Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Page 38

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Page 38
Garðyrkjuskýrsla 1926. Það er ekki altaf gleðiefni á vorin, fyrst þegar farið er að líta eftir trjá- og blómareitum hjer í stöðinni, að sjá hvað veturinn getur leikið það grátt. En vetrardagarnir eru margir harðir veikviða plöntunum, þær vilja margar týna tölunni. En síðastliðinn vetur voru það ekki ein- göngu smáplönturnar, sem hart voru leiknar, stóru trjen báru mörg og stór merki eftir harðan vetur. Snjóþyngsli voru afskaplega mikil í stöðinni, sumstað- ar svo að rjett sást á toppana á hæstu trjánum. Svona mikill snjór fór grátlega illa með stóru trjen, braut sum alveg um þvert, reif greinar af ððrum og lagði þau næst- um á hliðina svo ókleift var að hjálpa þeim við. Sjerstak- lega bar mikið á skemdum á Larix Siberica, sem er plant- að í röð meðfram öðrum aðalveginum i stöðinni, þau trje eru sjálfsagt nær 20 ára, og nokkuð á aðra mann- hæð að hæð. Toppkal var ekki svo mjög mikið nema á einstöku trje, t. d. var Hlynur mikið kalinn eins og oft vill verða. Af trjáplöntum í fræbeðum dó nokkuð mikið, einkum voru það plöntur af barrtrjám, sem týndu tölunni. En þeim smáplöntum, sem lifðu af sinn fyrsta vetur, fór vel fram í sumar og væri óskandi, að veturinn sem í hönd fer yrði þeim mildur og góður svo þær fengju að lifa og dafna.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.