Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Page 29

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Page 29
Reglugerð um mælingar jarðabóta samkv. 8. gr. fjelagslaga og leiðbeiningar. 1. grein. Búnaðarfjelögin á fjelagssvæðinu greiði árlega kr. 2.00 af hverjum fjelagsmanni fyrir mælingar jarðabóta og leið- beiningar, þar sem sýslan styrkir þessa starfsemi með sem svarar kr. 0.50 gjaldi af hverju býli sýslunnar. 2. grein. Náist ekki samþykki einhverrar sýslu um tillag það, er um getur í 1. gr., þá greiði hvert búnaðarfjelag kr. 2.70 fyrir hvern búnaðarfjelagsmeðlim. 3. grein. Um gjald fyrir þá, sem mælt er hjá eða leiðbeininga njóta utan búnaðarfjelaga, fer eftir taxta þeim, er búnað- arfjelag Islands setur á hverjum tíma. 4. grein. Heimilt er stjórn Ræktunarfjelagsins að veita undan- þágu frá gjaldi því, sem um getur i 1. og 2. gr., en í stað þess greiði þau búnaðarfjelög kr. 5.00 fyrir hvern þann fjelagsmann, sem mælt er hjá eða leiðbeininga nýtur.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.