Morgunblaðið - 27.09.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.09.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994 31 ÁRDÍS ÁRMANNSDÓTTIR + Árdís Ármanns- dóttir, fyrrum húsfreyja Myrkárbakka Hörgárdal, fæddist á Kjarna við Akur- eyri 12. október 1919. Hún andaðist á Hjúkrunarheimil- inu Seli á Akureyri 18. september síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ár- mann Hansson bóndi á Myrká, f. 1888, d. 1986, og Þóra Júníusdóttir kona hans, f. 1902, d. 1981. Systkini Ái’dísar eru Álfheiður, f. 1922, gift Sverri Baldvins- syni, áður bónda í Skógum, Guðríður, f. 1924, ljósmóðir, í sambýli með Hrafni Eiðssyni verkamanni á Akureyri, Rann- veig, f. 1925, gift Hákoni Aðal- steinssyni, skrifstofumanni á Akureyri, Bryndís, f. 1927, d. 1940, Þórólfur, f. 1928, bóndi á Myrká, Sigrún, f. 1930, gift Jónasi Kr. Jónssyni leigubíl- stjóra á Hreyfli, Þórunn, f. 1937, húsmóðir á Myrká, og Bryndís Rósfríður, f. 1941, gift Árna S. Jóhannssyni, fyrrver- andi kaupfélagssljóra á Blönduósi. Auk þess var Unnur Herbertsdóttir, f. 1930, gift Baldri Þorsteinssyni bifreiða- stjóra á Bægisá, systurdóttir Þóru, alin upp á Myrká og jafn- an litið á hana sem eitt af Myrk- ársystkinunum. Árið 1938 gift- ist Árdís Búa Guðmundssyni, f. 11. maí 1908, d. 10. október 1977. Hann var sonúr hjónanna Guðmundar Bjarnasonar frá Hraunshöfða og Helgu Þor- steinsdóttur - frá Engimýri, en þau bjuggu á Ásgerðar- stöðum í Hörgárdal. Börn Árdísar og Búa eru: Helga, f. 16. maí 1938, kenn- ari á Húnavöllum, gift Erlendi G. Ey- steinssyni bónda á Stóru-Giljá og eiga þau fjögur börn, Ármann Þórir, f. 29. október 1939, bóndi á Myrkár- bakka, sambýlis- kona hans er Álda Traustadóttir og eiga þau fjög- ur börn, Bryndís Hulda, f. 19. janúar 1943, sjúkraliði á Akur- eyri, gift Héðni Bech veitinga- manni og eiga þau þrjú börn, Guðmundur, f. 13. apríl 1946, aðstoðarkaupfélagsstjóri á Sel- fossi, kvæntur Guðrúnu Jó- hannsdóttur verslunarmanni og eiga þau þijú börn, Þórólfur Rúnar, f. 31. október 1949, húsasmíðameistari á Dalvík, kvæntur Auði Jónsdóttur sjúkr- aliða og eiga þau fjögur börn, Guðveig Sigríður, f. 4. apríl 1952, sjúkraliði í Reykjavík, gift Stefáni Vagnssyni forstjóra og eiga þau fjögur börn, Berg- þóra Björk, f. 11. maí 1953, fóstra á Akureyri, í sambýli með Þorsteini Pálssyni sjó- manni og eiga þau tvö börn, og Hildur Berglind, f. 18. ágúst 1960, húsmóðir á Akureyri, í sambýli með Ómari Gylfasyni þjóni og eru börn þeirra tvö. Barnabarnabörnin eru orðin tuttugu talsins. Utför Árdísar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag. Jarðsett verður á Myrká. ÁRDÍS og Búi hófu búskap á jörð- inni Myrkárbakka árið 1938. Myrk- árbakki er nýbýli úr landi Myrkár og var án allra bygginga og rækt- unar er þau byijuðu sinn búskap. Þau þurftu því að byggja allt frá grunni og höfðu þegar upp var staðið gert jörðina Myrkárbakka að stórbúi. Höfðu þau einnig keypt jörðina Myrkárdal og nytjuðu hana líka. Á sama tíma ólu þau upp okkur systkinin, átta talsins, og má vel ímynda sér að oft hefur verið þröngt setinn bekkurinn í litla húsinu þeirra. Gestkvæmt var á Myrkárbakka og ekki óalgengt að þar dveldust næturgestir. Aldrei var þó talað um þrengsli. Þau Árdís og Búi voru mikil náttúrubörn og mjög samstíga í því sem þau tóku sér fyrir hendur. Hestamennska var þeirra yndi og þeir eru margir ógleymanlegir út- reiðartúrarnir sem farnir voru. Þrátt fyrir mikið annríki við bú- störfin var alltaf tími til að skreppa á hestbak. Búi var einstaklega handlaginn og var mikið til hans leitað af ná- grönnunum þegar staðið var í byggingarframkvæmdum. Ósér- hlífinn var hann og neitaði varla nokkrum manni. Það gefur auga- leið að bústörfin hvíldu á Árdísi í fjarveru hans og var álagið því oft mikið. Þau tóku mikinn þátt í fé- lagsstarfi í dalnum. Ungmennafé- lagið átti hug þeirra og ófáar voru þær stundirnar sem unnar voru þar, í sjálfboðavinnu, við gróður- setningu, uppbyggingu við félags- heimilið og íþróttaaðstöðuna á Melum. Ræktun og uppgræðsla var þeirra' áhugamál. Ekki var hætt fyrr en grjót og urð voru orðin að ræktuðu túni. Það var ótrúleg sú elja sem þau sýndu. Mesta þrekvirki Árdísar er þó lík- lega skógræktin, þar var áhuginn alveg ódrepandi. Hún hóf ræktun tijálunds um 1960 á u.þ.b. 1,5 hekt- ara lands og 25 árum síðar, þegar hún vegna hnignandi heilsu gat ekki lengur gróðursett, höfðu trén dafnað svo að með ólíkindum var. Hennar heitasta ósk var að koma sér upp litlum sumarbústað í lundin- um sínum, vonandi verður henni að ósk sinni, hvergi vildi hún frekar dveljast. Búi studdi hana af alhug í þessari ræktun meðan hans naut við, þó það sé henni einni að þakka hversu góður árangur þama náðist. Þau unnu bæði söng og fallegum ljóðum, hún dýrkaði þjóðskáldin okkar. Hún unni dalnum af alhug, þar vildi hún vera og hvergi annars staðar. Hvergi var fjallahringurinn fegurri, ifíeð Hraundranga, Gijótárfjall, Flögukellingu og Myrkárfjall. Það var henni mikið áfall þegar Búi féll frá langt um aldur fram, árið 1977. Hún þjáðist síðustu árin af þeim illvíga sjúkdómi parkin- sonsveiki. Af þeim sökum varð hún að flytja til Akureyrar þar sem hún bjó síðustu árin, fyrst í sambýli með þeim Hildi og Ómari og eiga þau miklar þakkir skildar fyrir þá umönnun sem þau veittu henni alla tíð. Það sama á við um þau Öldu og Ármann, en veikinda hennar var vissulega farið að gæta alllöngu áður en hún flutti til Akureyrar og þurfti hún þá á mikilli umhyggju að halda, sem þau fúslega veittu. Síðustu árin dvaldist hún á Hjúkrunarheimilinu Seli, þar sem hún naut umhyggju starfsfólksins og er því einnig þakkað. Á kveðju- stundu reikar hugurinn víða og minningarnar hrannast upp. Ég gleðst yfir því að eiga ekkert nema góðar minningar frá mínum upp- vaxtarárum í dalnum. Að leiðarlok- um þakka ég móður minni alla þá umhyggju og ástúð sem hún veitti okkur alla tíð. Guðmundur Búason. í dag er Árdís Ármannsdóttir til moldar borín á Myrká í Hörgárdal. Þar sleit hún barnsskónum og byggði síðar nýbýlið Myrkárbakka úr Myrkárlandi. Þar bjó hún síðan alla búskapartíð sína. Hún unni dalnum, fegurð fjallanna, trúði á guð og gott fólk. MINNINGAR Við fráfall Árdísar reikar hugur minn 37 ár aftur í tímann þegar ég fyrst sá og kynntist tengdamóð- ur minni og allri hennar góðu fjöl- skyldu. Á blíðum vordegi bar mig að garði á heimili hennar og Búa Guðmundssonar á Myrkárbakka. Þar var mér tekið af ást og hlýju af væntanlegum tengdaforeldrum mínum, sú stund er mér minnis- stæðari en margt annað sem á daga mína hefur drifið. Hlýleikinn sem tengdamamma gaf mér við fyrstu kynni var ekki bara stundarfyrirbæri, heldur var- anleg tryggð frá fyrsta degi til hins síðasta. Tengdamamma var mikil bú- kona, hún lét sér ekkert óviðkom- andi, hvort sem það var innanbæjar eða után og stóð með ráðum og dáð við hlið síns elskaða eigin- manns, Búa, sem var mikill búhöld- ur og mér einstaklega góður tengdafaðir. Samhliða húsmóður- störfum á sínu fjölmenna heimili, sem hún var sívakandi yfir svo að allt mætti sem best vera, vék hug- ur hennar aldrei frá búpeningnum sem hún dáði og var'svo glögg á. Stundirnar voru margar sem hún i átti úti við bústörfin við sauðfé, í fjósinu, við heyskapinn o.fl. og þá ekki síst með hestunum sem voru í miklu uppáhaldi hjá henni. Það mun oft hafa verið að loknu löngu dagsverki að Árdís átti leið til hesta sinna sem fögnuðu komu hennar. Lagði hún þá gjarnan á þá og lét glæstan fákinn stíga vakran dans um dalinn sem henni var svo kær. Stundum voru famar lengri he- staferðir sem hún talaði um og lék enginn vafi á að af þeim hafði hún mikla ánægju. Alltof sjaldan gaf ég mér tíma til að ferðast um landið með tengdamömmu. Það var áhugamál hennar að virða fyrir sér nátt- úrufegurð hvar sem hana var að finna. Hún bjó yfir miklum fróðleik um sögu lands og þjóðar sem hún kunni vel að segja frá og fræddi þá sem með henni voru. Aldrei kom hún svo í heimsókn til okkar að Stóru-Giljá að hún færi ekki gönguferð upp með gilinu og dáðist þá að því hvað gilið og fossarnir væru fallegir. Söngur og ljóð glöddu huga Ár- dísar, hún las ljóð og sögubækur og mundi þá jafnan það sem hún las þó að langt væri liðið frá lestri bókanna. Hún hafði miklar mætur á skáldinu Davíð Stefánssyni og kunni meðal annars mörg af ljóðum hans. Þar sem Árdís lagði hönd á plóg- inn óx allt sem vaxið gat, fjölskyld- an stækkaði með hvetju ári sem leið, blómin hennar prýddu heimilið jafnt innanbæjar sem í garðinum utan við húsið. Trén sem nú eru rúmlega þrjátíu ára gömul hafa vaxið og setja svip sinn á hlíðina ofan við bæinn. Fjölskylduböndin voru sterk til Árdísar enda safnaðist oft stór hópur vina og ættingja á heimili hennar. Þó að íbúðarhúsið hennar væri ekki stórt man ég aldrei eftir að þar væri ekki nóg pláss fyrir alla hvort heldur að það var við eldhúsborðið eða til næturdvalar. Tengdamömmu var í blóð borið að vera hógvær og hún bar mikla virðingu og umhyggju fyrir öllu sem hún umgekkst. Aldrei bar neinn skugga á glaðværð hennar þrátt fyrir að hún þurfti að búa við erfið- an sjúkdóm seinustu ár ævi sinnar. Nú hefur tengdamamma lokið veru sinni á meðal okkar. Veit ég að hún er á guðsvegum með ást- kærum vinum sínum sem farnir eru á undan henni yfir móðuna miklu til eilífs lífs. Ég þakka allar góðu stundirnar sem ég átti með þér. Frá þér á ég göfugar og góðar minningar svo lengi sem ég lifi. Guð blessi þig og þína minningu. Erlendur G. Eysteinsson. Hún tengdamóðií mín, Árdís Ármannsdóttir, er látin. Ég vil ekki láta ógert að minnast hennar lítil- lega og þakka henni fyrir þau ár sem ég átti þess kost að þekkja hana. Það er æði margt sem kemur upp í hugann og allt er það á sömu lund, markað af góðu skapi henn- ar, elskulegheitum og umfram allt mannkærleika sem hún átti svo mikið af. Árdís var einstaklega dugleg kona sem gekk í öll þau verk sem til féliu á hennar stóra heimili og eiginmanns hennar Búa Guð- mundssonar sem lést 10. október 1977. Það var gaman að sjá hvað þeim hjónum þótti innilega vænt um dalinn sinn og sína sveit, og hvergi leið þeim betur en heima. En þeim þótti einnig gaman að ferðast og fræðast um landið sitt Island. Nokkrum sinnum, en þó allt of sjaldan, var Árdís með í ferð- um með okkur og oft kom það mér á óvart hvað hún þekkti mikið af örnefnum, bæjarnöfnum að ég nú ekki tali um nöfn á fjöllum og fjörð- um. Árið 1988 fór Árdís með okkur fjölskyldunni ásamt foreldrum mln- um í þijár vikur til Spánar og það eru vikur sem maður gleymir aldr- ei, og ég vona og veit reyndar að hún hafði gaman af. En þar fann maður hve innilega henni þótti vænt um ísland, þar var þrátt fyr- ir allt best að eiga heima. Ég held ég geti fullyrt að ekkert gerði hún skemmtilegra en að fara á hestbak eða bara umgangast hesta og naut hún sín vel á þeim stundum. Og aldrei hef ég séð augu nokkurrar manneskju ljóma eins innilega og í febrúar síðastliðnum, þegar við hjónin heimsóttum hana á Sel og hún var að rifja upp ferð sem hún og Búi fóru ásamt fleira fólki ríðandi úr Hörgárdal og yfir til Hóla í Hjaltadal á þeirra yngri árum og greinilegt var að minning sú var greypt djúpt í huga hennar, já, það var víst ábyggilega gaman. Ég vil að lokum þakka Árdisi, þessari heiðurskonu, fyrir góða við- kynningu og góðar móttökur á heimili hennar alla tíð, þar sem húsið var fullt af góðum veitingum og hlýju viðmóti mér og minni fjöl- skyldu til handa. Stefán Vagnsson. Nú ert þú farin til afa Búa og við vitum að það hafa verið góðir endurfundir því að þið hafið ekki sést í 17 ár. Allar okkar minningar úr sveit- inni skjótast nú upp í hugann, allar þessar fallegu minningar um þig og þá sem þér þótti vænt um. Ekki léstu þér nægja að þykja aðeins vænt um þína fjölskyldu, því að öll dýrin í sveitinni nutu einnig góðs af og þá á eftir að nefna Hörgárdal- inn og Hraundrangann sem ávallt blasti við þegar við komum í heim- sókn. Elsku amma. Sem þakklætisvott þá langar okkur að senda þér þetta ljóð: Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur og fagrar vonir tengdir líf mitt við, mínn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei, hvern hjartað kallar á? Heyrirðu storminn, kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skilda eina, sem aldrei gleymi, meðan lífs ég er. (Cæsar.) Þín verður sárt saknað. Árdís Hulda, Stefán Veigar og Búi. Elskuleg amma okkar er horfin á braut. Langar okkur að minnast hennar með nokkrum orðum. Alltaf var jafn gott að koma til ömmu og afa á Bústöðum, eins og við köllum bæinn þeirra. Minnumst við heimsókna okkar til þeirra með gleði og tilhlökkun. Er keyrt var inn Hörgárdalinn vaknaði sérstök og notaleg tilfinning, dalurinn með sín háu og miklu fjöll tók vel á móti okkur, eins og hann breiddi út faðminn, skjólsæll og öruggur og bauð okkur velkomin. Eins var aðkoman að Bústöðum, hlýlegt við- mót og góðar móttökur í litlu nota- legu húsi, þar sem allir voru vel- komnir og tími og túm var fyrir alla. Áttum við þar margar góðar stundir í leik með frændsystkinum okkar, ófáar ævintýraferðirnar voru farnar í vinalegu umhverfi dalsins. Er kvölda tók voru spilin oft tekin fram eða slegið á létta strengi, afi alltaf jafn spaugsamur og léttur í lund, amma róleg og brosti að öllu saman. Amma hafði margt til að bera, hún var mjög vinnusöm, vann hún með natni við bústörfm, ræktaði fallegan garð við húsið sitt sem og skógarlund í hlíðum dalsins sem við kölluðum Árdísarlund. Hún var fróð, var mikið fyrir lestur bóka,' yndi hafði hún af ferðalögum og útiveru. Alltaf var hún eitthvað að starfa, hugsaði vel um heimili sitt og töfraði fram veitingar á svip- stundu þegar þess þurfti. Þrátt fyrir allt annríkið og stórt heimili var hún alltaf eins, róleg, yfirveguð og þægileg, hún hafði alltaf tíma til að setjast niður og ræða málin, hjá henni var enginn útundan. Við vitum að í dag munu margir syrgja góðan vin og einstaka konu, en við trúum því að hennar bíði góður tími á öðrum stað og afí muni taka þar vel á móti henni og hún muni halda áfram að láta gott af sér leiða. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allt^og megir þú hvíla í friði. Árdís G. Erlendsdóttir, Ástríður Erlendsdóttir. Elsku amma Dísa. Ég samdi ljóð handa þér til að þú sæir að ég gleymdi þér aldrei. Heimsóknunum til þín í sveitina fækkaði reyndar eftir því sem árin liðu en ég gleymdi þér samt aldrei. Og ég kem aldrei til með að gleyma þér því þú munt lifa í huga mér. Þú munt lifa í huga Ásu Rutar sem á sér góðar minningar frá þér og sveitinni. Þú munt lifa í hugum okkar allra því þú gerðir ekkert nema gott. Og nú færðu loksins verðskuldaða hvíld, í faðmi afa Búa sem þú hefur eflaust saknað síðustu árin. Ekki verða sorgmædd ef þú sérð mig gráta þegar þú vakir yfir jarð- söngnum, tárin munu stafa af feg- inleik yfir því að veikindum þínum skuli vera lokið og tilhugsuninni um þig, grátandi í eldhúsdyrunum þegar þú kaddir ástvini þína sem höfðu verið í heimsókn. Ósjaldan spurði ég mömmu mína skelfdur af hveiju þú grétir þegar við fórum og alltaf fannst mér það jafn skrýt- ið. En ég skil það núna, amma, að þú grést af gleði yfír því að eiga svona stóra og góða fjölskyldu, svona marga ástvini. Mundu bara að kíkja niður til okkar endrum og eins, á milli þess sem þú nýtur lífs- ins með afa, því við þurfum oft á handleiðslu að halda til þess að höndla lífið á réttan hátt. Og eng- inn er betur til þess fallinn en þú. Ég kveð þig, amma mín, með erindi úr ljóðinu: Sjá lífið, sem forðum lifnaði við, hjá litla drenpum, þá sumarið brosti. Það bar með sér loforð um ferð inn í frið, ferð inn í indælan sveitanna sið, hvar skiptust á gegndarlaus vinna og grið, uns garrinn sem blés inn í dalinn var bíand- aður frosti. Þá byijað’ á ný þessi vetrarlanga bið. Davíð Stefánsson. ERFIDRYKKJUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.