Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Síða 52

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Síða 52
54 stríðum straumi, heldur en ef hringrásin verður að mynd- ast fyrir hitamismun hins heita og kalda vatns, eins og á sjer stað í miðstöðvum. Ennfremur, ef húsin eru bygð á síheitum grunni í nágrenni hveranna, sparar hitinn frá jarðveginum að einhverju eða öllu leyti frekari upphitun. 3) Par, sem hitagjafinn er óþrjótandi og yfírdrifinn, er engin ástæða til að vanda sjerstaklega til byggingu hús- anna, í því augnamiði að gera þau hlý, hægt að komast af með einfalt þak úr þunnu gleri og veggi svo þunna, sem frekast er hægt, án þess að veikja burðarmagn þeirra um of. í þriðja lagi mundi sparast vinnuafl það, sem gengur til að kynda og hirða eldstæði. Alt þetta samanlagt hlýtur að gera það að verkum, að aðstaða vor til vermihúsaræktunar verður mun betri heldur en nágranna vorra og vjer stöndum talsvert betur að vígi til að keppa við ræktun undir náttúrlegum skilyrðum heldur en þeir. Vitanlega kemur hjer fleira til greina svo sem, samgöngur og aðstaða til markaðs, en að þar sje um óyfirstíganlegar eða varanlegar hindranir að ræða, fæ jeg eigi sjeð. Hjer er um atvinnuveg að ræða, sem á vorn mælikvarða enganveginn er lítilfjörlegur eða tak- markaður. Báðir vorir höfuðatvinnuvegir eru að meira og minna leyti lamaðir helming ársins, en hjer er um atvinnuveg að ræða, sem stendur í nokkurnveginn jöfn- um blóma allan ársins hring. Hvort vjer í náinni framtíð berum gæfu til að handsama þá miklu orku, sem' hjer flýtur úr skauti jarðarinnar, getur aðeins ókomni tíminn skorið úr. Þau vermihús, sem þegar eru bygð hjer á landi, munu vera 5 talsins og eru öll fremur smá. Á 4 þeirra er komin nokkur reynd og eru þau öll starfandi í nágrenni Reykjavíkur Og haga framleiðslu sinni eftir Reykjavíkur- markaðinum, og munu það aðallega vera blóm og tómatar,

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.