Morgunblaðið - 27.09.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.09.1994, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Bjarni, 15 ára: Já, ég býst við því. Hlíf Ása, 14 ára: Stundum og stundum ekki. Jórdís, 14 ára: Ég fer bara eftir því sem mér finnst flott. Páll, 14 ára: Ja,já, ætli þaðekki. ___________________UNGLINGAR Farinn á verbúða- flakk 16 ára Bubbi Morthens er löngu orð- inn þjóðkunnur fyrir laga- smíðar sínar og ljóðagerð. Hann sýnir enn á sér nýja hlið og hefur skrifað barnabók sem kemur út á næstunni. A unglings- árunum var hann bæði á íslandi og í Danmörku, en þar uppgötvaðist ein- mitt það sem Bubbi kallar fötlun sína, skrifblindan, sem gerir það að verkum að hann á erfiðara en annað fólk með að tjá sig skriflega. Ég miða unglingsárin mín við árin undir 16 ára aldrinum. Ég held að ég hafi verið fyrirmyndarunglingur að mörgu leyti. Ég var mjög stundvís og agaður með marga hluti, ég var félagslyndur krakki en smakkaði ekki áfengi og kom ekkert nálægt þeim heimi fyrr en síðar. Ég byijaði hins vegar að reykja þegar ég var sex eða sjö ára og það telst sjálfsagt ekki til fyrirmyndar. Lífið snerist mikið um stelpurnar á þessum tíma, ég var mjög feiminn og óöruggur í alla staði, •en spilaði á hljóðfæri svo allar partí- dyr stóðu mér opnar og ég var númer. I Danmörku Strákar Mynd þessi birtist í The Sun og segir í text- anum með henni að þessir strákar, sem allir eru nemar í framhaldsskóia í New York, hafi komist að því að það sé þægilegra að ganga í piisi en buxum. Þeir segjast ekki vera að í pilsum reyna að koma af stað nýrri tískubylgju eða að þetta sé yfírlýsing um lífsmáta þeirra. Ekk- ert til að hafa áhyggjur af, pils eru einfaldlega þægilegri en buxur, og skiptir þá engu hvort það eru strákar eða stelpur sem ganga í þeim. Stuttmyndasamkeppni Stuttmyndasamkeppni er eitt það vinsæl- asta sem hefur komið við sögu hér í félags- miðstöðinni Nýung. (Það er allavega mín skoðun.) Frá því þessi kyngimagnaða fé- lagsmiðstöð kom til sögunnar hefur alltaf verið haldin slík keppni. Fyrsta keppnin var eiginlega frekar slök því þá var svona dót algerlega óþekkt hér um slóðir. Næsta ár var haldið kvikmyndanámskeið sem var bara nokkuð vel sótt. Seinna um árið var önnur svona stuttmyndasamkeppni sem heppnaðist miklu betur en sú fyrri. Þá hugsanlega námskeiðsins vegna. Myndin „Viktoría“ eftir þá Bögga, Hlyn og Unnar bar þar nauman sigur úr býtum en athug- aðu, lesandi góður, enginn þeirra var á námskeiðinu. „Viktoría" fékk mikla og harða keppni frá „Óþflugu“ en hafði þó betur. Óþflugumennimir Svenni, Guggi, Danni og Einar sættu sig illa við ósigurinn og bættu mynd sína til muna. Hún var send ásamt Viktoríu í Samfés-stuttmynda- samkeppnina og hafði þar betur. Allir urðu afskaplega ánægðir með þá niðurstöðu. Hlynur. Bréf frá Hollandi AHIÍMEU H PAÐ GETUR EKKI STAFAÐ AF UPPELDI HENNAR Eg er 17 ára strák- pr frá Hollandi og er meðlimur í samtökum sem heita Loesje. Samtökin hafa beðið mig um að kynna þau á Islandi.En hvað er Loesje? Loesje eru skapandi samtök. Við örv- um og hvetjum fólk til að vera skapandi (eða til að hugsa gagnrýnið um ákveðin efni, eða við fáum fólk til að hlæja). En hvernig förum við að því? Sama spurning var í huga sex ungmenna í Arnhem (1983). Svo fengu þau hugmynd: Þau bjuggu til texta, sjá meðfylgj- andi mynd, settu hann á plaköt og hengdu á veggi þar sem fólk sá þá. Uppátækið hefur undið upp á sig og er nú komið um alla Evr- ópu. Loesje gat auðvitað ekki bara framleitt plaköt, þar eru einnig gefnar út bækur, spil, stuttermabolir, límmiðar — allt með Loesje- textum á. Allir geta verið með. Ef þið viljið fá meiri upplýsingar hikið þá ekki við að skrifa módir / jLl til okkar. Okkur veitir ekki af hjálp!!!! Vonast til að heyra fljót- lega frá íslandi. Ég vil líka gjarn- an læra meira um ísland, en því miður tala ég ekki íslensku svo vinsamlegast skrifið á ensku, hollensku eða þýsku. Ef þið skrif- ið til samtakanna í Arnhem takið þá fram hvar þið heyrðuð um Loesje. En ef þið skrifið til mín fáið þið fyrr svör við spurningu ykkar, því samtökin eru stór og fá mikið af pósti — en ég ekki. Kveðja frá Hollandi, Leon(+ Loesje). Leon Timmermanns Graaf van Bierensstraat 4 5991 CJ Baarlo (LB) Holland LOESJE p.o.box 1045 6801 BA Arnhem Ég var í gagnfræðaskóla úti í Arósum og þar var skólakerfið svona tuttugu árum á undan skóla- kerfinu hér heima, þar uppgötvaðist á viku að ég var haldinn skrifblindu. Ég var mikið í íþróttum, fijálsum, hand- bolta, badminton og boxi og spilaði mikið og átti mikið af kærustum. Ég var í ein- hveijum vafasömum félagsskap þárna úti sem var mótorhjólagengi, en vand- ræði voru fá eða engin. Ég horfði aldrei á sjónvarp, vídeó var ekki komið til sögunnar, maður fór í bíó- in og unglingsárin gengu að mestu leyti út á það hver.væri skotinn í hvaða stelpu og hvar væri partí næst. Sjómaður Ég kem svo aftur heim, og skömmu áður en ég verð sextán ára er ég orðinn sjómað- ur, þar eiginlega lýkur mínum unglingsárum. Þá geng ég inn í heim fullorðinna og gerist farandverkamaður. Sumarið sem ég varð sextán ára var ég beit- * ingamaður á útilegubát frá Bolungarvík og þar með rofnuðu öll tengsl mín sem ungl- ings. Þó ég hafi í raun verið unglingur, ég var mjög seinþroska, en þurfti að ganga inn í allt aðra veröld sem var miklu meira röff og töff en unglingar þekkja. Ég fór að lifa í heimi hinna fullorðnu sem unglingur og þá opnuðust allar dyr fyrir vandræðum, lögreglu og slagsmálum og öllu því. Pínlegt atvik Mér er minnisstætt atriði þar sem ég var að fara í próf í málfræði og bróðir minn hjálpaði mér við undirbúninginn. Hann setti námsefnið upp sem styijöld, samhljóðar voru einn her og sérhljóðar annar her og STJÖ RNUR OG STQ FSKAR þannig \ • I fórum við í gegnum allt efnið. \ J Ég dúxaði á þessu prófi, en \J kennarinn tók bara prófið og hélt því upp fyrir bekk- inn og sagði: „Hér tökum við ekki mark á svindlurum.“ Og henti svo prófinu í mig. En öll æska mín var eitt neyðarlegt atvik, það var í það minnsta það sem mér fannst. Það hafði ekkert með stelpur eða neitt slíkt að gera, heldur það hvernig maður þreifst í tilverunni. Ég flúði inn í eigin heim og lifði mikið til í bókum. Ég var sérkennileg blanda af bókaofvita og einhveiju bækluðu stráksfyrirbæri. Að lokum Það er auðvitað hægt að þvaðra mikið og endalaust um hvað sem er sem viðkem- ur unglingum, en ég held að það sé mikil- vægast að hlusta á sjálfan sig, fara eftir eigin innsæi. Ekki fara eftir því sem hópsál- in eða markaðurinn segir, því þegar upp er staðið þá erum við bara við, við ein ráð- um því hvernig okkur líður. Ef ég ætti ein- hveija eina ósk þá væri hún: Minna vídeó og fleiri bækur. Það er spurning Tollir þúí tískunni?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.