Morgunblaðið - 27.09.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.09.1994, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Skýrsla Bankaeftirlits um lífeyrissjóði Eignir uxu um 27,5 milljarða HEILDAREIGNIR lífeyrissjóðanna í landinu námu tæpum 209 milljörð- um króna um síðustu áramót og höfðu vaxið frá árinu áður um 27,5 milljarða króna. Sjóðfélagar á árinu teljast hafa verið rúmlega 130 þúsund í 78 lífeyrissjóðum og greiddu þeir samtals tæpa 15,7 milljarða í iðgjöld á árinu. Lífeyrisþegar voru rúmlega 31 þúsund og fengu samtals í lífeyrisgreiðslur tæplega 6,7 milljarða króna á árinu 1993, sem er tæplega einum milljarði króna meira en árið á undan.Kostnaður við rekstur lífeyriskerfisins nam 665 milljónum króna 1993 og hækkaði úr 638 milljónum króna árið áður, en 116 stöðugildi teljast hafa verið hjá sjóðunum. Sem hlutfall af heildareignum lífeyrissjóðanna nam kostnaður- inn 0,34% að meðaltali, en 4,24% sem hlutfall af inngreiddum iðgjöldum á árinu. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu bankaeftirlits Seðlabanka íslands um lífeyrissjóðina fyrir árið 1993. Af sjóðunum 78 voru 66 sam- eignarsjóðir með um 127 þúsund félagsmenn og 12 séreignarsjóðir með tæplega 3 þúsund félagsmenn. Nítján sameignarsjóðir, einkum sjóðir ríkis og sveitarfélaga, eru með ábyrgð launagreiðenda á rétt- indum, en í hinum sjóðunum standa eignir sjóðanna undir réttindum sjóðfélaga. Raunávöxtun allra sjóð- anna miðað við hækkun lánskjara- - vísitölu var 7,08%, en þegar rekstr- arkostnaður hefur verið dreginn frá er raunávöxtunin 6,71%. Stærsti sjóðurinn með 30,7 milljarða eignir Ávöxtun er talsvert mismunandi eftir einstaka sjóðum. Ef aðeins er tekið mið af sameignarsjóðunum er hrein raunávöxtun á bilinu rúm 2% upp í 8,80%, en ávöxtun á bilinu 6,5% til 7,5% er algengust. Lífeyris- sjóður verslunarmanna er sem fyrr stærstur sjóðanna með rúmlega 17 þúsund félagsmenn og eignir upp á tæplega 30,7 milljarða. Þetta er þriðja árið sem bankaeft- irlitið sendir frá sér skýrslu um líf- eyrissjóðina í samræmi við lög um ársreikninga og endurskoðun lífeyr- issjóðanna frá 1991. í inngangi að skýrslunni segir að að fenginni í fyrsta snjó haustsins EFLAUST hefur mörgum þótt fyrsti snjór haustsins falla helst til snemma en í gærmorgun var hvítt yfir að líta á Akureyri. Hann tók þó fljótt upp en heldur var napurt í norðangolunni fram eftir degi. Myndin var tekin í bítið þegar vetrarklædd börnin voru á leið í skólann. þessari stuttu reynslu sé einsýnt að ekki megi láta staðar numið með þeirri lagasetningu. „Lífeyrissjóða- kerfið er þjóðhagslega mikilvægt, hvort sem litið er til stærðar þess í hagkerfinu eða til þeirra réttinda sem einstaklingar eiga að geta treyst á að hafa áunnið sér. Flestir einstaklingar eru skyldugir til að greiða í tiltekinn sjóð og geta ekki sagt upp aðild sinni, jafnvel þó þeir hafi ástæðu til að ætla að rekstri sé ábótavant eða réttur þeirra sæti skerðingu. Bankaeftirlitið telur því nauðsynlegt að sett verði heildar- löggjöf um starfsemi lífeyrissjóða hið allra fyrsta," segir í niðurlagi skýrslunnar. Morgunblaðið/Sverrir GUÐMUNDUR Árni Stefánsson félagsmálaráðherra lagði fram greinargerð um störf sín á fréttamannafundi í gær. Fjorar kíndur hröpuðu í sprungu Ytri-'rjörnuin Morgunblaðið I ÖÐRUM göngum síðastliðinn laug- ardag á svonefndum Melrakkadal í Eyjafjarðarsveit vildi það óhapp til að fjórar kindur, tvær ær og tvö lömb, hlupu út á bratta og harða hjarnbreiðu og runnu af stað og hröp- uðu niður í sprungu sem var í harð- fennið og hurfu gjörsamlega sjónum gangnamannanna sem þar voru. Hörður Guðmundsson gangnafor- ingi á Svertingsstöðum leitaði daginn eftir til Hjálparsveitarinnar Dal- bjargar og fór hann ásamt sex mönn- um úr hjálparsveitinni til að athuga með afdrif kindanna. Þegar á staðinn var komið sigu tveir menn niður í sprunguna og annar þeirra, Njáll Kristjánsson, sagði að erfitt hefði verið um vik því að sprungan slútti innundir sig og var 10 metra djúp og um 100 metrar á lengd. Botn sprungunnar var mjög óslétt- ur og torsóttur yfirferðar og reyndist því illmögulegt að bjarga kindunum nema með miklum útbúnaði. Auk þess var önnur ærin mjög illa farin. Voru því kindurnar afiífaðar þar sem þær voru. Þrjár þeirra voru í eigu sama bóndans, Hreiðars Sigfússonar á Ytra-Hóli. Guðmundur Árni Stefánsson svarar ávirðingum á embættisfærslur sínar Ætlar að sitja áfram GUÐMUNDUR Árni Stefánsson félagsmálaráð- herra þvertók á fundi með fréttamönnum í gær fyrir þann möguleika að hann segði af sér ráð- herradómi. Ráðherrann lagði fram greinargerð vegna þeirra ávirðinga sem bornar hafa verið á hann, vegna embættisfærslna hans þegar hann starfaði sem bæjarstjóri í Hafnarfirði og sem heilbrigðisráðherra. Orðrétt sagði ráðherrann aðspurður um mögu- lega afsögn af ráðherraembætti m.a.: „Það eru engin efni til þess og ég vil taka af tvímæli í því, að það hefur ekki nokkur einstaklingur beð- ið mig um það.“ Ráðherrann sagði það eiga sínar skýringar að hann hefði sett mág sinn og aðstoðarmann í 12 launuð ráð, nefndir og stjórnir á vegum heil- brigðisráðuneytisins. „Það er fullkomlega ákvörðunarefni ráðherra hveiju sinni, hvern hann velur sér fyrir aðstoðarmann. Jón H. Karlsson, aðstoðarmaður minn, tók yfir nefndir og ráð, sem Þorkell Helgason, fyrrum aðstoðarmaður fyrrum og núverandi heilbrigðisráðherra, Sighvats Jón Báldvin segir málið hafa skaðað Alþýðuflokkinn Björgvinssonar, sat í. Það sama gildir núna,“ sagði félagsmálaráðherra. Félagsmálaráðherra var spurður hvort hann hefði gert starfslokasamning við Björn Önundar- son tryggingayfirlækni upp á þijár milljónir króna. „Það eina sem ég kom nærri því, var að ég lofaði því að hann fengi þessi tilteknu verk- efni. Ég gerði engan starfslokasamning við hann, það gerði náttúrlega vinnuveitandinn,“ var svar ráðherra. Niðurstaða fyrir þing Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðu- flokksins sagðist í gærkvöldi hafa lesið greinar- gerð Guðmundar Árna en ætlaði ekki að leggja lokadóm á það hvort hún veitti fullnægjandi svör, fyrr en að loknum viðræðum og skoðana- skiptum milli þeirra sem bæru ábyrgð á málinu sameiginlega. „Málið snýr ekki fyrst og fremst að mér per- sónulega heldur hlýt ég að meðhöndla það sem formaður Alþýðuflokksins. Það þýðir að ég mun áskilja alþýðuflokksmönnum þann rétt að hafa nokkra daga til að ræða málið í heild sinni. Minn vilji er sá að menn reyni að ná sameigin- legri niðurstöðu um málalok áður en við göngum til þings. Það er ekki í mínum höndum heldur hlýtur það að vera í höndum þingflokksins og flokksstjórnar." Jón Baldvin sagði ótvírætt að þetta mál hefði skaðað Alþýðuflokkinn. Þegar Jón Baldvin var spurður hvort það væri þá ekki í þágu flokkshags- muna að félagsmálaráðherra segði af sér svar- aði hann: „Það ræði ég ekki við íjölmiðla. Það mun ég ræða við Guðmund Árna og aðra sam- starfsmenn okkar.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra sagðist í gærkvöldi ekki hafa haft tök á að lesa greinar- gerð Guðmundar Árna Stefánssonar en myndi gera það nú í morgun. ■ Engin efni/26-27 Morgunblaðið/Rúnar Þór Sj úkratryggðir greiði fyrir læknisvottorð HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur undirritað nýja reglugerð um breyt- ingu á hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, sem tekur gildir frá og með 1. októ- ber nk. Sjúkratryggðir þurfa eftir- leiðis að greiða fyrir læknisvottorð á eyðublöðum Tryggingastofnunar ríkisins vegna almannatrygginga eða bóta félagslegrar aðstoðar. Reiknað er með að vo'ttorðasala skili á milli 25-30 milljónum króna á ári, að sögn Sighvats Björgvins- sonar, heilbrigðisráðherra. Að sögn Sighvats felur breyting- in nú í sér þá meginreglu að öll önnur vottorð en þau sem menn þurfi vegna örorkumats, þ.e. öll almenn læknisvottorð, greiðist af einstaklingunum sem biðji um þau en ekki ríkissjóði, eins og verið hafi. Greiðslan fer fram hjá þeim lækni sem vottorðið skrifar. 300 til 700 kr. gjald Sjúkratiyggðir munu þurfa að greiða 300 krónur fyrir hvert fram- haldsvottorð vegna slysatrygginga, og 600 krónur fyrir m.a. áverka- vottorð, vegna beiðni um þjálfun, öflunar hjálpartækja og vegna leng- ingar fæðingarorlofs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.