Morgunblaðið - 27.09.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.09.1994, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ fTTT?--y___r1 HÁSKOLABÍÓ SÍMI 22140 Háskólabíó STÆRSTA BIOIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. KUREKAR I NEW YORK i : ■■m 'r ‘iiplf ^ ^ f ' IIP i THE W’J' '^ ■■■ ■ ■.'■■■ Frábær grín spennumynd meö Woody Harrelson og Kiefer Sutherland um kúreka sem lenda í drep hallærislegum og meinfyndnum vand- ræðum í stóra eplinu New York. Upp með hendur og skjóttu! Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. BLAÐIÐ Sjáðu Sannar lygar í DTS Digital Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. FJÖGUR BRÚÐKAUP OG JARÐARFÖR Sfiour Weddings and a Funeral ^ Á MORGUN KEMUR JÓI TANNSTÖNGULL Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15 ------------------------------------------\ A Lestu KEWAgA- ■ - œ betur er námskeið fyrir fullorðna sem vilja bæta sig f lestri og stafsetningu. Námskeiðið er á vegum Lestrarmiðstöðvar Kennaraháskóla íslands og Félagsmálaskóla alþýðu. Það hefst 12. október og lýkur 9. nóvember. Kennsla fer fram í Lestrarmiðstöð mánudaga og miðvikudaga frá kl. 20 til 22. Kennari er Guðni Kolbeinsson. Skráning og nánari upplýsingar eru veittar í Lestrarmiðstöð í síma 633868 og Félagsmálaskóla alþýðu í síma 814233. VASKHUGI Forrit fyrir fyrirtaeki og einstaklinga með rekstur % Sölureikningar, gíróseölar, póstkröfur, víxlaútreikningur. Bókhaldið er fært um leið og reikningar eru skrifaðir. Virðisaukaskatturinn er færður jafnóðum, staða viðskiptavina, staða birgða o.s.frv. uppfærist sjálfvirkt. 0 Gjöld, innskattur, skuldir Um leið og gjöld eru færð inn flokkast þau eftir eðli, innskattur reiknast af þeim og Vaskhugi heldur utan um það sem er greitt og ógreitt. Þannig er staða vsk. alltaf á hreinu, útgjöldin þekkt og skuldir lika. § Skýrslugerö fyrir rekstur og skattayfirvöld Prenta má pg skoða ótal skýrslur fyrir reksturinn og skattinn: gjöld, tekjur, útistandandi kröfur, skuldir, hver keypti hvað og hvenær, verðmæti birgða, pantanir o.fl. 0 Fjárhagsbókhald (sjálfvirkt) Einn aðalkostur Vaskhuga er að debet og kredit færist sjálfkrafa og ekki eru gerðar kröfur um mikla bókhaldsþekkingu af notanda. Úr fjárhagsbókhaldi má prenta út dagbók, hreyfingalista, stöðulista, efnahags- og rekstrarreikning fyrir hvaða tímabil sem er. (árslok má afhenda endurskoðanda diskling með öllum gögnum til að hann geti gengið frá fymingarskýrslu og öðrum skýrslum til skattyfirvalda. 0 Verkefnabókhald Verkefnabókhald Vaskhuga er afar vinsælt því hér má færa inn hin ýmsu verk og skrifa sölureikninga og skýrslur um verkið eða hluta þess hvenær sem er. Bera má saman verð verksins við kostnaðarverð eða heildsöluverð i birgðum og fá þannig á einfaldan hátt framlegð verksins á blað. % Launabókhald Launabókhaldið skrifar út launaseðla og heldur utan um launþegana, lífeyrissjóði, staðgreiðslu, félagsgjöld, orlof, tryggingagjald o.s.frv. Hvenær sem er má færa skýrslur um greiðslur til þessara aðila yfir hvaða timabil sem er. Allar skríffinnskuþarfir venjulegs reksturs i einu einföldu forríti. Prófaðu Vaskhuga án skuldbindinga eða fáðu nánari upplýsingar. lHfvásklmgi hf. 682 680 Björgvin Halldórsson fagnar 25 ára hljómplötuafmæli * Stórsýning á Hótel Islandi og 40 laga úrval BJÖRGVIN Halldórsson fagnar nú þeim tímamótum að aldarfjórðung- ur er liðinn síðan hann söng fyrst inn á hljómplötu, en árið 1969 var honum boðinn plötusamningur eftir að hafa verið kosinn poppstjarna ársins og söng m.a. „Þó líði ár og öld“ inn á hljómplötu. Björgvin héfur síðan sungið tæplega 400 lög inn á hljóm- og geislaplötur og koma 40 þeirra út á tveimur geisla- plötum í næsta mánuði með sextán síðna yfirlitsbók, auk þess sem sett verður upp stórsýningin „Þó líði ár og öld - Björgvin Halldórsson 25 ár á hljómplötum" á Hótel Is- landi þar sem Björgvin syngur mörg helstu lög sín ásamt Sigríði Beinteinsdóttur og átta manna hljómsveit. Verður fjöldi sýninga takmarkaður við átta sýningar, en frumsýning er 8. október nk. 25 ár liðið hratt Á geislaplötunum verða mörg af þekktustu og vinsælustu lögum Björgvin í gegnum tíðina og aðeins eitt „nýtt“ lag, Ég las það í Samú- el, sem Björgvin syngur ásamt Stefáni Hilmarssyni en hljómsveitin Brimkló hljóðritaði upprunalega lagið á sínum tíma. Björgvin sagði í samtali við Morgunblaðið að á þeim 25 árum sem Iiðin eru síðan hann söng inn á fyrstu hljómplötu GÓÐVINIRNIR Kristján Jó- hannsson og Björgvin Hall- dórsson við upptökur á geisla- plötu þess fyrrnefnda, Af lífi og sál, í Angels studios í Lond- on á seinasta ári, en þeir hyggjast taka lagið saman 8. okt. nk. á Hótel íslandi. sína við undirleik breskra tónlist- armanna, hafi hann tekið þátt í gerð um 150 hljómplatna sem hann viti um, en ýmsar aðrar, svo sem hljóðritanir erlendis væru ekki tald- ar með. Hann segir erfitt að gera sér í hugarlund að 25 ár séu liðin síðan hann þreytti frumraun sína í hljóðveri. „Það er skrýtið að hugsa til þess að hafa verið í aldarfjórðung að syngja, mér finnst örstutt síðan að allt saman hófst. Keyrslan hefur verið mikil þrátt fyrir nokkur góð hlé, því ég hef gætt mín á því að ofbjóða ekki markaðinum og snúið mér að öðrum verkefnum á meðan, þar á meðal upptökustjórn," segir Björgvin en hann lauk nýlega við að framleiða og taka upp einsöngs- plötu Sigrúnar Hjálmtýsdóttur ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands, og skammt er liðið hann stýrði í þriðja sinn upptökum á hljómplötu með Kristjáni Jóhannssyni, sem náði metsölu í fyrra. Björgvin segir að tónlistin verði í aðalhlutverki á sýningunni á Hót- el íslandi. Á dansleiknum eftir sýn- ingar, kemur hann síðan fram og hugsanlega Sigga Beinteins líka, með hljómsveitunum Hljómum og Ðe Lónlí Blú Bojs sem leika fyrir dansi. „Á sýningunni mun fólk heyra glefsur úr sjötíu lögum og sum heil, en við förum þó aldrei svo hratt yfir sögu að fólk geti ekki notið laganna til fulls," segir Björgvin. Syngur með Kristjáni „Það er mikill metnaður á bak við útgáfuna og sýninguna, maður framkvæmir annað eins fyrirtæki aðeins einu sinni og reynir að leggja ýmislegt á sig til að gera hvort tveggja sem best úr garði. Lögin eru orðin mörg ög eiginlega var varla hægt að velja lög frá ferlinum á diskana, þau voru svo mörg og höfðu flest eitthvað sér til ágætis. Við vorum búnir að grisja niður í sjötíu þekkt lög en urðum að fækka þeim um þrjátíu í viðbót fyrir útgáf- una sem var enginn barnaleikur,“ segir Björgvin. Góðvinur hans, Kristján Jóhánnsson, mun koma á opnunarsýninguna á Hótel íslandi og segist Björgvin búast fastlega við að þeir félagar muni taka lagið saman. Hljómsveit Björgvins á sýning- um er skipuð Gunnari Þórðarsyni, sem annast hljómsveitarstjórn og útsetningar, en Jon Kjell og Þórir Baldursson leika á hljómborð, Vil- hjálmur Guðjónsson leikur á gítar og saxófón, Halldór Guðmundsson leikur á trommur, Þórður Guð- mundsson leikur á bassa, Veigar Margeirsson leikur á trompet og Kristinn Svavarsson leikur á saxó- fón. Danshöfundur á sýningunni er Helena Jónsdóttir, handrit, leik- stjórn og leikmynd er í höndum Björns G. Björnssonar en Jón Axel Olafsson kynnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.