Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Page 43

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Page 43
Vermihús. í skýrslu, yfir starfsemi Ræktunarfjelags Norðurlands 1926, er þess getið, að bygt hafi verið vermihús í Oróðr- arstöð fjelagsins síðastliðið sumar. Par sem vermihúsa- rækt er að miklu leiti nýlunda hjer á landi og þetta er fyrsta vermihúsið, sem bygt er hjer norðanlands, gefur þetta ástæðu til nokkurra hugleiðinga um vermihús, þýðing þeirra og framtíð hjer á íslandi. Vermihús Rf. Nl. á í fyrsta lagi að skoðast sem til- raun á þessu sviði, og það er margt sem rjettlætir þá tilraun. 1. Vermihús þau, sem bygð hafa verið í ná- grenni Reykjavíkur, virðast hafa borið mjög góðan hag- fræðislegan árangur (sbr. Búnaðarrit 40. ár, 3.-4. hefti bls. 357 — 358). 2. Nauðsyn vermihúss er mjög mikil, þar sem stund er lögð á fjölbreytta garðyrkju og blómrækt, eins og nú er gert í Gróðrarstöð Ræktunarfjelagsins. 3. Vermihúsarækt er svo mikið framtíðarmál fyrir margar sveitir Iandsins, að aukin þekking á því efni er fyllilega tímabær. Vermihúsið verður því að skoðast sem nauð- synlegt kenslutæki við garðyrkjunámskeið Ræktunarfje- lagsins. Vermihúsi Rf. hefir verið lýst all ýtarlega í skýrslu um starfsemi fjelagsins, svo þess gerist ekki þörf hjer. Hins- vegar er ástæða til að minnast hjer nokkuð á vermihús yfirleitt, tilgang þeirra og rekstur. Vermihús eru venjulega vegglág hús (1 — 1,5 m.), bygð

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.