Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Síða 5

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Síða 5
7 næsta árs. Aðalfundur kveður á um starfsemi fjelagsins komandi ár. Fundir skulu haldnir til skiftis í sýslunum, eftir því, sem síðasti aðalfundur ákveður. 11. grein’. Stjórnin annast um allar framkvæmdir fjelagsins. Hún boðar til funda og undirbýr málefni þess til aðalfundar. Einnig hefir stjórnin á hendi alla bókun fyrir fjelagið og brjefaviðskifti og ræður starfsmenn þess. Stjórnin getur boðað til aukafunda til að ræða einstök vandamál; einn- ig er skylt að halda aukafundi, sje þess æskt af lh hluta fulltrúa. 12. grein. Fjelagið lætur árlega prenta skýrslu um starfsemi sfna. Sjái fjelagið sjer fært, gefur það út tímarit eða smáritlinga um jarðrækt. Alt það, sem fjelagið lætur prenta, verður sent öllum fjelagsmönnum ókeypis. 13. grein. Gjalddagi á tillögum fjelagsmanna er 1. okt ár hvert. Reikningsár fjelagsins er almanaksárið. 14. grein. Nú kemur sýsla á fjelagssvœðinu upp tilraunastöð fyr- ir sýsluna, á þeim stað, sem stjórn Rœktunarfjelaesins á- litur hagkvœman fyrir tilraunir þær, sem hafðar verða þar með höndum, og þá styrkir Rœktunarfjelagið slíka til- raunastöð með beinum fjárframlögum eftir nánari ákvæð- um aðalfundar, gegn þvi að tilraunirnar sjeu sniðnar i samræmi við aðalstöðina. 15. grein. Fjelagið skal rofið og hætta stðrfum sínum, ef það er samþykt með 2h hlutum atkvæða á fulltrúafundi og síð-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.