Morgunblaðið - 12.05.2000, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 12.05.2000, Qupperneq 42
42 FÖSTUDAGUÍl 12. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HEIMSOKN KWASNIEWSKIS ALEKSANDER Kwasniewski, forseti Póllands, hóf tveggja daga opinbera heimsókn sína á íslandi í gær. Saga Póllands er merkileg og hefur hin viðkvæma lega landsins, á milli stórra evrópskra hervelda jafnt í austri sem vestri, markað þá sögu. Prússar, Austurríkismenn og Rússar skiptu landinu á milli sín árið 1795 og það var ekki fyrr en að fyrri heimsstyrjöldinni lokinni að Pólverjar end- urheimtu sjálfstæði sitt. Því glötuðu þeir á ný er síðari heimsstyrjöldin hófst í september 1939 með innrás Þjóð- verja og skömmu síðar Rússa úr austri. Sex milljónir Pól- verja, þar af þrjár milljónir gyðinga, létu lífið í hildarleikn- um og er Þjóðverjar yfirgáfu höfuðborgina Varsjá var hún rústir einar. Að stríðinu loknu lenti Pólland á áhrifasvæði Sovét- manna og einungis áratugur er liðinn frá því að Pólverjar komust undan oki kommúnismans. Það viðnám er pólsk al- þýða veitti, ekki síst eftir að verkamenn í Lenín-skipasmíðastöðinni hófu aðgerðir sínar árið 1980, var andófsmönnum víða annars staðar í Austur-Evrópu fyrirmynd. Samstaða, hreyfingin sem spratt upp úr verk- föllunum í Gdansk, og bæld var niður með herlögum, varð að tákni baráttunnar fyrir frelsi. Nú blasa önnur og stór verkefni við Pólverjum. í ljósi sögu þeirra er vel skiljanlegt hversu ríka áherslu þeir hafa lagt á að samlagast öðrum Evrópuríkjum. Þeir hafa nú fengið aðild að Atlantshafsbandalaginu og þar með trygg- ingu fyrir öryggi sínu. Islendingar og Pólverjar eru nú bandamenn í Atlantshafsbandalaginu. Nú er það megin- markmið pólskra stjórnvalda að fá aðild að Evrópusam- bandinu sem fyrst og í viðtali við Morgunblaðið í gær segir Kwasniewski að hann sé bjartsýnn á að það muni takast ár- ið 2003. Hann segir að innganga í Evrópusambandið muni blása nýjum krafti í þá viðleitni að koma Póllandi í nútíma- legt horf. „Hún myndi styrkja það sem áunnist hefur í Pól- landi síðustu tíu árin eftir umskiptin 1989, lýðræði okkar, réttarríkið og efnahaginn. Hún myndi skapa ný tækifæri fyrir því sem næst alla þjóðfélagshópana. Að ferðast í fyrsta skipti með vegabréf með tólf stjörnum Evrópusam- bandsins verður einstakur viðburður fyrir okkur öll.“ Pólland verður eftir inngönguna í ESB eitt mikilvægasta ríki bandalagsins. Pólverjar eru tæpar 40 milljónir, Pól- land er eitt öflugasta landbúnaðarríki Evrópu og lega landsins, sem á öldum áður kallaði ógæfu yfir Pólverja, opnar ýmis sóknarfæri. Kwasniewski leggur þó í viðtalinu áherslu á að Pólverjar hafi enga löngun til að gegna forystuhlutverki í Mið- og Austur-Evrópu né heldur verða eins konar framvarðarríki. „Við viljum miklu frekar gegna hlutverki brúar milli Vest- ur- og Austur-Evrópu. Ef fallið yrði frá því að stækka bæði vestrænu bandalögin og bæta við nýjum ríkjum myndi það jafngilda því að rökin á bak við breytingarnar í Evrópu væru vefengd.“ Nú er töluverður hópur Pólverja búsettur á íslandi. Þeir hafa, eins og raunar aðrir útlendingar, sem hingað hafa flutt, aukið á fjölbreytni þjóðfélags okkar. Búseta þeirra hefur skapað ný tengsl á milli okkar og Póllands. Heim- sókn forseta Póllands er okkur fagnaðarefni. BREYTT KENNARANAM BREYTINGAR þær sem gerðar hafa verið á kennaranámi við Kennaraháskóla íslands eru tvímælalaust til bóta. Tvær meginbreytingar hafa verið gerðar sem miða að aukinni sérhæfíngu kennara. Annars vegar hefur nám á kjörsviði nem- enda í bóknámsgreinum verið aukið úr 12,5 einingum í 25 ein- ingar en það hefur verið gagnrýnt nokkuð hve fáar einingar nemendur hafa tekið á kjörsviðum sínum í bóknámsgreinum á borð við íslensku og stærðfræði. Hins vegar verður nú boðið upp á 15 til 30 eininga viðbótarnám með fjamámssniði sem er ígildi fjórða árs kennaramenntunar í KHI en um nokkurt skeið hefur staðið til að lengja námið um eitt ár. Helmingur af 30 einingum í viðbótamáminu eru á kjörsviði og því gefst kennur- um þar kostur á enn frekari sérhæfingu. Nemendur geta síðan lokið meistaraprófí með því að taka 30 einingar til viðbótar. Hvorartveggju miða þessar breytingar að því að kennara- nemar geti dýpkað þekkingu sína á aðalkennslugrein sinni og einnig svara þær auknum kröfum um aukna viðbótarmenntun og símenntun fyrir starfandi kennara. Langtímamarkmið hlýtur þó að vera að lengja gmnnnám kennara í fjögur ár. Verja á rúmlega 61 milljarði króna til vega og jarðgan Sérframl orkuvegi ferðamanní Verið er að ganga frá vegaáætlun til næstu fímm ára á Alþingi. Henni fylgir einnig j arðgangaáætlun. Viðbótarfjármagns verður meðal annars aflað með sölu ríkiseigna. Jóhannes Tómasson sat kynningar- fund samgönguráðherra og samgöngunefndar um áætlunina. SAMKVÆMT vegaáætlun ár- anna 2000 til 2004 verður 61,4 milljörðum króna varið til vega- og jarðgangafram- kvæmda á tímabilinu. Er þá meðtalin 9 milljarða króna viðbót sem ætluð er í ýmis brýn verkefni samkvæmt áliti samgöngunefndar Alþingis en Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti ásamt nefndinni og fulltrúum Vega- gerðarinnar áætlunina í gær. Af þeirri upphæð fer 3,1 milljarður til sérstakra framkvæmda í öllum kjördæmum landsins samkvæmt tillögu samgöngu- ráðherra sem ríkisstjórnin hefur sam- þykkt. Samgönguráðherra sagði nú unnt að hefja af krafti undirbúning jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarð- ar með 100 milljóna króna framlagi í ár, 200 milljónum á næsta ári og síðan 1.450 milljónum króna árlega í þrjú ár þegar sjálfar framkvæmdirnar myndu hefjast. Milljarður til Austurlands Meðal viðbótarframlaga má nefna einn milljarð sem fer til vega sem tengjast orku- og iðjuverum á Austur- landi en verja á til þeirra framkvæmda 300 milljónum króna árlega næstu þrjú ár og 100 milljónum árið 2003. Eru það framkvæmdir við nýjan veg í Fljótsdal, endurbygging vegar milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og vegur frá Reyðarfjarðarhöfn að fyrirhuguðu álveri í firðinum. „Með þessu viljum við leggja áherslu á alvöru þess máls og vilja stjórnvalda til að skapa þau skilyrði að stóriðjan geti farið af stað,“ sagði samgönguráðherra en lagði áherslu á að nýir vegir í Fljótsdal og milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar væru sjálfstæðar framkvæmdir sem stæðu án tillits til stóriðjufram- kvæmda. Myndu þessir vegir nýtast þótt aðrar ákvarðanir yrðu teknar um atvinnuuppbyggingu á Austurlandi. Upplýst var einnig á fundinum að Landsvirkjun myndi leggja til fjár- magn vegna framkvæmda sem sneru sérstaklega að virkjunar- undirbúningi. Árin 2003 og 2004 verða settar 100 milljónir hvort ár til Suður- strandarvegar, þ.e. milli Þorláks- hafnar og Grindavíkur, en í ár verða veittar 13 milljónir króna til undirbúnings, 40 milljónir á næsta ári og 34 milíjónir árið 2002. Talið er að hann auki öryggi í samgöng- um milli Faxaflóa og Suðurlands í erfiðri tíð. Heildarkostnaður við Suðurstrandarveg er talinn verða 1.000 til 1.100 milljónir króna. Þá kom fram í máli samgönguráðherra að áhugi er fyrir að hraða fram- kvæmdum við breikkun Reykja- nesbrautar gegnum Hafnarfjörð. Þar er umferð rúmlega 20 þúsund bílar á sólarhring sem hann segir að sé meira en tveggja akreina vegur geti flutt með góðu móti. Fara 200 milljónir í framkvæmdir næsta ár og aðrar 200 samtals árin 2002 og 2003. Þá er stefnt að því að útboð vegna tvöföldunar Reykja- nesbrautar geti orðið árið 2002 en veittar verða liðlega 200 milljónir króna til undirbúnings fram að því. Samstaða um vegaáætlun í samgöngunefnd „MEÐ þessari áætlun er stefnt að því að bæta vegakerfi landsins mjög mikið en allar vegaframkvæmdir taka tíma og því verða menn að sýna nokkra þolinmæði, bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og út um land,“ sagði Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra þegar hann kynnti vegáætlun til næstu fimm ára. „Hér ríkir nú mikil gróskutfð og við þurfum að fara varlega. Þess vegna er gert ráð fyrir að stíga var- lega til jarðar á næsta ári. Vegna spennu á vinnumarkaði er áætlunin sett þannig upp að hún raski í engu þeim efnahagsmarkmiðum, kjara- samningum og þeim stöðugleika sem ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á. Stöðugleikanum er ekki ógnað með þeim framkvæmdaáformum sem hér er lagt upp með.“ Sturla Böðvarsson sagði að náðst hefði mjög víðtæk samstaða í sam- göngunefnd um niðurstöðu vegáætlunar og jarðgangaáætlunar. „Með viðbótarframlögunum er með- al annars komið til móts við óskir um framkvæmdir á höfuðborgar- svæðinu," sagði Sturla og lagði áherslu á að hægt yrði með því að flýta ýmsum framkvæmdum þar. Fjármagnað með sölu ríkiseigna Viðbótarféð á einkum að fást með sölu ríkiseigna og nefndi Sturla þar eign rfkisins í bönkum og Landssí- mann. Undirbúningur á sölu stæði yfir en engar ákvarðanir hefðu ver- ið teknar í þeim efnum. Hann sagði vegaframkvæmdir þó ekki bundnar sölu ákveðinna eigna. „Það er eðli- legt að menn velti fyrir sér fjár- mögnun svona aðgerða og við ætl- um að færa eign rfkisins úr bönkum í samgöngumannvirki sem gefa arð.“ Árni Johnsen, formaður sam- göngunefndar, sagði þessa ákvörð- un boða mikið átak. „Þetta er mesta og fjölþættasta viðbótarátak sem ákveðið hefur verið í samgöngumál- Sturla Böðvarsson samgönguráðl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.