Morgunblaðið - 27.09.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.09.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AFIUIÆLI ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994 37 ANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR ANNA Þórhallsdóttir :r mörgum íslending- im kunn af söng sínum ig frásögnum í útvarpi 'g blöðum. Hún er okk- ir Hornfirðingum þó érstaklega kær því hún ir ekki aðeins einn elsti mlifandi Hornfirðing- irinn heldur hefur hún ^ert margt til þess að 'ekja athygli á þessum 'agra stað og fyrir það i hún þakkir skildar. Anna ólst upp í föð- irhúsum á Höfn í lornafirði, dóttir Þór- íalls Daníelssonar caupmanns og Ingibjargar Friðgeirs- lóttur konu hans. Hún kom úr ijöl- nennum systkinahópi og var heimili caupmannshjónanna annálað fyrir festrisni og glaðværð. Eins og kunn- igt er var Þórhallur Daníelsson mik- 11 athafnamaður sem lét ekki bugast )rátt fyrir mörg áföll í lífinu. Anna ók snemma þátt í fjölbreyttum störf- im fjölskyldunnar og varð meðal mnars símavörður á Höfn 12 ára ?ömul. Reyndist það vera upphafið ið langri starfsævi hennar á Landsí- nanum. Þegar heimsflug Bandaríkja- nanna hafði viðkomu á Hornafirði 2. og 3. ágúst 1924 sá Þórhallur um nóttöku flugmannanna. Þetta voru ’yrstu mennimir sem komu fljúgandi ;il íslands og var komu þeirra upp íð suðausturströnd íslands líkt við •comu landnámsmannsins Ingólfs á.rnarsonar sem tók land á svipuðum slóðum 1050 árum áður. Anna, sem )á var tvítug blómarós, er sögð hafa fært Erik Nelson flugkappa, sem "yrstur lenti á Hornafirði, einu rósina 3em þá fannst útsprungin á staðnum. Þrjátíu árum seinna tóku þau feðgin- in, Anna og Þórhallur, aftur á móti Nelson er hann kom til Hornafjarðar að vera viðstaddur afhjúpun minnis- varða á Melatanga um heimsflugið. Þá fékk Nelson aftur blóm að gjöf frá Önnu. í sumar reistu Hornfirð- ingar listaverk við flugstöðina á Hornafjarðarflugvelli í minningu þess að þá voru 70 ár frá komu Nelsons. Af því tilefni sendu þeir Önnu stóran blómvönd með þakklæti til hennar fyrir að hafa haldið minn- ingu þessa atburðar á lofti með greinaskrifum og útvarpserindum. Anna hefur búið í Reykjavík frá því um 1928 og sinnt ýmsum hugðar- efnum og þjóðþrifamálum fyrir utan aðalstarf sitt hjá Landsímanum. Hún lagði ung stund á söngnám í Kaup- mannahöfn og var meðal fyrstu radd- anna sem heyrðust í ríkisútvarpinu. Auk þess söng hún í kórum, meðal annars á Alþingishátíðinni 1930 og Lýðveldishátíðinni 1944. Hún gaf seinna út hljómplötu sem tileinkuð var íslenskum sjómönnum en við þá hafði hún mikið samband á uppvaxt- arárum sínum á Hornafirði. Aust- firsku sjómennimir sem sóttu vertíð á Hornafirði minntust hennar og fjöl- skyldu hennar oft fyrir fórnfúsa þjón- ustu við þá á þessum árum. Anna giftist ekki en ól upp systur- dóttur sína, Jóhönnu Kristjánsdóttur. Börn hennar og barnaböm eiga stolta ömmu og Anna sýnir gestum sem koma til hennar á Birkimelinn myndir af þessu myndarlega fólki sínu, sem flest er búsett vestan hafs. Fyrir nokkrum árum stóðu afkom- endur Þórhalls Daníelssonar og Ingi- bjargar Friðgeirsdóttur fyrir því að reistur var minnisvarði um þau hjón- in í væntanlegum skrúðgarði Horn- firðinga við Hótel Höfn. Þar var Anna í fararbroddi systkina sinna og núna nýlega hefur þetta sama fólk bætt um betur og gefið hundruð tijáplantna í skrúðgarðinn. Þrátt fyr- ir að gróður taki seint við sér á opn- um svæðum á Höfn og þurfi að betj- ast við sjávarseltu og næðing er skrúðgarður okkar smám saman að verða að fallegum vinareit sem Horn- firðingar nota til að halda útisam- komur á sjómannadegi og þjóðhátíð- ardegi. Þökk sé þeim sem þar hafa lagt hönd á plóginn, ekki síst afkom- endum Þórhalls og Ingibjargar. Það verk Önnu Þórhallsdóttur sem mesta athygli hefur þó vakið og mun heiðra nafn hennar um ókomin ár er bókin „Brautryðj- endur á Höfn í Horna- firði“ sem kom út árið 1972. Bókin er óður til frumbyggja Hafnar, þar sem foreldrar Önnu voru í fararbroddi í mörg ár, en einnig ómetanleg heimild um upphafsár byggðar á Höfn. Þar er engum sleppt og 'sjómennimir frá Austfjörðum og verkamenn Þórhalls fá að njóta sannmæla fyrir sína þátttöku í uppbyggingu þessa byggðarlags sem nú skilar ómældum verðmætum í þjóðarbúið. Fyrir þetta allt sendi ég Önnu, fyrir hönd Hornfirðinga allra, hjart- ans kveðju á merkum tímamótum. Gísli Sverrir Arnason. Góð vinkona, Anna Þórhallsdóttir, söngkona, er níræð í dag. Anna er fædd á Höfn í Hornafirði 27. september, 1904, dóttir sæmdar- hjónanna Ingibjargar Friðgeirsdóttur og Þórhalls Daníelssonar, kaup- manns og útgerðarmanns. Hjónin eignuðust átta böm og áttu auk þeirra kjörson og tvær fósturd- ætur. Af systkinahópnum eru tvær alsystur enn á lífi, Anna og Þorgerð- ur. Anna skrifaði bókina „Brautryðj- endur á Höfn í Hornafirði“, og gaf hana sjálf út 1975. Foreldrar hennar voru brautryðjendurnir, og er bókin saga þeirra beggja og ættarsaga, mikið og gott heimildarit. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda. Anna hóf störf á símstöðinni á Hornafirði 1924, og í tvö ár var hún símstöðvarstjóri þar. Árið 1928 flutt- ist hún suður til Reykjavíkur og sat tvo vetur í Kvennaskólanum. Eftir námið tók hún við stöðu bókara og gjaldkera Bæjarsíma Reykjavíkur og nágrennis. Þegar hún hafði unnið þar um tíu ára skeið, var hún gerð að fulltrúa hjá aðalgjaldkera Lands- síma íslands og þar vann hún allan sinn starfsaldur. En þótt vinnan hjá símanum væri hennar aðalstarf voru áhugamálin fjölmörg, og hún var eldhuga í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Anna átti við mikil veikindi að stríða fyrstu fjögut' ár ævi sinnar, en hún fékk lömunarveiki á fyrsta ári og var ekki hugað líf. Hefur hún alla tíð borið þess menjar og hægri hönd hennar verið kreppt vegna löm- unar. Lömunin varð til þess, að hún náði aldrei yfir heila áttund á píanó- inu, sem átti eftir að verða hluti af lífi hennar, en hún lét það ekki aftra sér, heldur hélt ótrauð áfram af þeim óbilandi kjarki, sem einkennt hefur öll hennar störf. Er hún var við nám við Kvenna- skólann í Reykjavík kenndi Sigfús Einarsson, tónskáld, þar söng. Þjálf- aði hann Önnu í einn vetur. Árið 1923 lagði hún land undir fót og sigldi til Danmerkur. Nam hún þar söng hjá þekktri söngkonu í eitt ár. Á þeim tíma þótti það óráð hjá ungri stúlku að fara ein út í heim til að læra að syngja, en eins og oft gerð- ist fyrr og síðar, lét Anna almenn- ingsálitið ekkert á sig fá. Eftir að hún kom heim frá námi, söng hún samfleytt um tíu ára skeið í kór hjá Sigfúsi Einarssyni og einn- ig um margra ára skeið í kór dr. Páls ísólfssonar. Anna minnist með mikilli gleði þriggja hátíðastunda, er hún söng með þekktum kórum á stórhátíðum. Hið fyrsta sinn árið 1929 á kóra- móti Norðurlandaþjóða, sem haldið var í Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn, en þar tóku þátt um eitt þúsund manns. í annað sinn á Al- þingishátíðinni 1930, undir stjórn Sigfúsar Einarssonar og í þriðja skiptið á Lýðveldishátíðinni 1944, undir stjórn dr. Páls ísólfssonar. Það voru ógleymanlegar stundir. Tvívegis hélt Anna einsöngstón- leika í Reykjavík, í fyrra skiptið 1945 í Gamla bíói, við undirleik frú Ástu Einarson. Allur ágóði af þeirri söng- skemmtun rann til sjóðs, sem Anna stofnaði til styrktar lömuðu og fötl- uðu fólki. f síðara skiptið hélt hún kirkjutónleika í Laugarneskirkju, £>g var undirleikari hennar þar Páll Kr. Pálsson, organleikari, Þess má geta, að Anna hefur um ævina sungið í 26 kirkjum innan- lands og fimm kirkjum á erlendri grund. Þegar Anna var orðin fertug brá hún enn undir sig betri fætinum og nú lá leiðin til New York-borgar. Flaug hún inn í söngdeildina við hinn þekkta Juilliard-tónlistarháskóla. Hún hlaut ákaflega góða umsögn kennara síns er hún útskrifaðist það- an um vorið: „Ungfrú Anna Þórhalls- dóttir naut tilsagnar hjá mér í Juill- iard-skólanum í New York-borg 1945-’46. Ungfrú Anna hefir hríf- andi fagra mezzo sópran söngrödd. Hún var iðin og samviskusöm við námið, og var því ánægjulegt að kenna henni.“ Undir þetta ritar kenn- ari hennar, Mme. Belle Julie. Ekki lét Anna deigan síga og hélt áfram af ákafa eldhugans að sinna störfum sínum og áhugamálum. Má segja, að ekkert sem horfði til fram- fara og menningarauka fyrir íslensku þjóðina væri henni óviðkomandi. Árið 1960-1961 dvaldi hún í Dan- mörku og var tilgangur ferðarinnar að safna íslenskum þjóðlögum, sem geymd voru í dönskum söfnum. Einn- ig hafði hún brennandi áhuga á að skoða og láta smíða hið forna ís- lenska hljóðfæri, langspilið. Prófess- or Jón Helgason benti henni á, að í hljóðfærasafni einu í Kaupmanna- höfn væru þijú langspil. Hafði Anna upp á þekktum fiðlusmiði, Svend Jensen, sem vann hjá Brodrene Hjort. Smíðaði Jensen langspilið eftir hennar tilsögn og fylgdist hún með smíðinni allan tímann. Dvaldi hún síðan í Kaupmannahöfn í fjóra mán- uði eftir það og æfði sig á langspil- ið. Var henni þá boðið að syngja og spila á langspilið í norska ríkisút- varpið, hvað hún og gerði. Þann 16. nóvember 1961 lék Anna í fyrsta sinn á langspilið og söng í íslenska ríkisútvarpið. Þá hafði, sam- kvæmt frásögn Bjarna Þorsteinsson- ar, tónskálds, leikur á langspil legið niðri á íslandi frá því um síðustu aldamót. Anna söng oft erlendis og var m.a. fengin til að syngja á íslend- ingamótum í Kaupmannahöfn. Árið 1960 söng hún rímnalög, vikivaka og þjóðlög í danska ríkisútvarpið. Islensk sönglög söng hún í breska útvarpið 1960, og í stórri útvarpsstöð í Atlanta í Bandaríkjunum söng hún íslensk lög fyrir milljónir áheyrenda. En ekki lét Anna staðar numið við svo búið. Hún söng inn á tvær hæggengar, tvíóma (stereó) hljóm- plötur. Hin fyrri, „Tólf íslensk söng- lög“, var gefín út árið 1950 af þekktu útgáfufyrirtæki í Mílanó á Ítalíu og seld á alþjóðamarkaði. Undirleikarar hennar á þeirri plötu voru píanóleikaramir Gísli Magnús- son og Herbert Rosenberg. Síðari plötuna gaf Anna sjálf út árið 1975 undir merki heimsþekkts útgáfufyr- irtækis, His Master’s Voice, en eins og allir vita, gefur það fyrirtæki aðeins út fyrsta flokks tónlist flutta vinNingstölur LAUGARDAGINN 24. september VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 al 5 0 4.617.423 O 4a|5|J ^•PIÚS ^ 3 156.745 3. 4af 5 88 9.217 4. 3af5 3.360 563 Heildarvinningsupphæö: 7.790.434 »> BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR af úrvals listamönnum. Á þeirri plötu syngur Anha íslensk þjóðlög, rímna- lög og vikivaka og leikur sjálf undir á langspil. Platan hlaut mjög góðar viðtökur almennings á Islandi. Um þessar mundir er verið að vinna geisladisk með gömlum upp- tökum af söng Önnu. Alla ævi hefur Anna verið liðtækur áhugaljósmynd- ari og munu margir minnast hennar á skemmtiferðalögum þar sem hún fór fremst flokki ljósmyndara. Þekkt- astar ljósmynda hennar munu vera þær sem hún tók af sólmyrkvanum 1954. Hún var um hádegisbil þennan dag í júní stödd í Austurstræti. Uppnumin af hrifningu yfír þessu einstæða náttúrufyrirbæri hljóp hún upp í Bankastræti þar sem var (og er) ljósmyndavöruverslun Hans Pet- ersen. Fékk hún þar lánaða kassa- myndavél og fílmu og tók stórkost- legar myndir af sólmyrkvanum. Má greinilega sjá fjall á tunglinu á einni af þessum myndum. í stjörnu- rannsóknarbók sem Anna hefur skoðað hefur hún séð, hvar á tungl- inu þetta fjall er staðsett. „Sólmyrkvamyndin af fjallinu á tunglinu er raunveruleg, og í mynda- tökunni voru engin svik í tafli. Þessi mynd verður að fá að njóta sín sem sönn furðumynd utan úr geimnum,“ segir Anna. Þijár af sólmyrkvamyndum Önnu hafa birst í erlendum vísindatímarit- um, ein er á Museum of Modern Arts í New York. í stórri stjömurann- sóknarstöð í Atlanta-fylki í Banda- ríkjunum, John Bradley Observatory, hanga til sýnis nokkrar af þessum einstæðu Ijósmyndum. Þær er sýndar meðal mynda, sem eru rannsóknar- efni stjömufræðinga. Anna hefur haldið því fram frá fyrstu tíð, að á myndum hennar komi fram fjall á tunglinu, og frá þeirri skoðun mun hún aldrei hvika. Um þetta fyrirbæri, sólmyrkvann, sem hefur aldrei horfíð Önnu úr minni, orti hún eftirfarandi ljóð árið 1991, þá orðin 87 ára gömul: Óður til sólarinnar Lífstjaman ljósa og bjarta loginn breiðist um geim. Geislamir glitra og skarta, Guðsvaldið ríkir um heim. Alvaldur yfir oss ljómar, um alla veröld og sjá. Helgisöngs hörpunnar óma, himninum ofan frá. Guð faðir, göfugi andi, gjör fjariægt böl og stríð. Er fórum að friðarins landi, finnst angan frá blómstrandi hlíð. , (Anna Þórhallsdóttir) Fyrir þá sem hafa átt því láni að fagna að sitja stórskemmtileg gesta- boð Önnu eru þær stundir ógleyman- legar. Gestrisni hennar er óviðjafn- anleg í mat, drykk og skemmtun. Aldrei veitir hún samt áfenga drykki, heldur ber inn ótal tegundir ávaxta- fTALSKI BOLTINN 1X2 38. leikvika, 24.-25. sept. 1994 Nr. Leikur: Röðin: 1. Cagliari - Brescia 1 - - 2. Cremonesc - Milan 1 - - 3- Foggla - Torino - - 2 4. Cenoa - NapoU - X - 5. Inter - Fiorcntina 1 - - 6. Juventus - Sampdoria 1 - - 7. Padova-Bari - - 2 8. Rcggiana - Ronia - - 2 9. Atalanta - Vcnczia - - 2 10. Lccce - Cescna 11. Lucchese - Cosenza 12. Piaccnza - Palcmio 13. Udincse - Viccnza - X - - X - 1 - - - X - Hcildarviimingsupphæöin: 9 milljón krónur 13 réttir: | Tvöfaldur næst J kr. 12 réttir: 506.990 | kr. 11 rcttir: 8.650 j kr. 10 rcttir: 1.210 j kr. safa og gosdrykkja og blandar á staðnum, eftir smekk hvers og eins, litfagra kokkteila sem skapa stemmningu og kátínu. Síðan sest hún við píanóið, eða tekur fram lang- spilið, og skemmtir gestum sínum með spili og söng, full af fjöri og glettni. Hljómflutningstæki af fullkomn- ustu gerð keypti Anna sér fyrir fáein- um árum. Margt ungt fólk er hrætt við svo flókin tæki og getur aldrei lært á þau til fullnustu. En ekkert er sjálfsagðara í augum þessarar öldruðu en síungu konu en að snúa tökkum og velja stillingar, rétt eins og þar væri sérfræðingur að verki. í áratugi plantaði Anna tijáplönt- um í reit Skógræktarfélags íslands í Heiðmörk. Var hún ávallt í hópi, sem árlega gróðursetti þar tijáplönt- ur undir leiðsögn Hákons Bjarnason- ar, skógræktarstjóra. Garðrækt hef- ur alla tíð verið henni ákaflega hug- stæð og garðurinn við íbúðarblokkina þar sem hún býr, á Birkimel 8, fékk verðlaun Fegrunarnefndar Reykja- víkur árið 1993. Anna sá um ræktun tijáa í garðinum í áratugi, og átti stærstan þátt í að 4egra þann reit. Anna er heiðursfélagi Hafnar- kaupstaðar í Homafirði og elsti borg- ari þar. Einnig er hún heiðursfélagi í Kvenfélaginu Tíbrá á Hornafirði. Þann heiður hlaut hún fyrir störf sín í þágu félagsins. Þess má geta, að Ingibjörg, móðir hennar, var fyrsti fonnaður þess félags. Anna Þórhallsdóttir hefur verið meðlimur í Oddfellowreglunni í meira en 65 ár og hlotið æðsta heiðurs- merki reglunnar fyrir störf sín. Hún hefur ávallt borið mjög fyrir bijósti málefni lamaðra og fatlaðra og fjöl- skyldna þeirra og lagt þeim lið. Árið 1945 stofnaði hún sjóð til styrktar lömuðum og fötluðum, sem enn er starfræktur. Hefur oft verið veitt fé úr þeim sjóði til kaupa á hjálpartækj- um fyrir fatlaða. Anna tók til fósturs systurdóttur sína, Jóhönnu Kristjánsdóttur, á unga aldri og ól hana upp til fullorð- insára. Jóhanna er búsett í Atlanta í Bandaríkjunum og er gift þekktum blaðamanni, Jesse Outlar, sem starf- að hefur í áratugi við eitt stærsta dagblað Atlanta-borgar. Eg lýk þessari grein með eftirfar- andi erindi úr Sólskríkjuljóði Önnu, en hún samdi Ijóð og lag og gaf út á prenti árið 1988, þá 84 ára gömul: Gott er að geta skoppað í greiðlegum ærsla dans, haldið áfram og hoppað í herlegum vinafans. Hugur Önnu Þórhallsdóttur er enn stór og flýgur víða. Enn á hún ólok- ið mörgum verkefnum. En líkaminn er nokkuð tekinn að lýjast. Elsku Anna mín. Eg sendi þér innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins og veit, að allir vinir þínir eru með hugann hjá þér í dag. Með bestu kveðjum, þín Kristín Sveinsdóttir. 38. lelkvika, 24-25. sept. 1994 | Nr. Leikur: Röð'ut: 1. AIK - Göteborg - - 2 2. Helsingborg - Halnistad - X - 3. Norrköping - Landskro 1 - - 4. Trellcborg - Fröiunda 1 - - 5. Örebro - Hammarby - - 2 6. Blackbum - Aston Villa 1 - - 7. Coventry - Southampto - - 2 8. C. Palace - Chelsea - - 2 9. Ipswich - Man. Utd. 1 - - 10. Man. City - Norwich 1 - - 11. Newcastle - Llverpool - X - 12. QPR - Wimbledon - - 2 13. Tottcnham - Notth For. - - 2 Hcildarvinningsupphæðin: 90 milljón krónur 13 réttir: 4.804.900 | kr. 12 rcttir: P 83.110 | kr. 11 rcttir: f 5.850 kr. 10 rcttir: f 1.300 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.