Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1990 Reuter Nudd- og portkonur mótmæla Konur úr stétt nuddara á Tævan sjást hér mótmæla nýju stjórnarfrum- varpi sem takmarkar rétt sjáandi fólks til að stunda þessa iðju þar sem blindir hafa lengi haft forgang, hefðum samkvæmt. Mikil gróska er í atvinnugreininni en algengt er að konur noti starfið sem stökkpall til enn nánari og ábatasamari þjónustu við karla. Yfirlýsing Armena; Armensk lög verða sett ofar sovéskum Moskvu. Reuter og DPA. ARMENSKA þingið samþykkti í gær að það hefði rétt til að hafna sovéskum lögum ef þau stönguðust á við hagsmuni Armena sjálfra. Þingin í Eystrasaltslöndunum og Georgíu hafa áður samþykkt svipaðar ályktanir. „Þetta er svar okkar við yfirlýsingum Moskvumanna," sagði armenskur fréttamaður í viðtali við fíeuíers-fréttastofuna. Á miðviku- dag lýsti forsætisnefiid Æðsta ráðs Sovétríkjanna ógildar ýmsar sam- þykktir Armena undanfarnar vikur sem miðað hafa að því að tengja héraðið Nagorno-Karabak við Armeníu. Héraðið er að mestu byggt kristnum Armenum en umlukið landi Azera sem eru múslimar og hafa hundruð manna fallið í átökum vegna yfirráða héraðsins. í nóvember síðastliðnum fengu yfirvöld í Azerbajdzhan aftur yfir- stjórn héraðsins eftir að það hafði verið undir beinni stjórn Kremlar í 11 mánuði. Armenar hafa þráast við og m.a. samþykkt að gert verði ráð fyrir héraðinu í fjárlögum Armeníu fyrir 1990 og jafnframt rætt mögu- leikann á því að íbúar þess fái að kjósa í armenskum kosningum. Forsætisnefndin í Moskvu for- dæmdi einnig ýmsar aðgerðir yfir- valda í Azerbajdzhan sem virðast stangast á við þau skilyrði sem sett voru fyrir því að Nagorno-Karabak yrði aftur stjómarfarslegur hluti Azerbajdzhans. Félagar í Þjóðarfylk- ingu Azerbajdzhans virtust í gær hafa tekið öll völd í borginni Lenkor- an við Kaspíahafið, skammt frá írönsku landamærunum, eftir að hafa um hríð hindrað alla umferð fólks til og frá stjórnarskrifstofum í borginni. Fréttastofan Azerinform sagði fólkið óánægt með meinta lin- kind stjómvalda í málefnum Nag- orno-Karabaks. Talsmenn Þjóðar- fylkingarinnar, sjálfstæðra samtaka azerskra þjóðemissinna, í Lenkoran lögðu í símaviðtölum við Reuters í gær mikla áherslu á að allt færi frið- samlega fram. „Við erum hérna ásamt flokksmönnum [kommúnista- flokksins],“ sagði einn þeirra en við- urkenndi að fylkingin réði þarna lög- um og lofum. E4SS-fréttastofan sov- éska sagði í gær að stjórnvöld í Bakú, höfuðborg Azerbajdzhans, hefðu for- dæmt aðgerðirnar í Lenkoran. Æðsta ráðið í Moskvu fordæmdi einnig á miðvikudag nýlegar óeirðir á landamærum héraðsins Nakítsje- van, sem er á milli Armeníu og írans en byggt Azerum og undir stjórn Azerbajdzhans. Herlögum aflétt í Peking: Vopnaðar lögreglusveit- ir koma í veg fyrir andóf Peking. Reuter. HUNDRUÐ manna söfnuðust saman á Torgi hins himneska friðar í Peking í gær eftir að kinversk stjórnvöld höfðu ákveðið að aflétta herlögum í borginni. Borgarbúar reyndu að nota tækifærið til að ögrá sljóm- völdum en vopnaðar lögreglu- sveitir, sem voru með mikinn viðbúnað, komu í veg fyrjr allt slíkt. George Bush Bandaríkja- forseti fagnaði ákvörðún kínversku stjómarinnar og sagði hana skref í rétta átt, sem stuðla myndi að auknum mann- réttindum í Kína. Li Peng, forsætisráðherra Kína, tilkynnti í fyrradag að herlögun- um, sem sett voru 20. maí í fyrra, hefði verið aflétt. Um miðnætti að staðartíma gengu hermenn og vopnaðar lögreglusveitir af Torgi hins himneska friðar. Li sagði í sjónvarpsávarpi að Kínveijum staf- aði enn ógn af óvinum sínum, jafnt heima sem erlendis. Dagblað kínverska hersins fagnaði ákvörð- un stjórnarinnar en sagði að herinn yrði áfram á varðbergi. Margir Pekingbúar fögnuðu brottflutningi hermannanna, sem ruddust inn í borgina í júní í fyrra og hafa síðan lokað Torgi hins himneska friðar og haldið uppi eftirliti víðs vegar um borgina. „Loksins er Torg hins himneska friðar aftur í höndum alþýðunnar,“ sagði miðaldra verkamaður á torg- inu, sem námsmenn höfðu á sínu valdi frá því í lok apríl og þar til herinn lét til skarar skríða 4. júní í fyrra. Kínversk stjómvöld fyrirskipuðu þó vopnuðum lögreglusveitum víðs vegar um borgina að vera á varð- bergi. Öryggisverðir fylgdust með mannsöfnuðinum á Torgi hins him- neska friðar og voru viðbúnir því að kveða öll mótmæli niður strax í byijun. Þeir umkringdu til að mynda gamlan mann þegar hann gerði hróp að lögreglumönnum, sem komu í veg í fyrir að fólk kæmist að Minnismerkinu um hetj- ur alþýðunnar á miðju torginu. Fólkið ætlaði að leggja blómsveiga að minnismmerkinu, sem var nokk- urs konar miðstöð námsmanna í fyrravor. Tveir menn, að öllum líkíndum vinir eða vandamenn, héldu aftur af honum og lögreglan vísaði honum af torginu. Vestrænn blaðamaður sagðist hafa séð lögregluna handtaka konu eftir að hún hefði rætt við vest- ræna sjónvarpsmenn. Námsmaður kom á torgið til að hengja upp spjald en hætti við vegna lögreglu- skarans allt í kring. Hundafár á Grænlandi Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. ÓTTAST er að hundafár breiðist út í Upernavik á Baff- in-flóa á vesturströnd Græn- lands, að sögn grænlenska útvarpsins. Sjö hundar hafa verið aflífað- ir í bænum vegna þessarar bráð- drepandi hundasýki, sem líkist nokkuð fárinu er útrýmdi næst- um öllum sleðahundum í Avan- ersuaq í Norður-Grænlandi fyrir hálfu ári. Sex hundanna sýktust og voru drepnir í desember en sá sjöundi var aflífaður í fyrri viku. Hann verður nú sendur til rann- sóknar í Kaupmannahöfn. Áleitnum spumingum um bylt- inguna í Rúmeníu enn ósvarað ÞREMUR vikum eftir fall Niculae Ceausescus, fyrrum einræðis- herra Rúmeníu, er enn margt á huldu um byltinguná í landinu og líklegt er að sumt verði aldrei upplýst að fúllu. Breska vikuritið The Economist tíundar þessi óvissuatriði nýlega og er stuðst við það í þeirri frásögn, sem hér fer á eftir. Övopnaðir Rúmenar hófu upp- reisnina gegn Ceausescu en honum hefði aldrei verið steypt án stuðn- ings hersins. Þegar herinn snerist gegn einræðisherranum réðust úr- slitin á örskammri stundu. Því er fyrsta spurningin um byltinguna: hvenær og með hvaða hætti snerust háttsettir herforingjar gegn Ceausescu? Hermenn myrtu mótmælendur í borginni Timisoara 17. desember. Þegar Ceausescu kom heim frá íran 20. desembér fyrirskipaði hann hernum og öryggissveitunum að grípa til enn harkalegri aðgerða gegn mótmælendum. Einvaldurinn lét efna til fjöldafundar í miðborg Búkarest daginn eftir og enn bjuggu hermenn sig undir að bijóta allt andóf á bak aftur. Eftir að fólkið hafði gert hróp að einvaldin- um hófu hermennirnir skothríð og myrtu nokkra mótmælendur. Einhvern tímann fyrir hádegi daginn eftir, 22. desember, var herinn ekki lengur á bandi Ceau- sescus. Þar réði úrslitum dauði vamarmálaráðherrans, Vasile Milea hershöfðingja. Ekkert er vit- að með vissu hvemig dauða hans bar að höndum. Skýrt var frá því að hann hefði framið sjáifsmorð eftir að til harðra orðaskipta hefði komið á milli hans og Ceausescus. Herforinginn hefði neitað að fyrir- skipa frekari aðgerðir gegn mót- mælendum. Samkvæmt öðrum heimildum myrtu félagar í öryggis- sveitunum varnarmálaráðherrann eftir að Ceausescu hafði verið var- aður við því að ekki væri lengur hægt að treysta honum. Hvorug frásögnin skýrir hvers vegna her- inn snerist gegn einvaldinum. Stefan Gusa hershöfðingi, for- 'seti rúmenska herráðsins, sendi hermenn á ýmsa mikilvæga staði þegar fólk, hafði safnast saman fyrir utan höfuðstöðvar kommún- istaflokksins og Ceausescu flúið með þyrlu. Þannig ávann hann sér hylli almennings. En um leið og hörðustu bardögunum lauk ráku nýju valdhafarnir hann úr embætt- inu. Hafði Gusa hershöfðingi verið tvöfaldur í roðinu eða óttaðist nýja stjórnin, þar sem umbótasinnaðir kommúnistar eru í meirihluta, að hann nyti of mikilla vinsælda á meðal almennings? Afdrif Ceausescus Önnur spurningin varðar mis- heppnaða flóttatilraun Ceaus- escu-hjónanna, réttarhöldin og aftökuna. Ef til vill fáum við aldr- ei að vita hvað á daga þeirra dreif föstudagskvöldið 22. desember og þar til þau voru tekin af lífi, að öllum líkindum síðdegis á jóladag. Sagt er að Ceusescu hafi haft úr, sem sent hafi frá sér geisla til að öryggislögreglan gæti fundið hann. Sumir segja að hjónin hafi reynt að flýja til Norður-Afríku, aðrir að ferðinni hafi verið heitið til felu- staðar í fjöllum Transylvaníu. Ekki er vitað með vissu hvernig hjónin náðust og þrír herforingjar segjast hafa heiðurinn af því að stjórna aftökusveitinni. Ennfremur vekur spumingar hvers vegna hjónin voru tekin af lífi með svo skjótum hætti. Nýju valdhafarnir hafa sagt að það hafi verið nauðsynlegt til að binda enda á mótstöðu fylgismanna Ce- ausescus. Hvers vegna var þá rétt- arhöldunum og aftökunni frestað um þijá daga á meðan harðast var barist? Þriðja spumingin er: hversu litlu munaði að öryggissveitun- um tækist að brjóta uppreisnina á bak aftur? Sagt er að 20-30.000 manns hafi verið í öryggissveitun- um, 1.000 í lífvarðasveitum forset- ans og jafn margir í sveitum sem ætlað var að fást við hryðjuverka- menn. Hermennina, sem börðust gegn þeim, skorti hins vegar bæði vopn og þjálfun. Herinn bað vest- ræn, ríki um aðstoð og óstaðfestar fréttir herma að vopnasending frá Sovétríkjunum hafi ráðið úrslitum. Valdarán umbótasinna? Fjórða spurningin er: var bylt- ingin valdarán umbótasinnaðra kommúnista, sem Sovétmenn studdu? Petre Roman, forsætisráð- herra nýju stjórnarinnar, hefur haldið þvi fram að hér hafi verið um almenna uppreisn að ræða. Til er kvikmynd af fundi nýju vald- hafanna kvöldið 22. desember, þar sem þeir deila um nafn nýju bráða- birgðastjómarinnar. Þar heyrist Nicolae Militaru, nýi varnarmálá- ráðherrann, segja: „Þjóðarráðið hefur verið til í marga mánuði." Engar óyggjandi sannanir fyrir samsæri umbótasinnaðra kommún- ista hafa þó komið fram. Lokaspurningin er: hversu margir biðu bana í uppreisninni? Nýju valdhafamir sögðu í fyrstu að um 60.000 manns hefðu beðið bana í uppreisninni en í fyrradag sögðu þeir að tala látinna hefði verið innan við 10.000. Nokkrir fréttamenn í Búkarest telja að um 2-3.000 hafi týnt lífi og jafnvel sú tala kann að vera of há. Skýrt hefur verið frá því að dagana 22.-28. desember hafi 750-800 lík verið talin í rúmenskum sjúkrahús- um. 130 lík höfðu verið grafin í Belu-kirkjugarðinum í Búkarest um áramótin, þótt þeim ætti eftir að fjölga. Samkvæmt fréttum frá öðrum borgum en Búkarest biðu tugir en ekki hundruð manna bana í hverri borg. Að sögn hersins féllu 196 hermenn. Rúmenski Rauði krossinn segist hafa haft nóg af blóði fyrir sjúkrahúsin og þykir því ólíklegt að margar þúsundir manna hafi orðið fyrir meiðslum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.