Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 12. JANUAR 1990 Minninff: Þröstur Leifsson Fæddur 27. nóvember 1968 Dáinn 1. janúar 1990 Með gleði og björtum vonum fögn- um við nýju ári. í þeirra gleði kom sú sára, nístandi sorgarfregn að Þröstur bróðir sé dáinn. Tíminn stóð kyrr, spurningarnar hrannast upp, allt svo óréttlátt. Hvers vegna hann, svo ungur í blóma lífsins, átti svo margt ógert? Við þeim spurningum verður ekkert svar að finna. Hans verkum var lok- ið hér, mikilvægari verkefni bíða hans hinum megin, er eina huggun- in sem ég finn. Lífsgleði og kæti einkenndu skap Þrastar, alltaf líf í kringum hann og engin lognmolla. Svo ljúfur og tryggur þeim sem til hans leituðu og vinahópurinn stór í kringum hann. Þar kemur stórt skarð sem ekki verður fyllt. Hér á heimili foreldra okkar var ætíð mikið líf og alltaf gaman að koma heim. Þó var ég flutt að heim- an. Nú er komið tóm sem við verðum að fylla með ljúfum minningum. Minnisstæðir eru matmálstímarn- ir, sem oft og iðulega drógust á lang- inn, því hann hafði frá svo mörgu að segja og skemmtileg frásagnar- gáfa hans kom öllum í gott skap. Taflmennska átti hug hans allan í frístundum. Snemma á barnsaldri kom þessi áhugi í ljós og stefndi hann hátt. Svo varð nú ekki. Mér er minnisstæður dagur einn þegar hann kom valhoppandi heim úr skól- anum með sigurglampa í augum. Hann náði jafntefli við erlendan stór- meistara í íjöltefli. Það var stór dag- ur í lífi 12 ára drengs. Tuttugu og eitt ár er ekki hár aldur og ótrúleg lífsreynsla að baki á svo fáum árum, allt undirbúningur fyrir annað líf. Undir allri lífsgleð- inni bjó dulur drengur sem tjáði ekki tilfinningar sínar, eitthvað sem hann átti sjálfur og enginn annar. Svo er eflaust með okkur öll. Þröstur hóf sambúð með Halldóru Halldórsdóttur og eignuðust þau dóttur þann 24. mars 1987, Sólrúnu Halldóru, en slitu samvistum ári seinna. Guðrún Ólöf Barkardóttir heitir unnusta hans og fæddist þeim dóttir- in Ásta María þann 10. september 1989. Dætur hans voru honum gleði- gjafi. Hann sá ekki sólina fyrir þeim og eru þær okkar styrkur á svo þungbærri stundu. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka fyrir tilveru hans hér og þær minningar sem ég á. Þær munu ylja mér um ókomna tíð. Þeir voru nokkrir vinirnir sem hann fylgdi til hinstu hvíldar. Nú taka þeir á móti honum opnum örm- um. Guð gefi okkur styrk í þungri sorg. Sigga Ella systir Hugprúð hetja, hjartaprúð sál, hölda hollvinur, miklu orkaði, meira hugsaði, ei var á munni margt. Skært hann skein, skein eigi lengi, þá varð dimmt í dal, er andi drottins af upphæðum blés á hið bjarta ljós. (Sr. Þorst. Helgason) Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glat- ist ekki, heldur hafi 'eilíft líf. (Jóh. 3. 16.) Þannig vil ég byija á að minnast vinar míns Þrastar Leifssonar sem lést 1. janúar. Sú harmfregn barst mér á nýársdag að Þröstur væri lát- inn, og vil ég kveðja hann með ör- fáum orðum. Þröstur fæddist 27. nóvember 1968, sonur hjónanna Sigríðar Skúladóttur og Leifs Guðmundsson- ar, var því nýlega orðinn tuttugu og eins árs að aldri. Kynni mín af Þresti hófust fyrir rúmu ári, þegar hann kom fyrst inn á heimili mitt. Hann kom með gleði inn á mitt heimili sem seint verður fyllt aftur, morgunkveðja hans var alltaf á sömu lund: „Ertu ekki hress?" Með þessum orðum byijaði dagurinn hjá Þresti. Þröstur byijaði sambúð með dóttur minni, Guðrúnu Barkardóttur, og átti með henni eina dóttur, Ástu Maríu, fyrir átti hann dóttur, Sólrúnu Halldóru. Þröstur var mikill áhugamaður um skák og hafði mikið yndi af því að tefla og var hans draumur að verða góður skákmaður. Þröstur var félagslyndur og kátur og átti því góðan kunningjahóp. En Þröstur var viðkvæmur og hefur það efiaust mótað mikið lífsferil hans. Að hverfa héðan í blóma lífsins finnst manni ekki vera rétt hlutskipti, en einhver tilgangur hlýtur að vera með brott- för hans. Eins og segir í sálminum: Þú hrífur þá burt í svefni þá er að morgni voru sem gróandi gras. Að morgni blómgast það og grær að kveldi fölnar það og visnar. Ég vil votta foreldrum hans, systkinum og dætrum samúð okkar. Sigrún Oskarsdóttir og synir Hjartkær bróðursonur minn, Þröstur Leifssori, lést 1. þ.m., að- eins 21 árs að aldri. Hann var son- ur hjónanna Leifs Guðmundssonar og Sigríðar Skúladóttur. Börn þeirra eru Sigrfður Elín gift Leifi Þorvaldssyni og Þröstur. Einnig á bróðir minn soninn Bergþór Inga, sem er elstur þeirra systkina. Þröstur lætur eftir sig unnustu, Guðrúnu Barkardóttur, og tvær dætur sem hann elskaði og dáði. Þröstur var glæsilegur, ungur maður, ljúfur og skemmtilegur, sem öllum vildi vel. Það er svo sárt að hugsa til þess að við sjáum hann ekki aftur í þessu lífi, en sjálfur var hann þess fullviss að dauðinn væri aðeins upphaf annars lífs. Ég trúi því einnig að við munum öll, þegar okkar tímar koma, hitt- ast aftur í „Alheiminum“ eins og hann orðaði það sjálfur. Það er erfitt að finna réttu orðin. Orðin sem hugga, en elsku bróðir og mágkona, við trúum að nú sé hann sæll. Lifendum, guð minn, líknar þú, liðnum þú miskunn gefur. Veit huggun, þeim sem harma nú, hvíld væra, þeim er sefur. (Sr. Einar Pálsson) Ásta amma hans og við hjónin sendum foreldrum hans, dætrum, unnustu og systkinum, svo og öðr- um ástvinum, okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að blessa Þröst og varðveita. Og megi eiiífðin verða honum góð. Sigrún Þriðjudaginn 2. janúar barst okk- ur sú hörmulega fregn að vinur okk- ar, Þröstur Leifsson, væri dáinn. Það - var ekki hægt að lýsa sorginni og söknuðinum sem fylgdi fráfalli þessa glaðværa unga manns. Þröstur var sonur hjónanna Leifs Guðmundssonar og Sigríðar Skúla- dóttur. Systkini Þrastar eru Sigríður Elín og Bergþór Leifsson. Þáttaskil urðu í lífi Þrastar þann 24. mars 1987 er hann og Halldóra Halldórsdóttir eignuðust fyrsta barn Þrastar, Sólrúnu Halldóru. Leiðir Þrastar og Halldóru skildu tæpu ári seinna. Sumarið 1988 kynntist Þröstur Guðrúnu Barkardóttur sem var svo unnusta hans. Með Guðrúnu eignaðist hann dótturina Ástu Maríu, fædda 10. september 1989. Með Þresti og Gunnu áttum við margar góðar stundir saman en þó alltof fáar. Þar sem ég og Þröstur vorum æskuvinir og vinnufélagar og unnusta mín og Gunna gamlar bekkjarsystur, áttum við því margt sameiginlegt. Það er erfitt að sjá á eftir svona ungum manni sém skilur svo mikið eftir sig og átti svo margt ógert. Megi Guð styrkja foreldra hans, unnustu, dætur, systkini og ástvini. Minning um góðan vin og félaga mun lifa í hjörtum okkar. En nú er þessi góði drengur genginn á guðs síns fund og allt er orðið hljótt. Og allir taka eins í sama strenginn, og allt of snemma kæmi þessi nótt. Því döggvast brár og hjörtun myrkvast harmi, og hart ,er það, að ganga þessi spor. Vér hneigjum döpur höfuð vor að barmi í heitri samúð, það er kveðja vor. (Jens Hermannsson) Sigurjón og Ollý . f. S.B80633 NYH 8TI ll (YRIR fldtt ungt fulk 40> ! j DÖMUR OG HERRAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.