Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Page 4

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Page 4
6 það sem deild af Ræktunarfjelaginu með öllum fjelags- rjettindum. 8. grein. Meðan Búnaðarfjelag Islands felur Ræktunarfjelagi Norðurlands að hafa á hendi mál og mælingu jarðabóta, þá ræður fjelagið búfróða menn, eigi fœrri en 4, til þess að gegna trúnaðarmannastörfum þeim, er jarðrœktarlögin og reglugerðin við þau gera ráð fyrir og að öðru leyti leiðbeina mönnum i öllu er að jarðrækt lýtur, og jlytja erindi til fróðleiks og hvatninga. 9. grein. Fjelaginu stjórnar fulltrúaráð og fjelagsstjórn. Hver deild hefir rjett til að senda einn mann á fundi fjelagsins fyrir hverja 20 fjelagsmenn og helmingsbrot eða meira, og hvert búnaðarfjelag sem fullnægir þeim skilyrðum, sem 7. grein setur, og eru þeir fulltrúaráð. Allir fjelagar hafa málfrelsi og tillögurjett á fundum, en fulltrúar einir at- kvæðisrjett. Fulltrúaráðið kýs þriggja manna stjórn, sem annast framkvæmdir fjelagsins. Stjórnin kýs sjer sjálf varamenn og skiftir störfum með sjer þannig, að einn er formaður, annar gjaldkeri og þriðji skrifari. Stjórnin hefir umráð yfir sjóði fjelagsins og öllum eignum þess. Hún má ekki skuld- binda fjelagið til langframa nje veðsetja eða selja fast- eignir þess, nema með samþykki aðalfundar. Á ári hverju gengur einn maður úr stjórn, sá er þar hefir átt sæti þrjú síðustu árin. 10. grein. Fjelagið heldur einn aðalfund ár hvert, á þeim tíma sem stjórnin ákveður. Rar skulu lagðir fram reikningar fjelagsins, endurskoðaðir, og kosnir endurskoðendur tjl

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.