Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Page 39

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Page 39
41 Nokkrum tegundum af trjáfræi var sáð í júní og spír- aði flest af fræinu sæmilega, nema birkifræið, það spír- aði ekkert, var það fræ hjeðan úr stöðinni. Reynifræi var líka sáð hjeðan úr stöðinni, það spíraði ekki í sumar, en von um að það spíri næsta sumar. Það er margt, sem verður trjágróðrinum hjer á landi til tafar, og kostar það bæði þolinmæði og þrautsegju, ef nokkuð á að verða ágengt, en svo er nú með æðimargt og ekki dugar að gefast upp eða láta erviðleikana vaxa sjer í augum. Trjáplöntupantanir bárust stöðinni víðsvegar að af landinu og var það nokkuð meira en hægt var að af- greiða. Er það aumt að geta ekki haft til nógar plöntur handa þeim, sem hafa áhuga og einlægan vilja á að rækta trje og annan gróður heima hjá sjer. Nokkru af smáplöntum var plantað út í vor, eins var líka plantað í skörðin, þar sem út hafði dáið, það sem hægt var. Trje og runnar byrjuðu snemma að springa út og breiða úr laufi sínu í vor, en heldur var þeim hverft við frostnæturnar, sem komu rjett fyrir miðjan maf, það kipti nokkuð úr vexti í bili og margar plöntur voru lengi að ná sjer. En um leið og tíðin batnaði, keptust trjen aftur við að breiða út lauf og lim, og fyrir miðjan júní stóð bæði reyniviðurj heggur o. fl. alsett blómum og sendu ilm og angan í allar áttir. Allir runnar laufguðust vel og blómstruðu. Ribs og sólber blómstruðu vel, og stóðu alsett þroskuðum berj- um f byrjun september. Sama er að segja um hindber, þau báru bæði blóm og ber. Jarðarbérin blómstru mikið, og þau útlendu báru dálítið af feikna stórum Og góðum berjum, þó sumarið væri of votviðrasamt fyrir þau, og mikið af þeim rotnaði niður hálf þroskað. Græðlingar voru settir bæði af berja- og skrautrunn-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.