Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Page 17

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Page 17
málum landsmanna, skorar fundurinn á stjórn Búnaðarfjelags íslands að veita ekki búnaðarmála- stjórastöðuna öðrum manni, fyr en næsta bún- aðarþing kemur saman og hefir tekið ákvörðun um málið«. Tillagan samþykt með öllum greiddum atkvæðum. 23. S'g. Sigurðsson flutti þvi næst snjallan og fróð- legan fyrirlestur »Um búnaðarfjelagsskap« og hlustuðu á hann auk fulltrúanna fjöldi fólks, sem komið var á fundarstaðinn. Var fyrirlesturinn fluttur undir beru lofti, því veður var hið yndislegasta, og sungnir ættjarðar- söngvar á undan og eftir. Var fundargerðin því næst lesin upp og samþykt í einu hljóði. Fleiri mál voru ekki tekin fyrir og sagði formaður því næst fundi slitið. Sig Ein. Hliðar, fundarstjóri. Stefán Vagnsson, Helgi Pálsson, ritarar.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.