Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Síða 53

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Síða 53
55 sem þau framleiða. Annars er hægt að rækta fjðlda nytjajurta í vermihúsum og skal jeg hjer nefna nokkurar. 1. Trjákendar plöntur svo sem: Ferskjur, Annanas, Banana, vínvið o. fl. Annanas og Bananar eru nú lítið ræktað í vermihúsum. Vermihúsin hafa erfiðlega getað kept um þessa ræktun við suðlægari lðnd, þar sem þessir ávextir vaxa við nátt- úrleg skilyrði. Aftur á móti eru Ferskjur, sem þola illa geymslu, mikið ræktaðar í vermihúsum, sömuleiðis vín- ber fyrir þann tíma, sem þau þroskast á opnu landi. 2. Jurtkendar plöntur, sem krefjast birtu. Af þeim má nefna: Melónur, agurkur, tómatar, kartöflur, blómkál o. fl. Hinar þrjár fyrst töldu eru mjög algengar vermihúsajurtir, þrátt fyrir það þó þær þoli nokkura geymslu, eins og melónurnar. Aðallega mun þó ræktun þeirra í vermihús- um bundin við að framleiða fyr en framleiðsla af opnu landi kemur á markaðinn. Ræktun jarðepla og blómkáls í vermihúsum mun einvörðungu bundin við framleiðslu í maí —júní. 3. Jurtir ræktaðar í myrkri. Sem dæmi upp á slíkar er rababar-, það er þó aðeins að nokkuru leyti, sem hægt er að rækta rababar í vermihúsum án Ijóss. Plönturnar þarf fyrst að ala upp 2 — 3 ár á opnu landi, áður en þær eru settar í hús til ræktunar. Pessi ræktun er aðallega framkvæmd undir bekkjum og hillum húsanna á vetrum. Ef vermihúsaræktun í stærri stíl kæmist á stofn hjer á landi, þá bæri fyrst og fremst að leggja kapp á að fullnægja innanlandsmarkaði. Ætti það að vera auðgert, bæði að fullnægja þörfinni og eins að standast samkepn- ina af aðfluttum varningi, sem annaðhvort er framleiddur í vermihúsum erlendis eða fluttur langt að við hjálp margra milliliða. Eftir hagskýrslunum hefir verið flutt inn í landið á ár- unum 1921 — 1923 af eftirtöldum vörum (talið í kr.):

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.