Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Page 50

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Page 50
52 Á Reykjanesinu er víða jarðhiti, þar eru hverir og laugar við Reyki í Mosfe'lssveit, á Lauganesi við Reykja- vík o. v. í Borgarfirði munu finnast 15 — 20 stórir hverir og auk þeirra mesti urmull af smáum, heitum uppsprettum. Víð Breiðafjörð eru margir hverir og laugar. Mestur er þar jarðhitinn við Reykhóla, um 10 stærri hverir og margir smærri. Á Vestfjörðum eru víða heitir hverir og laugar, en mest kveður að heitu uppsprettunum á Reykjanesi við Reykjafjörð. Á Ströndum eru einnig margar laugar með 60 — 70° C heitu vatni. Á Norðurlandi er einnig talsverður jarðhiti. Á Reykjum í Hrútafirði, er hver 96° C heitur. Einnig er laug hjá Reykjum á Reykjabraut, en hiti hennar er mjer eigi kunnur. í Skagafirði eru laugar í Vesturárdal og Hofsdal og hjá Reykjum í Tungusveit. Mestur jarðhiti í Skagafirði er þó við Reykjahól, skamt fyrir neðan Víðimýri. Par eru fleiri hverir og laugar 50 — 90° C heitar. í uppsprettum þessum er mikið vatnsmagn. Hjá Reykjum í Hjaltadal eru smálaugar 40 — 50° C heitar. í Fljótum eru víða laugar 50—60° C heitar t. d. hjá Gili, Reykjarhóli, Barði o. v. Hjá Reykjum í Ólafsfirði eru laugar 40—42° C heitar. Við Eyjafjörð eru víða volgar uppsprettur, en flestar þeirra gefa aðeins 30 — 40° C heitt vatn. Taisvert heitari (80°) eru þó laugarnar hjá Reykhúsum og Brúnhúsalaug. I Suður-Þingeyjarsýslu er víða jarðhiti. Hjá Stóru- Tjörnum í Ljósavatnsskarði er 53° C heit laug. í Fnjóska- dal eru hverir og laugar fyrir sunnan bæinn á Reykjum, vatnshitinn 88 — 89° C. Pá eru 50—60° C heitar upp- sprettur til og frá í Reykjadal, en mestur jarðhiti í bygð á Norðurlandi, mun vera í Reykjahverfi. Rar eru 3 stórir

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.