Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1990 Ingveldur J.R. Páls- dóttir — Minning Fædd 4. ágúst 1904 Dáin 30. desember 1989 Andlát góðs vinar kemur ævin- lega á óvart, jafnvel þótt.hár aldur og dvínandi þróttur ætti að gefa vísbendingu um að hveiju drægi. Og þegar komið er að kveðju- stundinni, þá er söknuðurinn sár, því betri vinkonu gat ég ekki átt. Seint verður fullþakkað allt það góða, sem hún gerði mér og mínu heimili. Inga, eins og hún _var kölluð, fæddist í Hjallakoti á Álftanesi en flutti með foreldrum sínum og systkinum til Reykjavíkur árið 1912 ög bjó þar síðan. Hún giftist Aroni Guðmundssyni og eignuðust þau fjögur börn, sem öll lifa móður sína. Aron var skip- stjóri og stundaði sjó fram undir það síðasta, en hann lést árið 1974. Margar góðar stundir áttu ijöl- skyldur okkar saman við spil og annað til skemmtunar. Gott er að eiga þær minningar núna. Eftir lát Arons bjó Inga ein í 15 ár, aldrei heyrðist hún kvarta og alltaf hafði hún nóg að gera við handavinnu og aðra iðju. Börnin hennar reyndust henni vel og vildu allt fyrir hana gera og hún kunni vel að meta umhyggju þeirra, þótt hún kysi að búa áfram ein á heim- ili sínu. Hún var sérstaklega hög í hönd- um og hafði mikla ánægju af að búa til fallega hluti, sem hún gaf svo gjarna í allar áttir og nutu margir góðs af. Og svo lánsöm var hún að halda sjón og getu til að vinna alla tíð. Hrafnhildur dóttir mín, sem bú- sett er erlendis þakkar fyrir allt það góða, sem Inga veitti henni og allar fallegu flíkurnar, sem hún gerði handa litlu dóttur hennar. Þakklætið verður mér efst í huga, núna þegar ég kveð vinkonu mína. Allar góðu minningarnar sefa sökn- uðinn. Og nú að leiðarlokum kemur mér í huga vers, sem henni var hugleikið: Trúðu á tvennt í heimi, tign, sem æðsta ber. Guð í alheims geimi, Guð í sjálfum þér. Með kærri þökk fyrir samfylgd- ina. Ingibjörg Björnsdóttir í dag verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju Ingveldur J.R. Pálsdótt- ir, móðir mín, 85 ára að aldri. Hún fæddist að Hjallakoti á Álftanesi en flutti til Reykjavíkur níu ára gömul. Foreldrar hennar hétu Ólöf Jónsdóttir og Páll Stefánsson. Móð- ir mín var fimmta í röð sjö systk- ina. Tvö af þeim eru nú eftirlif- andi. Eftir að þau fluttust til Reykjavíkur var móðir mín í vist á ýmsum stöðum, meðal annars hjá Ingibjörgu Ólafsdóttur. En síðar lærði hún að sníða og sauma hjá systur Ingibjargar, Maríu Ólafs- dóttur. Og það nýttist henni alla ævi. Eftir það fór hún að vinna á netaverkstæði í Viðey. Síðan fékk hún vinnu á saumaverkstæði hjá Álafossi við sníðar og saumaskap. Árið 1936, þann 16. maí, giftist hún föður mínum, Aroni Ingimundi Guð- mundssyni, Iést 14. júlí 1974. Inni á heimilinu vann hún alla tíð eftir það. Eignuðust þau ijögur börn. Þau eru Guðmundur, kvæntur Sigríði K. Bjarnadóttur; Páll, kvæntur Ingu Einarsdóttur; undir- rituð, gift H-auki F. Leóssyni; Óli Már, kvæntur Kristínu Gunnars- dóttur. Barnabörn foreldra minna urðu þrettán talsins. Nefni ég þau hér í aldursröð: Inga Lára Hauks- dóttir 26 ára, Sigríður Pálsdóttir 26 ára, Hildur Hauksdóttir 24 ára, Ingveldur Pálsdóttir 23 ára, Aron Hauksson 22 ára, Einar Aron Páls- son, lést 17 ára í umferðarslysi þann 16. júní 1985, Hallfríður Ósk Óladóttir 20 ára, María Una Óla- dóttir 17 ára, Leó Hauksson 17 ára, Gunnar Áron Ólasön 14 ára, Ragnhildur Guðmundsdóttir 14 ára, Aron Ingi Guðmundsson 9 ára og Haukur Már Hauksson 6 ára. Eina barnabarnabarnið heitir Gylfi Aron Gylfason 3 ára, sonur Hildar. Móðir mín var mjög lítillát kona og hógvær, bjartsýn var hún og létt í lund. Hún og faðir minn spil- uðu gjarnan brids í frístundum við vini sína. Mikil hannyrðakona var hún fram á síðasta dag. Hún saum- aði og pijónaði flest föt á okkur krakkana í gamla daga. Til dæmis saumaði hún fermingarkjólinn á mig og brúðarkjólinn og oft saum- aði hún kápur og kjóla á mig eftir að ég giftist. „Hvernig viltu hafa kjólinn, Raggý mín?“ sagði hún oft. Og ég lýsti bara fyrir henni að morgni einhvers dags hvernig ég vildi hafa hann og síðan. var hún búin með hann um kvöldið. Já, svona var mamma alltaf fljót að hlutunum. Eins var þetta þegar barnabörnin komu í heiminn hvert á fætur öðru. Þá hófst hún handa við að pijóna og sauma á þau og hefur gert alla tíð síðan. Meira að segja pijónaði hún jólagjafir handa yngstu börnunúm nú fyrir síðustu jól. Einnig er margt annað til eftir hana, t.d. klukkustrengir, vegg- myndir, veggteppi, stóll, heklaðir dúkar, heklaðar gardínur, hekluð blóm á kjóla, pijónuð og hekluð herðasjöl og rúmteppi. Svona má lengi telja. Móðir mín og ég vorum trúnaðar- vinkonur og ég er sannfærð um það að vinarstrengurinn slitnar ekki þótt leiðir skilji um stund. Verst þykir mér að hafa ekki verið á ______________________________15 landinu þegar hún lauk þessari jarð- vist daginn fyrir gamlársdag síðast- liðinn. Hve fús ég hefði, elsku mamma mín, lukt þinni brá við blundinn hinsta þinn, bijósti þér hnigið að í hinsta sinn og hinstum sonarkossi á kaldar varir þrýst, en, - kveðja þá berst mér og dánarfregn þín! (G.G.) En nóttina eftir birtist hún mér í dásamlegum draumi þar sem henni leið yndislega vel. Við Haukur, börnin okkar fimm, tengdasynir okkar, Einar Ólafsson og Gylfi Sigfússon, og barnabarnið okkar þökkum móður minni fyrir ánægjulegar samverustundir. Minningarnar um yndislega mömmu, tengdamömmu, ömmu og langömmu eiga eftir að lifa í hugum okkar allra. Ég votta öðrum aðstandendum hennar dýpstu samúð. Ragnhildur Aronsdóttir STAÐGREÐSLA 1990 SKATTHLUTFALL OG PERSÓNUAFSLÁTTUR ÁRÐ 1990 Breyting á almennu skatthlutfalli og persónuafslætti hefur ekki í för með sér að ný skattkort verði gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið skattkort. Launagreiðanda ber hins vegar að nota ofangreint skatthlutfall og upphæð persónuafsláttar við útreikning staðgreiðslu. Veita skal launamanni persónuafslátt í samræmi við það hlutfall persónuafsláttar sem fram kemur á skattkorti hans. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.