Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 34
MÖRéU'MBL'ABIÐ: FÖSTUDÁGUR 12.‘ JANÚAR :i>9So: I " SÍMI 18936 LAUGAVEGI 94 DRAUGABANARII Leikstjórinn Ivan Rcitman kynnir: Bill Murray, Dan Aykroyd, Sigourney Weaver, Harold Ramis, Rick Moranis, Ernie Hudson, Annie Potts i einni vinsælustu kvikmynd allra tíma „GHOSTBUSTERSII", Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Börn yngri en 10 ára í fylgd m. fullorðnum. Ókeypis „Ghostbustersblöðrur". Stórmyndin umdeilda með Jane Fonda, Gregory Peck, Jimmy Smits í aðalhlutverkum, gerð eftir sögu Carlosar Su- entes í leikstjórn Lewis Puenzo. Sýnd kl. 5,9 og 11.10. — Bönnuð innan 12 ára. MAGNÚS Tilnef nd til tveggja Evrópuverðlauna! Sýndkl.7.10. FRUMSÝNIR: SÉRFRÆÐINGARNIR ÞEIR TELJA SIG VERA í SMÁBÆ í BANDARÍKJUNUM EN VORU REYNDAR FLUTTIR AUSTUR f SÍBERÍU í NJÓSNASKÓLA, SEM REKINN ER AF KGB. SMÁBÆR ÞESSI ER NOTAÐUR TIL AÐ ÞJÁLFA ÚTSENDARA TIL AÐ AÐLAGAST B ANDARÍSKUM LIFNAÐARHÁTTUM. STÓRSNIÐUG GAMANMYND MEÐ JOHN TRAVOLTA, AYRE GROSS OG CHARLES MARTIN SMITH í AÐALHLUTVERKUM. LEIKSTJÓRI: DAVE THOMAS. Sýnd kl. 9 og 11. DAUÐAFLJÓTIÐ Mynd eftir sögu hins geysivinsæla höfundar ALISTAIR MacLEAN. Sýnd kl. 7. Bönnuð innan 16 ára. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Sigfurbjörn Báröarson á baki einum gæöinga sinna. Sigurbjöm vígir 500 fermetra reiðskemmu Hestar Valdimar Kristinsson Sá kunni hestamaður Sigurbjöm Bárðarson vígði um helgina 500 fer- metra reiðskemmu sem hann hefur reist við hest- hús sitt í Víðidal. Fram- kvæmdir hófúst fyrir þremur mánuðum. Hér er um að ræða ein- angrað stálgrindarhús með malargólfi. A gaflinum eru tvennar dyr, aðrar stórar með sjálfvirkum opnara þannig að hægt er að ríða viðstöðulaust inn. Sigur- bjöm sagðist ekki vera far- inn að taka saman kostnað- inn við bygginguna en þó teldi hann ljóst að hann færi ekki yfír tíu milljónir. Þá annaðist hann sjálfur umsjón og verkstjóm við bygginguna. Um notagildi skemmun- ar sagði Sigurbjöm að það væri mikið, í fyrsta lagi til þjálfunar sölu- og keppnis- hrossa og í öbru lagi fyrir námskeið af ýmsu tagi. Sagði Sigurbjörn að hann yrði með reiðnámskeið í vetur auk þess sem hann myndi gefa öðrum reið- kennurum kost á að halda námskeið í skemmunni. Aðspurður um það hvort skemma þessi myndi eín- hvern tíma borga sig upp sagði Sigurbjörn að tæp- lega væri hægt að reikna með því þar sem einu tekj- umar sem kæmu inn væri fyrir reiðnámskeiðin en hinsvegar mætti segja að hún gerði það óbeint sem stórbætt aðstaða fyrir þjálfun og sölu á hrossum. Á laugardag héldu Sig- urbjörn og kona hans, Fríða Steinarsdóttir, vígsluhóf í skemmunni og mættu þar allir sem höfðu unnið við bygginguna auk vina og kunningja. Var þar boðið upp á veitingar og að sjálfsögðu komst Sigur- björn ekki hjá því að leggja á nokkra gæðinga svona í tilefni dagsins. ■ NÁTTÚRUVERND- ARFÉLAG Suðvestur- lands fer í skoðunarferð í rútu með ströndinni frá Garðskaga til Grindavíkur á laugardaginn 13. janúar. Farið verður frá Norræna húsinu kl. 9.30, frá Náttúru- fræðistofnun íslands við Hlemm kl. 9.40, frá Nátt- úrufræðistofu Kópavogs, Digranesvegi 12 kl. 9.50 og Sjóminjasafni íslands, Hafn- arfirði kl. 10. Suðurnesja- menn geta komið í rútuna við Fitjanesti kl. 10.30 á leið út í Garð og Sandgerði og kl. 13.30 á leið suður í Hafn- ir og Grindavík. Komið verð- ur við í Fitjanesti í bakaleið- inni og til Reykjavíkur verð- ur komið um kl. 18. Öllum er heimil þátttaka í ferðinni. Fargjald verður 800 krónur. Tilgangur ferðarinnar er að aka með ströndinni og fara í stuttar vettvangsferðir á nokkrum stöðum, skoða af- leiðingar náttúruhamfar- anna 9. janúar síðastliðinn og áhrif þeirra á fjöruna og ströndina sem heild. Rætt verður um landbrot við sjó af völdum náttúruaflanna. í ferðinni verður höfð til hlið- sjónar fjöruskoðun se fram- kvæmd var á svæðinu í sept- ember síðastliðinn af félag- inu og skólum. Þessi fjöru- skoðun er samstarfsverkefni tíu Evrópuþjóða sem ísland í fyrsta skipti tók þátt í 1989. Fulltrúar félagsins sem stóðu að fjöruskoðun- inni í haust í Miðneshreppi, Hafnahreppi og Grindavík koma I ferðina og ræða um þær breytingar sem orðið hafa á ströndinni eftir stoymflóðið 9. janúar síðast- liðinn. Leiðsögumaður í ferð- inni verður Páll Imsland, jarðfræðingur. IH I i M SlMI 11384 - SNORRABRAUT 37 FRUMSÝNIR STÓRMYNDINA: BEKKJAFÉLAGIÐ E Himi snjalli leikstjóri PETER WEIR er hér kominn með stórmyndina „DEAD POETS SOCIETY" sem var fyrir örfáum dögum tilnefnd til GOLDEN GLOBE verðlauna í ár. ÞAR ER HINN FRÁBÆRI LEIKARI ROBIN WILLIAMS (GOOD MORNING VIETNAM) SEM ER í AÐALHLUTVERKI OG NÚ ER HANN EINNIG TILNEFNDUR TIL GOLDEN GLOBE 1990 SEM BESTI LEIKARINN. „DEAD POETS SOCIETY" EIN AF STÓRMYNDUNUM 1990! Aðalhl.: Robin Williams, Robert Leonard, Kurt- wood Smith, Carla Belver. Leikstj.: Peter Weir. Sýnd kl. 5,7.30 og 10. B í Ó L í N A N Hringdu og fáöu umsögn um myndina. LOGGAN OG HUNDURINN ★ ★★ P.Á. DV. — ★ ★ ★ P.Á.DV. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. H A N K S TURNER &H00CH 0LIVER0G FÉLAGAR Sýnd kl. 5. Miðaverð kr. 300. ELSKAN ÉG Sýnd kl. 7, 9 og 11. ■ KRISTILEGT félag heilbrigðisstétta heldur námskeið um bænina í Safn- aðarheimili Laugarneskirkju laugardaginn 13. janúar næstþomandi kl. 9—15 og sunnudaginn 14. janúar kl. 15—17, fyrir starfsmenn innan heilbrigðisstétta og áðra áhugamenn. Leiðbein- andi verður Harry Smith, bænafulltrúi KFH í Evrópu. Fyrirlestrar verða túlkaðir á íslensku. Þátttökugjald er 1000 krónur. Innifalið í því er vinnubók um bænina, létt- ur hádegisverður og kaffi. Þátttaka tilkynnist á skri- stofu KFH í síma 91-14327 eða-91-31537. Guðsþjónusta verður í Laugarneskirkju sunnudaginn 14. janúar kl. 11 á vegum KFH. Þar mun sr. Magnús Björnsson prédika og sr. Jón Bjarman, sjúkrahúsprestur þjóna fyrir altari. Félagsmenn í KFH lesa ritningarorð og bæn í guðsþjónustunni. Afmælis- fundur KFH verður svo í Safnaðarheimili Laugarnes- kirkju mánudaginn 15. jan- úar kl. 20.30. Þar mun Harry Smith tala. Allir sem hafa áhuga á starfi félagsins eða langar til að kynna sér það eru hjartanlega vel- komnir. Ennfremur verður sérstakur fundur um bæna- baráttu (spiritual warfare) miðvikudaginn 17. janúar 1990, kl. 20.30 í safnaðar- heimili Laugarneskirkju. Þar mun Harry Smith, bænafull- trúi KFH í Evrópu, kenna um þetta áhugaverða og þarfa efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.