Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ iFÖSTODAqUR i12i|JANÚAR 1990, 9 FLUGSKÓU Almenn flugkennsla til einkaflugmanns, atvinnuflugmanns, blindflugsréttinda og tveggja hreyfla réttinda. Næsta einkaflugmannsnámskeið tiefst 1. febrúar. Bókanir standa yfir. VESTURFLUG, simi 28970. m nWn TÓNLISTARSKÓLINN Á AKUREYRI Hafnarstræti 81, simi 21460 - 21788. Innritun á vorönn Tekið verður á móti umsóknum nýrra nemenda fyrir vorönn 1990 á skrifstofu skólans á milli kl. 13.00 og 17.00 alla virka daga fram til 18. janúar. Kennsla á vorönn hefst 25. janúar. Hægt er að bæta við nemendum í forskóla á selló og málmblást- urshljóðfæri. Einnig verður boðið upp á tíma í tónlist- arsögu og hlustun fyrir almenning. Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans. Squash klúbburinn heldur námskeið fyrir byrjendur í squashi dagana 13. og 20. janúar kl. 14.00. Þátttökugjald kr. 1.500.- Kennari: Kristján Sigurðsson Skráning og nánari upplýsingar í afgreiðslu Þeir sem hafa haft fasta tíma staðfesti þá sem fyrst KLÚBBURINN Stórhöfða 17 (við Gullinbrú), sími 67 43 33. K- Dags. 12.01.1990 VAKORT Númer eftirlýstra korta 4507 4200 0002 9009 4507 4400 0001 7234 4507 4500 0006 7063 4507 4500 0009 3267 4548 9000 0027 8186 4548 9000 0028 0984 Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA fslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. ViSA ISLAND K Bitur reynsla Ekkert stjónimálaafl á Islandi hefur jafii langa og bitra reynslu af kommúnistum og öðrum vinstri öfgamönnum og Alþýðuflokkurinn. Fyrst klufú þeir flokkinn árið 1930 og stofnuðu Komm- únistaflokk íslands, árið 1938 stofiiuðu þeir Sam- einingarflokk alþýðu- sósialistaflokkinn og loks Alþýðubandalagið árið 1956. Allar þessar æfing- ar voru gerðar í þeim tilgangi að eyðileggja Alþýðuflokkinn — flokk jafiiaðarmanna — eða í það minnsta að reyta af honum fjaðrirnar. Imi á milli hafa komm- ú í iist.tr blásið til svo- nefiidrar „breiðfylking- ar“ með jafhaðarmöim- um og það hefúr vérið segin saga, að það hefúr verið á timum, þegar kommúnistar hafá orðið fyrir álollum og misst til- trú fólks. Þá hafe þeir ætíð leitast við að fela sig á bak við Alþýðuflokkinn með slagorðum eins og „samstaða verkalýðs- flokkanna", „samfylking alþýðunnar", eða jafúvel „sameining jafiiaðar- manna og sósíalista". Allt þetta samfylkingartal hefúr orðið Alþýðu- flokknum dýrt, því ávallt hafe verið hópar innan hans, sem hafa látið glepjast af fagurgalanum og fest sig í neti „samein- ingarmanna". Reykskýið Alþýðubandalagið hef- ur orðið fyrir hveiju áfallinu á fætur öðru síðustu árin. Það kom í rúst út úr samstarfinu í ríkisstjóm Gunnars Thoroddsens. Það keypti ráðherrastólana þvi verði að standa að margitrekuðum lögboðn- um kjaraskerðingum og sá „ráðherrasósíalismi" kostaði klofiiing milli verkalýðsforystu flokks- ins og ríkismenntamami- anna. Þar hefiir ekki gróið um heilt síðan, sem má m.a. marka af því, að verkalýðsforingjar Al- þýðubandalagsins eru þar innanborðs annað- hvort afskiptalitlir og áhugalausir eða hafe hreinlega horfið úr flokknum, eins og t.d. Ólafur Ragnar Guðmundur J. Guð- mundsson. Það hafa ýms- ir aðrir einnig gert. Yms- ir öfgahópar og „hernámsandstæðingar", því andstöðunni við vam- arliðið hefiir einnig verið fórnað á altari ráðherra- sósíalismans. Ofen á allt þetta hefúr svo bætzt gjaldþrot kommúnismans í Aust- ur-Evrópu, sem hófst með baráttu Samstöðu í Póllandi. Sú staða er þvi komin upp enn einu sinni, að Alþýðubandalaginu er lífsnauðsyn að fela sitt eigið gjaldþrot, klofiiing og fylgisleysi áður en til næstu kosninga kemur. Þá er náttúrlega AI- þýðuflokkurínn hendi næst, gamla góða reyk- skýið. Grænar hosur Núverandi formaður Alþýðubandalagsins, Ólafur Ragnar Grímsson, hefúr manna bezt gert sér grein fyrir því að hveiju stefiúr. Hami hef- ur því gert hosur sínar grænar fyrir Alþýðu- flokknum, þótt hann hafi ekki ferið á fúllan skríð fyrr en hann settist í ríkissljóm með honum. Ólafur hefúr klesst sér upp að hliðinni á Jóni Baldvin og stundum hafe teaw----------- ju-uw Kratarósin þeir virzt vera síamství- burar. Því hefði enginn trúað, sem man eftir ár- ásum hans á Jón Baldvin er hann var fjármálaráð- herra hér um árið. Nú er svo komið, að Ólafúr Ragnar talar manna mest um nauðsyn þess, að íslcnzkir jafiiað- armenn sameinist í ein- um flokki. Hann sagði m.a. í áramótagrein sinni í Þjóðvi\janum: „Alþýðu- bandalagið er flokkur íslenzkra jafnaðar- manna. Getur ekki verið annað. Vill ekki vera annað." Það skyldu þó ekki vera kosningar í nánd? Jú, ekki ber á öðm, því fylgismenn Ólafs Ragn- ars í Alþýðubandalaginu og Birtingu, pólitiskri stormsveit hans, hafe þegar liafið undirbúning og áróður fyrir því, að við sveitarstjóraakosn- ingamar í vor verði boð- ið fram með Alþýðu- flokknum. Og enn sem fyrr finnast þeir Alþýðu- flokksmenn sem em ginnkeyptir fyrir feg- urgalanum um nauðsyn samfylkingar — samein- mgar jafiiaðarmanna í einum stómm, sterkum flokki. k Kakanöll En Alþýðuflokksmenn mega vara sig. Ólafúr Jón Baldvin Ragnar er ekki þekktur fyrir að láta sér nægja litla bita. Hann vill kök- una alla — hann vill ekki aðeins skýla sér á bak við Alþýðuflokkimi held- ur gleypa hann í heilu lagi. Bláeygu kratamir ættu _ að hugleiða það, sem Ólafiir Ragnar segir í áramótagi'ein smni um Alþjóðasamband jafiiað- armanna — Socialist Int- ernational, sem hann vill að Alþýðubandalagið gangi í. Hami segir í greininni: „Aðild Alþýðuflokks- ins að þessum félagsskap hefúr í hugum margra hérlendis skapað ranga mynd af stefúugmndvelli og baráttuáherzlum AI- þjóðasambands jafúaðar- manna, enda hefúr flokk- urinn hér lítt haldið á lofti þeim róttæku hug- myndum, sem þar hafa komið fram á midanfom- um ámm.“ Ólafur segir, að margt bendi til, að þessi alþjóða- hreyfing jafúaðarmanna geti orðið tengibrú við lýðræðishreyfinguna í Austur-Evrópu. Ýmsir kommúnista- flokkar þar hafe lýst áhuga á inngöngu í Al- þjóðasamband jafiiaðar- manna jafnskjótt og þeir hafe tekið upp ný nöfii til að fela gjaldþrota feril sinn. Alveg eins og Al- þýðubandalagið. Samfylking á vinstri væng MIKIÐ brambolt upphófst á vinstri væng íslenzkra stjórnmála fyrir ári, þegar formenn A-flókkanna hófu fundaherferð sína „Á rauðu ljósi“. Það lá ekkert minna við en sameining allra jafnaðar- manna í einn flokk. Viðtökurnar voru þó með þeim hætti, að rauða Ijósið þeirra Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars dofnaði smátt og smátt og hvarf fyrir hækkandi sól. Þó virðist hafa lifað í glæðunum, því nú er reynt að fá þær til að blossa upp á ný. Flateyri: Mikill sjór gekk á land Flateyri. MIKILL sjór gekk á land á flóð- inu aðfaranótt þriðjudagsins 9. janúar. Sjór flæddi yfir Brim- nesveg meðfram íþróttahúsi og sundlaug, yfir íþróttavöllinn niður Tjarnargötu og Unn- arstíg. Þar var sjór í hné og flæddi í bílskúr við Unnarstíg og inn á leikskóla við Tjarnar- götu. Mikið grjót barst á land og eru húsgarðar raðhúsa við Drafiiargötu þaktir grjóti. Veðrið náði sér aldrei upp hér á Flateyri þessa nótt. Hæg breyti- leg átt var en mjög þungur sjór. Stórtjón hefði orðið ef veður hefði orðið eins og spáð var. Enginn sjór gekk á land þar sem sjóvarn- argarður var endurbyggður í háust sem leið, einungis á þeim kafla sem á eftir að lagfæra og byggja upp. - Magnea Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir Töluverðar skemmdir urðu í flóðinu á leikskóla við Tjarnargötu á Flateyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.