Morgunblaðið - 12.05.2000, Side 27

Morgunblaðið - 12.05.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 2? Tilboð Baraks ekki end- anlegt EHUD BARAK, forsætísráð- herra ísraels, segir að tílboð Israela um afhendingu hluta Vesturbakkans til Palestínu- manna sé ekki nauðsynlega end- anlegt. Að sögn eins helsta ráð- gjafa Baraks hefur ráðherrann tilkynnt Yasser Arafat, leiðtoga Palestinumanna, að ísraelar séu opnir fyrir frekari málamiðlun- um. Samningar þjóðanna um Vesturbakka Jórdanar eru hluti lokaáfanga friðarviðræðna þeirra sem að öllum líkindum mun ljúka með stofnun Palest- ínuríkis. Samkvæmt tillögum sem Israelar lögðu fram í síð- ustu viku mun mestur hluti landnemabyggða gyðinga á Vesturbakkanum halda áfram að tilheyra Ísraelsríki. Tillög- umar gerðu ráð fyrir því að Pal- estínumenn fengju til að byrja með tvo þriðju hluta Vestur- bakkans en þegar endanlegt friðai'samkomulag yrði komið til framkvæmda réðu þeir um 80% en ísrael héldi eftír 20%. Kínverjar vara við fundi KÍNVERJAR vöniðu á fimmtudag Göran Persson, for- sætisráðherra Svíþjóðar, við því að hitta Dalai Lama, andlegan leiðtoga Tíbeta. Persson stefnir að því að ræða við Dalai Lama yfir morgunverði næstkomandi miðvikudag. „Dalai Lama er pólitískur útlagi sem hefur lengi verið þátttakandi í aðgerðum sem miðast að því að sundra fósturjörðinni," sagði talsmaður kínverska utanríkisráðuneytis- ins í gær. „Við erum algerlega á móti hveiju því landi eða ráða- mönnum í hverju því ríki eða héraði sem bjóða Dalai Lama tU sín eða hitta hann, í hvaða nafni sem það er gert og óháð því hvemig fundurinn fer fram.“ Persson ætlar þrátt fyrir þessi skýru viðvörunarorð ekki að aflýsa fundinum. Ef af fund- inum verður mun Persson verða fyrsti forsætisráðherra Svíþjóð- ar sem hittir Dalai Lama.“ Verheugen varar við seinagangi TÍMAÁÆTLUN vegna inn- göngu nýrra aðUdarríkja í Evrópusambandið (ESB) verð- ur ekki tilbúin næsta haust eins og stefnt hefur verið að nema ríkin sýni að þau geti uppfyUt skUyrði aðildar. Þetta sagði Gúnter Verheugen, sem fer með stækkunarmál innan fram- kvæmdastjómar ESB, á fimmtudag. „Við bindum vonir við að geta lagt fram, fyrir lok ársins, áætl- un um inngöngu nýrra aðUdar- ríkja, samkvæmt matí sem framkvæmt verður í haust,“ sagði Verheugen en varaði jafn- framt við afleiðingum seina- gangs í aðildarviðræðunum. „Ef viðræðurnar þokast ekki fram á við á nokkrum mikilvægum sviðum, getum við ekki lagt neina áætlun fram.“ Viðræðumar eru einkum vandasamar þegar kemur að landbúnaðar- og byggðamálum, frjálsri för launþega, samgöngu- málum og félagsmálum. Skoskir læknar reyna að fínna ástæðu banvæns sjúkdóms heggst á heróínneytendur London, Melbourne. Reuters. SKOSKIR læknar og starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins sögðu í gær að verið væri að grafast fyrir um ástæður undarlegs sjúkdóms, sem hefur til þessa valdið dauða átta eiturlyfjaneytenda. I Astralíu glíma menn aftur á móti við „hermanna- veikina“ svokölluðu, en hún hefur hugsanlega kostað þrjá menn lífið. Skoskir læknar óttast að sjúk- dómstilfellunum muni fjölga en þau tengjast ölþsprautufíklum og heró- ínneyslu. Á 11 dögum hafa 19 manns sýkst og þar af era átta látnir. Sjúkdómurinn byrjar með graftarígerð í kringum sprautuför- in en síðan taka við öndunarerfið- leikar og líffærabilun. Konur í meirihluta Talið er hugsanlegt að ástæðan sé óhreint heróín eða menguð sítr- ónusýra en í henni er heróínið leyst upp áður en því er sprautað. Merkilegt þykir að af þeim 19, sem hafa sýkst, era 14 konur, en yfir- leitt lenda karlmenn frekar í vand- ræðum vegna eiturlyfjaneyslu. Kann skýiingin að vera sú, að allir sjúklingarnir höfðu annaðhvort sprautað eitrinu í vöðva eða árang- urslaust reynt að finna einhverja æð. Konur, sem eru eiturlyfjasjúkl- ingar, eiga oft í meiri erfiðleikum en karlmennmeð að finna nothæfa æð. Hermannaveiki í Ástralíu I Ástralíu hafa tvær konur látist úr hermannaveikinni og hugsan- lega einn karlmaður. Hafði hann sýkst en banamein hans var þó lík- lega annað. Veikin kom upp í síð- asta mánuði og talið er að hana megi rekja til nýs sædýrasafns í Melbourne. Sýktist alls 91 og þar á meðal John Fahey, fjármálaráð- herra Ástralíu. Var hann meðal 700 manna, sem sóttu samkomu á veg- um Frjálslynda flokksins í sædýra- safninu. Hermannaveikin ber flest einkenni flensu en um 10% sjúkl- inga látast. 1987 létust 10 manns í Nýju Suður-Wales í Ástralíu er veikin kom upp þar. BRIO „heimilistilboð". aðeins í maí: 149.900 kr. stgr. HP BRIO BA 600 er nýjasta BRIO tölvan frá Hewlett- Packard. HP BRIO tölvurnar eru tilvaldar fyrir heimili sem og minni eða meðalstór fyrirtæki sem þurfa hagstæða tölvu með nýjustu tækni. Þriggja ára ábyrgð er á BRIO tölvunum. HP BRIO BA 600 tölvan er með nýjasta Intel örgjörvann (Coppermine 650 MHz), með 128 Mb vinnsluminni, 15 Gb hörðum diski og ATI 16 Mb 3D skjákorti með MPEG- afspilun. í tölvunni er ennfremur átta ieshraða DVD spilari (40 leshraða geisladrif), USB 56 K mótald, hátalarar og Windows 98 stýrikerfi. 17" hágæða HP skjár fylgir tölvunni. Tilboðsverð á HP BRIO BA 600 er 149.900 kr.stgr. Tilboðið gildir einungis í maí eöa á meðan birgðir endast. Kynntu þér margfalda kosti HP BRIO hjá næsta söluaðila Opinna kerfa. pentium*„j i n v e n t Söluaðilar: EG Jónasson, EST, Element, Gagnabanki íslands, Penninn-Bókval, Penninn-Skrlfstofuvélar, Samhæfni, Snerpa, TA tölvuþjónustan, TRS, Tölvubóndinn, Tölvun, Tölvuþjónustan Akranesl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.