Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 12. JANÚAR 1990 Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra: Islenskir aðalverk- takar geta orðið al- menningshlutafélag Viðræður um kaup ríkisins á hlut Sambandsins hefjast eftir helgi JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir veigamikil rök fyrir því að ríkið hafi meirihluta í því fyrirtæki sem annist verktöku fyrir varnarliðið. „Vegna þess að ríkið semur um einokun á því sviði. Ríkið þarf að tryggja að til sé verktakafyrirtæki, nægilega stórt að tækjum og mannafla til þess að annast þessi verkefni og neytir þá einokunar í skjóli milliríkjasamnings," sagði utanríkisráð- herra í samtali við Morgunblaðið, er hann var spurður hvert væri markmiðið með því að ríkið eignist meirihluta í Isþanskum aðalverk- tökum. Jón Baldvin sagði að þetta hefði það í för með sér að óeðlilegt væri að veita einhveijum einstaklingum þá forréttindaaðstöðu að njóta þess- arar einokunar í skjóli milliríkja- samnings sem ríkið gerði. „Arður- inn af þessari starfsemi á eðli máls- ins samkvæmt fremur að falla í hlut ríkinu, skattgreiðendum, held- ur en einstaklingum, við þessar aðstæður," sagði ráðherra. Jón Baldvin kvaðst telja að al- mennt ætti sú regla að gilda í verk- töku, að þar væri samkeppnismark- aður, byggður á útboðum. „Meðan að svo er ekki, þá á arðurinn að gagnast landsmönnum öllum. Hins vegar getur auðvitað komið til greina að skila þessum arði til landsmanna, annaðhvort í gegnum ríkiseign, eða í gegnum raunveru- legt almenningshlutafélag, sem ís- lenskir aðalverktakar geta orðið í framtíðinni," sagði Jón Baldvin. Stefán Friðfinnsson, aðstoðar- Mjög harður árekstur á Bústaðavegi ÞRÍR bílar skemmdust mikið í hörðum árekstri í gær á gatna- mótum Búastaðavegar og Réttar- holtsvegar. Einn ökumannanna var fluttur á slysadeild, en hann reyndist ekki alvarlega slasaður. Óhappið varð klukkan rúmlega 12 og voru blikkandi gul ljós á um- ferðarvitum við gatnamótin. Lada- jeppa var ekið suður Réttarholtsveg og í veg fyrir stóran jeppa, sem var ekið vestur Bústaðaveg. Við árekst- urinn kastaðist Lada-jeppinn framan á Volvo, sem var ekið austur Bú- staðaveg. Ökumaður Lada-jeppans var fluttur á slysadeild, en meiðsli hans voru ekki alvarleg. Bílarnir þrír eru hins vegar mikið skemmdir. maður utanríkisráðherra og stjórn- arformaður íslenskra aðalverktaka, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi að viðræður ríkisins við Sameinaða verktaka og Samband íslenskra samvinnufélaga um kaup ríkisins á hlut Sambandsins í Regin myndu hefjast eftir næstu helgi. Perlan í tunglskini Morgunblaðið/Ómar Ragnarsson Perlan, hið nýja glerhýsi í Öskjuhlíð, setur nú þegar mikinn svip á höfuðborgina og verður enn meira áberandi þegar hún hefur verið upplýst á kvöldin. Unnið er að kappi við glerhýsið, sem á að vera tilbúið árið 1991. Myndin er tekin frá skemmtilegu sjónarhorni og virðist sem tunglið tylli sér átopp Perlunnar. Andri IBA enn án þorsk- vinnsluheimilda við Alaska Þrýstingur frá Japönum talin hugsanleg skýring ÍSLENZKA úthafsveiðifélagið hefiir enn ekki fengið heimildir til vinnslu á þorski undan ströndum Alaska. Norður-Kyrrahafsfiskveið- iráðið hefiir til ráðstöfunar 417 þúsund tonna kvóta. Þegar hefur verið úthlutað 227 þúsund tonnum til vinnslu heimamanna, en ráðið hefur dregið úthlutun á því sem eftir er og vonast eigendur ISÚF til að fá heimildir til að vinna af því magni um 30.000 tonn. Málin þar vestra ganga þannig ekki í ljós fyrr en þá, að þorsk- fyrir sig, að fiskveiðiráðið úthlutar heimildum til veiða og vinnslu á helztu nytjafiskum, sem þar veið- ast. Engum þorski hefur enn verið úthlutað til útlendinga, en leyfum til veiða og vinnslu á öðrum tegund- um hefur verið úthlutað. Sam- kvæmt því er ÍSÚF heimilt að vinna aðrar fisktegundir svo sem kola á þessu ári, en til þess er verksmiðju- skipið Andri I ekki búið. ÍSÚF er í samvinnu við samtök útgerðar- manna vtö Alaska. Gangur mála er sá, að ÍSÚF fær, með tilvísan til samstarfsins, úthlutað leyfi til vinnslu á ákveðnum afla, á síðasta ári 30.000 tonnum af þorski. Andri I stundar ekki veiðar, heldur sjá útgerðarmenn frá Alaska um að veiða fiskinn og kaupir ÍSÚF hann af þeim til vinnslu, enda er fiskinum landað beint um borð, oftast úr trollum veiðiskipanna. Úthlutun vinnslu- eða veiðileyfa á sér stað í desember og því kom vinnsluleyfi fyrir þetta ár fengist ekki. Fram til þessa tíma, hefur gangur mála þar vestra verið sá, að veiði- og vinnsluheimildir við- komandi útgerðarfyrirtækja hafa fengizt endumýjaðar milli ára, nán- ast sjálfkrafa. Vegna þess, meðal annars, töldu eigendur Andra I þorskvinnsluleyfi ekki vera í hættu. Heimildarmaður Morgunblaðsins vestra telur að Andri I hafi ekki fengið endurnýjun leyfisins vegna þrýstings frá fiskverkendum og ■ útgerðarfélögum sem starfa á þessu svæði. Fiskverkendurnir óttist sam- keppni frá íslendingum, einkum vegna gæða, enda hafi íslenskir fiskseljendur oft hrellt þá á Banda- ríkjamarkaði. Útgerðarmenn hafi verið beittir þrýstingi frá öðrum útlendingum sem hafa stundað sams konar viðskipti og Andra I er ætlað að gera. Einkum hafi sá þrýstingur komið frá Japönum, sem hafi hótað að slíta viðskiptunum. Þar séu meiri hagsmunir í húfi, enda séu Japanir Iangstærstir í þessari grein. Enn er unnið að lausn þessa máls, bæði innan stjórnkerfisins hér heima og í Bandaríkjunum. Morgunblaðið/Þorkell Gotan komin í fískbúðirnar HROGN og lifur þykja mörgum hið mesta lostæti, en segja má að gotan (hrognin) sé eins konar vetrarvertíðarboði. Góðgætið er nú farið að berast í búðir og inn á fiskmarkaðina. Nálega 300 kíló af hrognum voru í gær seld á fiskmörkuðunum í Hafnarfirði og Reykjavík fyrir 220 til 275 krónur kílóið. Sérstökum aðdáendum gotunnar til léttis skal þess getið að virðisaukaskattur af henni verð- ur niðurgreiddur. Loðnuskipin mokveiða LOÐNUSKIPIN mokveiddu út af Austfjörðum aðfaranótt fimnitudags og 25 íslensk loðnuskip tilkynntu um samtals 18.560 tonna afla á 13 klukkutímum í gær, fimmtudag. Þá voru 32 norsk og 4 færeysk loðnu- skip í íslensku landhelginni, að sögn Landhelgisgæslunnar. Síðdegis í gær höfðu þessi skip tilkynnt um afla: Guðmundur 830 tonn til Neskaupstaðar, Dagfari 500 til Seyðisfjarðar, Húnaröst 750 til Siglufjarðar, ísleifur 750 til Siglu- fjarðar, Keflvíkingur 530 til Eski- fjarðar, Skarðsvík 640 til Reyðar- fjarðar, Þórshamar 600 til Þórs- hafnar, Víkurberg 560 til Hafsíldar, Guðrún Þorkelsdóttir 700 til Eski- fjarðar, Harpa 580 til Reyðarfjarðar, Háberg 630 til Grindavíkur, Júpíter 1.150 til Bolungarvíkur, Guðmundur Ólafur 600 til Raufarhafnar, Sig- hvatur Bjarnason 700 til FIVE, Al- bert 750 til FIVE, Gullberg 620 til Þórshafnar, Erling 600 til Seyðis- fjarðar, Börkur 1.200 til Siglufjarð- ar, Súlan 800 til Raufarhafnar, Grindvíkingur 980 til Hafsíldar, Helga II 920 til Hafsíldar, Fífill 600 til Reyðarfjarðar, Sigurður 1.250 til FES, Kap II 600 til FIVE og Örn 720 til Raufarhafnar. Dagsbrún og VR; Sjálfkjör- ið í stjórn AÐEINS einn listi, listi stjórn- ar og trúnaðarráðs verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, barst á tilsettum tíma vegna stjórnarkjörs í félaginu og er því listinn sjálfkjörinn. Fram- boðsfrestur rann út klukkan 17 í gær. Sama gildir um Verslunar- mannafélag Reykjavíkur. Þar barst einnig einungis listi stjórn- ar og trúnaðarráðs og er hann því sjálfkjörinn, en framboðs- frestur rann út á hádegi á mið- vikudag. Formenn félaganna verða áfram þeir Guðmundur J. Guð- mundsson í Dagsbrún og Magn- ús L. Sveinsson í VR. Samkomulag um samteng- ingu hrað- og tölvubanka SAMKOMULAG hefur tekist milli banka og sparisjóða um að sam- tengja tölvubanka Islandsbanka og hraðbanka annarra banka og sparisjóða. Eftir samtenginguna verður unnt að nota bankakort allra banka og sparisjóða í afgreiðslutæki í þessum tveimur kerfum en ekki liggur fyrir hvort síðar verði tekið upp nýtt kort fyrir kerfið. Stefnt að að því að kerfin verði samtengd fyrir lok febrúar eða jafti- vel fyrr. Eftir stofnun Islandsbanka hafa viðskiptavinir þriggja aðildarbanka íslandsbanka, Verslunar-, Alþýðu- og Útvegsbanka, ekki haft aðgang að hraðbönkum. í staðinn hafa þeir fengið aðgang að tölvubönkum Is- landsbanka'sem voru á afgreiðslu- stöðum Iðnaðarbankans. í hrað- bankakerfinu voru fyrir áramót 13 afgreiðslutæki í. notkun en með stofnun íslandsbanka tengist tæki Útvegsbankans í Hafnarfirði tölvu- banka íslandsbanka. Hjá íslands- banka eru því nú 12 afgreiðslutæki þannig að eftir samtenginguna eiga viðskiptavinir banka og sparisjóða kost á 24 sjálfsafgreiðslustöðum á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og Keflavík. I framhaldi af þessari ákvörðun verður unnið að því að kanna hvaða rekstrarform sé æskilegast á kerf- inu og hvernig best sé að haga markaðssetningu. Það mun ráðast af því hvort ákveðið verður að stofna sérstakt fyrirtæki um rekst- urinn eða að bankar og sparisjóðir hafi með sér samstarf um hann. c INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.