Morgunblaðið - 27.09.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.09.1994, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEFfEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ S VALB ARÐADEILAIM BJÖRGÚLFUR EA, skuttogari Útgerðarfélags Dalvíkinga. TOGARINN Óttar Birting, sem skráður er í Panama, en er í eigu Skriðjökuls á Höfn. Tvö skip í eigu íslendinga færð til hafnar vegna meintra ólöglegra veiða við Svalbarða Fóru imi á svæðið ánsamráðs við útgerðimar Togararnir Björgúlfur EA og Óttar Birting voru á laugardag teknir fyrir meintar ólöglegar veiðar við Svalbarða og færðir til hafnar í Noregi í fylgd strandgæzluskips. Þetta var ekki að undirlagi út- gerðarmanna, en samtök þeirra fara fram á stuðn- ing stjómvalda í málinu. TVÖ skip í eigu íslenskra út- gerðarfyrirtækja voru tekin að meintum ólöglegum veiðum á fískvemdarsvæði Norð- manna við Svalbarða um klukkan tíu á laugardagsmorgun, þau Óttar Birting sem er í eigu Skriðjökuls á Höfn í Hornafirði og siglir undir hentifána Panama og Björgúlfur EA sem er í eigu Útgerðarfélags Dalvíkinga. Varðliðar frá norska strandgæsluskipinu Senja, sem reyndi að stöðva veiðar ísienskra skipa í júní sl. með því að sigla á milli þeirra, sigu um borð í skipin úr þyrlu og sneru þeim til hafnar í Tromsö í Noregi. Samkvæmt upp- lýsingum frá Landhelgisgæslunni fullyrða Norðmenn að skipin, sem voru nyrst á Svalbarðasvæðinu, vestan við Smuguna, hafí verið að veiðum 10-13 mílur innan marka vemdarsvæðisins. Ósáttur við að skipin sneru frá Fjöldi annarra skipa, íslenskra og færeyskra, var að veiðum á þess- um slóðum. Fylgdu þau skipunum tveimur eftir í einar fimm stundir en sneru síðan til baka, flest að til- hlutan útgerða þeirra samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Sigurð- ur Haraldsson, skipstjóri á Björg- úlfi EA, kvaðst í samtali við Morg- unblaðið mjög ósáttur við að ís- lensku fylgdarskipunum hefði verið snúið við, sterkur leikur hefði verið að sigla í þeim fylkingu eins og stefndi í upphaflega. Einhverjir út- gerðarmenn hefðu þó greinilega verið á öðru máli. Skipin voru í fjar- skiptasambandi eftir tökuna og seg- ir Sigurður að Guðmundur Kr. Guð- mundsson, skipstjóri Óttars Birt- ings hafí verið „skiljaniega jafnó- sáttur við gang mála“. Aðspurður um ástæður þess að skipin fóru inn á verndarsvæðið þrátt fyrir vitnesku um að Norð- menn hertu reglur um svæðið í ágúst sl., og hvort skipin hefðu farið að eigin fmmkvæði eða sam- kvæmt tilmælum útgerðar, sagði Sigurður: „Ég get ekki svarað því. Veistu ekki að íslendingar viður- kenna ekki rétt Norðmanna yfír svæðinu? Við emm auk þess að ræða þetta á öldum ljósvakans og því miður get ég ekki rætt þetta við þig hérna, allir Norðmenn em kannski að hlusta. Þetta hlýtur að koma í ljós fyrr eða síðar.“ Alltof mikið í húfi Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins kom fram á fundi út- vegsmanna með ráðherrum í gær að togararnir hefðu ekki haft sam- ráð við útgerðir sínar er þeir fóm inn á Svalbarðasvæðið. Jónas Haraldsson, lögfræðingur Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir aðJpað standi enn, sem forystumenn LIÚ sögðu eftir að Hágangur II var færður til hafnar í Noregi í ágúst og nýjar reglur um töku skipa á Svalbarðasvæðinu vom settar, að útgerðarmönnum væri ekki ráðlagt að halda skipum sínum til veiða á svæðinu. „Þetta er ekki vísvitandi ákvörðun eða samantekin ráð útgerðarmanna," sagði Jónas í samtali við Morgunblapið. „Enginn útgerðarmaður eða LÍÚ getur verið að ýta undir menn að gera þessa hluti. Það er alltof mikið í húfi og réttaróvissan of mikil. Það hangir yfir mönnum að skipin verði gerð upptæk. Skipstjórarnir ráða fyrst og fremst ferðinni, hvort sem það er í samráði eða með óbeinni vitund útgerðarmanna þeirra eða ekki. Það er smitandi þegar einn fer fáeinar mílur inn fyrir línuna, þá fer annar að prófa það, næsti fer aðeins lengra og þannig þróast þetta. Fisk- urinn teymir menn innfyrir." Tekinn í tog Skipin voru nýkomin á veiðar þegar þyrla Senju kom á vettvang, og var Björgúlfur í miðjum klíðum við að hífa trollið í annað sinn. Var nánast enginn afli í skipinu að sögn Valdimars Bragasonar, fram- kvæmdastjóra Útgerðarfélags Dal- víkinga sem gerir Björgúlf EA út. Norskir strandgæsluliðar heimtuðu að sjá skjöl skipsins og dagbók ásamt staðarákvörðun sem var sú sama og Norðmenn telja rétta, að sögn Sigurðar Haraldssonar. Tveimur tímum eftir að varðliðamir komu um borð tilkynntu þeir skip- stjóra að áhöfnin væri handtekin og skipunum yrði snúið til Noregs, sem varð um þremur tímur síðar. Senja tók skipið í tog í byrjun þar sem Sigurður neitaði að sigla sjálf- ur án skipsskjala, en eftir samráð við útgerð skipsins tók hann við stjórnvelinum. Sigldu varðliðar með skipunum, en 41 skipveiji er á þeim, 17 á Björgúlfi og 24 á Óttari Birt- ingi. Valdimar segir ómögulegt að sjá fyrir á þessari stundu hvert fjár- hagslegt tjón útgerðarinnar verður, ekki séu fordæmi fyrir aðgerðum af þessum toga og óljóst hvernig Norðmenn fylgi málinu eftir. Davíð Oddsson forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra funduðu á sunnu- dag um töku togaranna tveggja, ásamt embættismönnum. Farið var yfir atburði laugardagsins og ýmis lagaleg atriði varðandi Svalbarða- svæðið. Bíða á með veiðar Ráðherrarnir þrír áttu síðan í gærmorgun fund með úthafsveiði- nefnd Landssambands íslenskra útgerðarmanna, lögfræðingi LIÚ , útgerðarmanni Björgúlfs og lög- manni útgerðanna sem reka mun málið í Norgegi. Nefndinni voru kynnt drög að mótmælum ríkis- stjórnarinnar sem Eiður Guðnason, FULLTRÚAR útvegsmanna bera saman bækur sínar fyrir fund með ráðherrum í stjórnarráðinu í gær. Frá vinstri: Jóhann A. Jónsson, Jón Þór Gunnarsson, Sigurbjörn Svavarsson og Frið- rik Arngrímsson. Morgunblaðið/Sverrir FUNDUR ráðherra með ráðgjöfum á laugardag. Frá vinstri: Gunnar G. Schram, Iagaprófessor, Róbert Trausti Árnason, ráðuneytissljóra utanríkisráðuneytisins, Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra, Davíð Odsson forsætisráðherra, Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og Albert Jónsson, deildar- stjóri í forsætisráðuneytinu. sendiherra íslands í Osló, afhenti norskum stjórnvöldum síðdegis í gær. Jóhann A. Jónsson, formað- ur úthafsveiðinefndar LÍÚ, segir að nefndin hafi lagt áherslu á að yfirgangi Norðmanna yrði harðlega mótmælt og þeirri aðgerð að taka íslensk skip á svæðinu. „Við teljum að Norðmenn hafi ekki neina heim- ild til aðgerðanna, þar sem þeir byggja þær ekki á þjóðarétti heldur einungis á norskum lögum og reglu- gerðum sem þeir hafa sett og eigin málatilbúnaði öðrum. Reglugerðin sem Norðmenn settu í ágúst um ákæru fyrir ólöglegar veiðar að við- lagðri sekt eða upptöku afla og veiðifæra er væntanlega grundvöll- ur aðgerðanna, og þótt í henni sé einnig ákvæði um að gera megi skip upptæk, hef ég ekki trú á að svo fari,“ segir Jóhann. Hann segir nefndina í megindráttum sammála yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og telji áðurgreind sjónarmið koma þar skýrt fram. „Ráðherrarnir kynntu okkur einnig ýmsa fleti málsins sem þeir hafa verið að kynna sér síðan skipin voru tekin, og ég er fullviss um að sú vinna haldi áfram af krafti," segir Jóhann. Hann kveðst telja eðlilegt að bíða frekari við- bragða Norðmanna og hætta veið- um á Svalbarðasvæðinu þangað til að þau liggi fyrir. Einkamál útgerða „Við virðum þátt ríkisstjórnar- innar í þessu máli og eigum von á liðsinni hennar eins og hún hefur aðstöðu til, en það er þó ljóst að um einkamál er að ræða,“ segir Valdimar Bragason. Friðrik Jón Arngrímsson, lög- fræðingur útgerðanna tveggja, flaug til Noregs í gær til að annast málarekstur þar í landi, en gert er ráð fyrir að yfirheyrslur hjá lög- reglu fari fram í Tromsö í dag. Samningaviðræður íslendinga og Norðmanna um úthafsveiðar ís- lendinga á verndarsvæðinu við Svalbarða og í Smugunni eiga að heijast í næstu viku. i \ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.