Morgunblaðið - 27.09.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.09.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994 27 Morgunblaðið/Sverrir nd heilbrigðisráðherra í gær. sagt áður og þá verið talið ófullnægj- andi. Til dæmis að því er varðar ráðningu mágs þíns, skipun hans í launaðar stjórnir og nefndir, og margt fleira. Þú skýrir ekkert til við- bótar, að því er varðar álitamál sem þessi, hvað segir þú um það? Svar: „Jú, ég held þvert á móti, að það sé gerð mjög ítarleg grein fyrir öllum þessum atriðum og farið yfir þau lið fyrir lið. Ég staldra líka eilítið við það, ágætu fréttamenn, í þessu sambandi, hver er það sem telur þennan hlutinn og hinn hlutinn ófullnægjandi?“ Spurning: — Við fyrsta yfirlestur greinargerðar þinnar, koma ákveðn- ar mótsagnir fram. Þú segist ekki hafa komið nálægt því þegar íbúðin í Asparfelli var leigð út til frænku þmnar, en svo segir þú í skýrslunni: „Ég vildi hins vegar ævinlega fylgj- ast með gangi þeirra mála hjá við- komandi einstaklingum, hvernig þeim hefði reitt af. Það er að segja þeim sem vantar húsnæði eða eru í húsnæðisleit.“ En akkúrat þegar um eitthvert skyldmenni þitt var að ræða, þá gættir þú þess að fylgjast alls ekki með. Svar: „Þú ruglar algjörlega saman tvennu. Ég gat um það, að Aspar- fellsíbúðin var ekki inni í hinu félags- lega kerfi. í hinu félagslega kerfi gætti ég þess, að fylgjast vel með gangi mála. Á þessu tvennu verður að gera greinarmun." Spurning: — Þú viðurkennir að hafa gert ákveðin mistök, þú viður- kennir að annað orki tvímælis. Hversu langt má ráðherra ganga í því að gera mistök, þar til hann þarf að segja af sér? Svar: „Við skulum staldra við það sem ég játa að hafi verið mistök. Við skulum taka fyrir mál trygginga- yfirlæknis. Ég hafði úr mjög vöndu að ráða og ég get setið hér og hugs- að að hvaða leið sem ég hefði farið, þ.e.a.s. að víkja honum og fá skaða- bótamál, að semja um starfslok, eins og gert var, eða að gera ekki neitt, þá hefði ég undir öllum kringum- stæðum fengið ásakanir á hendur mér fyrir þá leið sem varð fyrir val- inu.“ Spurning: — Gerðir þú starfsloka- samninginn við tryggingayfirlækn- inn upp á þijár milljónir króna? Svar: „Það eina sem ég kom nærri því, var að ég lofaði því að hann fengi þessi tilteknu verkefni. Ég gerði engan starfslokasamning við hann, það gerði náttúrlega vinnuveit- andinn.“ Spurning: — Var það ekki full- nægjandi að gerður væri starfsloka- samningur við lækninn upp á þijár milljónir króna? Hvers vegna þurfti einnig að gera við hann verktaka- samning? Svar: „Það var ekkert um það að ræða. Ég gerði engan starfsloka- samning og ég geri enga starfsloka- samninga við einstaklinga sem vinna fyrir heilbrigðisráðuneytið eða Tryggingastofnun. Það sem ég gerði til að liðka fyrir því, að maðurinn færi úr þessum störfum, var að gefa munnlegt vilyrði fyrir því, að hann fengi tiltekin verkefni." Spurning: — Þú gerðir sjálfur ráðningarsamning við Steen Johans- son, ekki satt? Svar: „Ég skrifaði undir þann sanming, enda var hann í vinnu í ráðuneytinu, enda kallaði ég hann til starfa." Spurning: Var Steen þá ennþá á launum hjá Hafnarfjarðarbæ, þegar þú kallaðir hann til vinnu í ráðuneyt- inu? Þar a ég við, hvort hann hafi á sama tíma verið á launum hjá Hafn- arfirði og ríkinu? Svar: „Það tel ég af og frá.“ Spurning: — Getur þú svarað þess- ari spurningu neitandi? Svar: „Eg get ekki svarað neinu um það. Ég veit ekkert um það.“ Spurning: — Steen Johansson fékk 516 þúsund krónur á mánuði sem upplýsingafulltrúi, með sérstökum verktakasamningi. Samt sem áður hafði hann aðstöðu í ráðuneytinu, er þetta ekki of hátt? Svar: „Jú, ég segi það nú, að þetta er of hátt.“ Spurning: — Hvers vegna fékk hann svona háar greiðslur? Svar: „Þetta er bara of hátt og ég mun ekki gera svona samninga aftur.“ Spurning: — Finnst þér það boð- legt fyrir land og þjóð, að segja, það eru allir íslendingar meira og minna skyldir, þegar þú reynir að veija það að hafa ráðið mág þinn sem aðstoð- armann, sett hann í tólf launaðar nefndir, ráð og stjórnir, ráðið frænda þinn til lögfræðilegrar verktöku fyrir heilbrigðisráðuneytið og svo fram- vegis? Svar: „Ég hef ekki svarað því, í því samhengi, Agnes Bragadóttir. Ég hef sagt að um aðstoðarmann ráðherra giltu önnur lögmál. Það er fullkomlega ákvörðunarefni ráðherra hvérju sinni, hvern hann velur sér fyrir aðstoðarmann. Jón H. Karlsson, aðstoðarmaður minn, tók yfir nefnd- ir og ráð, sem Þorkell Helgason, fyrrum aðstoðarmaður fyrrum og núverandi heilbrigðisráðherra, Sig- hvats Björgvinssonar, sat í. Það sama gildir núna. Núverandi aðstoð- armaður Sighvats, Sigfús Jónsson, tekur þar við. Spurning: — Af hveiju tók hann ekki við strax á iniðju ári, þegar þú hættir sem heilbrigðisráðherra? Svar: „Þú verður að spyija Sig- hvat Björgvinsson að því.“ Spurning: — Nei, ég spyr þig, því þú ert í forsvari fyrir Jón H. Karls- son, sem þar til fyrir skömmu neit- aði að víkja sæti, sem stjórnarfor- maður Ríkisspítalanna? Svar: „Hvaða rugl er þetta? Hann hefur ekki neitað einu eða neinu. Það hefur aldrei staðið á því eitt andartak, að hann víki úr þeim störf- um, sem hann var í, fyrir heilbrigðis- ráðuneytið. Þetta hefur verið í mjög góðu samkomulagi við Sighvat Björgvinsson. Þeir áttu tal saman um síðustu mánaðamót, þar sem farið var yfir þennan lista stjórna, nefnda og ráða sem þú nefndir og hann er nú að skila af sér. Það tek- ur bara sinn tíma stundum að ganga frá málum og skila af sér.“ Spurning: — Guðmundur Árni. Þátttaka þín í stjórnmálum mótast væntanlega af hugsjónamálum þín- um. Hefur hvarflað að þér, að það kynni að vera ákjósanlegt og heppi- legt, fyrir flokk þinn, að vegna þeirra deilumála, ágreiningsmála,' ávirð- inga á embættisfærslur þínar, sem margir telja enn að þú hafir ekki hreinsað þig af, að þú segðir af þér og legðir síðan þig og verk þín und- ir dóm kjósenda, sem óbreyttur þing- maður? Getur verið að þú þurfir að fórna minni persónulegum hagsmun- um þínum, fyrir stærri pólitíska hagsmuni Alþýðuflokksins? Svar: „Ég legg mín störf undir dóm kjósenda í kosningum og þá geri ég það sem frambjóðandi Ál- þýðuflokhsins. Það eru allir jafnir fyrir kjósendum sem bjóða sig fram í alþingiskosningum, hvort sem þeir eru ráðherrar, þingmenn, eða kom- andi úr öðrum störfum." Spurning: — En ef þú ert trausti rúinn? Svar: „Það eru þín orð. Ég met það ekki þannig að ég sé trausti rúinn. Ég met það þvert á móti þann- ig að ég njóti trausts. Það verður hver að hafa sína skoðun á því, en ég vænti þess að persónulegar skoð- anir einstakra fjölmiðlamanna vigti kannski jafnþungt og skoðanir ann- arra, en ekki meira. Það er dómur kjósenda sem segir til um niðurstöð- una að lyktum og ég hef ekki áhyggj- ur af því. Það er mín trú og ég held stuðningsmenn mínir í Alþýðu- flokknum, sem eru yfirgnæfandi fjöldi flokksmanna, telji einnig, að það styrki flokkinn að ég verði í þessum kosningaslag á fullu í þeim störfum sem ég hef sinnt og mér hefur verið trúað fyrir og það ætla ég að gera.“ Spurning: — Utilokar þú þann möguleika að þú munir segja af þér nú? Svar: „Ég auðvitað ræði öll mál við mína flokksmenn. Ef svo ólíklega vildi til, sem ég hef ekki nokkra trú á, að upp rísi á flokksstjórnarfundi 90% flokksmanna, þar sem þeir sam- þykkja það, að þeir treysti mér ekki, þá mun ég segja af mér.“ Spurning: — Þarf 90% flokks- manna til þess að þú segir af þér? Svar: „Ég nefni þetta bara sem dæmi, en mér dettur ekki í hug að svo fari. Ég hef talað við stóran hóp flokksstjórnarmanna, sem er æðsta stjórn flokksins á milli flokksþinga, og það er ekkert slíkt í þessum spil- um, eins og þið viljið vera láta.“ Spurning: — Þú ert sem sagt sann- færður um að skýrsla þín verði talin fullnægjandi, bæði af formanni þín- um og öðrum. Svar: „Það sem meira er. Ég hef fengið margháttaðar stuðningsyfír- lýsingar frá fólki og við skulum líka gæta að því, að fólk hefur á þessu öllu saman skoðanir. Ég hef fengið margskon- ar skilaboð frá fólki, sem ofbýður það ein- elti, sem það segir að ég hafi verið lagður í. Líka hitt, að fólk tekur mínar skýring- ar fullkomlega trúan- legar og metur þær virkar. Varðandi forystu flokksins, þá munum við auðvitað halda áfram að ræða þessi tilteknu mál og önn- ur, eftir því _sem til- efni gefast. Ég er að segja, að efnislega hef ég ekkert í höndum, annað en fullyrðingar einstakra fréttamanna um það, að hér sé eitthvað sem út af standi, sem kalli á það að menn hafi einhveijar aðrar skoðanir á því. Með öðrum orðum, að formaður flokksins, þingménn flokksins eða flokksstjórnarmenn standi nú upp einn af öðrum og segi, þetta er bara tómt plat og það er ekkert að marka þetta.“ Spurning: — Eiginkona þín hefur lýst því í sjónvarpsviðtali, að hún hefði viljað sjá meiri stuðning við þig frá Jóni Baldvin Hannibalssyni, formanni Alþýðuflokksins. Hefðir þú viljað sjá meiri stuðning frá formann- inum við þig að undanförnu? Svar: „Eiginkona min hefur sínar skoðanir og ég hef mínar. Við Jón Baldvin höfum rætt þessi mál fram og til baka og ýmsa anga þess. Ég vænti þess, að við verðum samstiga í þeirri kosningabaráttu sem fram- undan er. Hefði viljað og hefði ekki viljað. Ég hefði viljað sjá ýmsa hluti fara öðruvísi í þessum málum, heldur en þróunin hefur verið.“ Spurning: — Nú hafa samráðherr- ar þínir, hvort sem er úr Alþýðu- flokki eða Sjálfstæðisflokki. ekki sýnt þér neinn stuðning opinberlega. Hvernig metur þú það? Svar: „Ja, er einhver vinsælda- kosning í gangi í því sambandi? Það er út af fyrir sig ekkert skrýtið, að þeir hafi ekki viljað tjá sig um þessi efni, því ég tilkynnti það fyrir viku síðan, að ég myndi vinna greinar- gerð um málið og hef verið að vinna að henni og eðlilegt að þeir vilji sjá hana, áður en þeir tjá sig. Ég hef ekki nokkra ástæðu til að ætla ann- að, en formaður Alþýðuflokksins taki mín svör góð og gild.“ Spurning: — Framan af hefur þú verið staðráðinn í því að axla ekki ábyrgð og viðurkenna engin mistök. Svo gerðist það i Stöðvar 2 viðtali nú á fimmtudagskvöldið, að þú sagð- ir „ég get svo sem viðurkennt, ef fólk endilega vill, viðurkennt...“ Það voru mjög margir sem töldu að ráðherrann hefði þarna á mjög hrokafullan hátt játað á sig mistök í embætti. Er svona framkoma til þess fallin, að rækta trúnað á milli ráðherra og þjóðarinnar, að játa á sig mistök með þessum hætti og var hér um afsökunarbeiðni að ræða? Svar: „Ég hugsa að ef þetta við- tal væri spilað í heild, þá yrði útkom- an önnur, því þetta var innklippt. Ég var þarna að svara spurningu fréttamannsins, sem sagði „Voru þetta þá mistök?“. Það var verið að leita eftir þessu orði, „mistök“, og þess vegna orðaði ég svarið þannig. Ég segi hins vegar fullum fetum, í skýrslu minni, „það má leiða að því getum að það orkaði tvímælis, að fara þessa leið“. Það voru sennilega mistök — ég tók ranga leið af þess- um þremur.“ Spurning: — I upphafi segir þú ekkert athugavert við embættisfærsl- ur þínar, en síðan hefur þú smám saman verið að draga í land, segja hugsanlega einhver mistök, nú viður- kennir þú mistök og annað hafi orkað tvímælis og greiðslur hafi verið of háar. Er ekki alltaf að bætast við? Svar: „Nei, nei. Þetta er alröng uppsetning. Ég hef alla tíð sagt að auðvitað eru mín störf, á sama hátt og allra annarra stjórnmálamanna og launamanna yfirleitt, þannig að ég geri mín mistök. Mér dettur auð- vitað ekki í hug að ætla annað og mun aldrei gera. Ég ætla að vona að þið blaðamenn ástundið sjálfsgagnrýni líka.“ Spurning: — Axlar þú fulla pólitíska ábyrgð á fjármála- legum viðskilnaði í Hafnarfirði? Svar: „Já, það geri ég.“ Spurning: — Ætl- ar þú þá að bera fulla pólitíska ábyrgð á því að eignfærðar voru í bókum bæjarins, tugmilljóna króna kröfur, í gjaldþrota fyrirtæki, þrátt fyrir það að Helgi Núma- son, bæjarendur- skoðandi, liáfi ítrekað bent á þessa skekkju og sett það sérstaklega í fyrirvara, við undirskrift sinni, í end- urskoðendaskýrslu bæjarendurskoð- anda? Svar: „Ég ber pólitíska ábyrgð á fjármálurn Hafnarfjarðarbæjar. Raunar var það þannig, að bæði 1986 og 1990, var sérstök nefnd jafnaðarmanna í Hafnarfirði sem vann að því að greiða niður skuldir fyrrverandi meirihluta á hinu félags- lega velferðarkerfi. 1990 til 1994 var það pólitísk ábyrgð jafnaðarmanna, alþýðuflokksmanna og þar með mín, að halda úti eins öflugri atvinnu- starfsemi og kostur var, í þeim þrenginum sem voru og eru í efna- hags- og atvinnulífi. Varðandi afskriftir til og frá, þá voru á liðnu ári afskrifaðar, ef ég man rétt, á milli 40 og 50 milljónir króna. Það er mjög mikið vandaverk á hveijum tíma, hvenær á að láta af innheimtu gagnvart einstaklingum og viðskiptamönnum bæjarsjóðs." Spurning: — Þú svarar ekki spurn- ingunni, sem fjallar um það hvort Ég hefallatíð sagt að auðvitað eru mín störf, á sama hátt og allra annarra stjórnmálamanna og launamanna yfirleitt, þannig að ég geri mín mistök eðlilegt er að eignfæra kröfur upp á tugi milljóna króna, á hendur fyrir- tækis, sem er gjaldþrota. Svar: „Það er nú allur gangur á því. Það hefur verið höfð sú vinnu- regla, að við höfum afskrifað jafn- harðan hjá Hafnarfjarðarbæ. Það sem ég er að segja almennt; er að það er farið nákvæmlega ofan í stöð- una, frá einu tímabili til annars. Auðvitað get ég ekki fullyrt um það, að frá einhvetju tilteknu tímabili standi ekki eitthvað út af í pípunum, sem eigi eftir að afgreiða, eftir einn eða tvo mánuði. Það gefur augaleið, en almennt ber ég ábyrgð á fjárnuil- unum frá bæjarstjóratíð minni. Ég held að þegar grannt er skoðað, þá sé Ilafnarfjarðarbæ langt í frá verr staddur en önnur sveitarfélög, varð- andi útistandandi kröfur, og þar séu inni í pípum einhveijar vonlausar kröfur. Það er algjörlega af og frá. Ég hef vefengt. tölur um fjárhags- stöðu Hafnarfjarðarbæjar. Ég hef vefengt afskriftir upp á 456 milljón- ir króna. Ég hef vefengt að leigu- íbúðir á vegum bæjarfélagsins séu færðar að fullu sem skuld bæjar- sjóðs. I öðrum sveitarfélögum eru þær færðar undir húsnæðisnefnd. Ég hef vefengt hvernig farið er með skuldir húsnæðisnefndar f Hafnar- firði, samkvæmt úttekt þessara reyk- vísku endurskoðenda. Það er ýmis- legt sem vekur upp spurningar úr skýrslu þessara reykvísku endur- skoðenda, eins og þegar þeir halda því fram að ábyrgðir'vegna bæjarins ’ í Miðbæjarhúsinu svokölluðu séu á mjög veikum grunni. Ég spyr: Hver telur það? Ég veit ekki til þess að spurt hafi verið um það sérstaklega.“ Spurning: — Er það siðlegt og boðlegt, að ráðherra sveitarstjórnar- mála sé með svona dylgjur um bæjar- félagið sem hann stjórnaði, og sjálf- stæða endurskoðendur úti í bæ? Svar: „Ekki eitt andartak, skaltu halda því fram, Agnes Bragadóttir, að ég sé að dylgja um mitt eigið bæjarfélag. Þvert á móti, finnst mér að bæjarfélagið eigi skilið aðra og betri umræðu, en um það hefur ver- ið. Að því er varðar störf þessarar endurskoðunarskrifstofu, þá er þar um nýja stefnumörkun að ræða, sem bæjarstjóm Hafnarfjarðar tekur ákvörðun um, en ekki ráðgjafar, hvort sem þeir koma úr Hafnarfirði eða Reykjavík. Ég gef mér það, að um stefnuna hafi verið samkomulag. Þeir hljóta að hafa rætt saman um það hvort ætti að gera þetta með hefð- bundnum hætti, eða fara þessar nýju leiðir. Það er auðvitað verkefni núver- andi meirihluta að gera grein fyrir sínum sjónarmiðum, sem hann hefur því miður ekki gert á réttum vett- vangi. Það verður væntanlega gert.“ Spurning: — Þú hefur ekki verið sakaður um lögbrot, en margar emb- ættisfærslur þínar eru með þeim hætti, þótt ekki sé um lögbrot að ræða, að fólk telur einfaldlega að þær séu ekki réttar. Brýtur þetta ekkert gegn þinni siðferðisvitund? Svar: „Ég er búinn að gera ná- kvæma grein fyrir hvaða lögmál gilda um aðstoðarmenn. Að því er varðar Björn Önundarson og að ein- hver meint vinatengsl hafi verið þar að baki, get ég fullyrt það, að ég hafði talað við Björn Önundarson tryggingayfirlækni tvisvar til þrisvar á ævinni, áður en ég settist á stól heilbrigðisráðherra. Þegar þú safnar þessu öllu saman, í svona pakka og bindur slaufu fyrir, eins og gert hef- ur verið í þessum málarekstri öllum, þá er hægt að gera þetta tortryggi- legt. Þegar menn fara niður í málin, stig af stigi, þá hygg ég að það séu mjög málsbætandi ástæður fyrir þessu öllu saman.“ Spurning: — Hvað þarft þú að bijóta af þér í starfi, til þess að þú segir af þér ráðherraembætti? Svar: „Ég svara ekki svona spurn- ingu.“ Spurning: — Hver verða þín við- brögð í þinginu ef þú situr áfram og það kemur fram vantrauststillaga á þig? Svar: „Við skulum bara láta á það reyna. Ég hef ekki nokkra ástæðu til þess að ætla að svo verði. Ég veit ekki til þess að nokkur þingmað- ur hafi lýst því yfir að hann ætli að flytja slíka tillögu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.