Morgunblaðið - 27.09.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.09.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994 33 EGGERT THEODÓRSSON + Eggert Theodórs- son var fæddur á Siglufirði 31. maí 1920. Hann lést á Landspít- alanum aðfaranótt 16. september síðastliðins. Foreldrar hans voru Guðrún Ólafsdóttir og Theodór Pálsson, bæði látin. Hann átti einn hálfbróður og nafna, Eggert Theodórsson, sem er látinn. Alsystkini hans voru Ingólfur og Svanhildur. Ingólfur er látinn en Svanhildur er ekkja Jóns Sætrans tæknifræðings. Eftirlifandi kona Eggerts er Alda Markús- dóttir. Dóttir þeirra, Margrét, er gift Guðbirni Sigurmunds- syni og eiga þau þijú börn. Eggert lauk prófi frá Iðnskól- anum í Reykjavík og vann bæði við netagerð og trésmíðar. Ut- för hans fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag. LEIÐIR okkar Eggerts Theodórs- sonar lágu fyrst saman fyrir rösk- lega 11 árum þegar mér var boðið í kvöldkaffi til þeirra hjóna Eggerts og Öldu á Selbraut 8. Það vakti athygli mína hve elskuleg hjónin voru og veitingamar rausnarlegar. Þau tóku mér, bláókunnugum manninum, sem væri ég einn af ijölskyldunni. Þannig hófust kynni mín af Eggerti sem síðan varð tengdafaðir minn. Þau kynni áttu eftir að verða náin, því Eggert vildi allt fyrir mig og dóttur sína Mar- gréti gera. Eggert var ekki maður orða heldur verka og hann var ein- staklega viljugur, skjótráður og hörkuduglegur að hveiju sem hann gekk. Mér er minnisstætt að skömmu eftir að ég kynntist honum vantaði mig rúm. Ég var þá nýkominn heim frá Ítalíu, blankur námsmaður, og bar vandræði mín undir Eggert þar sem ég vissi að hann var trésmið- ur. Eggert sagði að þetta væri nú ekki mikið mál, bara kaupa timbur og smíða rúm. Hann lofaði að að- stoða mig við smíðina og hann lét ekki sitja við orðin tóm. Daginn eftir var hann búinn að teikna rúm- ið og kaupa timbrið og eftir kvöld- mat fórum við út í bílskúr að smíða. Nú sá ég Eggert í ham í fyrsta sinn — eins og hendi væri veifað var hann búinn að saga, negla og bora og setja saman rúmið. Eg var bara áhorfandi, rétti honum í hæsta lagi nokkra nagla. Eggerti var greini- lega skemmt þegar hann sá hvað ég varð undrandi á hröðum vinnu- brögðum hans. Hann kimdi og sagði: „Nú verða þær hissa hvað við komum fljótt inn í kaffí.“ Þann- ig var Eggert Theódórsson, óstund- vísi og slugs var honum ekki að skapi og hann hafði gaman af að koma mönnum á óvart. Við hjónin getum seint fullþakkað alla þá hjálp sem Eggert hefur látið okkur í té. Eggert, tengdafaðir minn, bar ekki tilfinningar sínar á torg. Hann var fáorður um sín hjartans mál en hann lá ekki á sannfæringu sinni ef talið barst að henni. Eggert virk- aði stundum þurr á manninn og sumum hefur eflaust fundist hann hafa harðan skráp. Þeir sem þekktu hann náið vissu að það var aðeins yfírborðið — undir bjó viðkvæm lund. Foreldrar hans skildu þegar hann var átta ára og hefur það án efa skilið eftir sig ör í ungri barns- sál. Eggert var fáorður um bernsku sína en í sumar sagði hann mér undan og ofan af bernsku- og ungl- ingsárum sínum. Hann flutti með móður sinni suður, síðan lá leið hans að Helguhvammi við Hvammstanga þar sem hann var í sveit fram yfir fermingu. Þaðan fór hann til Siglufjarðar að heimsækja föður sinn. Það er síðan á leiðinni suður til Reykjavíkur að straum- hvörf verða í lífi Eggerts — á skips- fjöl hittir hann séra Friðrik Friðriks- son sem hefur svo sterk áhrif á unglingsdrenginn að hann gengur í KFUM. Því félagi helgaði hann krafta sína alla tíð síðan, þar átti hann sína bestu vini og bestu minningarnar voru þaðan. Við skyndilegt fráfall hans nú hrannast upp margar góðar minningar. Hann var barnabörnum sínum góður og elskulegur afi og það er sorglegt að þau skuli ekki fá að njóta hans leng- ur. Eggert hætti að vinna fyrir rúmu ári, hann hafði kviðið því að setjast í helgan stein því iðjuleysi átti ekki við hann. En hann hafði ætíð nóg að starfa, m.a. vann hann mikið starf fyrir Skógarmenn KFUM. Eggert var við góða heilsu og engan grunaði að skapadægur hans væri svona skammt undan. Okkur dauðlegum mönnum er ekki gefíð að skilja vegi Guðs — kallið kom og Eggert er farinn — við hljót- um að beygja okkur fyrir vilja hans. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir það sem hann var mér og fjölskyldu minni. Nokkr- um dögum áður en hann lést, var dóttir okkar borin til skírnar og þessi ritningarorð lesin að venju: „Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum." Þau orð eiga vel við nú þegar Eggert er til mold- ar borinn því í trúnni á Krist átti hann lifandi von. Guðbjörn Sigurmundsson. Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, allt það sem Guð fýrirbjó þeim, er elska hann. (1. Korintubréf 2:9.) Glaður að loknu dagsverki í aðal- stöðvum KFUM og K við Holtaveg - um nóttina kallaður heim. Kallaður heim að loknu dags- verki - er það sorglegt? Er það ekki gleðiefni, að eiga hjá Drottni góða heimvon, og vera svo kallaður heim? Að vera kallaður heim til Drott- ins er verðugt hlutskipti, þeim er unnið hefur lengi og trúfastlega í þágu hans sem gaf líf sitt til lausn- argjalds fyrir oss synduga menn. Eggert Theodórsson var einn af þeim sem vann trúfastlega fyrir Drottin og að málefnum Hans. Á sínum yngri árum starfaði Eggert sem sveitastjóri í YD KFUM og stjórnaði þar 2. sveit, og hin síðustu u.þ.b. 30 árin sem Gídeonfé- lagi, að útdeilingu Nýja testamenta til skólabarna ár hvert og önnur störf í þágu markmiðs og málefnis Gídeonstarfsins. Auk þess vann Eggert ýmislegt fyrir Skógarmenn KFUM- og KFUM- og KFUK-félögin. Fyrstu kynni mín af Eggerti voru í kringum 1941-1942 en þá gerðist hann sveitarstjóri í YD KFUM og stjórnaði 2. sveit, en það var rétt um það leyti sem ég var skrifaður inn_ í YD KFUM, ef ég man rétt. Ég man að mér þótti vænt um að fá hann í heimsókn eitt sinn, en ég var í það skipti veikur og lá heima með hitaveilu. Eggert kom í heimsókn og hafði með sér bók handa mér til þess að lesa. Mig minnir að bókin hafí heit- ið „Björn flugmaður", norsk saga. Bókina las ég með mikilli áfergju og mörgum árum seinna stóð ég mig sjálfan að því að vilja eignast söguna, svo hugleikin var hún mér af einhveijum ástæðum. Árin liðu og veru minni í 2. sveit lauk, en Eggert sá ég samt af og til, en hann sótti ávallt almennar samkomur í KFUM við Amtmanns- stíginn og fundina í AD KFUM, þegar hann gat því við komið. Samskipti okkar urðu meiri eftir að ég gerðist félagi í Reykjavíkur- deild Gídeonfélagsins nr. 1, eins og hún hét þá. Samskipti okkar uxu svo enn meir eftir að Gídeondeildin Reykja- vík-vestur var stofnuð fyrir rúmum tveimur árum, þ.e.a.s. í apríl 1992, og saman fórum við í úthlutun Nýja testamenta til skólabama haustið 1993. . Það er mér gleðiefni að hafa þekkt Eggert og Gídeonbræður í Gídeondeildinni Reykj avík-vestur eru honum þakklátir fyrir liðsinni hans í Gídeonstarfínu. Fjölskyldu Eggerts er kveðin harmur út af brottför hans frá hin- um jarðneska heimi, en Drottinn huggar þá sem harma hijá. Og glaðst getum vér allir vinir hans yfír því að hann átti góða heimvon til Drottins vors og Frels- ara, Jesú Krists. „Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, allt það sem Guð fyrirbjó þeim, er elska hann.“ Þann- ig er um ráðstafanir Guðs. Vér vitum ekkert, hvorki sjáum eða heyrum né heldur kemur oss til hugar, hvenær kallið verður. Þess vegna eiga trúaðir kristnir menn að vera ávallt reiðubúnir. Vér vitum aðeins að kallið kemur óvænt. Ég hygg að Eggert hafí verið reiðu- búinn fyrir kallið. En huggun og fyrirheit er að fínna í þessu lokaerindi söngsins, „Við fætur Jesú eg fæ mér sess“ eftir sr. Magnús Runólfsson. Og það fyrirheit eigum vér allir sem trúum á Jesú Krist, og hafa gefist honum. Og eftir dálitla ævistund fæ eg að sjá hann á lífsins grund. Eg hitti Jesúm í himins borg, með honum stíg eg hin gullnu torg. Björn G. Eiríksson, Gídeonbróðir. Ég vil í fáum orðum minnast vin- ar og starfsbróður. Leiðir okkar Eggerts lágu fyrst saman í jólaboði fyrir réttum fjórtán árum. Með sínu þétta handtaki og vinskaparþeli heilsaði hann mér. Þetta handtak varð eins og yfírskrift yfir þann mann sem ég síðar kynntist. Kraft- ur hans varð mér ráðgáta. Aldrei SJÁ BLS. 35. t Ástkœr eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, N GARÐAR ÞORSTEINSSON fiskiðnfræðingur, Laugarásvegi 53, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstu- daginn 30. september kl. 13.30. JóhannaT. Bergljót Garðarsdóttir, Geir Garðarsson, Arnþór Garðarsson, Ólafur Garðarsson, Þórir Garðarsson, Þorsteinn Garðarsson, Óiafsdóttir, Morris G. Sleight, Maríta Garðarson, Guðrún Sveinbjarnardóttir, Sigríður Jóhannsdóttir, Guðrún B. Einarsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Hátúni 12, áður til heimilis að Laugavegi 41, lést aðfaranótt mánudagsins 26. september. Kjartan K. Friðþjófsson, Ástriður S. Valbjörnsdóttir, Sigvaldi Karlsson og barnabörn. t Hjartkær sambýlismaður minn, faðir okkar, afi, fósturfaðir, tengda- faðir og bróðir, RAFN KJARTANSSON, Síðumúla21, Reykjavík, lést á heimili sínu að morgni 24. september. Kristfn Þorleifsdóttir, Óskar Rafnsson, Sólveig Hafsteinsdóttir, Ásta Karen Rafnsdóttir, Kjartan Rafnsson, Sverrir Rafnsson, Ingibjörg Gréta og sonur, Ágúst Kjartansson, Þorvaldur Kjartansson Birgir Gunnarsson, Jensina Böðvarsdóttir, Birna Einarsdóttir, og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURPÁLL VILHJÁLMSSON, Kringlumýri 10, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmudaginn 29. septem- ber kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið eða Minningarsjóð Ragnars Þorvarðar- sonar. Erla Ásmundsdóttir, Rúnar Sigurpálsson, Gylfi Gylfason, Harpa Gylfadóttir, Unnsteinn Sigurgeirsson, Elfa Björt Gylfadóttir, Jón Sævar Þórðarson, og barnabörn. t Elskuleg sambýliskona mín, móðir og tengdamóðir, HAFLÍNA HAFLIÐADÓTTIR, Reykjafold 1, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 28. september kl. 15.00. Einar Guðnason, Frosti Guðlaugsson, Guðný Baldursdóttir, Bjarki Einarsson, Guðni Einarsson, Daði Einarsson. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og iangafi, ÖGMUNDUR SIGURÐSSON, Strembugötu 4, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn fimmtudaginn 29. september frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum kl. 14.00. Sigurður Þór Ögmundsson, Ingibjörg Óiafsdóttir, Yngvi Björgvin Ogmundsson, Hafdís Damelsdóttir, Oddný Ögmundsdóttir, Halldór B. Árnason, Guðbjörg Ögmundsdóttir, Þórir Tello, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VALGARÐUR KLEMENZSON, Álftamýri 42, sem lést á heimili sínu 20. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun, miðvikudaginn 28. septem- ber, kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag (slands. Sigrfður G. Stefánsdóttir, Karl Valgarðsson, Sæmundur E. Valgarðsson, Þórunn J. Hermannsdóttir, Flosi S. Valgarðsson, Eygló Aðalsteinsdóttir, Rafn Valgarðsson, Kolbrún Þ. Sverrisdóttir og barnabörn. | I \ \ t * %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.