Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 40
e EINKAREIKNINGUR ÞINN í LANDSBANKANUM _______________Má ttrttunjMbifrfr SJOVADHrrALMENNAR FOSTUDAGUR 12. JANUAR 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Brugðið á leik ísnjónum Morgunblaðið/RAX Árekstur vegna vettlings LÍTILLI Fiat bifreið var ekið á ljósastaur í Innri Njarðvík í gær- kvöldi. Að sögn lögreglu var ökumaðurinn að leita að vettl- ingi, sem fallið hafði á gólfið, gætti ekki að sér og tókst ekki að forðast árekstur við staurinn. Hálka var og því af leit hemlunar- skilyrði. Bíllinn er talsvert skemmd- ur að framan og ljósastaurinn bogn- aði. Ökumaður var einn í bílnum og meiddist ekki. Hitaveita Reykjavíkur: Hætta á vatnsskorti komi aftur langt kuldakast í vetnr Allar líkur á að hraða þurfi 2. áfanga Nesjavallavirkjunar NÆRRI lá að heitavatnsskortur yrði á veitusvæði Hitaveitu Reykjavíkur í desembermánuði síðastliðnum, þegar hvað kaldast var í veðri. Að sögn Gunnars H. Kristinssonar hitaveitustjóra hefði farið að gæta vatnsskorts, ef kuldinn hefði varað tveimur dögum lengur.»Hann telur allar líkur á að nauðsynlegt reynist að hefja framkvæmdir við 2. áfanga Nesjavallavirkjunar þegar á næsta ári til þess að tryggja næga orku fyrir Hitaveituna í náinni framtíð. lengi, og telur því að nauðsynlegt verði að ráðast í 2. áfanga Nesja- vallavirkjunar í beinu framhaldi af 1. áfanga. Það er mjög hag- kvæm framkvæmd, segir hann, þar sem þegar hefur verið fram- kvæmt mikið af því sem til þarf. 2. áfanginn var ótímasettur, en getur komist í gagnið síðari hluta árs 1992. Kostnaður við hann er áætlaður um 350 milljónir króna. Spáð mikilli smálaxaveiði sumarið 1991 ÓVENJULEGA mikið er af stórum laxaseiðum í ýmsum laxveiðiám um þessar mundir og bendir margt til þess að tveir árgangar gönguseiða muni ganga til sjávar á komandi vori. Verði ekki stór skakkaföll gæti það haft í för með sér mikla smálaxaveiði sumarið 1991. Tumi Tómasson fiskifræðingur á Hólum staðfesti í samtali við Morg- unblaðið að slíkt ástand væri í mörg- um ám sem hann fylgdist með á Norðurlandi og Sigurður Guðjónsson hjá Veiðimálastofnun staðfesti enn fremur, að vestanlands væri það sama uppi á teningnum, aðallega þó í löngum ám þar sem vatnakerfin ná inn á hálendi. Nefndi hann sem dæmi Kjarrá í Borgarfirði, Norðurá og Langá á Mýrum. Astand þetta á rætur að rekja til hins kalda vors 1989, en ár voru þá flestar kaldar og vatnsmiklar langt fram á sumar. Komu víða aldrei þau skilyrði sem gönguseiðin biðu eftir til niðurgöngu og fór því lítið af seið- um til sjávar og það sem fór var að tínast á löngum tíma. í stað þess að tortímast reyndust þau vera enn í ánum í haust og sagði Tumi Tómas- son að miklu skipti að vetur og vor yrðu hagstæð, því þá myndu þessi seiði ganga til sjávar með þeim ár- gangi sem þá á tímanum samkvæmt að halda til sjávar. Til að renna stoðum undir ákvörðun um framtíðarnýtingu hitasvæðanna á höfuðborgarsvæð- inu, þar á meðal um 2. áfanga Nesjavallavirkjunar, er nú unnið að úrvinnslu gagna og greinargerð um hvernig þvi verði best hagað. Gunnar segir að dráttur sem varð á að hefja framkvæmdir við Nesja- vallavirkjun sé helsta orsök þess, að íbúar höfuðborgarsvæðisins geti ekki treyst á nægilegt heitt vatn í langvarandi kuldatíð eins og varð dagana 12. til 24. desem- ber síðastliðinn. „Af lið var á þrotum og við kynt- um undir öllum kötlum þessa daga. Þetta hafðist, en það var ekki meira en svo. Við hefðum kannski þolað tvo daga í viðbót, þá hefðu tankamir tæmst og orðið vatnslaust þar sem byggð er hæst,“ segir Gunnar. Kostnaður við kyndinguna nam um 1,5 millj- ónum króna á dag. Svæðin sem fyrst hefðu orðið vatnslaus eru efstu byggðir í Kópavogi og Hafnarfirði. Tankar Hitaveitunnar rúma samanlagt 78 þúsund tonn. Þegar mest gekk á umrætt tímabil fóru tæp 11 þús- und tonn á klukkustund út í kerfið. Álagið fór þá í um 540 mega- wött, framleiðslan var um 530mW, sem er hámark, þar af var jarð- hitinn 440 mW. Þegar notkunin fer yfir 530 mW er því gengið á birgðir og á endanum tæmast tankarnir. Aflið, sem Hitaveitan ræður yfir, er síminnkandi, að sögn Gunnars, og kveðst hann óttast að mjög gangi á það ef annað kuldakast verður í vetur. Þá lækkar yfirborðið í borholunum og vatnið í þeim kólnar vegna aðstreymis kalds vatns. Orkuþörf á veitusvæðinu eykst um 17 til 20 mW á ári. Fyrsti áfangi Nesjavallavirkjun- ar verður tekinn í notkun i sumar og eykur aflið um 100 mW. „Þá eigum við jarðhita fyrir þörfinni eins og hún er, hins vegar er ljóst að létta verður álagi af jarðhita- svæðum á höfuðborgarsvæðinu," sagði Gunnar. Hann segir það þó ekki duga Sjóvá-Almennar: Rannsóknardeild kannar hugsanleg tryggingasvik Þegar hafa nokkur tilvik verið kærð til lögreglu Tryggingafélagið Sjóvá-Almennar hefur komið á fót rannsóknar- deild og er starfsmanni hennar ætlað að rannsaka mál nánar, ef grunur er um tryggingasvik eða óeðlileg vinnubrögð þegar kraf- ist er bóta. Benedikt Jóhannesson, deildarstjóri tjónadeildar, seg- ir að slík rannsóknardeild hafi aldrei verið við íslenskt tryggingafé- lag, en starf deildarinnar hafi þegar skilað árangri. Þannig hafi nokkrar kærur verið lagðar inn hjá lögreglu, krafist endur- greiðslu bóta eða greiðslur bóta stöðvaðar vegna tryggingasvika. „Við vitum í raun lítið um hver algengustu tryggingasvik eru. Þó þekkjum við nokkur tilvik, svo sem þegar menn framvísa vottorðum til að sýna fram á að þeir séu ófær- ir til vinnu, en vinna þó, eða þegar menn sviðsetja árekstra til að fá bættar skemmdir á bílum, til dæm- is vegna þess að þeir aka utan í hús eða á ljósastaur. Það eru ýmis tilvik sem koma upp og það eru alltaf einhveijir sem misnota tryggingarnar. Við urðum til dæm- is að hætta að bæta tjón á þvotti, því sama fólkið kom kannski fyrir hver jól með fullan þvottabala og sagðist hafa stillt þvottavélina á suðu í ógáti. Nú er slíkt tjón ekki bætt nema um sé að ræða bilun í þvottavél," sagði Benedikt. Arinbjörn Sigurgeirsson, starfs- maður rannsóknardeildarinnar, sagði að í raun væri um tilraun að ræða, en það virtist hafa verið full þörf á slíkri rannsóknardeild. „Ef við komumst að því að verið er að reyna að svíkja út fé þá er slíkt athæfi kært til lögreglu og óskað rannsóknar á málinu,“ sagði hann. „Það eru ýmsar leiðir farnar til að svíkja fé út úr tryggingum, en þeir sem það gera skemma fyr- ir öllu heiðarlega fólkinu, því ið- gjöldin eru hærri eftir því sem meira fé þarf að greiða út.“ Arinbjörn sagðist vera að vinna að því að koma á nánari tengslum við önnur tryggingafélög, svo þau geti haft samstarf um að koma í veg fyrir tryggingasvik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.