlaðra í við- komandi sveitarfélagi og við verkstjórn fatl- aðra. Iðjuþjálfi hefur umsjón með gerð og framkvæmd starfsþjálfunarinnar. Hann ann- ast undirbúning og eftirfylgd starfsmanns í almennu starfi. Iðjuþjálfi annast einnig fræðslu og faglega ráðgjöf verkstjóra og starfsfólks í Orva. Umsóknum skal skila til forstöðumanns, Kársnesbraut 110, Kópavogi, sími 43277, sem einnig gefur allar nánari upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.