Morgunblaðið - 27.09.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.09.1994, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Iðnaður Islensk framleiðsla hélt hlut sínum á síðasta ári Dregur úr markaðshlutdeildinni á fyrsta ársfjórðungi 1994 ÍSLENSK framleiðsla hélt hlut sín- um á árinu 1993 frá árinu á undan skv. niðurstöðum könnunar Sam- taka iðnaðarins og Hagstofu ís- lands á markaðshlutdeild innlendrar frámleiðslu í nokkrum greinum iðn- aðarins. Um er að ræða hreinlætisvöru- framleiðslu, kaffibrennslu, máin- ingarvöruframleiðslu, sælgætisgerð og öl- og gosdrykkjaframleiðslu. Tölur fyrir fyrsta ársfjórðung 1994 benda til þess að markaðshlutdeild þessara iðngreina nema öl- og gos- drykkjaframleiðslu geti minnkað aftur. í niðurstöðum könnunarinnar sem birtar eru í íslenskum iðnaði, fréttabréfi Samtaka iðnaðarins, kemur fram að öl- og gosdrykkja- framleiðsla hefur sótt í sig veðrið og málningarvöruframleiðsia einn- ig, en þar dróst markaðshlutdeild verulega saman á árinu 1992 frá árinu á undan eins og sést á með- fylgjandi línuriti. Innlent sælgæti á uppleið Markaðshlutdeild kaffibrennslu hefur dregist saman jafnt og þétt sl. áratug og var á síðasta ári 36,7% samanborið við 78,7% árið 1982. Innlendir sælgætisframleiðendur hafa sótt nokkuð í sig veðrið frá árinu 1988, en á þeim tíma hefur markaðshlutdeild þeirra aukist um 6% í 42,9% á síðasta ári. Markaðs- hlutdeild innlendra sælgætisfram- leiðenda náði mest tæpum 50% árið 1983. Þá hefur markaðshlutdeild innlendra hreinlætisvöruframleið- enda aukist frá 1988. Miðað við tölur um markaðshlut- deild innlendrar framleiðslu í fram- angreindum iðngreinum, utan öl- og gosdrykkjaframleiðslu, á fyrsta ársfjórðungi 1994 eru líkur á að bakslag geti komið í þróun undan- farinna ára og hlutur innlendu framleiðslunnar fari aftur minnk- andi. í niðurstöðum könnunar Sam- taka iðnaðarins segir þó að það muni skýrast betur þegar tölur ber- ist fyrir annan og þriðja ársfjórð- ung. Markaðshlutdeilú nokkurra innlendra iðnaðarvara 1982-1994 % Kafíibrennsla 80 60 Öl- og gosdr. 20 '88 I '90 I '92 I ‘89 '91 '93 Hlutdeild á 1. '89 I '91 I '93 '90 ‘92 '94 Fyrsti vikur- farmurinn fluttur út Ólafsvík. Morgunblaðið. VIKURIÐNAÐUR hf. í Ólafsvík hefur sent frá sér fyrsta vikurfarminn, alls 3.000 rúmmetra. Alls hafa farið þrjú ár í undirbúningsvinnu, Árni Þor- móðsson, framkvæmdastjóri Vikuriðnaðar, segist mjög bjartsýnn á framtíð fyrirtækisins. Hann segir vikurnámurnar í Jökulhálsi endast í mörg ár. Forráðamenn Vikuriðnaðar ætla að flytja út 40-50 þúsund tonn tii næstu áramóta. Fyriiiækið er að kaupa vélbúnað frá Þýskalandi til hreinsunar og flokkunar á vikri. Fyrsti farmurinn fer til Hol- lands en þaðan verður honum dreift. Mest fer til Þýskaland en þar í landi er mjög vaxandi eftir- spurn eftir vikri. Þarlendar vikurnámur eru að tæmast og er þörf fyrir vikur í hámarki vegna uppbyggingar í austurhluta landsins. Morgunblaðið/Alfons ÁRNI Þormóðsson, framkvæmdastjóri Vik- uriðnaðar hf., stendur við vikurhólinn. Af þeim sökum eru forráðamenn Vikuriðnaðar hf. í Ólafsvík bjartsýnir á að geta selt eins mikið af vikri og þeir geta afgreitt. Umsvif Vikuriðnaðar verða góð tekjulind fyrir Ólafsvíkurhöfn auk þess sem fyrirtækið veitir heimamönnum atvinnu. Sparnaður af blönduðu bensíni HÖRÐUR Helgason, aðstoðarframkvæmdastjóri Olís, fullyrðir að með notkun á HreinnaSystem 3 bensíni geti bifreiðaeigendur sparað í bens- ínkostnaði, útblástur verði hreinni og útfellingar í vélinni verði minni. Bensínið er blandað með íblöndunarefni sem Texaco hefur þróað. Texaco setti þetta nýja bensín á markað fyrir tæpum tveimur árum. Það hefur verið prófað í Bandaríkj- unum og í Evrópu á síðustu árum, m.a. hefur Norska Iðntæknistofn- unin gert ítarlega rannsókn á því. Megin niðurstaða stofnunarinnar er að bensín með þessu nýja íblönd- unarefni dragi úr útfellingum í vél- inni, en útfellingarnar valda minni krafti, auka bensíneyðslu og auka hlutfall mengandi efna í útblæstri. Iðntæknistofnunin norska telur að efnið minnki útfellingar og dragi úr líkum á að nýjar myndist, strax frá bensíninnspýtingu og alla leið inn í brunahólf. Mælt með íblöndunarefnum Hörður sagði að sumir bílafram- leiðendur væru beinlínis farnir að mæla með að ökumenn noti bensín með íblöndunarefnum. Hann sagði þó að blandað bensín gagnist öllum bifreiðategundum. Olís hóf að blanda íblöndunarefni í bensínið um miðjan ágúst. Efninu er blandað saman við bensínið um leið og því er dælt á bílana. „Við höfum fengið mjögjákvæð viðbrögð við þessu. Þeir viðskiptavinir sem (S) ■ ■■ SAMTÖK IÐNAÐARINS Framtíð iðnaðar ó Íslandi: Starfsskilyrði og sambúð við sjávarútveg Ráðstefna á Hótel Sögu, Átthagasal, þriðjudaginn 27.september kl. 14-17. Dagskrá: Sighvatur Björgvinsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra: Ávarp. Starfsskilyrði iðnaðar á íslandi Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar og formaður nefndar um starfsskilyrði iðnaðar: Kynning á niðurstöðum skýrslu um starfsskilyrði iðnaðar. Gunnar Svavarsson, forstjóri Hamplðjunnar hf. og varaformaður Samtaka iðnaðarins: Viðhorf til efnis skýrslunnar. Atvinnuuppbygging - hagvöxtur: Sambúð iðnaðar og sjávarútvegs. Ólafur B. Olafsson, framkvæmdastjóri hf. Miðness. Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Islenska járnblendifélagsins hf. [ lok ráðstefnunnar munu fyrirlesarar sitja fyrir svörum og skiptast á skoðunum. Loks mun fundarstjóri draga saman helstu sjónamið sem fram hafa komið. Fundarstjóri: Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins. Morgunverðarfundur föstudaginn 30. september 1994 kl. 08.00 - 09.30, í Skúlanum, Hótel Sögu ÍSLENSK UST Á ALÞJÓDAMARKADI Mat sérfræðings frá Sotheby's Einn reyndastí framkvæmdastjóri Sotheby s í London og víðkunnur fyrirlesari um listaverkasölu, David Battie, skilgreinir alþjóðlega listaverkamarkaðinn og spáir í stöðu íslenskrar listar á þeim vettvangi. Fyrirlesarinn svarar spurningum þeirra Jóns Ásbergssonar, framkv.stj. Útflutningsráðs, Ingólfs Arnarsonar, m/ndlistarmanns, Þórunnar Hafstein, deildarstj. í Menntamálaráðun. og fyrirspurnum fundarmanna. Fundurinn er opinn en tilkynna verður þátttöku fyrirfram i síma 886666 (kl. 08 - 16). Þátttökugjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.200,- VERSLUNARRAÐ ISLANDS Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hafa haft samband við okkur hafa lýst yfir mikilli ánægju með þetta og segjast finna mun á bílunum," sagði Hörður. K Forysta í faxtækjum FYRR EN SEINNA VELUR ÞÚ FAX FRÁ RICOH QftfSk SKIPHOLTI 17 ■ 105 REYKJAVlK ---„-------> slMÍ: 91-627333 - FAX: 91-628622 I—1>—»«—>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.