Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 10
10 MORGIJKBLAÐIÐ FÖSTGDÁGUR 12. JANÚAR 1990 HEBRON eftir dr. Benjamín H. J. Eiríksson Hinn 3. janúar átti Þorvaldur ITiðriksson, fréttamaður, viðtal í Ríkisútvarpinu við frú Sigurlaugu Asgeirsdóttur. Frúin er gift Pal- estínuaraba og búa þau í Hebron, borg á hernámssvæði er Ísraelsríki hefir á valdi sínu. Hjónin eru bæði íslenzkir ríkisborgarar. Lysti frúin framkomu hinna ísraelsku yfirvalda og hermanna þeirra. Lýsingin var mjög i samræmi við það sem lesa hefir mátt í blöðunum í lengri tíma, nema hvað frétta- manninum fannst hann þurfa að bæta svolítið um hjá frúnni. Astandið er þannig að börn og fullorðnir arabar, oft grímuklædd- ir, kasta gijóti og benzínsprengj- um að hermönnum og að farar- tækjum. Hermennirnir nota bar- efli á fólkið, vatnsbyssur og plastkúlur. Af þessu hljóta sumir líkamsmeiðingar, jafnvel bana, aðallega arabarnir. Auk þess eru sumir þeirra sektaðir, fara í fang- elsi eða útlegð eða fá jafnvel hús sín sprengd í loft upp. Einstaka „Ólöghlýðni hefir ævin- lega og á öllum tímum í fÖr með sér mótað- gerðir yfírvaldanna, og ætti ekki út af fyrir sig að þurfa að fjölyrða um það. I Biblíunni stendur meira að segja að öllum yfírvöldum beri að hlýða, þau séu frá Guði.“ ísraeli, borgari eða hermaður, finnst myrtur á víðavangi. í Austurlöndum nær hefir um árþúsundir oltið á ýmsu um yfir- völd. Stói-veldi hafa komið í tímans Dr. Benjamín H.J. Eiríksson rás með sína íbúa og yfirvöld. Hinar mörgu þjóðir og þjóðabrot hafa á ýmsum tíma lotið annarrar þjóðar yfirvaidi og það ekki alltaf þótt svo mikið tiltökumál. Ýmsir hafa því átt borgirnar, þessi í dag, hinn á morgun. Og hver er kominn til að fullyrða að sú þróun sé nú þegar á enda? Olöghlýðni hefir ævinlega og á öllum tímum í för með sér mótað- gerðir yfirvaldanna, og ætti ekki út af fyrir sig að þurfa að fjölyrða um það. í Biblíunni stendur meira að segja að öllum yfirvöldum beri að hlýða, þau séu frá Guði. Þessu kynnu menn að vilja svara með því að segja, að nú sé um að ræða styrjöld. Sé svo, þá er ástæðulaust að kvarta undan styijaldaraðgerð- um sem slíkum. Þær eru þá eðli- legur gangur mála. Þegar ég heyrði að frúin var að segja frá Hebron, minntist ég þess að Hebrpn er borg Abra- hams, ættföður gyðinganna. Hann hafði keypt landið af hetítanum Efron fyrir 400 sikla silfurs. Það er því ekkert óeðlilegt, svona pólitískt talað, að erfingjar hans geri tilkall til landsins, til Hebron, en það eru afkomendur ísaks og Jakobs. Frúin sagði að Hebron væri „arabísk borg“. Þegar ég heyrði þetta minntist ég þess að hafa fyrir nokkrum árum lesið frásögn um Hebron. Þar sagði að gyðingar hefðu ávallt búið í Hebron. En svo gerðist það um miðjan þriðja ára- tug þessarar aldar, meira en 40 árum áður en Ísraelsríki var stofn- að, að arabar framkvæmdu mikla hreinsun í Hebron. Þegar henni Iauk var enginn gyðingur lífs í borginni. Þar með varð Hebron ,judenrein“. Með svona aðferð er hægt að gera hvaða borg sem „arabíska“. Hugsanlega er þetta ein ástæðan fyrir því hve stirðir Israelar virðast vera, samkvæmt frásögn frúarinnar, þegar arabar koma og biðja um þjónustu í einka- reknu sjúkrahúsi gyðinga, og segj- ast vera frá Hebron. Já, Hebron er „arabísk borg“, eitt og annað virðist samt vanta í borginni, ann- að en gyðinga. Aröbum sem lesa Biblíuna getur ekki liðið rétt vel eftir þann lest- ur. Þar er framtíð gyðinganna máluð björtum litum, og er þó ekki allt sagt. Framtíð fjandmanna þeirra er þar máluð í allt öðrum og dekkri litum og_ það í báðum hlutum Biblíunnar. í Biblíunni eru líka fyrirmæli Guðs til gyðinganna um það hvernig þeir eigi að fara með herteknar borgir. Ekki geta þau fyrirmæli heldur vakið fjand- mönnum þeirra neina gleði. Fréttastofan Ég kunni því illa að fréttamað- urinn Þorvaldur Friðriksson lagði frúnni orð í munn. Hann talaði um „grimmd" ísraela. Hann talaði einnig um „himinháar" sektir, sem arabarnir yrðu að greiða. Hvorugt þessara orða notaði konan það ég heyrði. Annars er það ekkert- nýtt að starfsfólk Fréttastofunnar boði pólitískar Skoðanir sínar og hleypi- dóma í gegnum val á fréttum og túlkun þeirra. Hlutlægt mat heimtar sérstaka þjálfun hugar- farsins, þjálfun sem það flest virð- ist vanta. Ég sé ekki betur en að Fréttastofan sé enn í samkeppni við Þjóðviljann um það, hvort þeirra muni reynast seinast vígi kommúnistaáróðursins á íslandi. í sambandi við hina miklu at- burði austan járntjalds, hrun heimskommúnismans, virðast orð- in kommúnisti og kommúnistar enn nánast bannorð hjá fréttastof- unni. Púkarnir kringum Þjóðvilj- ann og á Fréttastofu Ríkisútvarps- ins ætla, það best verður séð, að varðveita í lengstu lög „áruna hreina“. Þeir ættu að minnast þess, að „það sér ekki á svörtu“. Höfundur var uni árabil ráðunautur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum ogsíðar bankastjóri Framkvæmdabanka íslands. ALVORU A GOLFEFNUM! TEPPI - DUKAR - FUSAR GÓLFTEPPI 15-30% AFSLÁTTUR Dæmí: Master Píece kanadísk stofuteppí. Áðtir kr. 2.593,- m2 100% polyamid - blettavarin.____________Ná aðeíns kr. 1.945,- m2 PARKET - GÓÐUR STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR Á meðan átsalan stendur bjóðum víð afslátt á norska gæðaparketínu frá Boen. Uppáhaldsparket allra fagmanna. Sértílboð: bírki. Verð áður kr. 3.904,- m2 Verð ná kr. 2.925,- m2 GÓLFDÚKAR 15%-25% VERÐLÆKKUN AUír Armstrong-dákar Iækka um 15% á útsöíunní. Armstrong þarf ekki að Iima. Dæmí: Harmony. Verð áður kr. 990 ,- m2 ______________________________________________Verð ná kr, 743,- m2 FLÍSAR - ALLT AÐ 35% AFSLÁTTUR Á AFGANGSFLÍSUM ítalskar og spánskar gólf- og veggflisar í 1. gæðaflokki. Fallegar og ódýrar. ÖII hjálparefni og fagleg ráðgjöf. Dæmi: Altopíano. Verð áður kr. 1.904,- m2 Verð ná kr. m2 STÖK TEPPl, MOTTUR OG DREGLAR MEÐ 15-25% AFSLÆTTI DÚKAR OG TEPPI: Afgangar og bátar á heíl herbergí og minni fleti með 35-60% afslættí. Hafið málin með ykkur. Það sparar ykkur tíma og fyrírhöfn. Þíð getið sparað þósundir á átsölunní hjá okkur. Eieuro pBSfl £7 l:—— 1 _J, KHEDIT A VISA 1 SKatiem TEPPABUÐIN ; GOLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S-91 681950 i í í í i 4 € ( i i C

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.