Morgunblaðið - 17.07.1997, Síða 39

Morgunblaðið - 17.07.1997, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMIMGAR BJARGHILD UR MARGRÉT EINARSDÓTTIR Bjarghildur Margrét Ein- arsdóttir fæddist á Egilsstöðum 22. júní 1963. Hún lést á heimili sínu á Seyðisfirði hinn 6. júlí siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Egils- staðakirkju 12. júlí. Það er með söknuði sem við kveðjum kæra vinkonu okkar, Bjarg- hildi Einarsdóttur. Vinskapurinn hófst haustið 1982 þegar við stunduðum allar nám við Menntaskólann á Egilsstöðum. Hún Bjarghildur var engri lík, alltaf brosandi og það var ekki síst glað- lyndi hennar, opinská hreinskilnin ásamt ríkri kímnigáfu sem dró fólk að henni. Það eru margir hér á Seyðisfirði sem minnast þess þegar hún kom með kökur eða konfekt og þurfti þá ekki tilefni til. Eftir því var tek- ið hvað hún var dugleg til vinnu, samviskusöm og nákvæm en for- gang hafði þó fjölskylda og heimili. Já, heimilið, það er einstaklega fal- legt og ber umhyggju Bjarghildar glöggt vitni. Við erum ríkar af minningum um skemmtilega návist og orðheppni góðrar stúlku sem mun ylja okkur um ókomin ár. Okkar tíf er miklu ríkara vegna vináttu hennar gegnum árin og við þökkum af hlýhug ánægjulega sam- fylgd. Það er svo fátt sem hægt er að segja sem linar sorgina en allar bestu og hlýjustu hugsanir okkar eru hjá ykkur fjölskyldunni. Elsku Siggi, Davíð Þór, Arna Krist- ín, Gerður, Einar og aðrir ástvinir, við sendum ykkur innilegar samúð- arkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur. Anna Karlsdóttir, Lísa María Karlsdóttir. Elskuleg vinkona mín Bjarghild- ur Margrét Einarsdóttir er látin langt um aldur fram. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd, sökn- uðurinn er mikill og mig skortir orð til þess að lýsa samúð minni og sorg. En minningar lið- inna ára streyma fram í hugann. Það eru tæp 30 ár síðan við kynnt- umst, þegar foreldrar okkar byggðu hús sín á ská á móti hvort öðru, þá í nýju hverfi á Egils- stöðum. Það var stutt að hlaupa á milli fyrir okkur, ég held samt að Bjarghildur hafi verið miklu duglegri við það en ég. Sérstaklega er mér minnisstætt hvað var gaman að fá hana í heimsókn seint á að- fangadagskvöld þegar við vorum að nálgast unglingsárin. Bjarghildur var einstök persóna, alltaf svo dugleg og mér fannst hún geta allt sem hún ætlaði sér og allt þurfti að vera fullkomið. Ósjald- an var hún búin að þurrka af og ryksuga heima hjá sér á morgnana áður en hún fór í skólann. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum á Egilsstöðum flutti hún á Seyðis- fjörð. Þar stofnaði hún heimili með traustum og góðum manni, Sigurði Ormari Sigurðssyni. Fljótlega voru komin tvö stórmyndarleg börn, Davíð Þór og Arna Kristín, sem voru hennar stolt. Um svipað leyti og Bjarghildur flytur á Seyðisijörð flyt ég til Reykjavíkur en alltaf höfðum við gott samband. Gott ráð var að hringja í Bjarghildi ef ég var eitt- hvað dauf í dálkinn. Ég kom alltaf eins og endurnærð úr símanum eft- ir að hafa spjallað bg hlegið með henni. Hún gat alltaf komið mér í gott skap, hún sagði svo skemmti- lega frá. Alltaf var hún tilbúin að setja sig inn í mín mál og ráð- leggja eftir bestu getu. Ekki var síðra að heimsækja fjöl- skylduna á Túngötuna, alltaf tekið á móti okkur eins og höfðingjum á þeirra fallega heimili sem þau kapp- kostuðu öll að hafa svo fallegt. Allt svo skínandi hreint og vel skipu- lagt, veislumatur og heimabakað bakkelsi. Henni var umhugað um að allir borðuðu vel, þó hún gæti ekki notið þess sjálf. Bjarghildur vann mikið úti, oft meira en fulla vinnu og oftast á mörgum stöðum, en þar sem hún hafði mikla skipulagshæfileika og SANYLÞAKRENNUR . * RYÐGA EKKI. PASSA í GÖMLU RENNUJÁRNIN. * STANDAST ÍSLENSKT VEÐURF * AUÐVELDAR í UPPSETNINGU. * ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR. Fást í flestum byggingavöruverslunum landsins. ALFASORG " KNARRARVOGI 4 • ® 568 6755 virtist hafa endalausa orku fannst mér það ekki brtna á heimilinu. Allt var fullkomið. Bjarghildur var sannur vinur vina sinna og verður hennar sárt sakn- að. Ég og mín fjölskylda viljum þakka fyrir þann tíma sem við höf- um fengið að njóta með henni. Við munum aldrei gleyma sólarlanda- ferðunum sem við fórum öll saman, til Kanaríeyja 1994 og ekki er nema um mánuður síðan við komum frá Flórída. Þessi fáu orð læt ég duga hér, en allar hinar minningarnar um góða og skemmtilega vinkonu geymi ég í huga mínum og mun varðveita þar á meðan ég lifi. Elsku Siggi, Davíð og Arna, Gerður, Einar, Erla, Örvar og aðrir aðstandendur, ég sendi ykkur öllum innilegar samúðarkveðjur. Megi Guð gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Lára Ósk. FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 39 HÚSGAGNAHÖUUN Bíld»hðlfil 20-112 Rvfk - 8:510 8000 TR(S) r® . Fylgist þú j meö tímanum aö næturlagi...? Ef svo er, þá þjáist þú örugglega af... Svefnleysi. IDE sænsku fjaðradýnurnar leysa málin hvort sem er fyrir einstaklinga eöa hjón. IDE BQX eru ejnstakar gæöadýnur á hagstæöu veröi. Áralöng reynsla okkar og sérþekking starfsfólks mun auövelda þér valiö. Aðalmarkmið okkar er aö þú sofir vel og eigir góöa daga í líkamlegri yellíöan. Þúsundir Íslendinga hafa treyst okkur fyrir daglegri vellíöan sinni. ÞEGAR ÞÚ VILT SOFA VEL KOMA TIL OKKAR x~. tC Ljósmyndasýning Morgunblaðsins á ísafirði Maðurinn í natturunm Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins, og Morgunblaðið efndu til samkeppni um bestu Ijósmyndir fréttaritara frá árunum 1995 og 1996. í Rammagerð ísafjarðar, Aðalstræti 16 á ísafirði hefur verið komið upp sýningu á þeim myndum sem dómnefnd taldi bestar. Myndefnið er fjölbreytt og gefst því kostur á að sjá brot af viðfangsefnum fréttaritara Morgunblaðsins sem eru um 100 talsins og gegna mikilvægu hlutverki í fréttaöflun blaðsins á landsbyggðinni. Sýningin stendur til sunnudagsins 20. júlí og er opin á afgreiðslutíma Rammagerðarinnar. Myndirnar á sýningunni eru til sölu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.